Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. maí 1984
4.
GREIN
17 dagar með
Sandínistum
EINAR KARL HARALDSSON
SEGIR FRÁ
FERÐ UM NICARAGUA
„Ó Nicaragua, Nicaraguita, litla blóm sem varst mér svo
kært. Nú þegar þú grærð frjálst elska ég þig ennþá meir en
áður“. Þessi orð Carlos Mejia Godoy hljóma um allt landið og
Radio Sandino þreytist ekki á að senda þau út oft á dag. Þau
tjá hug þorra landsmanna af meztizo ættum, en eru ekki
öllum að skapi. Þegar við vorum í Granada, háborg íhalds-
sinna um aldir, snæddum við hádegisverð á fínu hóteli við
aðaltorgið, þar sem yfirstéttarsvipur var á fólki og búnaði.
Gítarhljómsveit lék þarna í hádeginu og söng angurværa
spænska ástarsöngva, en þegar við báðum um Nicaragua,
Nicaraguita, sögðust skemmtikraftarnir ekki syngja pólitíska
söngva og viðstaddar hefðarfrúr settu upp snúð þegar þær
heyrðu bón okkar.
Nicaraguabúar eru miklir útvarpsmenn og úr hinum fjöl-
mörgu útvarpssendum hellist yfir þá vestræn dægurlaga-
músík, þar sem Abba og Elton John eiga allt eins stóran hlut
og Rúmban og Reggíið. Indíánamúsíkin sem m.a. er sungin
af Misguito-grúppunni Samuk Raya er líka vinsæl og minnir
á að Nicaragua er að minnsta kosti tvær menningarheildir, í
austurhlutanum eru enskar menningarhefðir og indjána-
menning ríkjandi, en í vesturhlutanum er allt með hinum
spænska blæ eins og hann hefur þróast í Nicaragua.
í tónlistinni er í rauninni allt samankomið sem er sérkenni
fyrir byltinguna í Nicaragua. Hér er ekki um að ræða „aðra
Kúbu“, „endurtekningu Chile“ eða marxíska forskrift í stíl við
það sem kommúnistaflokkar Suður-Ameríku hafa boðað frá
stríðslokum. Bylting Þjóðfrelsishreyfingar Sandínista er svo
kreddulaus að nánast má segja að kredduleysið sé hennar
ástríða.
Sérkenni
byltingarinnar
Sérkenni byltingarinnar eru
mörg. Byltingarofbeldi gegn stofn-
anaofbeldi einræðisstjórnar var að
vísu lausnin, en gífurleg fjöldaþátt-
taka í uppreisninni og sú mannúð-
arstefna sem rekin hefur verið gegn
andstæðingum hennar vekur vonir
um að áróðurinn um nýtt þjóðfé-
lag, og þróun nýrrar manngerðar
við breytt efnahagsskilyrði sé hér
innihaldsríkari en víða annarsstað-
ar.
Úrslitaþýðing hins taktíska
bandalags þjóðfrelsisaflanna og
einkarekstursins og sú mikla
áhersla sem lögð er á að efla sam-
starf og vináttu við ríki sem ekki
kenna sig við sósíalisma eru mikil-
væg sérkenni.
Fjöldaþátttaka kvenna í bylting-
unni og uppbyggingarstarfinu
verður ekki sniðgengin þegar rætt
er um Nicaragua og það er einnig
merkilegt að ekki hefur reynst
neinum erfiðleikum bundið að
tengja saman mannúðarstefnu
byltingarinnar og þá mannúðar-
stefnu sem þorri manna aðhyllist
innan kaþólsku kirkjunnar, sem
80% landsmanna tilheyra.
