Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA'— ÞJOÐVÍLJINN Fimmtudagur 10. maí 1984 Landviimmgadraumur sem varð að martröð 1 URKitT í 1,2 miijoner fat pc» fl , uumí/y / teur töfxkiihaýiöi i J* J í \ OACPAD* \ 7*£TX fRAK ^ 1 .y ■ [Í,U miíjrmer ÍMper dag| junuti* SAUDI ARABiEM JfMfN'y/ 5V0Jf.ME«l Kort þetta sýnir daglegan olíuútf lutning ríkjanna við Persaflóann. Um þessar mundir fara 15% af olíuneyslu heimsins um Hormuzsundið, sem íranir hafa hótað að loka, verði olíuhöfn þeirra á Kharg-eyju eyðilögð af írökum. Á síðustu mánuðum hafa bæði Saudi-Arabía og íran komið fyrir olíubirgðum sem svara tll tveggja vikna framleiðslu á risaolíuskipum. Þegar olíukreppan skall á kom að minnsta kosti helmingur olíuneyslunnar í heiminum frá Persaflóa. Bandaríkin hafa sagt að þau muni tryggja flutninga um Hormuz- sund, en hvort sem það tekst eða ekki þá hefur Persaflóinn ekki jafnmikla þýðingu nú og þegar oltukreppan skall á. Á þeim tæpu 4 árum sem lið- in eru frá því að írak hóf styrjöld- ina við íran hafa málin snúist þannig að írakar eru reiðubúnir að semja um frið á fyrri skilmál- um en Kohmeini-stjórnin í íran stefnir að því að steypa Sadd- am Hussein forseta íraks og koma á klerkaveldi í landinu. Enginn sér fyrir endann á þessu stríði, sem kostað hefur tugi eða hundruð þúsunda mannslífa og er á góðri leið með að eyðileggja efnahags- lega þróunarmöguleika þess- ara olíuauðugu ríkja. írökum tókst að hrinda síðustu árás írana í febrúar, en íranir sækja fram í krafti stærðar sinnar (45 miljónir íbúa) á meðan írakar verjast í krafti skipulagningar og fullkomnari hernaðartækni. írakar, sem telja 14 miljónir, reiða sig á stuðning Jórdana, Saudi-Arabíu, Kúwaít, og flestra ríkja á Vesturlöndum og eiga einnig góð samskipti við Sovétríkin, á meðan íranir hafa notið stuðnings Sýrlendinga og trúlega einnig fsraela sem elda fornan fjandskap við frak. )yArabískur sósíalismi“ írak er hin foma Mesópótamía, sem liggur á milli fljótanna Efrat og Tígris. Landið hlaut sjálfstæði 1932 og hefur verið stjórnað af Baath- flokknum frá 1958 í anda „arabísks sósíalisma“. Saddam Hussein kom til valda 1979 og sagði íran stríð á hendur árið eftir. írakar hafa byggt efnahagslega afkomu sína á olíuvinnslunni og vom þeir næststærsta olíuútflutn- ingsríkið á eftir Saudi-Arabíu þeg- ar stríðið braust út og fluttu út um 3 miljónir olíutunna eða 500 þús. tonn á dag. Þessi mikli útflutningur gaf um 25 miljarða dollara í út- flutningstekjur á ári, sem Baath- flokkurinn hafði notað til efna- hagslegrar uppbyggingar í landinu með allgóðum árangri. íbúar landsins, sem eru um 14 miljónir, hafa búið við fulla atvinnu, ókeypis skólagöngu og heilsugæslu og nið- urgreiddar nauðsynjavörur þannig að fólk þyrfti ekki að líða skort. Þessari tiltölulega tryggu afkomu fylgdi jafnframt óvægin valdstjórn þar sem öll gagnrýni á valdhafana er umsvifalaust kæfð og ströng rit- skoðun er viðhöfð. Jafnframt hefur Baath-flokkurinn barið baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði niður af mikilli hörku. Olíuútflutningur minnkar um 3/4 Saddam Hussein reiknaði með því þegar hann hóf stríðið við íran að það yrði honum auðveldur leikur að ná umdeildum land- skikum frá Kohmeini vegna þeirrar ringulreiðar sem þá ríkti í íran vegna trúarbyltingarinnar sem þar átti sér stað. Reynslan reyndist dýrkeyptari: Stríðið hefur nú stað- ið í tæp 4 ár og fyrir utan glötuð mannslíf hefur olíuútflutningurinn dregist saman þannig að hann er aðeins fjórðungur af því sem var. Þeir 25 miljarðar doliara sem streymdu inn í landið árlega fyrir stríð eru nú á bilinu 6 - 7 og fara mestallir í hergögn og stríðsút- gjöld. Efnahagsuppbyggingin hef- ur stöðvast og á fáum árum hefur írökum tekist að verða eitt af skuldugustu rfkjum veraldar með 100 miljarða dollara erlendar skuldir. Sýrlendingar hafa lokað fyrir olíuleiðsluna sem flutti írak- ska olíu til Miðjarðarhafshafna, og olíuhafnirnar við Persaflóann hafa lokast vegna stríðsins, þannig að eina virka olíuleiðslan er sú sem liggur í gegnum Tyrkland og