Þjóðviljinn - 25.05.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN.Föstudagur 25. mai 1984 Duarte: Eins og lús milli tveggja nagla? Bandaríska ínnrás eða samninga við andstöðuna Duarte verður að velja: Andspyrnuhreyfingin í El Salvador telur að Napoleon Duarte, sem nýlega var kosinn forseti landsins, eigi aðeins tveggja kosta völ. Annaðhvort að fallast á innrás bandarísks herliðs eða taka upp samninga við skæruherina og hina pólit- ísku hreyfingu þeirra. Vegna þess að Duarte og herinn í E1 Salvador geta ekki með nokkru móti unnið upp á eigin spýtur hern- aðarsigur á skæruliðahreyfingunni, segir Ruben Zamora í nýlegu við- tali í DN. Zamora er einn af þrem mönnum í framkvæmdanefnd FDR, Lýðræðissinnuðu byltingar- fylkingarinnar, sem er hin pólitíska grein andstöðunnar í E1 Salvador. Sjálfur er Ruben Zamora böl- sýnn. Hann hefur ekki trú á því að sú samningslausn sem hann og hreyfing hans hefur lengi stefnt að sé í sjónmáli. Napoleon hefur sett sig upp á móti þessum kostum tveim - bæði samningaleiðinni og bandarískri innrás, segir hann. En það kemur að því að hann neyðist til að velja. Og til að hann velji rétt er nauðsyn- legt að á hann sé þrýst bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi. Viljum semja Sjálfir, segir Ruben Zamora, munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til aö komast að samningaborðinu. En áður en það verður mögulegt mun styrjöldin enn harðna. Ruben Zamora starfaði sjálfur innan hins Kristilega demókrata- flokks Duartes á áttunda áratugn- um, en hvarf þaðan vegna þess að „Duarte lét að vilja Bandaríkj- anna“. Zamora er nú einn fremsti talsmaður stjórnarandstöðunnar í útlegð og er búsettur í Mexíkó, en kemur oft til Nicaragua. Zamora lýsir Duarte sem „róm- önskamrískum þjóðmálaskúmi" sem sé mjög gjarn á að haga seglum eftir vindi. Madur Reagans Vafalaust var Duarte frambjóð- andi Bandaríkjanna í kosningun- um, segir Ruben Zamora ennfrem- ur. Hann hefði ekki sigrað án þeirra stuðnings og vafalaust hefur leyniþjónustan CIA dælt miklu meira fé í kosningasjóði hans en þeirri miljón dollara sem hún hefur kannast við. Duarte er maður Reagans, en hann er einnig undir þrýstingi í eigin flokki. Meirihluti meðlima flokks hans vill leita pólitískrar lausnar. Og Duarte hefur skipað stjórn þar sem meirihluti ráðherra er meðmæltur samningum. Þetta er ekki hægristjórn, því kirkjan er líka þýðingarmikill aðili sem vill binda endi á stríðið. En Ruben Zamora telur að Du- arte sé mjög í tímaþröng. Og kosn- ingarnar í Bandaríkjunum í haust munu hafa mikla þýðingu fyrir framtíð E1 Salvador. - Ef að Reagan vinnur eru mest- ar líkur á því að Duarte fái minna svigrúm til athafna. Þá þarf Reag- an ekki á Duarte lengur að halda með sama hætti og nú. Veik von Það má greina í máli Ruben Zamora veika von um að fundin verði samningalausn á þeirri styrj- öld sem staðið hefur í fimm ár. Hann telur það kost að Duarte vann kosningarnar, því að það hefði verið með öllu útilokað að semja við mótframbjóðanda hans, d’Aubuisson, um eitt eða neitt. Zamora telur það mæla gegn því, að Duarte samþykkti banda- ríska innrás, að um leið og af henni yrði missti hann öll áhrif í landinu. - Því að með innrás fengjum við hreinræktaða leppstjórn eins og var í Suðurvíetnam í stríðinu þar. Og Duarte kærir sig ekki um það hlutskipti. Hitt er svo annað mál, að Zam- ora telur flest í stefnu Reagans benda til beinnar íhlutunar banda- segir einn af leiðtogum FDR í útlegð rískra hersveita í stríðið í E1 Salva- dor. Hann telur það líklegra að Bandaríkin ráðist inn í E1 Salvador en inn í Nicaragua. áb endursagði. Prentarar neituöu að prenta forsíðu Sun Morgunblaöið birti í fyrradag stuttan leiöara þar sem ráöist var að prenturum við breska blaðið Sun, sem höfðu komið í veg fyrir að birt væri á forsíðu mynd af Arthur Scargill, for- manni breskra námuverka- manna, þar