Þjóðviljinn - 08.05.1984, Qupperneq 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVJLJJ.NNiÞriðjudagur 8. maí 1984
Námíuppen
Ákveöið hefur verið að auk reglulegs vetrar-
náms í ofangreindri kennslugrein við félags-
vísindadeild verði gefinn kostur á að stunda
námið að hluta að sumarlagi.
Sumarið 1984 verða eftirtalin námskeið
kennd: Þroski barna og unglinga (5 ein.).
Nám og námsáhugi (5 ein.). Hagnýt kennslu-
fræði (að hluta). Auk þess verða kennsluæf-
ingar skipulagðar. Kennt verður 13. júní til
20. júlí.
Próf fara fram með haustprófum háskólans
um mánaðamótin agúst - september.
Nám þetta er ætlað þeim sem þegar hafa
lokið háskólaprófi eða eru í háskólanámi.
Skrásetning fer fram í aðalskrifstofu há-
skólans kl. 9-12og 13-16dagana21.-25.
maí n.k. og þar fást umsóknareyðublöð.
Skrásetningargjald er kr. 1600,- og gildir
skráningin einnig fyrir næsta vetur. Náms-
keiðaskráning fer fram í nemandaskrá há-
skólans sömu daga.
Nánari upplýsingar veitir Gerður G. Óskars-
dóttir dagana 7. til 11. maí kl. 13 - 14 í síma
(91) 17717.
Háskóli íslands
Skrásetning stúdenta til náms
á 1. námsári í Háskóla íslands
háskólaárið 1984 - 85
fer fram frá föstudegi 1. júní til föstudags
13. júlí 1984.
Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest
Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini og
skrásetningargjald sem er kr. 1600.-. Skrá-
setning ferfram í aðalskrifstofu háskólans kl.
9 -12 og 13 -16 og þar fást umsóknareyðu-
blöð.
Athugið lengingu á skrásetningartíma-
bili.
Háskóli íslands
LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ
Tókum að okkur að
þétta sprungur
i steinvegjum,
lógum alkaJískemmdir,
þéttum og ryðverjum
gómul bárujárnsþök.
Hófum háþróuð
amerisk þéttiefni frá RPM
11 ára reynsia á efnunum
hér á landi.
Gerum föst verðtilboð
yður að kostnaðarlausu
án skuldbindinga af
yðar hálfu.
Staða byggingafulltrúa
í Stykkishólmi
Auglýst er eftir byggingaverkfræðingi eða
byggingatæknifræðingi í stöðu byggingafull-
trúans í Stykkishólmi.
Allar upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-
8136 og 93-8274.
Umsóknir skal senda undirrituðum fyrir 20.
maí.
Sveitarstjórinn í Stykkishólmi
Móöir okkar tengdamóöir og amma,
Margrét Ottósdóttir
Hringbraut 97,
andaöist í Borgarspítalanum þann 4. maí.
Sprungu-
UppJýsingar I simum
{91) 66709 & 24579
þétting
Már Ársælsson
Hrafnkell Ársælsson
Snorri Ársælsson
og barnabörn
Lilja Krjstjánsdóttir
Svava Ágústsdóttir
Hjördís Hjörleifsdóttir
Patreksfirðingar hyggja nú á rækjuvinnslu.
S
A víð og dreif
í eftirfarandi pistlum er sagt
frá votheysturnasmíði í
Gnúpverjahreppi, refafóður-
stöð á Selfossi, rækju-
vinnslu á Patreksfirði, Félagi
aldraðra á Akureyri og tölvu-
eyðublaðaprentun þar í bæ,
ályktun um álver við Eyjafj-
örð, nýjum báti á Djúpavogi,
væntanlegri sölusýningu á
Kálfafellsstað og vegafram-
kvæmdum í Þingeýjarsýsl-
um.
V othey sturnasmí ði
í Gnúpverjahreppi
Austur í Gnúpverjahreppi er
fyrirtæki sem nefnist Stálafl/
Rafafl, eöa öllu heldur ein deild
þess. Fyrirtækiö framleiðir vot-
heysturna úr stáli. Eru turnarnir
staðlaðir. Hægt er að fá staka turna
og einnig tvo samstæða. Þeir eru
með losunarbúnaði, hlaupaketti og
krabba, en einnig er hægt að fá
búnað með þeim frá SÍS. Stöku
turnarnir kosta 700 þús. kr. en þeir
samstæðu 900 þús. Turnarnir eru
hannaðir í samráði við Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen.
Ekki skortir Stálafl verkefni.
Unnið er hér og þar hjá bændum og
svo hefur verið unnið við endur-
byggingu Graskögglaverksmiðj-
unnar í Gunnarsholti. Deildin í
Gnúpverjahreppi er með 8 menn í
vinnu en alls starfa um 50 menn hjá
fyrirtækinu.
Fóðurstöð á Selfossi
Refaræktarbændur eru nú smátt
og smátt að koma sér upp fóður-
stöðvum. Um eina slíka eru Sunn-
lendingar að sameinast og er líklegt
að hún verði byggð á Selfossi.