flytur nú um 1.2 miljónir olíutunna á dag til hafnarborgarinnar Dortyol. Stuðningslönd íraka Það eru lönd eins og England, Vestur-Þýskaland, Frakkland og Japan sem veitt hafa írökum lán eða greiðslufrest á hergögnum sem þeir selja. Þá hafa Saudi-Arabía og Kúwaít lagt fram sinn skerf til hernaðarreksturs íraka í formi olí- ugjafa: 3000 - 4000 tunnur af dag- legum olíuútflutningi þessa landa er seldur sem íröksk olía. Þá selja írakar einnig nokkuð af olíu sem flutt er landleiðina með flutninga- bflum til Jórdaníu og Kúwaít. Von íraka um bætt efnahagsástand er nú bundin við fyrirhugaða bygg- ingu olíuleiðslu um Jórdaníu til Akabaflóa, sem fyrirhugað er að reisa í samvinnu við bandarískt fyr- irtæki. Þá hafa einnig verið ræddir möguleikar á olíuleiðslu yfir Saudi- Arabíu til Rauða-hafsins. Persónudýrkun í Irak írakar tilheyra tveimur greinum múslim-trúar. Eru tveir þriðju hlutar íbúanna Shiitar, en það er sami trúflokur og ríkir í prestaveldi Kohmeinis í íran. Súnní-múslimar eru aðeins þriðjungur íbúanna, en af þessum trúflokki er meðal ann- ars Saddam Hussein og flestir leið- togar landsins. Það hefur því verið von Kohmeinis að trúbræður hans í írak myndu gera uppreisn gegn Hussein og styðja innrásina. Sú hefur hins vegar ekki orðin raunin, og segja fréttaskýrendur að shiit- arnir taki ekki minni þátt í vörnum landsins en súnnítarnir. Hins vegar byggir Saddam Hussein vald sitt á mikilli harðstjórn, þar sem öll and- staða er miskunnarlaust brotin á bak aftur. Jafnframt hefur forset- inn reynt að skapa dýrkun í kring- um eigin persónu, og segja frétta- menn í Bagdad að mynd forsetans prýði forsíður allra blaða sem gefin séu út í landinu og að þar séu ekki fáanleg erlend fréttablöð eða tíma- rit. Er ritskoðunin að þessu leyti harðari í írak en í Sýrlandi. Eiturhernaður Á síðustu mánuðum hafa komið fram sannanir um að írakar hafa beitt eiturgasi í stríðinu við íraka. Hafa bæði sænskir og austurrískir læknar staðfest að sár íranskra her- manna stafi af sinnepsgasi. írakar hafa þannig brotið alþjóðasáttmál- ann frá 1925 um bann við notkun eiturgass í hernaði, sem bæði írak- ar og íranir undirrituðu á sínum tíma. Þessi eiturefnahernaður ír- aka hefur valdið miklum áhyggjum þeirra sem nú vinna að því að út- víkka samninginn frá 1925, þannig að hann nái einnig til banns við framleiðslu og geymslu á efna- Saddam Hussein - ríki hans er sam- bland lögregluríkis og velferöar þar sem ritskoöun er algjör og myndir af forsetanum prýða forsíöur alira blaöa í landinu. Meö harðstjóm og blíöuhótum hefur honum tekist að sameina þjóöina í vörn gegn síðustu árásum írana. Myndin sýnir þá ímynd sem forsetinn hefur látiö gera sér í augum fólksins. vopnum. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa máls í Genf undanfarið, en brot íraka nú hefur aukið svo mjög á kröfur aðila um eftirlit með banninu, að erfitt getur orðið að ná samkomulagi. Þannig hefur Persaflóastríðið opnað Pand- óruskrín sem leitt getur til frekari vandkvæða með vígbúnaðareftir- liti í framtíðinni. Því framleiðsla efnavopna er tæknilega einföld og ódýr og á færi flestra þróunarríkja. Þannig hafa hernaðarsérfræðingar kallað eiturgasið atómbombu fá- tæku þjóðanna. Vopnasala og valdabarátta Þrátt fyrir eiturefnahernað íraka og mannréttindabrot og þrátt fyrir að Saddam Hussein neftii banda- risku heimsvaldastefnu og ísrael- skan zíonisma í sömu andrá og . hann talar um útþenslustefnu Ko- hmeinis, og þrátt fyrir að Hussein eigi dágott samstarf við Sovétríkin virðist augljóst að Bandaríkin standa að minnsta kosti í hjarta sínu með honum í baráttunni gegn Kohmeini. Bandaríkin selja Ir- ökum einnig umframframleiðslu á komvöru fyrir afsláttarverð. Fyrir önnur V-Evrópuríki eins og Frakk- land, England og V-Þýskaland hef- ur stríðið við Persaflóa orðið lyfti- stöng vopnaiðnaðar og útflutnings til íraks. En styrjöldin sjálf, með þá yfirskrift „heilags stríðs“ sem múslimum er svo töm, virðist bera með sér mögulegt banamein beggja aðila sem vopnasalarnir nærast á eins og sýklar á sjúkum