Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ - bJÓÐVltjrNSi föstudagur 25. maí 1984
Kölski í Gullna hliðinu eða Arnar Jónsson að ieggja sig í hléi á upptöku í gær. Mynd: Atli,
Markús Örn Antonsson formaður fræðsluráðs
Skólastjóra mótmælt
Óbreytt skólahald í Réttarholtsskóla nœsta vetur
Óvissuástand ríkjandi um starf margra skóla
Litlar upplýsmgar
Ákvörðut* var tekin um J>að í
fræðsluráói í fyrrada* a« Kéttar-
huitsskóii muní starfa áfram næsta
vetur á ssma hótt og verið hefur i
ár. Vstfi hefur Jeiktð á því hvort
mtnntamálitríiðuneytið frngí |w»r
húauttði undir lcíklúrtarskóta og
mv'ndllstarskóta. Jafnfrumt hcfur
ekkt verið vitað síðustu ntúnuðí
hvort áframhakt yrðl á fomámi
sem j>ar hefur verið t vctur fyrir
nemendur sem ekkl hafa tokið
gnmnskólaprófi metS fuUnæfúandi
árangri. t>jóðviljijan ríeddi viðHar-
bW Flnnsson skóWstjóra Réttar-
hoitsskóla » gær.
„Sem embættísmaður og skóla-
sijórihef ég fengiö iitiar og voruiai
uppiýsingar hjá forrnanni fræðslu-
ráðs* Sífk vinnubrögð skapa óvíss-
uástand. Engjnn hefur uniianfaríð
vitað hvort skólinn rnuni staria
áfram. I’ctta hefur komið niður á
starfi stofmmannnar, bæði kenn*
ara og nemenda. Kennarai hjá
okkurhafa ekki gctnð haidiö áfram
HaraWur Plnnaaon akólaatfórt Rótt-
arholtaakóla á akrlfstofu atnni. Hann
var að vonum áneagður I gœr sMtgna
þeaa að framtíft akótena er tryggð í
Wll. Mynd -ettc.
undírböningi á starfi næsta vetrar
sem áður var hafinn og nemcndur
skólans hafa verið t óvissu um Itvar
þeir yröu nscsta vétur. Eínnig peir
ncmemlur sem gcrðu ráð íyrir að
sarkja hingaö úr öörum skóium”,
sagöi Haraldur Fmnsson skóia-
stjðri.
..Pesí.i vetur hefur verið með sér-
stökum haetti í skólainálum
Reykjavíkur. Formaðut frieðslu-
ráðs hcfur sagt aðekki værí hægt aö
afgreiða mái Réttarhoífssköfa
vegna þess að vcrið væri að cndur-
skipuicggja ailt skóíakerííð. Sama
gerist víðar . I»3ð er aivariegt þegar
menn eru að líta til gamaís tím.a um
skólasókn. M voru þrengslin oft
ahtof mikíí og ekki er réu aðendnr-
skipuleggja á þann hátt að þaö
sama gcrist aftur. I»egar við
óskuðum eftír upplýsíngum uxn
framtíð skölans var eins og cngim
vissi neitt".
Þjóöviljinn reyndí ítrekað í gæ;
og fyrradag að ná sambandi vi<
Markús Öm Antonsson formam
fræðsluráðs en án árangurs.
>J|
„Sem embættismaður og skólastjóri hef ég fengið litlar og vondar upplýs-
ingar hjá formanni fræðsluráðs", sagði Haraldur Finnsson skolastjori Rétt-
arholtsskóla í viðtali við Þjóðviljann á miðvikudag.
Upplýsist seint og um síðir
Fólk ranglega
tekið af kjörskrá
í frétt Þjóðviljans sl. miðvikudag
þar sem fjallað var um óvissuá-
stand sem ríkir um starf margra
skóla í borginni var rætt við Harald
Finnsson skólastjóra Réttarholts-
skóla. Ekki náðist þá í Markús Örn
Antonsson formann fræðsluráðs en
eftirfarandi athugasemd barst frá
honum í gær.
Skólastjóri Réttarholtsskóla
tjáði sig hér í blaðinu í fyrradag um
afgreiðslu fræðsluráðs á málefnum
skólans vegna þeirrar beiðni
menntamálaráðuneytisins að fá
skólann allan eða hluta hans til af-
nota fyrir rekstur sérskóla næsta
haust.
Haraldur Finnsson skólastjóri
gefur í skyn að fræðsluráð hafi
frestað ákvörðun í þessu máli alltof
lengi og sé formanni fræðsluráðs
einkanlega um að kenna. Þessu vil
ég sem formaður fræðsluráðs ein-
dregið mótmæla og vil reyndar
gagnrýna harðlega framkomu
skólastjórans í þessu máli, sem hef-
ur hvað eftir annað látið í veðri
MUNIÐ
SKYNDI-
HJÁLPAR-
TÖSKURNAR
vaka við blöð og á fundum með
foreldrum, að af hálfu fræðsluyfir-
valda væri hér á ferðinni eitthvert
pukursmál og væri legið á mikil-
sverðum upplýsingum, sem hann
fengi ekki aðgang að.