Jafnvel áköfustu gagnrýnendur
byltingarinnar hafa orðið að viður-
kenna hve mjúkum höndum hefur
verið farið um óvini hennar og um
leið að stjórnvöld hafa agað sitt
fólk og tekið hart á hverskonar yf-
irgangi, ótímabærum ákafa og mis-
ferli sem orðið hefur vart hjá Iið-
sveitum Sandínista. Ef til vill er
það mikilvægasti árangur bylting-
arinnar til þessa að fólk hefur það á
tilfinningunni að það búi í réttar-
ríki eftir 43 ára samfellda ógnar-
stjórn.
Þrír
hugmyndastraumar
Byltingin í Nicaragua er farvegur
þar sem þrír sterkustu hugmynd-
astraumar falla saman: Kristur er
frelsari hinna fátæku, Marx er tákn
um framtíðarþróun þjóðfélagsins,
og Sandino er frelsishetjan sem set-
ur efnahagslegt og pólitískt sjálf-
stæði ofar öllu öðru. Það er hluti af
arfinum frá Somoza-tímanum að
sósíalismi hefur ekki jákvæðan
hljóm meðal almennings. Það orð
er því ekki í tíma og ótíma á vörum
ráðamanna, en alþýðan fylkir sér
um aðgerðir er boða breytta tekj-
uskiptingu, skiptingu jarðeigna og
forystuhlutverk bænda- og verka-
lýðsstéttarinnar.
En það er mikil mótsögn fólgin í
þeim staðfasta ásetningi Þjóðfrels-
ishreyfingar Sandínista að verka-
lýðsstéttin skuli leika aðalhlutverk-
ið í því nýja verki sem verið er að
setja á svið í Nicaragua, og þeirri
nauðsyn að hafa samvinnu við
einkareksturinn um að afstýra
efnahagshruni. Það er líka mót-
sagnakennt að Þjóðfrelsishreyfing-
in skuli hafa óskorað forystuhlut-
verk á hendi í þeim nýju þjóðfé -
lagsstofnunum sem komið hefur
verið á fót og í helstu fjöldahreyf-
ingum um leið og það er markmið
hennar að tryggja fjölflokkalýð-
ræði í landinu.
Sérstakar
aðstœður
En hér er margt sem þarf að
skoða til þess aðskilja hinar sér-
stöku aðstæður sem ríkja í Nicar-
agua.
í fyrsta iagi var Somoza-
einræðið svo langt frá því að hafa
þróað upp sterkar borgaralegar
stofnanir að ríkisapparatið hrundi
er því var steypt og stofnanir hins
nýja ríkis eru byggðar upp frá
grunni. Hin borgaralegu öfl hafa
því litla möguleika til þess að grafa
undan Þjóðfrelsishreyfingunni
innan frá í ríkiskerfinu.
í öðru lagi eru borgaraöflin
lengst til hægri sundruð og
veikburða eftir aldalöng innbyrðis
átök og samvinnu við Somoza og
bandarísku heimsvaldastefnuna.
Athyglisvert er að það eru atvinnu-
rekendasamtökin en ekki gömlu
flokkarnir í Nicaragua sem eru
helstu málsvarar borgarastéttar-
innar.
í þriðja lagi eru siðferðilegir og
pólitískir yfirburðir Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar slíkir að ýmis
miðjuöfl í þjóðfélaginu kjósa held-
ur samvinnu en virka andstöðu.
Alveg eins og Þjóðfrelsishreyfingin
hefur margt lært af þeim upp-
hafsmistökum sem gerð voru á
Kúbu, þá vilja margir atvinnurek-
endur í Nicaragua ekki flýja af
hólmi eins og stéttarbræður þeirra
gerðu á Kúbu, heldur taka þátt í
þjóðlegri endurreisn og bíða síns
tíma. Hvorugur aðilinn getur án
annars verið, og atvinnurekendur
telja sér það til tekna að þeir hafa
spornað gegn því að þróunin yrði
eins og á Kúbu.