Mikið veltur á að samsetning fóð-
ursins sé rétt og getur á miklu riðið
að út af því bregði ekki. Bændur
hafa til þessa gert nokkuð að því að
blanda fóðrið sjálfir, enda ekki um
annað að gera á meðan ekki nær til
fóðurstöðva. Þær eru á hinn bóginn
án alls efa það, sem koma skal.
Rækjuvinnsla
á Patreksfírði
Það munu nú orðin ein 30 - 40 ár
síðan rækjuvinnsla var síðast
stunduð á Patreksfirði. En nú hafa
Patreksfirðingar hug á að taka upp
þann þráð á ný. Það er Vatneyri
hf., sem þarna hyggst ríða á vaðið
og hefja rækjuvinnslu í sumar, ef
guð lofar.
Hlutafélagið Vatneyri var stofn-
að í okt. í fyrra. Hluthafar eru út-
gerðarmenn, sjómenn, iðnaðar-
menn o.fl. Félagið keypti frystihús
Skjaldar, en það var í eigu Byggða-
sjóðs og hefur nú verið unnið að
endurbótum á því. Stefnt er að
samvinnu við Grænlendinga og
einnig vinnslu á Rússarækju. Á-
formað er að 5 - 6 10 - 15 tonna
bátar leggi upp hjá Vatneyri hf. og
svo Jón Þórðarson, 200 tonna bát-
ur, en hann landaði á ísafirði í
fyrra.
Félag aldraðra
á Akureyri
starfar af mikilli atorku. Félags-
menn þess eru 463 og formaður er
Jón G. Sólnes. Félagið stóð fyrir
„opnu húsi“ því nær aðra hverja
viku á sl. ári, efndi til ferðar vestur
að Laugum í Sælingsdal þar sem
bækistöð var höfð um sinn og ferð-
ast um nágrannabyggðir. Tvær
ferðir eru ráðgerðar í sumar, önnur
austur, hin vestur.
Verkalýðsfélögin afhentu fé-
laginu að gjöf Alþýðuhúsið og
íbúðarhús í nánd við það. Er nú
búið að tengja þau saman með
sérstakri byggingu og íbúðarhúsið
verður innréttað að nýju. Þarna
mun fara fram námskeiðahald á
vegum félagsins, og svo hefur Fé-
lagsmálastofnun verið með nám-
skeið í húsinu tvisvar í viku. Mikil
verkefni eru framundan við endur-
bætur á húsakostinum. Auk þess
stefnir félagið að því að koma upp
íbúðum fyrir aldraða og er ekki
ósennilegt að byggingafélag verði
stofnað síðar á árinu.
Auk Jóns G. Sólness skipa stjórn
félagsins þau Erlingur Davíðsson,
Ragnar Olason, Stefán Reykjalín
og Júdit Jónbjörnsdóttir.
Eyðublöð fyrir tölvur
Framundir þetta hefur ekki ver-
ið hægt að fá prentuð eyðublöð
fyrir tölvur nema í sjálfri Reykja-
vík. Nú hefur orðið breyting á því.
Prentsmiðja Björns Jónssonar á
Akureyri - en eigendur hennar frá
síðustu áramótum eru þeir Halldór
Hauksson og Ragnar Ragnarsson -
hefur nú hafið prentun á slíkum
blöðum. Stefna þeir að því að geta
þjónað öllu Norðurlandi að þessu
leyti. Finnst okkur dreifbýlis-
mönnum það alltaf horfa til fram-
fara ef eitthvað fækkar því, sem
sækja þarf suður. Reynt verður að
afgreiða pantanir samdægurs.
Hægt verður að fá hjá þeim fé-
lögum allan standard pappír, nót-
uform, reikninga, launaseðla
o.s.frv.
Ályktað um álver
Á aðalfundi Búnaðarfélags
Saurbæjarhrepps var m.a. rætt um
hugsanlega byggingu álvers við
Eyjafjörð. Samþykkti fundurinn
samhljóða eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Búnaðarfélags
Saurbæjarhrepps, haldinn að Sól-
garði 15. mars 1984 telur að ekki
skuli hafin bygging stóriðjuvers við
Eyjafjörð nema öruggt sé að starf-
ræksla þessi valdi engum skaða á
lífríki héraðsins“.
í greinargerð með tillögunnni
segir:
„Allar líkur benda til að stað-
háttum og veðurfari hér í Eyjafirði
sé þannig háttað, að mengunar-
hætta sé mjög mikil, einkum vegna
lítillar úrkomu á svæðinu. Augljóst
er hvaða tjóni mengun gæti valdið
hér í einu besta landbúnaðarhéraði
landsins. Má í því sambandi benda
á umsögn norskra bænda, er búa í
nánd við slík iðjuver".
