Þjóðviljinn - 25.05.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. maí 1984 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Augiýsíngastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Biaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Már. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Uppboð, brask og brœðrabönd í Davíðskerfinu Þegar kjörtímabil Sjálfstæðisstjórnarinnar í Reykja- vík er hálfnað kemur sífellt skýrar í ljós að innan Dav- íðskerfisins þrífast margvísleg spilling og siðleysi. Braskið í krafti auðs og aðstöðu bak við tjöldin er orðið öruggasta tryggingin fyrir jákvæðri afgreiðslu borgar- stjórnarmeirihlutans á óskum íbúanna. Þeir Reykvík- ingar sem hvorki vaða í miljónum króna né eiga ætt- menn á æðstu básum Davíðskerfisins eiga ekki von á jákvæðri úrlausn. Þjóðviljinn hefur flett ofan af því undanfana daga hvernig helsti oddvitinn í trúnaðarsveit Davíðskerfis- ins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulags- nefndar, hefur brotið allar viðurkenndar vinnureglur og beitt óheyrilegum þrýstingi til að hygla fyrirtækjum sem bróðir hans veitir fjármálalega forstöðu. Þegar blaðamaður Þjóðviljans leiðir sannleikann í ljós beitir trúnaðarmaður Davíðskerfisins útúrsnúningum og hálfsannleika til að fela hinar óþægilegu staðreyndir. Borgarfulltrúum er svo skipað að skipta um skoðun milli funda í hafnarstjórn og borgarráði til að braskara- > öflin í Davíðskerfinu hjá Reykjavíkurborg geti veitt hinum fjársterku ættmennum umbeðna fyrirgreiðslu. Á sama tíma og borgarfulltrúarnir eru á kafi í þessu bræðrabraski birtist æðsti prestur hins spillta Davíðs- kerfis, borgarstjórinn sjálfur, og tilkynnir að nú ætli hann að fara að úthluta lóðum á uppboði. Eignarlóðir í nýju íbúðarhverfi á fögrum stað í borginni verði seldar þeim sem flestar hafi miljónirnar. Flokkur hinna ríku er farinn að þjóna hinum ríku í gegnum ómenguð mark- aðsuppboð. Davíð Oddsson ætlar greinilega að halda áfram á þessari braut. í stjórnkerfi hans eiga bestu útsýnislóð- irnar að fara til þeirra sem mestum auði hafa rakað saman. íbúðarhúsnæði sem best liggur við þjónustu verður nú forréttindi þeirra sem hafa miljónir á reiðum höndum. Næsta skrefið í þessu spillta Davíðskerfi gæti svo á sama markaðsgrundvellinum, sem borgarstjórinn dáir, orðið að selja húsnæði aldraðra til hæstbjóðenda. Gamla fólkið sem eingöngu nyti vinnulauna sinna yrði auðvitað útundan í slíku kerfi. Heildsalarnir og há- tekjumennirnir sætu þá í forgangsröð. Lóðauppboðið og Hamarshúsmálið sýna í hnotskurn þá spillingu peningaaflanna sem nú hefur fest rætur í Davíðskerfinu hjá Reykjavíkurborg. Lögmál ættar- greiða og markaðsdrottnunar ráða úrslitum þegar á- kvarðanir eru teknar. Slíkt kerfi hefur löngum verið fylgifiskur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í Davíðs- kerfinu hefur þessi óskapnaður þó öðlast nýjar stærð- argráður. Utangarðsfólk Þjóðviljinn greindi frá því fyrir skömmu að utan- garðsfólk hefði notað hellisbyrgi í Öskjuhlíðinni sem bústað. Þessi frétt virtist koma eftirlitsstofnunum alger- lega á óvart. í svörum þeirra kom fram nokkurt skeytingarleysi gagnvart því fólki sem hvergi á fastan samastað í okkar samfélagi. Sögðu talsmenn lögreglu- yfirvalda kaldranalega að fólkið gæti bara snúið sér sjálft til lögreglunnar. Þessi viðbrögð sýna að ýmsir hafa tilhneigingu til að gleyma því, að á íslandi er fólk sem orðið hefur svo illa úti í lífsbaráttunni að það getur ekki Iengur treyst á aðstoð. Þeir sem ábyrgð bera eru hættir að skeyta um örlög slíks utangarðsfólks. í okkar litla samfélagi má slíkt ekki gerast. klippt I sœlunnar reit Stefán Valgeirsson var hinn al- þjóölegasti á miöstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Akureyri á dögunum. Hann flutti ræðu í Ijóðum. Kveðskapurinn var kannski ekki stórbrotinn, en þessi ræktarsemi við hefðina er engu að síður kærkomin til- breyting frá steingeldu pólitísku tæknimáli. Og boðskapur hinnar pólitísku drápu Stefáns Valgeirs- sonar er hinn athyglisverðasti: Verður ekki bétur séð en hann hirti flokk sinn þar mjög