Sannleikurinn er sá, að málefni
Réttarholtsskóla hafa verið til um-
ræðu og endurskoðunar í mörg ár.
Á síðasta kjörtímabili var sérstök
nefnd starfandi sem m.a. kannaði
möguleika á að leggja niður Rétt-
arholtsskólann í núverandi mynd.
Foreldrafélag Breiðagerðisskóla
og skólastjóri Fossvogsskóla rituðu
fræðsluráði bréfíjúní 1982 þar sem
hvatt var til þess að efstu bekkir
grunnskólans verði framvegis í
þessum skólum sjálfum í stað þess
að börnin verði send eftir 6. bekk í
Réttarholtsskólans eins og jafnan
hefur verið. Þessar áskorartir koma
fram ýmist af faglegum ástæðum
eða vegna þess að börnum í þessu
skólahverfi hefur fækkað mikið á
undanförnum árum.
, Það síðasta sem gerðist í málinu
var það, að menntamálaráðherra
skrifaði borginni bréf, sem lagt var
fram á fundi fræðsluráðs hinn 30.
apríl sl. Ekki fer á milli mála, að
ráðuneytið hefur fylgst með þess-
um umræðum og áskorunum um
að grunnskólahaldi verði hætt í
RéttarhoJtsskólanum og m.a. af
þeim sökum geri ég ráð fyrir að
óskin um að ríkið fái skólann til
afnota fyrir sérskóla sína sé fram
komin. I bréfinu var óskað svara
um hvort hægt væri að afhenda all-
an skólann eða hluta hans strax
næsta haust. Það mál var athugað
með fullkomlega eðlilegum hætti
og niðurstaða var sú að fræðsluráð
svaraði þeirri málaleitan neikvætt á
fundi sínum sl. mánudag.
Skólahald verður því óbreytt í
Réttarholtsskóla næsta vetur en
hins vegar verður staða hans tekin
upp til rækilegrar endurskoðunar í
framhaldi af bréfi ráðuneytisins.
Markús Örn Antonsson
formaður frœðsluráðs.
„Ráðuneytið hefur haft spurnir
af því að á endanlega kjörskrá hafi
vantað nöfn einstaklinga þar sem
þeir voru ranglega taldir erlendir
ríkisborgarar í íbúaskrá. Þau tilvik
eru örfá“, segir m.a. í svari
dómsmáiaráðherra við fyrirspurn
frá Skúla Alexanderssyni varðandi
gerð kjörskrárstofna fyrir síðustu
alþingiskosningar. Þá var tekin
upp sú nýbreytni að fella niður af
kjörskrá alla þá sem skráðir voru
erlendir ríkisborgarar í þjóðskrá,
þ.m.t. íslenska námsmenn er-
lendis.
í svari dómsmálaráðherra kem-
ur m.a. fram að alls voru 1050 ein-
staklingar 20 ára og eldri teknir
útaf kjörskrá utan Reykjavíkur og
1230 í Reykjavík en þar varð ekki
breyting á gerð kjörskrárstofna frá
því sem verið hafði.
Engin gögn eru til um það,
hvorki í dómsmálaráðuneytinu né
hjá Hagstofu hverjar breytingar
sveitarstjórnar gera á kjörskrár-
stofnum og hversu margir hafa ver-
ið teknir inn á skrána aftur sem
felldir höfðu verið út.
Viðurkennir ráðuneytið í svari
sínu að brögð hafi- verið af því að
einstaklingar hafi verið ranglega
teknir útaf kjörskrá við síðustu al-
þingiskosningar og telur að slíkt
ætti ekki að endurtaka sig vegna
breytinga á kjörskrárstofninum,
jafnframt því að sú hætta liði hjá að
á kjörskrá séu erlendir ríkisborgar-
ar sem þar eiga ekki að vera.
-Ig-
í ÐÍLINN
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
81333
UOBVIUINN
ÓDS'RARI
barnaföt
bleyjur
leikföng
isVéP1
ilurtV
■ %
Dúllá
Snorrabraut 22
BÆKUR
BLOÐ
PLÖTUR
JASS
KLASSIK Uv>
þjóðlög Laugavegi 17 S: 12040
Afhending Símaskrár 1984 hafin í gær:
Hafa horfíð í einum hvelli
„Það er búið að vera svakalega
mikið að gera í dag. Staflarnir af
símaskrám hafa horfið í einum
hvelli. Ég get ekki ímyndað mér
hvað mikið hefur farið út frá okkur
í dag“, sagði afgreiðslumaður við
afhendingu nýju símaskrárinnar í
kjallara Pósthússins við Austur-
stræti í gær.
Byrjað var að afhenda „Síma-
skrá 1984” í gær. Mikil ásókn var í
skrána strax á fyrsta degi. „Við af-
hentum 1.600 skrár í gær meðan
við vorum að koma okkur fyrir hér
í kjallaranum, bara af því að hurðin
var ekki læst”, sagði einn þeirra
sem afgreiða símaskrárnar í
Austurstræti.
- jp-
Mikil örtröð var í kjallara Pósthússins þar sem afhending símaskrárinnar fer
fram í Austurstrætinu. Mynd: Atli.