Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 16
UÚBVIUINN Fimmtudagur 10. maí 1984 Helgar- skákmót á Seyðisfirði , Tímaritið SKÁK stendur fyrir helgarskákmóti á Seyðis- firði um næstu helgi. Mótið hefst síðdegis á föstudag og því lýkur á sunnudag 13. maí. Helgarmótið á Seyðisfirði er hið 23. í röð slíkra móta sem tímaritið SKÁK og Skáksam- band íslands efna til. Á þessum mótum hafa teflt ýmsir fremstu skákmeistarar íslendinga og hafa heimamenn fengið tæki- færi til að etja kappi við þá og fylgjast með þeim að tafli. Hafa þessi helgarmót SKÁKAR not- ið sívaxandi vinsæida og þótt gott framlag til menningar- og félagslífs í dreifbýlinu. Búist er við mikilli þátttöku á 23. helgarmótinu á Seyðisfirði um næstu helgi og eru horfur á að meðal keppenda verði Guð- mundur Sigurjónsson stór- meistari, alþjóðameistararnir Helgi Ólafsson, Jón L. Árna- son og Jóhann Hjartarson og meðal keppenda verður einnig íslenska skákdrottningin Guð- laug Porsteinsdóttir. Flugleiðir Banna reykingar Flugleiðir hf. hafa ákveðið að banna algjörlega reykingar í innanlandsflugi félagsins frá og með 20. maí n.k.. Er þcssi ákvörðun tekin eftir skoðana- könnun sem efnt var til og í Ijós kom að 74.9% farþega voru á móti reykingum en aðeins 25.1% meðmæltir. Fyrirspurnir til iðnaðar- ráðherra: Skipa- smíðar og varmadælur Þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson og Steingrím- ur J. Sigfússon hafa lagt fram á þingi fyrirspurnir til iðnaðarráðherra um stöðu skipasmíðaiðnaðarins. Spurt er hver verkefnastaða einstakra skipasmíðastöðva sé út þetta árið í nýsmfði og við viðhald og viðgerðir. Hver staðan sé í samningum Slippstöðvarinnar á Akureyri varði smíði á togara fyrir ÚA og hvaða fjármagn sé tiltækt fyrir skipasmíðaiðnaðinn það sem eftir er ársins og hvað liggi fyrir um skiptingu þess. Óskað er skriflegs svars. Pá spyr Níels Á. Lund iðnað- arráðherra hvort farið hafi fram á vegum ráðuneytisins athugun á notkun varmadælna til húshit- unar og ef svo sé hver niður- staðan hafi verið. Einnig hvert raforkuverð til varmadælna sé samanborið við verð á raforku til húshitunar eftir öðrum leiðum. -Ig. Aðalsími Þjó&viljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til töstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra startsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 „Þetta er verkleg panna og ter vel í hendl“, sagftl A&albjörn Gröndal kokkur, þegar hann spældl egg á pönnunnl sem nýtt Iðnfyrlrtækl á Eyrarbakka, Alpan hf., er um það bil að hefja framlelðslu á. Stjórnarmenn Alpan hf. fylgjast spenntir með spælingunni. Þeir eru f.v.: Haraldur Haraldsson varaformaður og framkvæmdastjóri Andra hf., Jón Búi Guðlaugsson verkfræðingur í Reykjavík, Önundur Ásgeirsson stjórnarformaður og fyrrver- andi fram kvæmdastjóri Olís, Þorsteinn S. Asmundsson framkvæmdastjóri Suðurgass hf. Selfossi, Þór Hagalín fyrrverandi sveitarstjóri á Eyrarbakka og Þórður H. Hilmarsson i Hafskip. Ennfremur eru í stjórnlnni Jón Bjarni Stefánsson fiskverkandi á Eyrarbakka og Peter Schaarup frá Arhus. íslenskir aðilar kaupa erlent iðnfyrirtæki Álpönnur á Eyrarbakka Framleiðsla á pönnum úr áli verður hafin á Eyrarbakka um næstu áramót. íslenskir aðilar hafa keypt meirihluta í dönsku iðnfyrirtæki, Pandefabrikken LOOK A/S, og fiskverkunarfyrirtækið Einars- höfn hf. á Eyrarbakka mun leggja niður núverandi starf- semi sína og nýta húsnæðið sem verksmiðjuhús fyrir hina nýju pönnuverksmiðju. Einarshöfn hf. er stærsti hluthaf- inn í hinu nýja iðnfyrirtæki Alpan hf., á um 20% hlutafjárins, 10% eru í eigu danskra hluthafa en því fé hefur verið varið til stofnunar LOOK International A/S í Lystrup sem nú þegar er í fullum gangi. Aðrir hluthafar eiga frá 1 upp í 10% í fyrirtækinu. Sigurður R. Þórðarson, annar eiganda Einars- hafnar hf. á Eyrarbakka, hefur þegar tekið við starfi sem verk- smiðjustjóri í Lystrup. Ráðgert er að framleiða um 180:000 pönnur á ári, aðallega til útflutnings en einkum er Banda- ríkjamarkaður hafður í