Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 10
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. maí 1984 , ,Lögbrot verði að lögum gert“ Flestum er enn í fersku minni sú umræða sem átti sér stað í fjölmiðl- um fyrir nokkrum vikum síðan um undanþágur til skipsstjórnar á ís- lenskum skipum. Ohætt er að full- yrða að mönnum kom á óvart hve auðvelt var og er að afla sér slíkrar undanþágu og undrun þótti hvað margar slíkar undanþágur höfðu verið veittar. En þá höfðu á einu ári verið veittar sexhundruð undanþágur til skipstjórnar og auk þess nær 1000 samskonar til vélst- jórnar. Eða alls 1600 undanþágur til yfirmannsstarfa á íslenskum skipum á aðeins einu ári. Mönnum ætti einnig að vera í fersku minni þau óhugnanlegu stórslys sem átt hafa sér stað á hafi úti á undanförnum mánuðum og árum og er víst að óhug sló að mörgum er opinbert var að 15-20 manns færust í sjóslysum á ári hverju og að á hverjum degi ætti sér að stað meðaltali eitt bótaskylt slys um borð í íslensku skipi. Það er því ekki fráleitt að ætla að stjórnvöld sæju þessa bresti í réttinda- og öryggismálum ís- lenskra sjómanna og reyndu að bæta þar úr. Og víst hefur verið hafist handa. Jafnhliða því sem samgöngu- ráðuneytið hóf að gefa út haffærn- isskírteini á óskoðuð skip í gegnum síma, (en sá búnaður virðist nú vera eitt aðalstjórntæki ráðuneytis- ins saman ber undanþáguveitingar eftir sömu leiðum) var á vegum Al- þingis skipuð nefnd sem fjalla á um hvernig koma mætti í veg fyrir slys á sjó og er það af hinu góða. Dregið úr kröfum Og nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum. Frumvarp sem ætla mætti að lagt hafi verið fram til að stuðla að auknu öryggi sjómanna á hafi úti. En því er nú ekki fyrir að fara. Frumvarp þetta gengur allt í þá átt að draga úr kröfum til skip- stjórnarmanna, fækka yllr- mönnum á íslenskum skipum og lögfesta undanþágur til slíkra starfa. Allt þetta stuðlar að auknu óöryggi sjómanna á hafi úti, sem ekki er á bætandi. Sem dæmi um þær ráðstafanir sem höfundar þessa frumvarps telja rétt að grípa til er að fækkað verði yfirmönnum á nær öllum skipum. Þannig t.d. að þar sem í dag eru tveir stýrimenn verði einn, þar sem nú eru þrír verði tveir o.s.frv. Astæðan fyrir því að menn segja svona lagað hlýtur að vera sú að þeir telji of marga siglingafróða menn vera um borð í skipunum! En er eitthvað sem gefur tilefni til að ætla að svo sé? Eg er nú hræddur um ekki! í skýrslu sjóslysanefndar fyrir árið 1982 er sérstakur kafli sem ber yfirskriftina „Strönd eru enn of tíð“. Þar er sagt frá því að um þriðj- ungur þeirra slysa sem fjallað er um í skýrslunni sé vegna þess að skip hafi strandað eða tekið niðri. Jafnframt segir í þessum kafla sjóslysaskýrslunnar: „í öllum þess- um tilvikum verður að rekja óhöppin til óaðgæslu við siglingu. Astæða er til að leggja áherslu á, að þessi mál verði tekin sérstaklega fyrir í sjómannaskólunum, svo og hjá samtökum sjómanna, bæði yf- irmanna og undirmanna.“ Þeir frumvarpsmenn virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þess- arri hlið málsins sem og ótal öðrum sem mér gefst því miður ekki tími til að drepa á hér. Þetta virðist allt vera svo augljóst ef menn aðeins hugsa pínulítið. T.d. eru íslensk fi- skimið talin vera á einu erfiðasta og jafnframt hættulegasta hafsvæði í heimi. Gefur það tilefni til þess að óhætt sé að krefjast minni starfs- reynslu og menntunar af þeim sem taka eiga að sér skipsstjórnarstörf, heldur en gert er í dag og fækka jafnframt siglingarfróðum mönn- um um borð í skipunum? Flutn- ingsmenn umrædds frumvarps hljóta að telja að svo sé. Björn V. Gíslason skrifar 2 undanþágurá hverri klukkustund Eitt er það þó í þessu frumvarpi sem sker sig úr, þótt ótrúlegt sé. En það eru ákvæði varðandi undan- þágur til skipstjórnar og um svok- allaða „undanþágunefnd“ sem í frumvarpinu fær heitið „mönnu- narnefnd“. Eins og margsinnis hefur komið fram að undanförnu, hefur sam- gönguráðuneytið verið óspart á að veita undanþágur til skipstjórnar, þó svo að slíkt sé með öllu óheimilt og er í rauninni ekkert annað en lögbrot. Það á víst að heita svo að þessi fræga „undanþágunefnd" fjalli vel og ýtarlega um hverja beiðni um undanþágu og haft er fyrir satt að auðveldara sé að fram- fleyta sér á kauptryggingunni einni saman heldur en að sleppa í gegn- um nálarauga nefndarinnar! En raunin er auðvitað allt önnur, eins og allir sjá ef nefndin er sögð afgreiða 1600 undanþágur á einu ári. Það þýðir m.