Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 2
Fjalakötturinn: Anrr" óvissu ,JÉg veit ekkert hvaS verður gert í málum Fjalakattarins. Enginn veit hvað og hvenser Þorkeii gerir eitthvað",' sagði Haukur Haraids- son stjómarmaður samtakanna Níu Uf, sem stofnuð vora til verndar Fjalykettinum. „Við erum heilmikið að funda og 1 þinga um mál Fjalakattaríns en ég get ekkert cagt um hvað verður gert. Ætli fjölmiðlar verði ekki bara látnir vita þegar þar að kemur“, sagði Haukur við Þjóðviljann í gær. -ÍP Verslunarráðið um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar: Engin lausn Stjóra Verslunarráðs íslands varar við aíleiðingum þess að taka stórfelld erlend lán til að rétta af fyrírsjáanlegan halla á ríkissjóði. Verslunarráðið ályktar enn fremur að slík lántaka sé engin lausn á fjár- hagsvanda ríkissjóðs. „Vandanum er aðeins slegið á frest og framvindu efnahagsmála teflt f tvísýnu". í ályktuninni frá stjórn Verslun- arráðs íslands segir að söfnun eyðsluskuida ýti undir þensiu í efna- hagslffinu. „Slíkt atferli er ckki síst alvarlegt í ijósi þess, að fólk og fyr- irtæki hafa iagað útgjöld sin að sam- drætti í efnahagslífinu“. -óg Vinnumiðlun námsmanna Tekin til starfa Atvinnumiðlun námsmanna hef- ur tekið til starfa. Munu tveir starfs- menn vinna við miðlunina í sumar sem er til húsa í Félagsstofnun stúd- enta við Hríngbraut. Atvinnumiðlun fyrir námsmenn hefur verið starfandi undanfarin ár og í fyrra skráðu sig þar um 600 námsmenn og fengu flestir úrlausn sinna mála. Að atvinnumiðlun námsmanna standa Stúdentaráð HÍ, SÍNE, Landssamb^nd mennta- og fjöibrautaskóla og Bandalag ís- lenskra sérskólanema en innan þessara samtaka munu vera flestir þeir nemendur sem lokið hafa grunnskóla. Sími atvinnumiðlunar náms- manna er 15959 og 27860. Er skrif- stofan opin alla virka daga til kl. 17 á daginn. -v. Samtök hestamanna og bænda í stórræðum Vilja byggja 2500 fermetra reiðhöll Áœtlaður kostnaður um 20 miljónir króna Fjölmargir áhugamenn um hesta og hestamennsku hafa í bígerð að byggja mikla reiðhöll í Víðidal í Reykjavík og hefur ver- ið ákveðið að halda stofnfund Undirbúningsfélags að bygg- ingunni í Fáksheimilinu 20. maí kl. 14. Aðframkvæmdinni standa samtök bænda og hestamanna og má nefna menn frá Búnaðarfélginu, Hagsmunafélagi hrossa- bænda, Landssambandi hestamannafélaga og fleiri samtökum. Sérstök undirbúningsnefnd vegna hússins var stofnuð í lok jan- úar og varð hún sammála um að reisa Reiðhöllina í Víðidal við hlið- ina á aðalathafnasvæði hesta- manna í Reykjavík. Búið er að gera frumdrög að byggingunni sem á að vera um 2500 fermetrar að grunnfleti þar sem verður um 1200 fermetra yfirbyggður völlur. Þá verði áhorfendasvæði fyrir 8-900 manns, funda- og kennsluaðstaða í kaffiteríu og fyrir utan húsið munu verða um 500 bílastæði. Forráðamenn hinnar væntan- legu Reiðhallar telja ýmsa fjöl- þætta möguleika verða fyrir starf- semi í höllinni. Reiðskóli íslands yrði stofnaður og fengi hann aðset- ur þar, þjálfunarmiðstöð gæti kom- ist þar á fót, þarna yrðu tækifæri til sýninga og keppni á hestum, sýn- ingar á ýmiss konar vörum og þjón- ustu fyrir hestamenn og síðast en ekki síst væri hægt að Ieigja húsið fyrir samkomur af margs konar tagi. Áætlað er að Reiðhöll hesta- manna í Víðidal muni kosta um 20 