ræki- lega. Bragurinn hefst á því, eins og lengi hefur verið til siðs, þá ort er um heimsósóma, að lýsa hinu góða og fagra sem var og er nú í hættu. Stefán. Stefán fagnar því að flokkurinn þingar í Eyjafirði. Þar er „moldin undra frjó og aldr- ei gróður brást“. Ekki nóg með það: Hvergi sjáið þið fegurri fjöll form þeirra er lisla verk segir Stefán í einlægni auðmýkt við skapara sinn, en stoltur af því að hann lítur Norðlendinga sér- staklega hýru auga. Af slíkum ágætum sprettur margt gott, bú eru blómleg, „afkoman nokkuð góð“ og menningin dafnar vel: / skjóli fjallanna skáld urðu til er sköpuðu perlur sem Ijóð. Fœrðu þjóðinni orku og yl í andlegan menningarsjóð. segir Stefán í hinum besta þjóð- lega anda. Álfurstar við Eyjafjörð Og það er einmitt orka og ylur skáldskaparins, sem verða hon- um algjör andstæðu við þá villu sem raforkumenn samtímans hafa ratað í að hans dómi. Gróð- apésar vilja nú eitra þennan sæl- unnar reit með álveri og líst skáldþingmanni hreint ekki á þær blikur: Álfurstarnir við Eyjafjörð eiga hinn slóra draum. Muna ekki eftir móður jörð miða allt við gullsins flaum. Við þessu bregst Stefán karlmannlega, eggjar unga sem gamla að leyfa aldrei mengun og aðra ósvinnu: Skílum landinu skárra en það var og sköpum þjóðinni mat, svo eitrað loft verði aldrei þar sem Einar á Pverá sat. Minkur áli hetri Þingskáldið minnir á fallvalt- leik þess, sem haldið er fram í nafni vísinda: Sannleikur sem var í gær „seldur á miljón pund“ er einskis virði þegar menn hafa sof- ið af nóttina. Og ráð hefur Stefán á hverjum fingri um íslenskan iðnað og aukabúgreinar: Við getum farið í fiskirækt, fjölgað minkum og ref... og mundu það einhverntíma hafa þótt mikil tíðindi reyndar, að það væri þjóðleg náttúruvernd að fjölga minkum - en hvað gerist semsagt ekki á áltímum? Ég þakka þér guð að það er bara brennivín, segja foreldrar þeirra unglinga sem ekki eru byrjaðir í dópinu. Framtíð myrk Að lokum víkur Stefán Val- geirsson að Framsóknarflokkn- um sjálfum og miðstjórnarfund- inum og er honum þungt í huga. Hann segir á einum stað: Fjármagnið hefur fengið öll völd svo fáránlegt sem það er. Hann varar við því að „íhaldið hefur klær“ og ef byggðir landsins hrynja muni þær koma betur í ljós. Og með þessum hætti hér lætur Stefán svo uppi mat sitt á stjórn Steingríms Hermanns- sonar: Við þurfum bœði stefnu og störf, stjórn, sem er réttlát og virk. Endurskoðun á öllu er þörf, annars er framtíð myrk. Maður gæti haldið að stjórnin væri óréttlát og duglaus og Fram- sóknarflokkurinn stefnu- og starfslaus. En kannski erþað bar- asta oftúlknarhneigð. Kannski hefur skáldið og þingmaðurinn meint eitthvað annað. Þó þarf það ekki að vera. Því eins og í spakmælinu segir: Lengi skal Framsóknarmanninn reýna. - ÁB og skorið Örygismál Morgunblaðið hefur ekki sýnt neinn áhuga á frumkvæði sex mætra þjóðarleiðtoga í afvopn- unarmálum, enda er það frum- kvæði ekki í þágu forseta blað- sins, Ronalds Reagans. Aftur á móti birtir blaðið fagnandi frétt um almannavarnir í gær, en þær. eru nú á dagskrá vegna náms- stefnu Nató um slík mál. Þar kemur ádaginn, að „búnaður hinnar nýju stjórnstöðvar Al- mannavarna í lögreglustöðinni við Hverfisgötu mun gera mönnum kleift að dveljast þar í um 14 daga eftir kjarnorku- sprengingu í ákveðinni fjarlægð, þegar endanlegum frágangi verð- ur lokið.... Stjórnstöðin hefur tæplega tvöþúsundfalda skýlingu gegn geislavirku útfalli utan dyra og er styrkt þannig að hún á að þola að byggingin hrynji yfir hana“. Þetta er allt mjög huggunar- ríkt. Sannarlega gaman til þess að vita að íslendingar eru menn með mönnum og geta lifað af kjarn- orkusprengjur í eina fjórtán daga. Og allt að því dónaskapur að spyrja nokkurs frekar. Þó væri gaman að vita, hvaða ágætir ís- lendingar það eru, sem eiga að hafa „tvöþúsundfalda skýlingu gegn geislavirku útfalli" á við landa sína, sem ekki er ætlaður staður í þessari Paradís kjarnork- ualdar? Og hvað eiga þeir, sem skýlinguna fengu, að skemmta sér við þegar sæludögunum fjór- tán lýkur? - áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.