Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 11
Strachan búinn að semja Gordon Strachan, sá snjalli skoski landsliðsmaður í knatt- spyrnu, skrifaði undir fjögurra ára samning við enska félagið Manc- hester United í gær. Hann mun fjúka þessu keppnistímabili með Aberdeen þar sem hann er þegar orðinn skoskur meistari en samn- ingurinn tekur gildi þann 30. júní. Þar með er leiðin orðin greið fyrir enska landsliðsmanninn Ray Wilk- ins hjá Man. Utd.; hann fer til ítalska félagsins AC Milanó, svo framarlega sem samningar takast. - VS. Tvisvar fimm Reykjavíkurmótið í knattspyrnu kvenna er hafið en reyndar hefur þurft að fresta tveimur leikjum af fyrstu fjórum. í hinum tveimur urðu úrslit þau að Valur sigraði Fylki 5-0 og síðan vann KR Fylki, einnig 5-0. Önnur þátttökulið eru Fram og Víkingur. Bikarkeppni SKÍ í norrænum greinum lokið: m'. Gottlleb Konráðsson. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 íþróttir Víðir Sigurðsson Fram eða Frábært hjá leikmönnum Tottenham en hörmulegt hjá fylgismönnum liðsins í Bríissel: inn á Melavelli Frá lelk ÍA og ÍBV í fyrra. Flestlr þessarra leikmanna, nokkrir Eyjamenn undansklldir, lelka llstir sínar á Melavelllnum á laugardag. Gamli góði Melavöllurinn kemur til með að hýsa opinbera opnunar- leik keppnistímabilsins í knatt- spyrnunni á þessu fræga ári, 1984. Þar mætast Akurnesingar og Vest- mannaeyingar í Meistarkeppni KSÍ á laugardaginn kl. 14. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Kópavogsvellinum á sama tíma en ókleift reyndist að fá þann ágæta völl fyrr en á þriðjudags- kvöld. Félögin voru ekki sammála, annað vildi laugardaginn en hitt þriðjudaginn, en í ljósi þess að í reglugerð KSÍ um þennan leik segir að hann skuli fara fram áður en íslandsmótið sjálft hefjist og vera leikinn á grasi ef mögulegt sé, ákvað stjórn KSÍ að leikurinn skyldi háður á laugardaginn; á Melavellinum í Reykjavík. Á þriðjudegi væru aðeins tveir dagar í fyrsta leik 1. deildar og ef til kæmi að fresta þyrfti leiknum vegna sam- gönguerfiðleika Eyjamanna yrði erfitt að setja hann á að nýju. Valur meistari Fram sigraði KR 3-2 á Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Þetta var síðasti leikur beggja, Fram nældi sér í aukastig fyrir þriðja markið og fékk því 12 stig alls en KR 10. Valsmenn hafa átta stig en eiga tvo leiki eftir, við Víking í kvöld og Ármann á sunnu- dag. Tapi þeir gegn Víkingi í kvöld, leikurinn hefst kl. 20 á Melavellin- um, er Fram orðið Reykjavíkur- meistari en með sigri eiga Vals- menn mikla möguleika á að hreppa titilinn. -VS Bayern í úrslit Bayern Múnchen náði að sigra 2. deildarlið Schalke 3-2 er liðin mættust öðru sinni í undanúrslitum vestur-þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Áður höfðu liðin gert eftirminnilegt 6-6 jafntefli í Schalke en í gærkvöld var leikið í Múnchen. Karl-Heinz Rummenigge og Dieter Höness komu Bayern í 2-0 en Michael Jac- obs og Michael Opitz jöfnuðu metin, 2-2. Rummenigge gerði síð- an sigurmark Bayern 10 mínútum fyrir leikslok. Bæjarbúar mæta Borussia Mönchengladbach í úr- slitaleik þann 31. maí. -VS Anderlecht hélt naumlega jöfnu! Tottenham Hotspur frá Engiandi á giæsta möguleika á sigri í UEFA- bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að hafa náð jafntefli, 1-1, í fyrri úrslitaleiknum gegn belgíska fé- laginu Anderlecht, liði Arnórs Guðjohnsens, í gærkvöldi. Leikið var í Brússel og það væri nær að segja að Anderlecht hefði náð jöfnu því Englendingarnir voru mun betri aðilinn í leiknum. Liðin mæt- ast á White Hart Lane í London þann 23. maí en þar hefur Totten- ham aldrei tapað leik í Evrópu- keppni. Arnór lék ekki með Ander- lecht vegna meiðslanna sem hafa hrjáð hann í allan vetur. Tottenham fékk betri færi í fyrri hálfleik, Mark Falco það besta er hann skallaði beint í fang mark- varðarins Munarons úr opnu færi. Forystuna tók Tottenham síðan á 58. mínútu. Mike Hazard tók hornspyrnu og varnarmaðurinn Paul Miller skallaði í netið hjá Munaron, gersamlega óverjandi. Tottenham var áfram betri aðilinn en Anderlecht náði að jafna fimm mínútum fyrir