Þjóðviljinn - 08.05.1984, Page 8

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Page 8
8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. maí 1984 Þjóðviljinn á Austurlandi Eskifjörður Atvinnuástand gott á Eskifirði Beðið eftír rækju- verksmiðju í Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar h/f hitti Þjóðviljinn að máli Ölver Guðnason, sem auk þess að vera eftirlitsmaður SH á Austurlandi á einnig sæti í atvinnumálanefnd Eskifjarðar. Að sögn hans hefur atvinna verið góð á staðnum, og verði fiskirí sæmilegt er ekkert útlit í bili fyrir atvinnuleysi, þarsem Eskfirðingar fengu sæmi- legan kvóta á skip sín. „Við erum samt sem áður að huga að aukinni fjölbreytni í at- vinnulífinu, og hér er mjög mikill áhugi fyrir rækjuverksmiðju" sagði Ölver. „Fyrst og fremst er það fry- sting, en þó er líka uppi áhugi á niðurlagningu á rækju. Margir að- ilar héðan af staðnum eru búnir að senda inn umsóknir um verks- miðjuleyfi, en við höfum ekki feng- ið nein viðbrögð enn hjá ráðherra. Menn eru auðvitað svekktir yfir því, jafnvel hissa á að fá engin svör og ekki laust við að það sé nokkur kvíði í mönnum yfir þessum seina- gangi“. „Það hefur fundist nokkuð af rækju hérna fyrir framan í firðin- um, og við vitum líka að það er mikið af rækju á djúpslóð, stórri og góðri. Raunar var einn bátur héð- an á rækju en aflann varð hinsvegar að fara með norður og vestur á land í vinnslu“. Aðspurður kvað Ölver að menn væru svona að velta vöngum yfir fleiru. Ýmsir gældu við hugmynd að vatnssölu til útlanda til að mynda. „Hér verður í sumar komið mjög mikið af vatni, sem okkur er sagt að sé alveg sérstaklega gott. Þannig að þessi hugmynd hefur komið upp hjá mönnum, en ég vil þó taka fram að vatnssalan er enn ölver Guðnason á sæti í atvinnumálanefnd á Eskifirði. Frysting og niðurlagning á rækju ásamt ýmiskonar síldarvinnslu eru meðal hugmynda sem uppi eru til að auka fjölbreytnina í atvinnulífi staðarins. Ljósm. Jón Ingi. sem komið er ekkert nema bara hefðu áhuga á að leggja niður síld, vinna síldina betur og gera úr henni hugmynd“. talsverð síldarsöltun væri á staðn- verðmætari vöru. Ölver sagði líka að Eskfirðingar um og heimamenn hefðu hug á að -ÖS Guðný Anna (t.v.), Benna, Guðný Einarsdóttir og Veiga ásamt Hjörleifi Guttormssyni ræða kaup og kjör í fiskvinnslunni. Ljósm. Ólöf Þ. Fj órar frískar Eskifirði Bónusvínnan ógurlega slítandí Það var ekki mikill tími aflögu þegar blaðamenn Þjóðviljans voru á hraðför gegnum Eskifjörð á dögun- um að elta þingmenn Al- þýðubandalagsins sem voru þar að sýna sig og sjá aðra. í kaffitíma hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar höfðum við þó rétt tíma til að tylla okkur og blása mæðinni hjá fjórum frísklegum stúlkum sem unnu í fiski. Þær hétu Guðný Anna, Benna, Guðný Einars- dóttir og Veiga. Við tókum tal um bónusinn, og Benna sagði að hann væri hreint aukaálag og tvöfaldaði vinnuna stundum. Þessvegna var hún þeirrar skoðunar að bónusinn bæri ekki að taka inn í, þegar verið væri að semja um launakjör. „Ég vil vinna í bónus" sagði Benna, „en ég vil líka fá að ráða því hvenær ég geri það. Oft er miklu skemmti- legra að vera í bónusnum, tíminn líður miklu fljótar og starfið verður skemmtilegra. En það er líka oft ógurtega þreytandi, og þessvegna vildi ég að tímakaupið sjálft væri nógu hátt til að við þyrftum ekki lífsnauðsynlega að vera alltaf í bón- us. Mig langar ekki að vinna alveg á fullu dag eftir dag“. Og Guðný Anna bætti við, að það hlyti að vera erfitt fyrir konur sem ættu kanski tvö eða þrjú börn að koma heim á kvöldin og fara að sjá um heimili, eftir að hafa staðið í bónusvinnu allan daginn. „Sjálf á ég ekki nein börn, og þegar ég kem heim er ég oft svo þreytt að ég leggst bara upp í loft. Sannleikurinn er sá, að bónuskerf- ið er ógurlega slítandi". Guðný Einarsdóttir sagði að það væri alltof lítil umræða um kjör fiskvinnslufólks og bætti við að þær væru margar frekar hrifnar af þessu nýja félagi fiskvinnslufólks í Reykjavík. Það þarf endilega að hreyfa við fólki, það er allt of lítill áhugi á kjaramálunum. Gamli bar- áttuandinn er horfinn að mörgu leyti. Kannski er fólk áhugalítið af því það er hreinlega bara of þreytt að lokinni vinnu á kvöldin til að fara að mæta á fundi eða hugsa um kjarabaráttu“, sagði Guðný Ein- arsdóttir að lokum, og var greini- lega á því að það vantaði drifkraft í launastreðið. _ac

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.