Þjóðviljinn - 16.05.1984, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 16.05.1984, Qupperneq 16
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 16. maí 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 20.652 skrifuðu undir Opinberrar rannsóknar krafist á innflutningi finnsku kartaflnanna Rúmlega 20.000 manns rituðu nafn sitt á undirskriftalista Neytendasamtakanna þar sem þess var krafist að innflutningur á kart- öflum yrði gefinn frjáls. Voru Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra afhentir undirskriftalistarnir i gær. Þá var þess og krafist að ríkis- stjórnin hlutist til um að fram fari opinber rannsókn á innflutningi Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins á flnnskum kartöflum og dreif- ingu þeirra í verslanir. „Þegar þess er gætt að undir- skriftalistarnir lágu aðeins frammi í verslunum frá hádegi á föstudag og fram á mánudag er ljóst að gífur- legur fjöldi fólks tekur undir kröfu Neytendasamtakanna um að inn- flutningurkartaflna verði frjáls á þeim tímum þegar innlendir fram- leiðendur anna ekki eftirspurn- inni“, sagði Jón Magnússon for- maður Neytendasamtakanna í við- tali við Þjóðviljann í gær. „Samtals skrifuðu 20.652 undir listana og sá hópur er í raun að krefjast þess að einokun Sölufélags garðyrkju- manna og Grænmetisverslunar landbúnaðarins verði rofin" sagði Jón ennfremur. í bréfi sem Steingrími Her- mannssyni var afhent í gær með kröfu um opinbera rannsókn á innflutningi finnsku kartaflnanna eru spurningar í 12 liðum. Meðal. annars er spurt um það hver hafi tekið ákvörðun um innflutning, Jón Magnússon formaður Neytendasamtakanna afhendlr Jónl Helgasyni landbúnaðarróðherra undlrskrtfta- llsta með nöfnum rúmlega 20.000 manna. Ljósm. eik. hver hafi annast skoðun á kartöfl- unum, hvort seljandi sé ábyrgur, hver hafi verið umboðsmaður selj- enda og kaupenda, hver heildsölu- álagningin hafi verið, hvort ábend- ingum matsmanna hafi verið sinnt og hver hafi tekið ákvörðun um að kartöflurnar finnsku skyldu verða áfram á boðstólum eftir að skemmdimar í þeim voru ljósar. Neytendasamtökin gera um það tillögu að rannsóknina ánnist 5 manna nefnd sem í eigi sæti fulltrú- ar frá landbúnaðarráðuneyti, heil- brigðisráðuneyti, Neytendasamt- ökunum, ASIog Verslunarráði.-v Borgaryfirvöld gæla enn við hugmyndina um Fossvogsbraut Þingeyingar: Stofnuð Friðar- Neytendasamtökin vilja frjálsan innflutning á kartöflum Myndi kosta 120-600 millj. Borgaryflrvöld fengu í vetur verkfræðistofu til að reikna út þrjá möguleika á framkvæmd Fossvogs- brautar. Var reiknað út hvað kost- aði að leggja 2Vi km langa braut eftir Fossvogi; ofanjarðar á hefð- bundinn hátt, neðaryarðar og nið- urgrafna. „Þetta er forkönnun sem við fengum verkfræðistofu til að gera. Það hefur ekki verið gerð nein endanleg áætlun um Fossvogs- braut“, sagði Ingi Magnússon gatn- amálastjóri við Þjóðviljann. „Við létum athuga kostnað á þremur Gæslan: Hættir við að leigja þyrlu Landhelgisgæslan hefur hætt við að taka Daupin þyrlu á leigu eins og til stóð, vegna þess að kostnaður við slíkt er óheyrilega mikill. Sem kunnugt er var hætt við að kaupa þyrlu fyrr í vor og þá ákveðið að leigja eina slíka. Þá kom í Ijós að fyrirtækið yrði svo dýrt, ef ekki lægi fyrir endanleg ákvörðun um hvaða þyrlutegund ætti að kaupa þegar þar að kæmi, að hætt var við leiguna. Málinu hefur nú aftur verið vísað til Jóns Helgasonar dómsmálaráð- herra til endanlegrar ákvörðunar. Það hefur komið fram í fréttum hér í Þjóðviljanum fyrr í vetur að Landhelgisgæslan er í þvflíku fjár- svelti, að hún getur ekki gert land- helgisskipin út öll í einu, hvað þá lagt í þann mikla kostnað sem leigan á þyrlu hefði í för með sér. -S.dór möguleikum: Venjuleg gata í jarð- vegsyfírborði frá Blesugróf til Kringlumýrarbrautar kostar um 130 milljónir; niðurgrafínn vegur eftir Fossvogsdal kostar um 120 milljónir. Kostnaður við jarð- vegsfyllingu yrði minni en aftur á móti yllu snjóþyngsli erfíðleikum á svona vegi. Fossvogsbraut sem yrði undir yfirborði í steyptum veg- göngum myndi kosta um 600 milljónir.