Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.05.1984, Blaðsíða 15
Fimintudagur 10. mai 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐX 23 RUV 1 7.00 Veðuriregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Magnús Guðjónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vökunæt- ur“ eftir Eyjólf Guðmundsson Klemenz Jónsson les (2). 9.20 Leikfimí. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Krístófer Kolumbus Jón R. Hjálmars- son flytur fyrsta erindi sitt af þremur. Tón- leikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Eglls- sonar; seinni hlutl. Þorsteinn Hannesson les (21). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Ray Still, Itzhak Periman, Pinchas Zukemnan og Lynn Harr- ell leika óbókvartett í Es-dúr op. 8 eftir Cari Stamitz/Félagar i Vinaroktettinum leika Kvintett i G-dúr op. 77 eftir Antonín Dvorák. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Mörður Ámason talar. 19.50 Við stokkinn Stjómendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Að- alsteinsdóttir les þýðingu sína (2). 20.30 Leikrit: „Fimmtudagskvöld" eftir Andrés Indriðason Leikstjóri: Karf Ágúst Úlfsson. Leikendur: Páll Hjálmtýsson, Þór- hallur L. Sigurðsson og Edda Heiðrún Back- man. 21.15 Samleikur f útvarpssal Freyr Sigur- jónsson leikur á flautu, Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Da- vid Tutt á píanó. a. Sónata eftir Cari Maria Widor. b. Fimm melódíur op. 35 eftir Sergej Prokofjeff. 21.45 „Flóln“, smásaga eftir Jörn Rlel Hilm- ar J. Hauksson les þýðingu sína og Matthí- asar Kristiansen. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í beinu sambandi milli landshluta Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjóma umræðuþætti í beinni útsendingu frá tveim stöðum á landinu. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjómendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjómendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin Stjómendur: Snom Skúlason og Skúli Helgason. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum Stjómend- ur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. RUV 19.35 Umhverfis jörðlna á áttaíu dögum Þýskur brúðumyndaflokkur gerður eftir al- kunnri sögu eftir Jules Veme. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döflnni Umsjónarmaður Kari Sig- tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir. 20.55 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.25 Af erlendum vettvangl Þrjár stuttar, breskar fréttamyndir um stjómmálaþróun i Frakklandi, Portúgal og Jórdaníu. 22.15 Nevsorof greifi Sovésk gamanmynd frá 1983 sem styðst við sögu eftir Alexei Tolstoj (1882-1945). Leikstjóri Alexander Pankratof-Tsjomí. Aðalhlutverk: Lév Boris- of, Pjotr Shjerbakof og Vladímír Samojlof. I októberbyltingunni í Pétursborg kemst skrif- stofumaður einn óvænt yfir talsvert fé og tekur sér greifanafn. Með lögreglu keisar- ans á hælunum flýr „greifinn" land og kemur undir sig fótunum í Tyrklandi með vafasöm- um viðskiptum. Þýðandi Hallveig Thoriaci- us. 23.40 Fréttir í dagskrárlok frá I Jón minn hjá íhaldinu Páll Híldiþórs skrifar: Aðgerðir og vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar að undanförnu hafa verið með eindæmum slæm- ar, jafnvel svo að stuðningsmenn hennar eiga ekki orð og verða aumingjalegir þegar minnst er á stóra gatið hans Alberts, sem er stórt annan daginn en iítið hinn. Þá er eitt afrekið enn: nú er rokið í að skipa nýja aðstoðarmenn til að reyna að hlaða upp í þetta íhalds- og framsóknargat, en lítið mun það stoða; það nefnilega míglekur jafnt og þétt. Hverskonar vinnubrögð eru þetta? Nú barvel íveiði. Egrakst nefnilega á hann Jón minn hjá íhaldinu og spurði hann hvernig á þessu stæði. „Það er þessi helvítis jógi, sem tefur allt. Sannleikurinn er sá, að Albert er að reyna að afnema mjólkureinokun framsóknar og er sannarlega kominn tími til að lækka rostann í þessum köllum.