leikslok. Dönsk samvinna var á bak við það mark; Frank Arnesen þrumaði á mark Tottenham, Tony Parks náði ekki að halda boltanum og Morten Ol- sen skoraði af stuttu færi, 1-1. Ólæti fylgismanna Tottenham settu Ijótan blett á leikinn, og þau byrjuðu sólarhring áður en hann hófst. Þá var einn áhangandi liðs- ins, 18 ára piltur, skotinn til bana eftir átök við belgíska unglinga. Þetta var olía á eld Bretanna sem fóru hamförum í Brússel í gær og lentu í miklum átökum við lögreglu eftir leikinn en þá höfðu þeir velt bifreiðum og kveikt í þeim og lagt knæpu í rúst. Meira af slæmum fréttum fyrir Tottenham; fyrirliðinn, Steve Perryman, fékk gult spjald í leiknum í gærkvöldi og missir af seinni úrslitaleiknum, þarf þá að taka út eins leiks bann. - VS. 4. deild: Dariington-Wrexham...............2-2 Meistaraleikur- Mlke Hazard lagði upp mark Totten- ham í Brússel. Það kann að reynast llðinu dýrmætt þvi útimörk vega tvö- falt í Evrópukeppni ef lið eru jöfn efttr tvo lelki. Anderlecht verður því að lelka til slgurs á White Hart Lane í London eftir hálfan mánuð og það gæti orðið þrautin þyngri. Sigur hjá Derby Úrslit leikja í ensku og skosku knattspyrnunni í gærkvöldi og fyrrakvöld: England 2. deild: Derby County-Portsmouth..........2-0 3. deild: Plymouth-Bradford City...........3-0 Bristol R.-Millwall..............3-2 Skoska úrvalsdeildin: Dundee Untted-Aberdeen..........0-0 Aberdeen-Rangers................0-0 Hearts-Dundee...................1-1 Með stiginu sem Dundee krækti í er St. Johnstone fallið úr úrvals- dcildinni. S en Olafsfirðingar áttu stökkið siglfirskir bestir í göngu Siglfirðingar áttu sigurvegara í þremur flokkum af sjö í göngu- greinum bikarkeppni Skíðasamb- ands íslands í norrænum greinum á nýloknu keppnistímabili. ísfirðing- ar sigruðu í tveimur flokkum, Ólafsfirðingar og Akureyringar í einum hvorir. í stökki var keppt í þremur flokkum og þá einokuðu Ólafsfirðingar að vanda, þannig að þeir áttu alls fjóra sigurvegara í bikarkeppninni. Efstir í einstökum flokkum keppninnar urðu eftirtaldir: Ganga karla 20 ára og eldri Gottlleb Konráðsson, Ólaf sf irði.100 Einar Óiafsson, Isafirði..........90 Jón Konráðsson, Ólafsfirði........61 Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði.....59 Þröstur Jóhannesson, ísafirði.....49 Ganga pilta 17-19 ára HaukurEiríksson, Akureyri.........95 Finnur V. Gunnarsson, Óiafsf irði...85 Bjami Gunnarsson, ísafirði..........65 GuðmundurKristjánss., ísafirði......45 KarlGuðlaugsson.Siglufirði..........31 Ganga pilta 15-16 ára Ólafur Valsson, Sigluf irði.........75 Ingvi Óskarsson, Olafsfirði.........60 Baldvin Kárason, Siglufirði.........50 Baldur Hermannsson, Siglufirði......34 Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði....23 Ganga drengja 13-14 ára Magnús Erlingsson, Siglufirði.......75 Óskar Einarsson, Siglufirði.........60 Sveinn T raustason, Fljótum.........45 Ganga kvenna 19 ára og eldri Guðrún Pálsdóttir, Siglufirði......100 Maria Jóhannsdóttir, Siglufirði.....80 Ganga stúlkna 16-18 ára Stella Hjaltadóttir, ísafirði......100 Svanfriður Jóhannsd. Siglufirði.....76 SvanhildurGarðarsd. ísafirði........75 Ganga stúlkna 13-15 ára 1-2 Auður Ebenesardóttir, (saf......70 1-2 Ósk Ebenesardóttir, (saf........70 Harpa Jónsdóttir, Ólafsfirði........45 Stökk karla 17 ára og eldri Þorvaldur Jónsson, Ólaf sf irði...100 Ásgrimur Konráðsson, Ólafsfirði....70 Haukur Hilmarsson, Ólafsf irði.....46 Björn Þór Ólafsson, Ólaf sfirði....43 Stökk pilta 15-16 ára Randver Sigurðsson, Ólafsfirði.....75 Ólafur Björnsson, Ólafsfirði.......60 Stökk drengja 13-14 ára Jón Arnason, Ólafsfirði.............75 Hafþór Hafþórsson, Siglufirði......35 Óskar Einarsson, Siglufirði........31 í vetur var í fyrsta skipti keppt í göngu og stökki í öllum aldurs- flokkum í bikarkeppninni. Gefendur bikara voru eftirtald- ir: Adidas-umboðið, Útilíf, Skáta- búðin, Karhu-skíðaverksmiðjurn- ar, Prentstofan ísrún, Vestfirska fréttablaðið, Bjarg Siglufirði, Sparisjóður Ólafsfjarðar og Toyota-umboðið. Guörun Pálsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.