huga. Pönnumar verða sennilega unnar úr áli frá Isal. Allar framleiðslu- vömr Alpan hf., bæði frá verk- smiðjunni í Lystrup og frá Eyrar- bakka, munu seldar undir vöm- heitinu LOOK, sem þegar hefur áunnið sér gott orð erlendis. Fyrir þremur ámm voru í Danmörku framleiddar 15.000 pönnur en nú er það magn framleitt á mánuði. Pönnurnar eru úr áli með þykk- um köntum og botni. í hann er steypt netmynstur sem sparar feiti við steikingu. Hitaleiðni er upp í kantana þannig að mikið magn er hægt að steikja í einu. Áætlanir gera ráð fyrir minni rekstarkostnaði hérlendis en er- Iendis m.a. vegna þess að lægri laun em hér en í Danmörku. „Við munum greiða laun samkvæmt um- sömdum taxta hér en einnig bónus eins og gert er úti en það hefur hleypt laununum vemlega upp“, sögðu forsvarsmenn Alpan hf. í Skógrækt á Suðurnesjum „Alþingi ályktar að fela Skóg- rækt ríkisins í samráði við sveitarfélög og félagasamtök á Suðurnesjum að kanna hvaða landssvæði í eigu þessara aðila eru hæf til ræktunar trjágróðurs", segir í ályktun sem Geir Gunnars- son, Salome Þorkelsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Guðmundur Einarsson og Kristín Halldórsdótt- ir hafa lagt fram á alþingi. „Ef slík segir Ragnar Aðalsteinsson hœstaréttar- lögmaður Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður telur að Húsnæðis- samvinnufélagið Búseti cigi tví- mælalaust rétt til lána úr Bygginga- sjóði verkamanna ef og þegar svæði reynast hæf til skóg- og trjá- ræktar leiti Skógrækt eftir samn- ingum við sveitarfélög og félaga- samtök á þessum slóðum um sér- stakt átak til slíkrar ræktunar þar- sem aðstæður eru bestar“, segir ennfremur í ályktuninni. í greinargerð með þingsályktun- artillögunni segja flutningsmenn á Suðurnesjum búa um 14 þúsund manns í sjö sveitarfélögum. Þar sé frumvarp ríkisstjórnarinnar um Húsnæðisstofnun ríkisins verður að lögum. Hins vegar verði Búseti og önnur félög með svipuðu sniði að fara eftir þeim lánaskilmálum sem eru í lögunum um meðferð þess húsnæðis sem nýtur lána úr sjóðn- um. Við umræður á alþingi um frum- varpið lýsti Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra þeirri skoðun sinni að húsnæðissamvinnufélögin féllu undir ákvæði væntanlegra Þingsályktunar- tillaga um átak í skógrœktinni lítil ræktun í þéttbýli sem einungis er við sjávarsíðuna. Landsvæði er víða berangurslegt og nakið. Þó hefur tekist vel að koma upp gróðri í þéttbýlinu og ýmsar ráðstafanir verið gerðar til verndar gróðrinum. Þá er m.a. bent á að um 35 þús- und hektara svæði hafi verið girt sunnan Voga á Vatnsleysuströnd og vestan Grindavíkur og það friðað fyrir ágangi sauðfjár. Vetur- inn 1971-1972 voru í þessum sjö sveitarfélögum ríflega 3600 fjár. -óg. laga og ættu því að njóta lána úr Byggingasjóði verkamanna. Ýmsir stjórnarþingmenn voru hins vegar annarrar skoðunar. Því óskaði Búseti eftir því að Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður kvæði upp úrskurð sinn um þetta deilumál. Segir Ragnar í áliti sínu að venjulega meti dómstólar meira greinargerðir með lagafrumvörp- um og framsöguræður ráðherra en yfirlýsingar einstakra þingmanna. - v. Stjórnarliðar deila enn um húsnæðislögin Atkvæða- greiðslu frestað Enn ríkir ósamlyndi með stjórn- arflokkunum um afgreiðslu hús- næðislaga hvað varðar rétt Búseta og varatkvæðagreiðslu um málið sem var á dagskrá fundar neðri deildar í gær frestað. Stjórnarþingmenn sögðu í sam- tali í gær að vonlaust væri að ætla að afgreiða málið meðan stjórnin næði ekki saman í málinu. Reynt var að leita sameiginlegrar niðurstöðu og gera menn sér vonir um að hægt verði að afgreiða frumvarpið á föstudag til efri deildar. Félagsmálaráðherra hefur ekki viljað taka af skarið og tryggja rétt Búseta á skýrari hátt í iögunum svo öll tvímæli séu tekin af, en sjálf- stæðismenn vilja ekki afgreiða frumvarpið nema ráðherra kyngi þeirra túlkun á réttleysi Búseta. Á Búseti að fá lán úr Byggingasjóði verkamanna? Xvímaelalaust

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.