Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.05.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mal 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Munið vorhappdrættið! Dregið 10. maí! Gerið skil sem fyrst! Stjórn ABR. Aðalfundur 3. deildar ABR Laugarnes- og Langholtsdeild Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 20.30 í flokksmiðstöðinni, að Hverfisgötu 105. - Stjórn 3. deildar. Aðalfundur 4. deildar ABR Grensásdeild Aðalfundur 4. deildar ABR verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. - Stjórn 4. deiidar. Aðalfundur 5. deildar ABR Breiðholtsdeild Stjórn 5. deildar ABR boðar til aðalfundar í deildinni miðvikudaginn 9. maí kl. 20.30 í Gerðubergi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Svavar Gestsson kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaástandið. 3. önnur mál. Fjölmennum. - Stjórn 5. deildar. Alþýðubandalagið í Borgarnesi Skírnarhátíð Óskabarnið okkar að Brákarbraut 3 hefur staðið nafnlaust of lengi, og er nú mál að linni. Föstudaginn 11. maí verður haldin vegleg skirnar- hátíð íhúsinu og hefst hún kl. 21. Góðarveitingarverðafram bornarog boðiö uppá fjölbreytt skemmtiefni. Meðal annars leikur nýstofnuð jasshljómsveit Gunnars Ringsted. Hafið samband í síma 7628 eöa 7506. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið í Borgarnesi. ABR Samráðsnefnd í stefnuumræðu Samráðsnefndarmenn, munið fundinn á fimmtudag, 10. maí kl. 20.30, að Hverfisgötu 105 Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsíns Reggie-kvöld Föstudaginn 11. maí kl. 20.30 verður minningarkvöld um Bob Marley á þriggja ára dánarafmæli hans. Jónatan Garðarsson mun kynna tónlist hans, líf og trú á Jamaica. Allir Reggie-aðdáendur velkomnir á Hverfis- götu 105 n.k. föstudag. - Nefndin. Lausar stöður Ráðgert er að veita á árinu 1984 eftirfarandi rann- sóknastöður til 1 - 3 ára við Raunvísindastofnun Há- skólans: a) 1 stöðu sérfræðings við jarðfræðistofu. Sérfræð- ingnum er einkum ætlað að starfa að aldurs- ákvörðun á bergi. Fastráðning kemur til greina í þessa stöðu. b) 2 stöður sérfræðinga við reiknifræðistofu. Starfs- svið reiknifræðistofu er einkum í aðgerðagrein- ingu, tölfræði, tölulegri greiningu og tölvunarfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar- andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rann- sóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu- lagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, fyrir 27. maí n.k. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm- bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið 27. apríl 1984. Elnn Laugarvatnshópurinn í fyrra framan vlð Héraðsskólann. Fjölskyldubúðir Alþýðubandalagsins Ertu með á Laugarvatn? Ertu með á Laugarvatn í júlí? Þar verður Alþýðubandalagið með sumarfrí og samveru í þrjár vikur, og er rúm fyrir 80 manns í hverja vikudvöl. 1. vika: 9. júlí til 15. júlí, 2. vika: 16. júlí til 22. júlí, 3. vika: 23. júlí til 29. júlí. Vikudvöl að Laugarvatni i sumar kostar: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 600, fyrir börn 6-11 ára kr. 2.400 og fyrir 12 ára og eldri kr. 3.950. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting í 2-3ja manna her- bergjum, tvær ferðir í sund og guf- ubað og þátttaka í öllu fræðslu- og skemmtistarfi sem fram fer á staðn- um. Innifalin er einnig barnagæsla fyrir yngstu börnin. Minnt er á að íþróttasvæði, hestaleiga, bátaleiga, silungsveiði, gufubað, sundlaug og fallegar gönguleiðir eru við hendina á Laugarvatni og þar þarf enginn að láta sér leiðast á besta tíma sumars- ins. Tekið er á móti pöntunum á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, og í síma 17500. Nauðsynlegt er að staðfesta pöntun með innágreiðslu fyrir 1. júní n.k. Handlæknastöðin - nýtt fyrirtœki í heilbrigðisþjónustu Vlft aðgerð ( háls-, nef- og eyrnaaðgerðastofu. Slghvatur Snæbjörnsson, svæflngalæknir, Elnar Thorddsen, háls-, nef og eyrnalæknlr og Guðrún Aradóttir, skurðstofuhjúkrunarfræðlngur. Heilbrigöisráðherra, Matthías Bjarnason, gaf hinn 30. mars s.l. út leyfi fyrir Handlækna- stöðina í Glæsibæ í Reykjavík, til rekstursskurðstofu, þarsem gerðar eru margs konar að- gerðir, speglanir og skurðað- gerðir, sem ekki krefjast inn- lagnar sjúklinga á spítala. Handlæknastöðin er hlutafélag og við hana starfa 5 háls-, nef- og eyrnalæknar, 3 svæfingarl- æknar, 4 kvensjúkdómalæknar auk sérfræðinga í augnlækni- ngum, almennum skurðlækni- ngum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum og lýtalækningum. Þá starfavið stöðina skurðstofudeildarstjóri, 2 hjúkrunarfræðingar, einn sjúkraliði og gangastúlka. Aðgerðir þær sem framkvæmdar eru í Handlæknastöðinni hafa fram að þessu verið að miklu leyti gerðar á spítölum og sjúklingar lagðir þangað inn um hríð. Hér er því um verulegan sparnað fyrir heilbrigði- skerfið í landinu. Skurðstofur eru þrjár og er tækjakostur stöðvarinn- ar miðaður við að standast ítrustu kröfur opinberra aðila um öryggi og gæði, bæði er varðar sjúklinga og starfsfólk. í tengslum við skurðstofurnar eru uppvöknunar- herbergi, útbúin nauðsynlégum ör- yggistækjum, þar sem sjúklingar jafna sig að lokinni aðgerð, svo og biðstofa fyrir aðstandendur, auk móttöku. Innréttingar í Handlæknastöð- inni og búnaður, auk breytinga sem nauðsynlegt var að gera á húsnæðinu kostaði um 5 milljónir króna. Vegna aðgerðar sem fram- kvæmd er í Handlæknastöðinni greiðir tryggingakerfið 3.400 krón- ur til stöðvarinnar. Sjúklingur greiðir 100 krónur til hvors lækn- anna, þ.e. svæfingarlæknis og skurðlæknis, auk efniskostnaðar sem er 1.200 krónur. Alls kostar því aðgerðin 4.800 krónur. Efnis- kostnaður er þó mjög mismunandi eftir aðgerðum og allt niður í 100 krónur. Handlæknastöðin skipuleggur sérstaka vaktþjónustu í tengslum við aðgerðir, og geta sjúklingar ávallt náð sambandi við lækni eftir aðgerðir, ef vandamál koma upp eftir að heim er komið. Konur í nýju landsnámi Kvennalist - Leiðrétting í grein um Kvennalist á Keldna- holti í blaðinu um helgina misrituð- ust í myndatexta nöfn tveggja lista- kvenna. Rétt er að listaverk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur, Rannveigu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur og fleiri konur prýða veggi kaffistofunnar. -jp „Konur í nýju landnámi“ var viðfangsefni Vorvöku 1984 á veg- um Kvenfélagasambandsins er haldin var í Gerðubergi í Reykjavík fyrir nokkru. Milli 60 og 70 konur fjölluðu með einhverjum hætti um það efni, en vökuna sóttu um 300 konur úr flestum byggðarlögum landsins. Vakan var haldin á laugardegi og sunnudegi og var erindaflutningur fyrri daginn. María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands ís- lands, flutti setningarávarp og að því búnu fluttu erindi 20 konur, sem hafa haslað sér völl á nýjum starfssviðum og lýstu þær landnámi sínu í stjórnsýslu, vísindum og menntun, atvinnuvegum og í list- um. Á sunnudeginum var tveggja tíma listadagskrá í Gerðubergi, þar sem fram komu konur í ýmsum list- greinum. Vorkonur Alþýðuleikhússins voru heimsóttar og farið í heim- sókn á Kjarvalsstaði. Þá fóru gestir Vorvökunnar í heimsókn til forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, að Bessastöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.