Það er að sönnu ákaflega erfitt
hlutverk fyrir borgarastéttina að
leika aðeins aukahlutverk í þróun
mála í Nicaragua. En hún hefur um
það að velja að samþykkja með
Fimmtudagur 10. maí 1984 ÞjÚÐ'VrEJTNN — SÍÐA 17
í llstaskólanum í Managua voru listiðna&armenn víðsvegar að í framhaldsnámskeiði og héldu yfir okkur langar raeður um sjálf-
stæði Nicaragua, sem léti engan yfir sér ráða hvorki Bandaríkjamenn, Kúbani eða Rússa.
ista, þriggja samstarfsflokka
þeirra, nokkrir prestar, leikmenn
úr kirkjunni og fulltrúar atvinnu-
rekenda.
Hér er ekki um að ræða lýðræð-
isskipulag eins og við þekkjum
það, en þó er allt með meiri fjöl-
flokkablæ, en ætla mætti af þeirri
fréttaþögn sem ríkt hefur um
ástand mála í Nicaragua.
Sú skrípamynd sem Reagan-
stjórnin hefur dregið upp af Nicar-
agua á sér enga stoð í veruleikan-
um. Aróðurinn um að landið sé
undir stjórn marxískra alræðis-
sinna sem séu leppar Kúbana hnýt-
ur um sjálfan sig. Kúbanir hafa að-
stoðað Nicaragua dyggilega í lestr-
arherferðinni, heilbrigðisátakinu
og í hernaðarráðgjöf, en hvarvetna
sem við komum var lögð á það á-
hersla að þeir tækju engan þátt í
vörnum byltingarinnar. Á það er
líka að líta að fjöldi kennara og
lækna hefur komið til Nicaragua
frá Hollandi, Þýskalandi, Spáni,
Frakklandi og fl. löndum til þess að
aðstoða í þeim miklu grettistökum
sem verið er að lyfta á landinu. 22
prósent af tvíhliða aðstoð sem Nic-
aragua fær frá öðrum löndum kem-
ur frá sósíalísku ríkjunum, 32% frá
Latnesku-Ameríku, 5% frá Asíu
og Afríku og um 40% frá Vestur-
Evrópuríkjum.
þing, koma saman fulltrúar fjöl-
breyttrar verkalýðshreyfingar.
Engin tilraun hefur verið gerð af
Sandínistum til þess að knýja
verkalýðsfélögin inn í eina heildar-
hreyfingu undir þeirra stjórn; og
það er ýmist hvoru hinna tveggja
alþjóðasambanda verkalýðsfélaga
þau tilheyra. Verkafallsréttur er
tryggður samkvæmt lögum í Nicar-
agua, en stærstu verkalýðsfélögin
hafa ekki kosið að beita honum við
núverandi aðstæður, enda er til
mikils að vinna í mótun hverskonar
lagasetningar sem tryggir bændum
og verkafólki lágmarksréttindi,
lágmarkskaup og vísi að velferðar-
skipulagi. Að þessum málum hefur
verið unnið á hinum pólitíska vett-
vangi með atbeina verkalýðsfélag-
anna.
12
stjórnmálaflokkar
Aðeins tveir stjórnmálaflokkar,
Frjálslyndi flokkurinn og íhalds-
flokkurinn, voru leyfðir á Somoza-
tímanum. Nú er 12 stjórnmála-
flokkar að undirbúa kosningar.
Þeir hafa komið upp áróðurs-
spjöldum víðsvegar um Managua,
og orðaskipti í fjölmiðlum eru
óvægin. Hinsvegar er ljóst að
stjórnmálaflokkarnir eiga einungis
Herflokkur úr Sandínistahernum ræður ráðum sínum i verkalýðshúsinu í Estelii undir mynd af Pedro Altami-
rano, samverkamanni frelsishetjunnar Sandino. Eina sýnilega niðurstaðan á fundinum var að þeim tókst að
skipta klósettpappírnum bróðurlega á milli sín.