miljónir króna en hugmyndir eru um að skipta framkvæmdinni í áfanga og gera menn sér vonir um að hægt verði að steypa húsið upp og loka því fyrir nóvemberlok í haust. Ætlunin er að stofna hlutafélag um bygginguna er leggi fram 25% áætlaðs kostnaðar, 25% komi úr Kjarnfóðursjóði og 50% verði lánsfé. - v. m * w * A rátatefnu Stjómunarfélgs íslands kom í gær fram a& umsvlf hlns oplnbera í rekstrl eru mun mlnnl hér á landl •n í négrannalöndunum. Ljósm.: Atli. „fjárlagagat“ vitnaði Ingi til talna um rekstrarútgjöld hins opinbera. Þau námu á íslandi árið 1981 29% af vergri þjóðarframleiðslu. Ann- arsstaðar á Norðurlöndum námu ríkisútgjöldin að meðaltali á sama ári 49%. Við erum í rekstarút- gjöldum hins opinbera langt fyrir neðan Bandarfkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalíu samkvæmt sömu viðmiðun. Með- altal EBE ríkjanna var 46% af vergri þjóðarframleiðslu meðan okkar hlutfallstala var 29%. Heildarútgjöld þriðjungi minni en hjá EBE Þegar borin eru saman heildar- útgjöld ríkis og sveitarfélaga, það er að segja rekstrarútgjöld í þrengri merkingu, fjárfesting öll og allar fjármagnstilfærslur úr opin- bera geiranum til einstaklinga, Opinber umsvif eru víðast miklu meiri en á Islandi Það vill gleymast œrið oft hér, sagði Ingi R. Helgason á ráðstefnu um opinberan rekstur og einkarekstur í hópi Norðurlanda er Island með lægsta samneyslu. í rekstrar- útgjöldum hins opinbera er Island langt fyrir neðan Bandaríkin, Þýskaland, Frakkiand, Bretland og Ítalíu. Heildarútgjöld opinbera geirans eru í ríkjum Efnahags- bandalagsins um 50% af þjóðar- framleiðslu en eru á íslandi 36.6%. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í ræðu er Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins flutti á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins um einkarekstur og opinberan rekstur í gær. „Hér tala menn um það sem lausnarorð í íslenskum þjóðarbú- skap að skera niður opinbera þjón- ustu og eftirláta hana einkarekstr- inum og hinum frjáls markaði. Ekkert er fjær lagi, ef menn vilja halda uppi því velmegunarstigi, sem við höfum náð“, sagði Ingi. Höngum íEvrópumeðaltali Hann vitnaði í tölur úr hag- skýrslum OECD og þar kemur fram að þegar samneyslutölur þjóða í helstu iðnríkjum heims eru bornar saman er samneyslan mest í Svíþjóð, 20%, og minnst í Japan, 10%, hvort tveggja miðað við verga þjóðarframleiðslu 1981. f ríkjum Efnahagsbandalagsins og OECD ríkjum Evrópu er meðal- talssamneyslan 18-20% af vergri þjóðarframleiðslu. Sem hópur eru Norðurlöndin efst með meðaltals- samneyslu um 23 og ísland þeirra neðst með tæp 19% og liggur því í meðaltali Evrópuríkjanna. Langt fyrir neðan Bandaríkin f tengslum við margumrætt kemur í ljós að árið 1981 námu þau 36.6% af vergri þjóðarframleiðslu á íslandi, en annarsstaðar á Norð- urlöndum var meðaltalshlutfallið 53%. Sambærilegt hlutfall Efna- hagsbandalagsríkjanna var 50% eða rúmlega þriðjungi meiri en hér. „Ég er ekki að rekja þessar tölur af þeirri ástæðu einni, að þessar samanburðarstaðreyndir vilja gleymast í umræðunni, þar sem því er mjög einhliða haldið að fólki, að j samneyslu og umsvifum hins op- inbera séum við íslendingar komn- ir út yfir öll skynsamleg mörk“, sagði Ingi R. Helgason í ræðu sinni. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.