líkama. ólg./DN, Inf. Marcos er valtur í sessi: Byltingarher er í sókn á Filippseyjum Filippseyjar hafa að undan- förnu einkum komist í fréttir í framhaldi af því, að pólitískur keppinauturMarcos, hins ein- ráðaforseta, Benigno Aquino, var myrtur um leið og hann kom úr útlegð og efast fáir um að menn nákomnirforseta hafi verið þar að verki. En þetta pól- itíska morð hefur meðal annars eflt NPA, Nýja alþýðuherinn, skæruhersem lýturstjórn kommúnista, og hefur í vaxandi mæli látið að sér kveða víða á Filippseyjum. Allvíða er skæru- herinn svo öflugur að hann skiptir landi meðal fátækra bænda og leggur sína skatta á fyrirtæki. Rauðir skæruherir hafa áður barist á Filippseyjum en verið barðir niður. NPA á rætur að rekja til um 60 manna hóps óþreyjufullra og byltingarsinnaðra stúdenta frá því um 1960, sem fannst að komm- únistaflokkur landsins væri alltof friðsamur. Þessi hreyfing hefur ekki notið stuðnings hvorki frá So- vétríkjunum né heldur Kína: vopn hennar eru að mestu komin frá her Marcosar, sumum hefur verið stol- ið en sum keypt. Stjórnvöld reyna að gera sem minnst úr Nýja alþýðu- hernum, en Newsweek hefur það nýlega eftir erlendum sendi- mönnum í Manilla, að hann hafi nú um 7000-11000 manns undir vopn- um auk þúsunda annarra sem koma til hjálpar öðru hverju. Harðstjórn Marcosar hefur tryggt NPA liðsauka. Marcos kom á herlögum 1972 og hefur síðan þá tólffaldað útgjöld til hernaðar og fjölgað um helming í hernum - í honum eru nú um 146 þúsundir manna. Þessu aukna hervaldi hefur fylgt aukin harka í garð þeirra sem mótspyrnu veita - handtökum, pyntingum og hópaftökum hefur fjölgað. Á Mindanao Skæruherinn hefur ekki afl til að leggja til reglulegra bardaga við her Marcosar, en hann lætur eitthvað að sér kveða samt í tveim af hverjum þrem héruðum lands- ins. Einna mest eru umsvif hans á eynni Mindanao. Þar hafa fátækir bændur unnið fyrir þrælalaunum á banana- og ananasekrum og ýmsar smáþjóðir hafa átt mjög í vök að verjast fyrir ágangi skógarhöggs- fyrirtækja, námarekenda - ef stjórnvöld hafa ekki beinlínis ætlað að sökkva landi þeirra vegna virkj- anaframkvæmda. Á Mindanao hefur og barist lengi annar skæru- her, Bangsa Moro, skæruher mú- hameðskra aðskilnaðarsinna, sem hefur gert her Marcosar marga skráveifu. Það er ekki síst á Mindanao að Nýi alþýðuherinn hefur fengið á sig orðstír Hróa hattar: hann rænir þá ríku og gefur hinum fátæku. NPA hefur til dæmis stutt við bakið á bændum sem hafa gripið til þess ráðs að brenna uppskeru á plant- ekrum, eigendurnir hafa ekki vilj- að hækka smánarlaun þau sem þeir hafa búið við. Nýi alþýðuherinn hefur, sem fyrr segir, stolið vopn- um sínum frá stjórnarhernum eða keypt þau - og peninga fær hann meðal annars með skattheimtu af þeim fyrirtækjum sem rekin eru á svæðum þar sem skæruherinn á stuðning vísan. NPA hefur einnig aflað sér stuðnings sveitaalþýðu með því að leiðbeina bændum um búskap, kenna þeim að lesa og senda þeim „berfætta lækna“ sem reynast mjög þarfir í landi sem býr við næsta bágborið heilbrigði- skerfi. Harkan vex Skæruherinn sendir stundum „spörfugla“ til að taka af lífi óvin- sæla embættismenn og liðsforingja. Og eins og jafnan í skæruhernaði, svarar stjórnarher- inn með fjöldarefsingum, sem og aftökum sem reynast oftar en ekki handahófskenndar - sú framganga verður svo til að auka samúðina með byltingaröflunum. Mannréttindasamtök telja að á seinni helmingi sl. árs hafi um 150 manns verið líflátnir á Filipps- eyjum, grunaðir um aðild að Nýja alþýðuhernum eða aðstoð við hann. Auk þess reynir stjórnarher- inn aðferð sem Bandaríkjamenn reyndu í Vietnamstríðinu og gaf þeim litla frægð: að koma á fót víggirtum þorpum. Þangað er reynt að reka í stórum stíl íbúana á Mindanao í þeim yfirlýsta tilgangi að einangra almenning frá skærul- iðum. Samantekt í Newsweek, sem er aðalheimild þessarar greinar, bendir til þess, að Bandaríkjamenn séu mjög farnir að óttast pólitíska þróun á Filippseyjum, en þar hafa þeir mjög mikilvægar herstöðvar. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.