Sandíno
morgun,
í dag, Sandínó a
Sandinó alla tíö
verki hennar í byltingunni og í pól-
itísku starfi, heldur en að þar sé um
pólitíska nauðhyggju að ræða.
„Skipulag, sicipulag og meira
skipulag", var boðorðið hjá Sand-
ínistum eftir sigurinn 1979. Þeir
skipulögðu verkalýðshreyfingu
meðal bænda og verkamanna í
borgunum, þeir skipulögðu kvenn-
ahreyfingu, þeir skipulögðu
æskulýðshreyfingu, þeir skiplögðu
alþýðuher upp á nýtt með mikilli
pólitískri ögun, þeir skipulögðu
varðliðasveitir, mikitiu, sem nú
hefur verið vopnuð að hluta. Þeir
skipulögðu varnarnefndir Sandín-
ista í hverju sveitarfélagi sem
gegna mikilvægu lýðræðishlut-
verki, eru ein öflugasta fjöldahreyf
ingin og láta sig flest varða. Þeir
skipulögðu sérstaka lögreglu sem í
fyrsta sinn er nú aðskilin hernum í
landinu.
Þessar fjöldahreyfingar Sandín-
ista eru það afl sem Þjóðfrelsis
hreyfingin styðst við og í hvert
sinn sem hefur gefið á bátinn, hafa
þær getað sýnt fram á svo ótví-
ræðan stuðning við byltingarstefnu
meðal þjóðarinnar, að enginn hef-
ur getað efast um siðferðilegan rétt
Þjóðfrelsishreyfingarinnar til valda
í íandinu.
Það er hinsvegar stöðugt um-
kvörtunarefni stjórnarandstöðu-
flokka og atvinnurekendasamtaka
að ríkisvaldið og Þjóðfrelsishreyf-
ingin séu runnin saman í eina heild,
og þar þurfi að skilja á milli. Þéssi
gagnrýni á við rök að styðjast og
þær kosningar sem hafa verið
ákveðnar 4. nóvember næstkom-
andi miða einmitt að slíkum að-
skilnaði. Þá á að kjósa 90 manna
stjórnlagaþing, sem setja á Nicar-
agua nýja stjórnarskrá og forseta.
Skipulag með
fjölflokkablœ
Þjóðfrelsishreyfingin er hand-
hafi úrslitavalds í stjórnmálum
landsins. Henni stjórnar níu „bylt-
ingarforingjar“. í stjórnarklíkunni
svokölluðu eru nú þrír menn, tveir
frá Þjóðfrelsishreyfingunni og einn
frá samtökum atvinnurekenda.
Ríkisráðið er löggjafarsamkoma
sem í sitja fulltrúar 29 samtaka, þar
af 10 stjórnmálaflokka, fjöldasam-
taka, hersins, varaliðsins og at-
vinnurekendasamtaka. Þá er að
telja ríkisstjórn og ráðuneyti, og
opinberar stofnanir, en á þessum
vettvangi starfa fulltrúar Sandín-
Hann fékk far með okkur Sandínistahermaðurinn þegar við vorum á leiðinni
frá Ocotal tll landamærabæjarins Jalapa í Nueva Segovia
í verkalýðshúsinu í Estelll var hjúkrunarfólk á staðnum að meðtaka fróðleik
um lytjagjaflr.
semingi þann ramma sem Þjóð-
frelsishreyfingin hefur sett umsvif-
um hennar, eða afsala sér öllum
áhrifum á stefnu ríkisvaldsins.
