Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Volvoumboðið á Islandi
Auglýsing
Annað elsta í heiminum!
Volvoumboöið á íslandi er
stofnað árið 1929 og er því
hvorki meira né minna en ann-
að elsta Volvoumboðið í
heiminum. Allargötursíðan
hefur Volvo ekið um vegi lands-
ins og sigrast á hverri torfær-
unniáfæturannarri. Núerum-
boðið nefnt Veltir hf. og telur 70
manna starfslið en þess má
geta að starfsmannafjöldinn
var 15 þegar fyrirtækið var
stofnaðhérálandi.
Nú eru í landinu 6115 fólksbílar
af Volvogerð, 96o vörubílar, 90
langferðabílar og 266 Lapp-
landerar. Starfsemi fyrirtækis-
ins spannar allt landið og auk
starfsmannanna 70 í Reykjavík
hefur umboðið á sínum snær-
um 19 umboðsmenn um land
allt til að tryggja Volvoeigend-
um góða og örugga þjónustu
hvar sem er, enda má segja að
einkunnarprð Volvo frá upphafi
hafi verið:Öryggi.
Sænsku Volvo-verksmiðjurnar
hafa nú sett á markaðinn nýja gerð
Volvo-fólksbifreða. Ber nýi bíllinn
tegundarheitið Volvo 740 GLE og
svipar að útliti töluvert til Volvo
760 bifreiðarinnar sem kom á
markaðinn fyrir rösklega tveimur
árum og vakti þá þegar mjög mikla
athygli. Volvo 740 er glæsileg en
jafnframt sparneytin og rúmgóð
fjölskyldubifreið og er ekki að efa
að hún mun öðlast skjótar vinsæld-
ir ekki síður en Volvo 760 GLE
sem segja má að hafi farið sigurför
víða um lönd og ekki hvað síst í
Bandaríkjunum þar sem hún náði
þegar góðri sölu.
I Volvo 740 GLE koma fram
fjölmargar nýjungar sem miða að
því marki að auka endingartíma
bifreiðanna og gera þær öruggari í
akstri. Samkvæmt rannsóknum
sem gerðar hafa verið af hlut-
lausum aðilum í Svíþjóð er nú
meðalending Volvo-bifreiða meiri
en nokkurrar annarrar bifreiðateg-
undar og er talin vera 20.7 ár. Hef-
ur endingartími Volvo-bifreiðanna
aukist jafnt og þétt á sama tíma og
endingartími annarra bifreiðateg-
unda hefur ýmist aukist lítillega
eða staðið í stað. Við framleiðslu á
Volvo 740 GLE hafa verið reyndar
ýmsar nýjar leiðir til þess að verjast
því sem kalla má helsta óvin bifr-
eiðanna, þ.e. ryðinu, og auk þess
hefur sérstaklega verið hugsað
fyrir öryggi farþega og ökumanna
og þar farnar nýjar leiðir. Er það
raunar ekkert nýtt að Volvo-
verksmiðjurnar hafi forystu á því
sviði, þar sem öryggi hefur löngum
verið eitt af aðalsmerkjum verk-
smiðjanna og þær um langt skeið
lagt stund á kostnaðarsamar rann-
sóknir í því skyni að gera bifreið-
arnar sem öruggastar og tryggja að
ökumaður og farþegar sleppi sem
best verði bifreiðarnar fyrir óhöpp-
um í umferðinni. Má geta þess að
víða um lönd eru gerðar strangar
kröfur í þessum efnum og sérstök
rannsókn fer þar fram áður en sala
þeirra er leyfð og hafa Volvo-
bifreiðarnar jafnan komið sérstak-
lega vel út úr slíkum rannsóknum
og haft öryggis-„stuðul“ sem er
langt fyrir ofan þær kröfur sem
gerðar eru. Má geta þess til gamans
að meðan á hönnun Volvo 740
GLE-bifreiðarinnar stóð voru um
80 bifreiðar eyðilagðar við árekstr-
artilraunir í sérdeild verksmiðj-
anna þar sem rannsóknir á þessu
sviði fara fram.
Geta má þess að 28% málmsins
sem notaður hefur verið í Volvo
740 GLE-bifreiðarnar hefur verið
meðhöndlaður á sérstakan hátt. Er
þar um að ræða svokallaða
„Zincrometal" meðferð, sem er í
raun og veru „heit galvesering“ en
með þessu á að tryggja að ryð
myndist síður í málminum. Hafa
viðamiklar tilraunir farið fram hjá
Volvo-verksmiðjunum á þessari
aðferð og reynsla þeirra leitt mjög
jákvæðar niðurstöður í ljós. Þá
hafa sflsar bifreiðanna verið sér-
staklega styrktir og ryðvarðir á sér-
stakan hátt og hið sama má segja
með allra lægstu hluta bifreiðarinn-
ar en við þá styrkingu hafa verið
m.a. notuð „polyster" efni sem
ryðja sér nú æ meira rúms í bifr-
eiðaiðnaðinum.