“ „Hvað er á seyði hjá ykkur í pólitíkinni, Jón minn? Stjórnar- slit? Er komin einhver óværa í ykkur á flatsænginni?“ „Nei, lagsmaður. Ef þú ert að snuðra eftir stjórnarslitum hjá okkur, þá getur þú átt það sem úti frýs. Þið þurfið ekki að halda það, kommarnir, að þið komist í ráðherrastólana í bráð. Albert, vinur minn, bjargar þessu öllu saman.“ „En h vað segir þú um það, Jón, að standa í verslunarbraski á föstudaginn langa, eins og átti sér stað á Hótel Sögu sl.? Þú, sem sannkristinn maður og varameð- „Sannleikurinn er sá, að Albert er að reyna að afnema mjólkureinok- un framsóknar," segir Jón minn hjá íhaldinu. hjálpari í einni sókninni - ertu ekki sleginn yfir þessu athæfi? Ertu búinn að gleyma hvað frels- arinn tók til bragðs? Hann rak alla heildsalana með harðri hendi út úr helgidómnum. Hvað segið þið Albertsmenn við þessu?“ Nú tók Jón heldur betur upp í sig: „Ertu að bera á okkur guðlast, eða hvað? Þið, kommarnir, ætt- uð að skammast ykkar fyrir allt ykkar guðleysi. Þið farið aldrei í kirkju til að hlýða á guðsorð og svo eruð þið svo forhertir að segja að Jesú Kristur hafi verið kommúnisti og eini og sanni bylt- ingarmaðurinn, þvílíkt og annað eins.“ „Vertu nú ekki svona andskoti fúll, Nonni minn. Tímarnir eru vægast sagt uggvænlegir. Vinn- ustéttirnar eru að kikna undir þessum sífelldu sköttum og álögum, sem fólk er látið búa við bótalaust á meðan hákarlarnir í þjóðfélaginu fá að valsa áfram með lækkandi skatta á eignum og fyrirtækjum. Síðan er dýrtíðinni sleppt eins og óargadýri á al- menning til að bjarga þessum verðbólgublóðsugum, sem hafa verið eins og farg á öllu vinnandi fólki í landinu, sem verður að heyja varnarbaráttu fyrir kaupi sínu og kjörum. Eða hefur þú, Jón minn, heyrt nokkurt sultar- væl í kaupsýslustéttinni, bönkum eða fasteignabröskurum og öðr- um peningalýð? Ætlið þið Albert kannski að stjórna fólkinu eins og þegar kastað er fyrir hænsni?“ „Heyrðu, Páll,“ og nú var Jóni mikið niðri fyrir, „mikill and- skotans dóni ertu. Að þú skulir leyfa þér að segja aðra eins lygi. Það er svo sem eftir ykkur, kommunum, að halda áfram að svívirða þá menn, sem hafa hu- gvit og dugnað til að stofna fyrir- tæki til að skaffa fólki atvinnu. Þarna er ykkur rétt lýst.“ Og nú var Jón orðinn bálvond- ur og rauk í burtu án þess að kveðja, en ég sat eftir með sárt ennið. Vinurinn jafnar sig á þessu fljótlega og þá tölum við betur saman. Vinsældir íslenska sjónvarpsins ykjust til muna ef það sýndi meira barnaefni. Það þyrfti ekkert að kosta aukaiega, því börnum finnst gaman að horfa á sama efnið aftur og aftur. Sjónvarp á fimmtudögum: Hugleiðing um barnaefni Ekkert sjónvarp er í kvöld, fimmtudag, eins og landsmenn og -konur vita raunar. En í blokkinni minni gerir það ekkert til, því þar er vídeó. Á fimmtudagskvöldum er gert vel við börnin í blokk- inni; þau fá klukkutíma langa dagskrá, mest stórfín- ar teiknimyndir. Þar rúlla Tommi og Jenni í gegn, kannski hálftíma í senn, og aðrar fígúrur annan hálftíma. Á laugardögum er þetta svo allt saman endur- tekið. Hrifning barnanna er meiri á laugardögum, ef nokkuð er, því þá þekkja þau söguþráðinn og geta rifjað allt saman upp. Stórfínt. Hvers