Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagiir 10. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA’ 3 Starfsfólk á saumastofum: Gífurleg óánægja Afar djúp óánægja er nú meðal fólks sem vinnur á saumastofum með tilhögun bónusgreiðslna. Á saumastofum vinna mest konur og hátt á annað hundrað þeirra mættu í gær á fundi sem Iðja efndi til í Domus Medica, og þar kom glögg- lega í Ijós að fólk er tilbúið að fara út í aðgerðir ef þörf krefur til að fá leiðréttingu mála sinna. í dag er bónusgreiðslunum þannig háttað, að bónusinn leggst ekki ofan á lágmarkslaun (12.660) heldur ofan á talsvert lægri upp- hæð, að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar formanns Landssambands Iðnverkafólks. Kona frá sauma- stofu Karnabæjar, sem ekki vildi að nafn sitt kæmi fram, sagði að konurnar vildu að bónusinn væri óháður dagvinnutekjutrygging- unni, en ekki einsog nú, þegar allt að helmingur af bónusnum fer í að ná tryggingunni. Að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar var fundurinn mjög kröft- ugur. „Óánægjan í fólki var tölu- vert meiri en ég bjóst við, þó auðvitað höfum við orðið varir við mikla og vaxandi óánægju uppá síðkastið“, sagði hann. Að sögn hans verður næsta skref fólgið í því að kynna atvinnurekendum vilja fólksins sem vinnur á saumastofun- um. „Það verður hreinlega að segja upp bónusnum“, sagði Guðmund- ur, „það nær ekki nokkurri átt að þetta misrétti viðgangist“. „Við viljum þá frekar bara hætta í bónusnum en standa í þessum skrípaleik áfram", sögðu konur frá Óformleg skoöanakönnun í formi handauppréttingar á Iðjufundinum í Domus Medlca sýndi að starfsfólk á saumastofum er mjög á móti tilhögun bónuskerfisins. Ljósm. Atli saumastofu Karnabæjar sem vildu ekki að nöfn sín kæmu fram, „það nær ekki nokkurri átt að þurfa að byrja á því að vinna upp í lágmarks- tekjunar“. Að sögn kvenna á fund- inum er mjög erfitt að fá atvinnu- rekendur til að gera formlega samninga um bónusinn, og það er eitt af vandamálunum. „Já, við erum sko tilbúnar í slaginn“, sögðu tvær stöllur þegar blaðamaður spurði hvort starfsfólk á saumastofum væri reiðubúið í að- gerðir ef atvinnurekendur héldu fast við óbreytt ástand. -ÖS Norræna________ þýðingarnefndin á fundi hér: Norræna grannþjóðabók- ménntanefndin svonefnda, sem úthlutar styrkjum til að þýða Norðurlandabókmennir, hefur setið á fundi í Reykjavík og lauk störfum á þriðjudag. Nefndin úthlutar um 1,6 miljón- um danskra króna og skiptist féð eftir ákveðnum reglum milli mál- svæða. Til dæmis eru 9% fjárins Þaft er aft vísu ekki alveg orftlft snjó- laust í Bláfjöllum því um þessa helgi aft minnsta kosti verftur nægur snjór. Úr því fer ferftum í Bláfjöll aft fækka. Islendingar eltast við metsölubækur n ar ætluð til að þýða bækur á íslensku, en 6% á samísku, færeysku og grænlensku. Nefndarmenn hafa reyndar áhuga á að nota féð í auknum mæli til þess að styrkja bókaútgáfu á hinum smæstu tung- umálum Norðurlanda og þá til að styrkja fólk til þeirrar kunnáttu sem þarf til að sinna þýðingarstörf- um. Ennfremur hafa þeir hug á auknum styrk til útbreiðslu grannþjóðabókmennta. Þeir skýrðu og frá því á blaða- mannafundi, að eitt hið erfiðasta í þeirra starfi væri það, að nota pen- ingana til að auka fjölbreytni í út- gáfu, en ekki bara til að styrkja bækur sem hvort sem er kæmu út í þýðingum. En það eru útgefendur sem sækja um styrkinn, ekki ein- staklingar. Meðal íslenskra bóka sem nú er sótt um styrk til að þýða eru Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helga- dóttur (á dönsku), Lauf og stjörnur Snorra