ö.o. að ef nefnd- armenn hafi ekkert annað gert en að veita undanþágur í 365 daga, 8 tíma á dag og án þess að fara í mat eða kaffi, þá hafa þeir veitt að jafn- aði 2 undanþágur á klukkustund. Það sjá því allir að starf þessarar nefndar hlýtur að vera bæði ofurm- annlegt og miskunnarlaust, því auk þess að afgreiða allar þessar unda- nþágur, þá unnu nefndarmenn full- um fetum að þessu nýja og magn- aða lagafrumvarpi. í margnefndu frumvarpi er gert ráð fyrir því að samgönguráðherra fái heimild til að veita undanþágur, heimild sem eins og áður sagði er ekki fyrir hendi í dag. Eða með öðrum orðum: Lögbrot samgöng- uráðuneytisins verði að lögum gerð! Gefinn ,,skítur“ í sjómenn í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ráðherra skipi nefnd sem fjalla eigi um undanþágubeiðnir (við vitum nú þegar um nokkra röska menn með mikla reynslu í slíkum störfum!) og ef svo ólíklega mundi vilja til að nefndin svnjaði slíkri beiðni, „þá getur umsækjandi borið ákvörðun nefndarinnar undir samgönguráðherra, sem leggur endanlegan úrskurð á mál- ið,“ eins og segir í frumvarpinu. Með þessu er hreinlega verið að gefa skít í það sem sjómenn, skip- stjórnarmenn sem vélstjórar, sjó- mannafélög, kennarar og nemend- ur vélskólans og stýrimanna- skólans, ásamt mörgum fleiri hafa verið að halda fram varðandi undanþágumálið að undanförnu. Þ.e.a.s. að stefnt verði að því að koma þessum undanþágum út úr hciminum sem fyrst! Og svo til að kóróna allt, þá er gert ráð fyrir því að tekið verði gjald af undanþáguhafa! Þetta er kannski ein leiðin til að fylla upp í „gatið“ góða? Mér þætti gaman að vita hverjum datt í hug að gera mætti undanþágur til vél- og skip- stjórnar að tekjulind fyrir ríkis- sjóð. Sá maður hlýtur að hljóta út- nefningu til hugmyndaverðlauna ársins í ár! Ég mæli með honum! Nei, það sem samgönguráðherra er að gera með þessu frumvarpi, er í rauninni ekkert annað en að lækka „standardinn“ hjá íslenskum sjómönnum. Því ef þetta frum- varp, einsog það er í dag, fer í gegn- um þingið, þá munum við skjótast mörg ár aftur fyrir aðrar siglinga- þjóðir, hvað varðar menntun yfir- manna og öryggi siglinga. Flöfum við efni á því? Teflt á tœpasta vað Það veit hver sá sem vita vill, að í dag er þegar teflt á tæpasta vað með öryggi íslenskra skipa og sjó- manna, eins og svo greinilega hefur komið í ljós að undanförnu. Því hljótum við að vona að afgreiðslu á frumvarpi til laga um atvinnurétt- indi skipstjórnarmanna á íslensk- um skipum sem nú liggur fyrir Al- þingi verði annaðhvort slegið á frest á meðan að menn átti sig á ýmsum staðreyndum, eða þá að því verði hreinlega vísað frá fyrir fullt og allt. Björn Valur Gíslason er formaður Nemendafélags Stýrimannaskól- ans. „Efþetta frumvarp eins og það er í dagfer ígegnum þingiðþá munum viÖ skjótast mörg ár afturfyrir aÖrar siglingaþjóÖir, hvaÖ varöar menntunyfirmanna og ör- yggi siglinga. Höfum viÖ efni á því?“ HUGVÍSINDAHÚS HÁSKÓLA ÍSLANDS INNRÉTTINGASMÍÐI. Tilboð óskast í smíði og uppsetningu innréttinga við Sturlugötu. Hér er um að ræða eldhúsinnréttingar í 3 fundarstofur og 1 kaffieldhús, auk innréttinga í afgreiðslu og fatahengi, skermvegg og fleira. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 18. maí 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS f ÚTBOÐ Tilboð óskast í loftræstikerfi, blásaraklefa og fleira í B-álmu Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1500.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. maí n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 {, kl. 20.30. VINNINGAR: Utanlandsferð í leiguflugi með Samvinnu- ferðum sumarið 1984. Verð kr. 15000.- Helgarferð með Arnarflugi til Amsterdam. Flugfar fyrir tvo til Akureyrar með Flug- leiðum. Hljómtæki frá Japis. Heimilistæki frá B. V. Hólagarði. Reiðhjól frá Fálkanum. Vöruúttektir hjá Herraríki. Húsið opnað kl. 19.30. Foreldrafélag barna með sérþarfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.