vegna hefur sjónvarpinu aldrei dottið svona nokkuð í hug? Vita stjórnendur sjónvarpsins ekki, að sumar sögur eru þannig, að börn þreytast aldrei á að heyra þær aftur og aftur? Hafa þeir aldrei lesið fyrir börn? Sjónvarpið ætti fyrst og fremst að vera helgað börnum. Vandaðar barnadagskrár á öllum dögum, kannski hálftíma í einu, sem síðan er rúllað í gegn einhvern næsta dag - og kannski líka þarnæsta. Þetta þarf ekki að kosta svo mikið, raunar ekki- neitt. Hvernig væri nú að taka teiknimyndirnar sam- an, sem sjónvarpið hefur sýnt gegnum árin, og sýna þær aftur, og þá fleiri en eina í einu? Ég er viss um, að vinsældir íslenska sjónvarpsins ykjust svo við þetta, að við þyrftum enga gervihnetti hér á landi. Hvað þá þann norska. Rás 1 kl. 20.30: Samband föður og sonar Andrés Indriðason er höf- undur fimmtudagsleikritsins, sem útvarpið flytur f kvöld. Leikritið heitir „Fimmtudags- kvöld“ og hefst flutningur þess kl. 20.30. Leikritið fjallar um samband fráskilins föður og sonar hans. Þar er lýst hvernig börn sjá oft og einatt í gegnum blekkingar- vef fullorðna fólksins. Leikarar og leikkona eru: Páll Hjálmtýsson, Þórhallur L. Sigurðsson og Edda Heiðrún Backman. Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson. bridge Um síðustu helgi var spiluð undankeppni islandsmótsins í tví- menning. Af 96 pörum komust 24 pör í úrslit. En á morgun (föstudag) munu Breiðfirðingar halda sína árs- hátíð í Hreyfils-húsinu. Hún hefst með bingói kl. 21, siðan borðhald og verðlaunaafhendingar og loks stiginn dans fram eftir nóttu. Allt bridgeáhugafólk er hjartanlega vel- komið á þessa bridgeuppskeruhát- íð Bridgedeildar Breiðfirðinga. En snúum okkur aftur að Islands- mótinu. í 2. umferð mótsins, í C-riðli kom þetta fallega spil fyrir. IN/S eru Ólafur Lárusson og Hermann Lár- usson en í A/V sitja Sigurður Vil- hjálmsson og Sturla Geirsson: ÁK73 ÁK10 87 D874 G1086 D2 654 D9872 Á65 KD103 G65 K3 954 G3 G942 Á1092 Austur vakti á 1 hjarta, Suður pass, Vestur 1 spaða, Norður pass, Austur 2 tígla, Suður pass, Vestur pass, Norður dobl (til úttektar), Austur pass og Suður lauk sögnum með 3 laufum. (2 tíglar doblaðir hefðu gefið ágæta skor í N/S en það er víst önnur saga og styttri.) Nú, í 3 laufum spilaði Vestur út smáu laufi í byrjun. Ekki góð byrjun það fyrir vörnina. Lítið úr borði, kóngur og drepið á ás. Inn í borð á hjartaás og litlum tígli spilað úr borði. Austur stakk upp drottningu á milli og átti þann slag. Meira lauf frá Austri, tían, gosi og drottning átti slaginn. Meiri tígull úr borði, lítið frá Austri og áttunni hleypt yfir til Vest- urs sem drap á ás. Nú kom þriðja laufið frá Vestri, sem blindur átti á áttuna. „Jæja“, sagði Suður glottuleitur rnjög,,, nú er best að huga að yfir- slagnum í spilinu." Spaðaás tekinn, lítið frá öllum og síðan bað Suður um smáan spaða með í huga að Austur ætti drottn- ingu aðra. Nú, Austur átti hana aðra og þegar hann fór að hugsa sig um, hallaði Suður sér að Vestri (Sigurði Vilhj.) og sýndi honum eigin spil. Sigurður leit sem snöggvast á þau, síðan á borðið, hló ógurlega og stakk spilunum í bakkann. Vitan- lega vildu Blindur (Hermann) og Austur (Sturla) einnig sjá dýrðina í Suðri. Sama er hvað Austur gerir i þessari stöðu, inni á spaðadrottn- ingunni. Tíundi slagurinn kemur annað hvort í hjarta eða tígli. Þegar skorblaðið var opnað, kom í Ijós að 3 lauf spiluð, unnin fjögur (130) var toppur í N/S. Flest pörin spiluðu 1 -2 grönd í N/S og unnu þetta 90-120. Fallegt spil hjá Suðri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.