Skipulagning
fjöldans
„Alltaf þegar þeir breiða það út
að það séu ekki þeir, getur maður
reitt sig á að það eru þeir“, sagði
frú Árdal í Atómstöðinni. Og það
þarf enginn að fara í grafgötur með
stéttareðli Þjóðfrelsishreyfingar-
innar, sem í þeim efnum telur sig
sækja allt eins til frelsishetjunnar
Sandino eins og Marx. Sandinistar
hafa gert það lýðum ljóst að þeir
muni setja félagslegt réttlæti, al-
þýðuvöld og þjóðlega einingu ofar
öllum öðrum markmiðum. Hins-
vegar er ánægjulegt til þess að vita
að það er fremur gert með því að
byggja upp pólitískar og efnahags-
legar forsendur en með valdboði
einhverrar úrvalssveitar í stjórn
landsins. Vissulega er rætt um
framvarðarhlutverk Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar, en það er miklu
fremur viðurkenning á forystuhlut-
Á mörkuðum í Managua er handagangur í öskjunni og gnægð af landbúnaðarvörum. Baunir, hrisgrjón og olia eru skömmtuð til
þess að tryggja öllum viðurværi,
r " 'f - \ J&mi f '■ í ■ m
' ' ~ — V
J .,,ff•L’TSi'i
L/^ssÆ ' ‘ *•' tf/'i 1.
Einkaframtakið
með 60%
Þjóðnýting í Nicaragua hefur að-
eins náð til eigna Somoza, sem
m.a. hafði sölsað undir sig um 25%
af öllu ræktanlegu jarðnæði í
landinu, og til þeirra jarða og eigna
sem voru í vanrækslu af ýmsum
ástæðum. Bankakerfið hefur verið
þjóðnýtt, svo og námarekstur sem
var í höndum erlendra aðila. Þá er
hlutur ríkisins stór í byggingariðn-
aði vegna hins mikla átaks sem ver-
ið er að gera í húsnæðismálum.
Þegar á heildina litið er hlutur
einkaframtaks um 60% í atvinnu-
starfseminni, en á sumum mikil-
vægum sviðum eins og í landbúnaði
og iðnaði um 75%.
Það ríkir félaga- óg trúfrelsi í
Nicaragua. Aðeins 7% lands-
manna voru skipulagðir í verka-
lýðfélög við fall Somoza einræðis-
ins, en nú hafa verkalýðsfélög ver-
ið mynduð hundruðum saman. Þó
að þau sterkustu kenni sig við
Sandínista, þá eru önnur tengd
Kristilegum demókrötum, Sósíal-
istaflokknum, Kommúnista-
flokknum og jafnvel íhaldsflokkn-
um gamla. Á sameiginlegu verka-
lýðsþingi, sem líkja má við ASl-
hljómgrunn í borgunum, en á
landsbyggðinni þar sem rúmur
helmingur þjóðarinnar býr er
skipulag og áróður Sandínista ríkj-
andi. Rauður og svartur fáni Þjóð-
frelsihreyfingarinnar og myndir af
frelsishetjunni Sandíno eru þar
mest áberandi.
Fjórir flokkanna sem kenna má
til vinstri og miðjuflokka hafa unn-
ið í ríkisstjórn með Þjóðfrelsis-
hreyfingunni sl. fjögur ár, og full-
trúar þeirra flokka láta það skýrt í
ljós að hægri flokkarnir séu mjög
tengdir hagsmunum þess fámenn-
isvalds sem fyrir var í landinu. Þeir
uni hag sínum illa því þeir hafi ver-
ið sviptir efnahagslegu og félags-
legu valdi, en engu að síður hljóti
þeir að sætta sig við þann bás, sem
þeim hefur verið markaður. Að
öðrum kosti verði þeir sakaðir um
að vilja vinna skemmdarverk á
byltingunni sem ber „velferð meiri-
hluta landsmanna fyrir brjósti".