sem hann sýnist vera að heilsa með nasista- kveðju. Morgunblaðið segir þetta örgustu ritskoðun - en prentarar munu á hinn bóginn halda því fram, að þeir hafi ver- ið að koma í veg fyrir þá sorp- blaðamennsku sem Stak- steinar Morgunblaðsins voru einmitt þennan sama miðviku- dag að fordæma í NT og DV. Saga málsins er sú, að prentarar við Sun neituðu að prenta á forsíðu blaðsins stóra mynd af Scargill þar sem hann hefur lyft hendi í kveðju til fundarmanna. Átti að standa með risaletri við hlið myndarinnar „Meine Fiihrer“. Prentarar sögðu að hér væri um augljósa „ögrun“ að ræða, þar sem Scargill væri að veifa til útifundarmanna og ljósmyndar- inn hefði með skothríð sinni valið „óheppilegt augnablik". Mætti svo við bæta, að það sé meira en út í hött að láta Scargill heilsa með nas- istakveðju, en hann þykir mjög langt til vinstri í Bretlandi og er ofsóttur af æsingablöðum sem slík- ur. Æsingablöðin hafa mjög lagt Scargill í einelti vegna námumann- averkfallsins sem nú hefur staðið í nokkrar vikur í Bretlandi. Það hófst út af þeirri ákvörðun ríkis- Tóku upp hanskann fyrir foringja námumanna stjórnarinnar að loka um 20 nám- um og hefðu um 20 þúsundir manna misst við það vinnuna - en kolanámumönnum hefur reyndar nú þegar verið mjög fækkað vegna stjórnaaðgerða. Sjálft er samband kolanámumanna klofið í afstöð- unni til þess, hvort halda beri til streitu baráttunni gegn lokun nám- anna. Eru þeir þá helst andvígir verkfallinu sem öruggastir þykjast um starf sitt til frambúðar. Þetta mál hefur þótt gott dæmi um við- leitni stjórnvalda til að deila og drottna í verklýðsfélögum og lama þau svo. Arthur Scargill hefur mjög staðið í ströngu - og rennur mörgum úr öðrum verklýðsfé- lögum blóðið til skyldunnar, þegar reynt er með ómerkilegum ljós- myndarabrellum að bendla hann við nasisma - ofan á allt annað sem sorpblöð segja honum til ófræging- ar. -áb. Tll vinstri er forsíða Sun án myndarinnar umdeildu sem svo sést til hægri - hún kom strax í öðrum blöðum. Afleiöingar efnahagsstefnu Reagans: Þeir ríku urðu ríkari og þeir fátœku fátœkari í nýlegri grein í málgagni banda- rísku verklýðssamtakanna, AFL-CIO News, er vísað á tvennar rannsóknir sem gerðar hafa verið á vegum Bandaríkjaþings og sýna, hvernig þeir ríku hafa grætt á skattastefnu og niðurskurðarstefnu Reagans forseta en hinir fátæku tapað. Og mun hluti þeirra færast niður fyrir hin opinberu fátæktarmörk, eins þótt þeir hafi vinnu. CBO (Fjárlagaskrifstofa þingsins) hefur gert athugun á þeim áhrifum sem fjárlög Reaganstjórnarinnar og skattbreytingar hafa haft á fimm tekjuflokka. Þær fjölskyldur sem hafa minna cn tíu þúsund dollara á ári græddu 20 dollara á skattalækkun Re- agans en töpuðu 410 dollurum vegna niðurskurðar á félagslegri aðstoð, bæði í formi peninga og í öðru formi. Fjöiskyldur með 10-20 þúsund doilara tekjur komu siéttar út úr dæminu eða því sem næst - græddu um 30 dollara á ári á lækkun skatta. Um eitt þúsund dollara á ári græddu svo fjölskyldur sem höfðu 20- 40 þúsund dollara í árstekjur, en þær sem höfðu 40-80 þúsund dollara á ári græddu sýnu ir.sira eða næstum því þrjú þúsund dollara. Aftur á móti hafa þeir sem ná mcira en 80 þúsund dollurum í tekjur á ári (um 2,4 miljónum króna) grætt veru- lcga á skattagöldrum Reagans - slík fjölskylda hefur að meðaltali bætt hag sinn um 8300 dollara á ári eða um 250 þúsund krónur. Önnur athugun skýrir frá því, að niðurskurður Reagans hafi fækkað um hálfa miljón þeim fjölskyldum sem fá einhvcrja félagslega aðstoð, Reagan útbíar stjórnarsetrin í verklýðsfjandskap. Teikning úr AFL-CIO News. auk þess sem aðstoðin hefur verið skorin niður með ýmsum hætti. Verst fara konur og börn út úr niðurskurð- inum, en sú hjálp sem helst kemur þeim að gagni hcfur verið skorin nið- ur um 100 miljarði dollara á sl. þrem árum. -áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.