Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. maí 1984 Atriði úr kvikmyndinni sem tekin er á óðali Tolstojs, Jasnaja Poljana. Fyrir miðju situr kvikmyndastjórinn Gerasimov, sem fer einnig með hlutverk Tol- stojs. Gervið á Tolstoj geta menn svo borið saman við brjóstmynd af rithöf undinum Oti í horni til hægri. Kvikmynd um síðustu daga LEOS TOLSTOJS Sergej Gerasimov, leiðandi sovéskur kvikmyndaleikstjóri, erað Ijúka við gerð kvikmyndar í tveim hlutum, sem ber heitið „Leo Tolstoj". Mynd þessi er framleiðsla Sovétríkjanna og Tékkósló- vakíu og er gerð í Gorkí-kvikmyndaverinu í Moskvu. Gerasimov, sem er 77 ára er höfundur handrits og kvikmyndaleikstjóri. Einnig leikur hann titilhlutverkið. Á tjaldinu er hinn mikli rússneski rithöfundur sýndur á erf- iðustu og örlagaþrungnustu árum ævi sinnar. í fyrri hluta myndarinn- ar, sem ber heitið „Svefnleysi“, er Tolstoj sýndur áður en hann yfir- gefur Jasnaja Poljana, þegar örlag- aþrungin augnabíik úr lífi hans líða honum fyrir hugskotssjónum. Síðari hlutinn „Brottför" fjallar um síðustu daga rithöfundarins og þar á meðal þann tíma, sem hann eyddi á Astapovo-járnbrautarstöðinni. Fréttamaður frá APN átti tal af Gerasimov þegar verið var að undirbúa töku á atriði þar sem Tol- stoj skrifar kveðjubréf til konu sinnar, Sofiu Andrejevnu, kvalinn af margskonar efasemdum um sjálfan sig og réttan lífsskilning. Gerasimov komst svo að orði um hugmyndina að kvikmyndinni: „Ég hefi hvað eftir annað glímt við þá hugmynd að gera kvikmynd um Tolstoj, ég vildi ekki gera kvik- mynd, sem byggðist á bókum hans, sem leikrit og kvikmyndir hafa ver- ið gerðar eftir, heldur kvikmynd um hann sjálfan. Það er sannfæring mín að áhugaverðasti hluti hverrar skáldsögu sé höfundurinn sjálfur, einkum maður eins og Leo Tolstoj, sem var gæddur undraverðri lund og átti að baki einstök örlög, þar sem var að finna svo margbreyti- legar augnabliksákvarðanir, sem oft voru mótsagnakenndar. Merk- ur persónuleiki er ekki aðeins rit- safn, ekki aðeins „listræn for- múla“, hann er vettvangur flók- inna tengsla, sem oft felur í sér ör- lagarík samskipti manns og konu, ást, fjölskyldu, fæðingu og uppeldi barna. Það er þess virði að bera líf þessa manns saman við þitt eigið líf og draga af því lærdóm og niður- stöðu. I raun er þetta meginástæð- an fyrir því að ég fór að gera kvik- mynd um Tolstoj, kvikmynd um mikinn mann“. Það er furðulegt, segir blaða- maðurinn, hversu líkur Gerasimov er Tolstoj með hið stóra skegg og í baðmullarskyrtu með belti. En það var ekki aðeins hið líka ytra útlit, sem ég furðaði mig á. Aðalatriðið var að Gerasimov hafði náð góðu valdi á skapgerðinni. Hann ljóm- aði af orku og andlegum kröftum, en án slíks er ekki hægt að hugsa sér Tolstoj. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að leika Tolstoj í kvikmyndinni“, segir Gerasimov. „er sú, að það er ómögulegt að leika. Leikarinn verður að hugsa og lifa hinu auðuga andlega lífi þessa merka manns með öllum sínum mótsögn- um eftir því sem föng eru á. Ég upplifði hlutverkið þegar ég skrif- aði handritið og jafnvel áður þegar ég var nýfarinn að kynna mér efni um Tolstoj, þrengja mér inn í lífs- hrynjandi hans, hugsanamáta hans og tjáningarmáta, ákvarðanatöku eða efasemdir, sem svo margar bjuggu hið innra með honum". (Frá APN. Stytt.) Kór Langholtskirkju. Jón Stefánsson hefur verið kanton í tuttugu ár. Argentínsk messa og íslensk ættjarðarlög Ein af ijósmyndunum