Fulltrúar vinstri og miðjuflokka
viðurkennda að Sandínistar hefðu
getað efnt til kosninga strax eftir
kosningarnar 1979 og unnið þá
yfirburða sigur. Það hefði hinsveg-
ar verið tækifærismennska af
versta tagi, og eðlilegt megi telja
það sjónarmið að nauðsynlegt hafi
verið að koma endurreisn þjóðlífs-
ins á rekspöl áður en efnt væri til
kosninga. Nú er hinsvegar algengt
að heyra frá stjórnarandstöðunni
að Þjóðfrelsishreyfingin hafi tekið
sér fjögurra ára forskot á aðra
flokka, og tíminn sé of stuttur fyrir
þá til þess að efna til pólitísks starfs
og plægja jarðveginn fram að kosn-
ingum. Það er að vísu rétt að ýmsar
hömlur hafa verið lagðar á sl. tvö ár
með neyðarástandslögum og rit-
skoðun á hernaðarmálum og gagn-
byltingaráróðri er haldið uppi.
Engu að síður er það fyrst og
fremst sagan sem er Ákkillesarhæll
flokkanna sem kljást við Sandínist-
ana, og gildir það jafnt um hægri
flokka sem Kommúnistaflokkinn
og Sósíaldemókrataflokkinn.
Rétt
forgangsröð
Engin skoðanakúgun á sér stað í
Nicaragua. Þeirri ritskoðun sem
enn er við lýði verður létt fyrir
kosningar. Skæruliðum og Misqu-
ito Indjánum, sem lent hafa uppá
kant við stjómvöld hefur verið
leyft að snúa heim, og fá þeir sakar-
uppgjöf nema á þá sannist stór-
glæpir. Hvergi ber á þeirri kúgun,
lögleysu og ógnarstjórn sem er
daglegt brauð í ýmsum grann-
löndum Nicaragua eins og t.d. E1
Salvador.
Allar alþjóðastofnanir sem láta
sig mannréttindamál varða hafa
skrifað upp á siðferðisvottorð
stjórnvalda í Nicaragua. Það er al-
mennt álit slíkra stofnana að Sand-
ínistar hafi tekið félags- og efna-
hagsmál þeim tökum að vart verði
kosið á betri forgangsröð.
Prófraun á
stéttasamvinnu
Allt ber því að sama brunni.
Ekki er nokkur ástæða til þess að
efast um að kosningarnar 4. nóv-
ember fari fram eftir þeim kosn-
ingalögum sem þegar hafa verið
samþykkt, og hljóta að teljast full-
boðleg í landi sem þrengt er að með
hernaðarlegum og efnahagslegum
skemmdarverkum á degi hverjum.
Nicaragua er fullvalda ríki og hafn-
aði því að sjálfsögðu kröfu Banda-
ríkjastjórnar um alþjóðlegt eftirlit
með kosningunum. Þjóðir
Latnesku-Ameríku þekkja slíkt
eftirlit sem langt fram eftir þesari
öld fólst í því að útsendarar Banda-
ríkjastjórnar reyndu að tryggja
leppum sínum örugga útkomu í
kosningum.
Kosningarnar í Nicaragua eru
mikil prófraun á það stéttasam-
vinnumódel sem Þjóðfrelsis-
hreyfing Sandínista hefur reynt að
festa í sessi. Þær sýna um leið
hversu glöggan skilning ráðamenn
í Nicaragua hafa á nauðsyn þess að
sýna siðferðilega yfirburði yfir and-
stæðinga sína í þeirri erfiðu stöðu
sem byltingin er nú í. Þeir ætla að
sýna heiminum að staðhæfingar
þeirra um blandað efnahagskerfi,
fjölflokkaskipulag og lýðræðisþró-
un eru meira en orðin tóm.
Þjóð sem hefur
eygt von
Það er engin tilviljun að kosning-
ar eru ákveðnar 4. nóvember hálfu
ári áður en áður var ráðgert og
tveimur dögum fyrir forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum. Stjórnvöld
í Nicaragua óttast eins og almenn-
ingur að nái Reagan að halda völd-
um í Bandaríkjunum geti orðið
stutt í innrás Bandaríkjahers.