Alkunna er að bretti bifreiða
vilja oft ryðga innanfrá og er oft
erfitt við að ráða. Hafa Volvo-
verksmiðjurnar lagt á það áherslu
að reyna að verja innri brettin vel
og forðast það að blaut óhreinindi
geti sest þar milli laga, en út frá
slíku byrjar oft ryðið í brettunum.
Því hafa Volvo-verksmiðjurnar nú
í allmörg ár haft sérstaktaf plast-
hlífar í frambrettum, eins konar
innri bretti. Sérstök áhersla er
einnig lögð á ryðvörn á við-
kvæmum stöðum bifreiðarinnar og
má geta þess að sérstöku úðunar-
efni sem hindrar ryðmyndun er
sprautað sérstaklega á um 60 staði
bifreiðarinnar. Einnig er notuð
sérstök vörn á undirvagn bifreiðar-
innar og hafa tilraunir sýnt að hún
gefur mjög góða raun í baráttunni
við ryðið. Þá má einnig geta þess að
vaxefni eru notuð undir krómhlífar
og krómlista á bifreiðunum, en oft
hefur verið erfitt að hemja ryð-
myndun út frá slíku skrauti.
Þegar bifreiðaverksmiðja eins
ogt.d. Volvo-verksmiðjurnarsetja
nýja gerð bifreiða á markaðinn býr
gífurleg undirbúningsvinna að
baki. Jan Wilsgaard sem stjórnar
hönnunardeild Volvo-verksmiðj-
unnar hefur t.d. látið hafa það eftir
sér að það geti liðið allt að 40 árum
frá því að bifreið kemur fyrst á
teikniborð hönnuðanna og þangað
til að hún verður loks fullbúin. All-
an þann tíma þurfa hönnuðirnir að
halda vöku sinni. Fylgjast náið
með breytingum sem verða, fella
þær að hugmyndum sínum og
reyna jafnframt að skapa eitthvað
nýtt. Sem dæmi um undirbúnings-
vinnuna að Volvo 740 og 760 bifr-
eiðunum má nefna að hún hófst að
marki árið 1975 og voru þá gerðar
50 teikningar í hönnunardeild
verksmiðjanna og margar þeirra
byggðar á hugmyndum sem búið
var að vinna að um langt árabil.
Þegar teikningarnar 50 lágu fyrir
fóru þær í gegnum sannkallaðan
hreinsunareld jjar sem farið var yfir
hvert smáatriði og reynt að velja
það besta. Smátt og smátt fækkaði
teikningunum en að lokum voru 12
þær bestu teknar og fullunnar. í
framhaldi að því var farið að svara
ýmsum spurningum um
framtíðarbifreiðina - hversu mikið
rými þyrfti fyrir vélina, hversu far-
angursgeymslan ætti að vera stór,
hvernig einstakir hlutir bifreiðar-
innar ættu að líta út og úr hverju
þeir væru gerðir. Hugmyndirnar
voru mótaðar í samvinnu við
tæknimenn verksmiðjanna og það
var ekki fyrr en á árinu 1977 eða
tveimur árum eftir að hönnunin
hófst af krafti að meginlínurnar um
stærð og útlit bifreiðanna höfðu
verið lagðar. Síðan var tekið til við
nákvæma útfærslu og tilraunasmíði
og nú tæpum áratug síðar liggur
árangurinn fyrir: Volvo 740 GLE
sem telja má sannkallaðan glæsi-
vagn og tákn þess hugvits og tækni-
vinnu sem í bifreiðina hefur verið
lögð.
Nýr fólksbíll á markaðinn - Volvo 740
Öryggi hefur alla tíð verlð kjörorð Volvo, enda hefur hln sænska bifrelðaverksmlðja komlð fram
með fjölmargar nýjungar varðandi öryggi farþega og ökumanns.
Volvo 360 sedan er rúmgóð og traust 5 manna fjölskyldubifreið með framúrskarandi aksturs-
eiginleika og sérstaklega styrktu ökumanns- og farþegarými. Volvo 360 er búinn 92 Din hestafla
bensínvél með blöndungi og forstilitri rafeindakveikju. Gírkassinn er 5 girar áfram, þar af skilar
5. gírlnn um 20% yfirsnúningi.
Volvo 740 GLE er hluti af nýrri kynslóð bifreiða, með meiri snerpu, rúmbetri og þægilegri.
Aksturseiginleikar sem uppfylla ströngustu kröfur og stöðugur svo af ber. Volvo 740 GLE er 5
manna bifreið, búinn 129 Din hestafla bensínvél með Cl innspýtingu og rafeindakveikju. Gír-
kassinn er sjálfskiptur 4ra gtra og þar af skilar fjórði gírinn um 30% yfirsnúningi. Annars
venjulegur búnaður er vökvastýri og miðlæstar hurðir (Centrallás).
Volo 240 GL er hin trausta og endingargóða 5 manna fjölskylubifreið. Bifreiðin er þekkt fyrir að
vera sérstaklega örugg t umferðaróhöppum, hefur sist verið slakað á í þeim efnum. Volvo 240
GL er búinn 112 Din hestafla bensínvél með blöndungi og er búinn aflstýri (vökvastýri).
Gírkassinn er sjálfskiptur 4ra gíra og þar af skilar fjórði gírinn um 30% yfirsnúningi.