á sýningunni. Ljósmyndasýning í Djúpinu: Talaðu ekki um það... Kór Langholtskirkju slær botn- inn í myndarlega vetrarstarfsemi með vortónleikum í kirkjunni sunnudaginn 27. maí kl. 17. Efnis- skrá þessara tónleika verður af létt- ara taginu. Kórinn syngur kafla úr argentínskri messu, Misa Criola, eftir Ramirez, ættjarðarlög og vin- sæl sönglög. Einsöngvarar verða þau Ólöf K. Harðardóttir, Sverrir Guðjónsson og Alfreð W. Gunn- arsson. Þess er vænst að tónleika- gestir taki undir með kórnum. Kaffiveitingar verða í hléi og er verð miða 150 kr. fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir börn. Starfsemi kórs Langholtskirkju hefur verið mikil í vetur, sem og endranær. Kórinn hélt upp á 30 ára afmæli sitt með afmælistónleikum síðastliðið haust, sem haldnir voru í Bústaðakirkju. Um jólinvarflutt- ur fyrri hluti Jólaóratoríu Bachs í Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir troð- fullu húsi, en þetta var í þriðja sinn sem kórinn fékkst við það verk- efni. Skömmu fyrir páska flutti kórinn ásamt sinfóníuhljómsveit, enn eitt stórverkið en það var Jó- hannesarpassían eftir Bach. Hlaut kórinn mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda, sem og annarra tónl- eikagesta. Um páskaleytið fagnaði kórinn þess að 20 ár eru liðin frá því að Jón Stefánsson var ráðinn kantor við Langholtskirkju, en síðan þá hefur ferill kórsins verið óslitin sigur- ganga. Jónas Guð- mundsson formaður í FÍR. A aðalfundi Félags ísl. rithöf- unda, sem haldinn var í Reykjavík sunnudaginn 20. maí 1984, var Jónas Guðmundsson einróma kos- inn formaður, en auk þess voru þeir Indriði Indriðason, Indriði G. Þorsteinsson og Gunnar Dal kosnir meðstjórnendur til tveggja ára. Fyrir í stjórninni voru þeir Ingimar Erlendur Sigurðsson, Pjetur Haf- stein og Baldur Óskarsson. A fundinum gengu 6 höfundar í félagið, en félagar eru nú um 80 talsins. Á fundinum voru þrír félagar gerðir að heiðursfélögum, þeir Guðmundur Frímann, Jón Björns- son og Jón Thorarensen. Gunnar Dal, sem verið hefur formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til formennsku að þessu sinni. í fréttatilkynningu frá FÍR segir, að félagið sé stétta- og hagsmun- afélag. Hér er að því vikið að um 20 menn í FÍR hafa gengið úr stétt- arfélagi rithöfunda, Rithöfunda- sambandinu. Hinir meðlimir þess eru áfram í Rithöfundasamband- inu. Sigríður Vala sýnir um þessar mundir 27 ijósmyndir auk þriggja málverka í Djúpi Hornsins við Hafnarstræti og er hún opin á sama tíma og veitingastaðurinn allt til 31. maí. Sýningin heitir „Talað’ekki um’ða“. Þarna eru t.d., segir Sig- ríður Vala, myndir úr Breiðholtinu af óyndislegum gluggaröðum og fleiru þesslegu, af ýmsu því sem menn hafa fyrir augunum en kæra sig ekki mikið um að sjá og alls ekki tala um. Svo eru þarna ýmsar per- sónulegri myndir ef svo mætti segja: fjórir menn saman í litlu her- bergi og hver hugsar sitt, enginn nær til annars. Eða þá myndir af tónleikum, þar sem tilviljunin hjálpar til að höndla eitthvað íand- rúmsloftinu, eitthvað sem fáir sjá. Málverkin þrjú eru einskonar myndasaga af sveppi einum á háskaferð, afstraktsería en mætti þó greina í henni sögu af dverg og örnum sem yfir honum hlakka. Sigríður Vala hefur verið við nám í Myndlista- og handíðaskól- anum í nokkur ár slitrótt. Síð- astliðinn vetur var hún í nýlista- deild og hefur um þessar mundir mest hugann við ljósmyndun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.