Það verður erfitt fyrir Banda-
ríkjastjórn, sem hefur afsakað
hverjar svikakosningarnar á fætur
öðrum í Latnesku-Ameríku, að
steypa ríkisstjórn sem staðið hefur
fyrir fyrstu frjálsu kosningunum
sem fram hafa farið í Nicaragua frá
upphafi vega. Hætt er þá við að
heimurinn spyrji: Hversu langt
þurfa íbúar Rómönsku-Ameríku
að ganga til þess að þóknast lýð-
ræðisást Bandríkjamanna?
Ef til vill er það sú mesta hætta
sem Bandaríkjunum stafar af Nic-
aragua að það er önnur þjóð sem
gengur að kjörborðinu 4. nóvem-
ber næstkomandi heldur en sú sem
Somoza-ættin, þessi uppalningur
Pentagon og Hvíta hússins, skildi
eftir í sárum 1979. Þetta er þjóð
sem hefur lært að lesa, þjóð sem
hefur kynnst sögu sinni og baráttu
frumherjanna fyrir efnahagslegu
og pólitísku sjálfstæði, þetta er
þjóð sem hefur fundið mátt sinn og
eygt von um bjartari framtíð.
Hvar sem við fórum um og rædd-
um við ráðamenn í verkalýðssam-
böndum, kvennahreyfingum og
menningarsamfélögum vorum við
kvödd með sama viðkvæðinu: „Við
biðjum ekki um annað en að þið
segið frá því sem þið sjáið og
heyrið“. Þessi ósk ber vott um
næman skilning á þýðingu þess að
Nicaragua takist að brjótast í gegn-
um múrinn sem til skiptis er gerður
úr þögn eða rangfærslum, og hefur
verið reistur kringum landið af
Bandaríkjastjórn.
Sandino siempre
f Nicaragua berst þjóð á framfar-
abraut. Alþjóðleg samstaða getur
ráðið úrslitum um það hvort hún
fær að halda sína leið í friði eða
verður niðurlægð á ný með erlendri
yfirdrottnan. Mestu skiptir að við
gerum okkur sjálf góða mynd af
atburðum í Nicaragua og miðlum
upplýsingum til annarra. Það kann
að koma í góðar þarfir þegar í harð-
bakkann slær. En Nicaragua þarf
líka á beinni aðstoð að halda: Við
komum í skóla, þar vantar penna,
pappír, pensla, liti, ljósritunarvél-
ar og flest annað til skólastarfs. Við
komum í sjúkrahús. Þar vantar
blóðgreiningartæki, báta til sjúkra-
flutninga og margs konar lækn-
ingatæki. Við komum í heilsugæsl-
ustöðvar. Þar er ekkert fyrir hendi
nema læknar. Þar vantar lyf af öllu
tagi, og við fengum lista yfir tæki og
lyf sem bráðvantar. Við komum í
menningarmiðstöðvar þar sem allt
vantar nema áhugann. Og við
komum á samvinnubúgarða og á
nýbyggingarsvæði þar sem mikil
þörf er fyrir hjálparhönd í formi
fjárstuðnings og tæknilegrar að-
stoðar til þess að halda áætlunum
áfram eins og hugur fólks stendur
til.
Sjálfstæðisviðleitni Nicaragua-
manna verður aðeins lögð í viðjar.
Henni verður ekki komið fyrir
kattarnef. Hvað sem verður um
„litla blómið sem nú grær frjálst og
hlýtur að launum ást sem aldrei
fyrr“, er það víst að frelsishugsjón-
in hefur fest svo djúpar rætur að
hún mun ætíð bera sín blóm í Nic-
aragua.
„Sandino hoy, Sandino ayer,
Sandino siempre. - Sandíno í dag,
Sandíno í gær, Sandínó alla tíð“...
----- Áður birtar greinar íflokkn-
um „17 dagar með San:'ínistum“
birtust 28. apríl, 1. mai ■ . 5. maí.