“ Verið er að vinna reiknilíkan um alla umferð á höfuðborgarsvæðinu á Skipulagsstofu Höfuðborgar- svæðisins. Gestur Ólafson sagði Þjóðviljanum í gær að niðurstöður muni væntanlega liggja fyrir í haust. Náttúruvemdarþing 1984 hefur samþykkt áskorun á bæjaryfirvöld sem eiga land í Fossvogsdal að sameinast nú þegar um friðlýsingu dalsins. -jp Hundruð miljóna skattalækkun á bönkum Óvíst að fari í gegn Óvíst er hvort frumvarp íjár- málaráðherra um að fella niður gjöld á viðskiptabankana vegna gjaldeyrisviðskipta og skerða þannig tekjur ríkissjóðs um hundr- uð miljóna á næstu árum ná fram að ganga á þessu þingi. Við 2. umræðu málsins í neðri deild í fyrrakvöld lýsti Svavar Gestsson því yfír að það væri al- gjörlega óhjákvæmilegt að þetta undarlega frumvarp fjármálaráð- herra hlyti ýtarlega meðferð á Al- þingi, jafnframt því sem hann skoraði á ráðherrann að fresta meðferð málsins. Það væri ekkert vit í því að ætla að keyra í gegnum þingið á síðustu dögum þess hundr- uð miljón króna skattalækkun á bönkunum á sama tíma og ríkis- sjóður væri rekinn fyrir stórfelld erlend lán. ~lg- hreyfing Friðarhreyfing Þingeyinga var stofnuð sl. laugardag, hinn 12. maí. Á stofnfundinn mættu um 40 manns á aldrinum 4-83 ára en friðarhreyf- ingin hefur nú þegar á skrá á þriðja hundrað félagsmenn. Á stofnfund friðarhreyfingarinn- ar mættu fulltrúar úr Mývatnssveit, Reykjahverfi og af Kópaskeri og skeyti bárust frá friðarhópum kvenna á Raufarhöfn og á Þórshöfn, þar sem lýst var yfir þcirri ákvörð- un hópanna að ganga í friðarhreyf- inguna. Þá bárust einnig skeyti frá Bandalagi jafnaðarmanna í Reykja- vfk og frá Steingrfmi J. Sigfússyni alþingismanni. Á stofnfundinum var kosin þriggja manna framkvæmdanefnd og eiga í henni sæti: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður, Björg Ámadóttir nemandi, gjaldkeri, og Þórarinn Ólafsson símvirki, ritari. Ætlun Friðarhreyfingar Þingeyinga er að mynda framkvæmdaráð innan friðarhreyfingarinnar, þar sem f eiga sæti fulltrúar úr sem flest- um byggðarlögum í Þingeyjarsýsl- Svavar Gestsson í útvarpsumrœðunum frá Alþingi Komið að baráttunni Þorsteinn Pálsson krefst nýs stjórnarsáttmála strax í sumar „Þú veist að það er óþarfl að þola kjaraskerðinguna og þá niðurlægingu fátæktar og ör- væntingar sem stjórnarstefnan hefur leitt yfir alþýðuheimilin á íslandi - þú veist að það er óþarfl að þoia þetta stundinni lengur“. Þetta sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins í eld- húsdagsumræðunni frá Alþingi { gær er hann hvatti verkalýðs- hreyfinguna til baráttu. Hann kvað greiniiegt að nú væri leitað eftir samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar um baráttu gegn ríkisstjórninni og atvinnurekenda- valdinu f landinu. íhaldsöflin hefðu verið að gera sér vonir um ágrcining innan verkalýðssamtakanna og að flokkur launafólks yrði viðskila við hreyfínguna. Tengslin hefðu hinsveg- ar aldrei verið betri en nú og íhald^ öflin ættu eftir að sannfærast um hvert reginafl byggi í sameinaðri verkalýðshreyfingu. Allir talsmenn stjómarflokkanna réðust harkalega að ræðu Svavars Gestssonar og var greinilegt að hún kom helst við þá af þeim ræðum sem fluttar voru í gær. Það bar helst til tíðinda í umræöunum að Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson viðurkenndu báðir að árangur sá sem náðst hefði í verðbólgumálum væri aðeins tímabundinn og hefði náðst fram með „markvissri" launastefnu, það er að segja beinni kauplækkun. Þorsteinn Pálsson kvað nauðsynlegt að hefja nýjan þátt í stjómarstarfinu, semja ríkisstjóminni nýja verkaefna- áætlun með róttækum kerfisbreyting- um nú í sumar. Steingrímur Her- mannsson kvaðst ekki vera á móti kerfisbreytingum en vildi þó halda „þvf sem gott væri“. Svavar Gestsson benti í ræðu sinni á það að ríkisstjóm- in leysti engin vandamál um þessar mundir, heldur skyti þeim aðeins á frest. Engin samstaða væri um fram- tíðarstefnu og órækasti vottur þess væm yfirlýsingar formanns Sjálfstæð- isflokksins um að semja þyrfti nýjan stjóraarsáttmála ári eftir að stjómin tók við völdum. Steingrímur Her- mannsson kvað Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk ekki myndu hverfa frá því verkefni að „endurreisa ís- lcnskt cfnahagslif", en Þorsteinn Pálsson sagði að reynt yrði „til þrautar“ í sumar hvort saman næðist um næsta áfanga, og Sjálfstæðisflokk- urinn myndi sýna fulla ábyrgð í því efni að glata ekki niður fengnum ávinningi á leiðinni til „efnahagslegs jafnvægis“. - ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.