Hjartarsonar (á sænsku), smásögur Svövu Jakobsdóttur (á dönsku), bók eftir Ármann Kr. Einarsson (á norsku) og ljóð eftir 50 íslenskar konur (á norsku). Ebba Hentze frá Færeyjum tók það fram á fundinum, að sér fynd- ist að íslendinar gerðu alltof mikið Enn er gott skíðafæri í Bláfjöllum: Brekkurnar bíða ,J3rekkurnar bíða eftir fólkinu. Snjórinn er nægur og skíðafæri gott. Við erum tilbúin til að vera hérna fram yfir miðjan maí“, sagði Þorstcinn Hjaltason rekstrarstjóri Bláfjallasvæðisins við Þjóðviljann í gær. Um síðustu helgi var mjög gott á skíðum í Bláfjöllum. Þorsteinn sagði að á 4. þúsund manna hefðu skíðað í sólinni á laugardaginn en innan við 2.000 á sunnudaginn. „Fólk virðist ekki endast jafn lengi á skíðum núna og var í vetur. Hér var báða dagana orðið hálf tómt upp úr kl. 16“. I gær var opið frá kl. 10-22 og enn er snjórinn nægur þótt hann hafi minnkað mjög mikið í rigningu vikunnar. „Ef hann legðist í norðanátt og kólnaði gætum við haft opið tvær næstu helgar. En miðað við veðrið núna er rétt á mörkunum að opið verði um næstu helgi“, sagði Þorsteinn. Hann sagði að veturinn hefði verið erfið- ur, veður hefði hamlað rekstrinum og innkoma því verið lítil. 4-5 dag- ar voru mjög góðir í mars og þá var vel sótt á skíði. Lokað er í Bláfjöllum á mánu- dögum og föstudögum, aðra virka daga er opið frá 10-22 og um helgar frá 10-18. „Þetta þýðir ekki í maí nema í mjög góðu veðri, helst sól. Fólk er farið að geta gert svo margt annað, það er í golfi, garðinum og gluggum“, sagði rekstrarstjórinn. -JP Búið að loka í Skálafelli: af því að sækja um styrki til að gefa út skandinavískar metsölubækur og mættu gjarnan muna oftar eftir frændum sínum og grönnum frá hinum smæstu málsvæðum. -áb. Útför Margrétar Ottósdóttur gerð í dag Aðeins jeppafært ,4íf mjög gott veður verður um næstu helgi munum við hafa eina lyftu opna en að öðru leyti erum við búin að loka í vetur“, sagði Einar Þorkelsson rekstr- arstjóri skíðasvæðisins í Skála- felli við Þjóðviljann í gær. í Skálafelli verður innan- félagsmót um næstu helgi. Ve- gurinn er aðeins jeppafær vegna aurbleytu. „Við ætlum að laga hann í sumar svo við þurfum ekki að loka oftar hans vegna“, sagði Einar. „Snjórinn er orðinn mjög laus í sér og erfitt að skíða.Það eru því fáir sem sækja hingað nú Rikissaksóknari felldi í gær úrskurð um að ekki yrði gripið til aðgerða af neinu tagi gegn bjórstofunum sem hafa boðið upp á bjórlíki enda brjóti vökvinn ekki í bága við lög um áfengi og brugg- un. Það var 30. apríl sl. sem lögreglu- stjórinn í Reykjavík fól ríkissaksóknara orðið og ekki hægt að halda þessu opnu“. að kanna hvort blöndun og sala bjórlík- is bryti í bága við áfengislöggjöfina. Segir ríkissaksóknari í úrskurði sínum að blöndun óáfengs pilsners og áfengis sé allt annað en bruggun öls og því gildi ákvæði áfengislaganna varðandi ölgerð ekki um bjórlíkið. -v. í dag kveðjum við Margréti Ott- ósdóttur, en útför hennar verður gerð frá Neskirkju hér í Reykjavík kl. 3 í dag. Foreldrar hennar voru Karólína Ziemsen og Ottó Þorláks- son, bæði kunn af brautryðjenda starfi í frumbernsku verkalýðs- hreyfingarinnar hér í borg. Mar- grét fetaði dyggilega í fótspor for- eldra sinna, var virkur meðlimur í Kommúnistaflokki íslands og Sósíalistaflokknum. Þá var hún einnig í stórn Kvenfélgs sósíalista í áratugi og formaður þess um ára- bil. Eiginmaður hennar var Ársæll Sigurðsson alþekktur forystumað- ur i hreyfingu sósíalista á íslandi. Margrét lést eftir stutta legu 4. maí sl.. Ritstj. JP Engar aðgerðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.