Nýr báturtil Djúpavogs
Fyrir nokkru bættist Djúpavogs-
búum nýr bátur í flotann. Er það
215 lesta nýyfirbyggður bátur,
Stjörnutindur, keyptur frá Kefla-
vík og smíðaður 1967. Eigandi
bátsins er Búlandstindur hf. en
hann á nú þrjú skip.
Skipstjóri á Stjörnutindi er Sig-
urður Ingimarsson en öll áhöfnin
frá Djúpavogi. Ætlunin er að bát-
urinn stundi fyrst og fremst út-
hafsrækjuveiðar en rækjuvinnsla
hefst nú á Djúpavogi á ný eftir 13 -
14 ára hlé.
Sölusýning
á Kálfafellsstað
Á bændafundi í A-
Skaftafellssýslu braut frú Beta Ein-
arsdóttir upp á þeirri hugmynd að
efna til sölusýningar á heimilisiðn-
aði sýslubúa. Og ekki situr við orð-
in tóm. í sumar hyggst frú Beta
koma á fót sölusýningu í kjallaran-
um í íbúðarhúsinu á Kálfafellsstað.
Teknir verða í umboðssölu hvers-
konar handunnir munir jafnt frá
konum sem körlum, ullarvörur
allskonar, skrautmunir úr beinum
og steinum, trej keramik o.s.frv.
Hugmynd þessari skaut upp hjá
frú Betu á ferðalagi í Svíþjóð. Þá sá
hún svona sýningu, sem komið
hafði verið upp í gamalli hlöðu. Og
því skyldi það þá ekki líka vera
hægt í kjallaranum á Kálfafells-
stað?
Þeir, sem áhuga hafa á að koma
munum sínum þarna á framfæri
ættu að hafa samband við frú Betu
sem fyrst.
Vegaframkvæmdir
í Þingeyjarsýslum
Af áætluðum vegaframkvæmd-
um í Þingeyjarsýslum á þessu ári er
þetta að segja:
Á Norðurlandsvegi í Ljósavatns-
skarði er gert ráð fyrir að lagður
verði 1.6 km. langur kafli frá
Steinholti að Sigríðarstöðum og
600 m. kafli frá Kambsbrú að Stór-
utjörnum. Á Norðausturvegi verð-
ur boðinn út 3ja km. langur kafli
frá Víðivöllum að Fnjóskárbrú.
Bundið slitlag verður lagt á kaflann
frá Víðivöllum og upp á austurbrún
Víkurskarðs. Lagður verður 1500
m. langur kafli á Grenivíkurvegi
hjá Fagrabæ og lagfærður 1400 m.
langur kafli frá Vaðlaheiðarvegi að
Skógargerði. Bundið slitlag verður
lagt á 4 km í Ljósavatnsskarði frá
Fornhólum að Sigríðarstaðamel-
um og frá Kambsá að Stórutjarnar-
skóla. Einnig á um 1700 m. langan
kafla milli Laxár og Laxamýrar. Þá
verður 7 km. langur kafli frá Hálsi
og langdrægt að Árlandi búinn
undir og iagður bundnu slitlagi.
Lögð verður seinni klæðning á 2.7
km. langan vegarkafla á Sval-
barðsstrandarvegi, 2,9 km. í Ljósa-
vatnsskarði og á 3,5 km. kafla vest-
an Skjálfandafljóts. Slitlag verður
lagt á 10 km. kafla á Melrakka-
sléttu norðan og vestan Raufar-
hafnar, gengið frá og lagt slitlag á 8
km. kafla á Ytri-Hálsum. Smíðað-
ar verða brýr á Laxá og Hölkná í
N-Þingeyjarsýslu og brýrnar
tengdar með 1300 m. löngum veg-
arkafla.
Aðalfundur K.S.
Aðalfundur Kaupfélags Skag-
firðinga fyrir árið 1983 var haldinn
að Sauðárkróki 17. apríl sl.
Formaður félagsstjórnar, Gunn-
ar Oddsson bóndi í Flatatungu,
setti fundinn, flutti skýrslu um störf
stjórnar á árinu og greindi frá fjár-
festingum félagsins, sem voru með
mesta móti eða rúmlega 54 milj.
kr. Munaði þar mestu um byggingu
á höfuðstöðvum félagsins, en þar
opnaði það nýja verslun og tók þar
með í notkun mikinn hluta hússins.
Var sú framkvæmd aðkallandi orð-
in því verslanir félagsins á Sauðár-
króki voru flestar í lélegum húsum.
í skýrslu kaupfélagsstjórans, Ólafs
Friðrikssonar, kom fram að
heildarvelta félagsins hafði aukist
milli ára um 69% og varð, að með-
talinni veltu Fiskiðjunnar rúmlega
706 milj. kr.
Rekstrarafgangur skv. rekstrar-
uppgjöri sýnir tekjuafgang að upp-
hæð rúmar 1300 þús. kr. eftir að
eignir höfðu verið afskrifaðar fyrir
tæpar 10 milj.
- mhg