Þjóðviljinn - 25.05.1984, Síða 12

Þjóðviljinn - 25.05.1984, Síða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 25. maí 1984 Alþýðubandalagskonur og aðrar konur Boöað er til stofnfundar kvennafylkingar (félags, hreyfingar, bandalags), í tengslum við Alþýðubandalagið að Hverfisgötu 105 þriöiudaginn 5. júní. Lögð verða fram drög að lögum og kosið í stjórn. MÆTUM ALLAR! - Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti - Drætti frestað Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum- Landsýn, að heildarverðmæti 105.000 krónur. Drætti frestað Þar sem enn vantar nokkuð á að skil hafi borist frá öllum, og vegna tilmæla frá félagsmönnum, hefur drætti í happdrættinu verið frestað um óákveðinn tíma. Gerið skil Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Umhverfismál Nýr starfshópur Starfshóþur um umhverfismál kemur saman að Hverfisgötu 105 mánudagskvöld 28. maí kl. 20.30. Hver eru brýnustu verkefnin á sviði umhverfis- mála? Hjörleifur Guttormsson reifar málið. Verið með frá byrjun. Allt áhugafólk velkomið. - Umhverfismálahópur AB Hjörleifur Guttormsson AB Selfoss og nágrennis Fundur um stefnuskrá AB verður haldinn að Kirkjuvegi 7 nk. miðvikudag 30. maí kl. 20.30. Á fundinum verða: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaöursem hef- ur framsögu um stefnuskrárumræðuna og Garðar Sigurðsson sem ræðir stjórnmál líðandi stundar. Félagar fjölmennið á fundinn! - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Stefnuskrá - nýr hópur Hóþur um stefnuskrármál er boðaður til fundar í Þinghóli mánudag- inn 28. maí kl. 17.30. Dagskrá: Lögð fram frumdrög stefnuskrár- nefndar og starfiö rætt. Félagar hvattir til að mæta. - Hópurinn. Verkalýðsmálanefnd ÆFAB Fundur veröur haldinn í stjórn verkalýðsmálanefndar Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins, í dag, föstudaginn 25. maí. Mætið vel og stundvíslega. - Formaður. Alþýðubandalagið í Keflavík Fólagsfundur verður haldinn mánudaginn 28. maí í húsi verslunar- mannafélagsins Hafnargötu 28, kl. 20.30. 1. Umræða um störf og stefnu Alþýðubandalagsins. 2. önnur félagsmál. Stjórnin Fylkingin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Stjórn ÆFAB minnir á opnu stjórnarfundina sem haldnir eru annan hvern sunnudag. Næsti fundur er nú ásunnudag, 26. maí, kl. 16.30 í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105. - Stjórnin. Verkalýðsmálanefnd ÆFAB Fundur verður haldinn í stjórn verkalýðsmálanefndar Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins kl. 17.00. Mætið vel og stundvís- lega. - Formaður. Samtök herstöðvaandstæðinga Árni Pótur Vigfús Almennur fundur verður haldinn á sunnudag kl. 14.00 í Norræna húsinu. Fundarefni: 1. Staðan í herstöðvamálinu og starfið framundan. Frummælend- ur: Ámi Hjartarson og Pétur Tyrfingsson. 2. Alþjóðleg friðarráðstefna í Reykjavík 24.-25. ágúst. Frummæl- andi: Vigfús Geirdal. Áríðandi að sem flestir mæti. Nýr Morgan Kane Út er komin 42. bókin í bóka- flokknum um Morgan Kane og heitir hún „Fyrir hnefafylli af pen- ingum“ og er efnislýsing á þessa leið: Tuttugu fátækir og aðfram- komnir bændur höfðu staulast yfir Apachaland - til að sárbæna mex- íkönsk yfirvöld um að frelsa börn, ■ sem Indíánarnir höfðu rænt. Kveinstöfum þeirra var svarað með byssustingjum og þeim engin samúð sýnd. Hermennirnir hröktu þá vonlausa á brott. Ungur gringo, pistoléro-inn Morgan Kane, var sá eini, sem gat hjálpað þeim. Hann var fús til að fylgja þeim yfir auðnina fyrir hnefafylli af pesos - kannski þó fyrst og fremst vegna þess að for- ingi bændanna var Pauline Trent- on, dóttir hvíts trúboða og einstak- lega vel vaxin... ÚTB0Ð Hafnamálastofnun ríkisins býður hér með út byggingu brim- og flóðvarnargarðs við Ægis- braut, Akranesi, og grjótvinnslu og akstur f.h. Akraneshafnar. Verkið er fólgið í að sprengja klöpp og flokka grjótið úr sprengingunum samtals 32.000 m3. Byggja skal brim- og flóðvarnargarð úr 18.000 m3 en 14.000 m3 fara til hafnargerðar og skal það grjót afhent á hafnarsvæði. Verkinu skal lokið fyrir 1. október 1984. Útboðsgögn verða til sýnis hjá Hafnamála- stofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík, og hjá Verkfræði- og teiknistofunni s.f., Kirkju- braut 40, Akranesi. Gögn verða afhent væntanlegum bjóðendum á þessum tveimur stöðum frá og með 25. maí nk. gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Hafnamálastofnunar ríkisins eigi síðar en kl. 14.00 þann 8. júní 1984 og verða tilboðin þá opnuð þar opinber- lega. Reykjavík 23. maí 1984 Hafnamálastjóri. Alþýðubandalagið: Almennir fundir á Vestur- landi fimmtudaginn 31. maí Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda í Ólaf- svík og íStykkishólmi á uppstigningardag, 31. maí n.k. Fundirn- ir verða haldnir sem hér segir: I Ólafsvík kl. 14 í Mettubúð í Stykkishóimi kl. 20.30 í Lionshúsinu Á fundina mæta alþingismennirnir Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson og varaþingmennirnir Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson. Frjálsar umræður og fyrirspunir. Allir velkomnir! mmm Svanfríður Svavar Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur um næstu helgi Miðstjórnarfundurverðurhaldinn í Alþýðubandalaginu um næstu helgi. Fundurinn hefst kl. 10 stundvíslega á laugardag, 26. maí, í Flokksmiðstöð- inni að Hverfisgötu 105. Stelngrfmur Vllborg Slgfúason. Harðardóttir. Ólafur Ragnar Margrét Grfmsson. Frfmannsdóttir. Bsnedlkt Guðmundur Davfðsson. Árnason. Dagskra: 1. Stefnuumræðan - Framsögumaður: Steingrímur Sigfússon. 2. Sumarstarf-erindrekstur-fjármál. Fram- sögumenn: Vilborg Harðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Margrét Frímannsdóttir. 3. Kosning utanríkismálanefndar. 4. Verkalýðsmál. Framsögumenn: Benedikt Davíðsson, Guðmundur Arnason, Guðmund- ur J. Guðmundsson, Guðjón Jónsson. 5. Önnur mál. Sameiginlegur hádegisverður miðstjórnar- manna verður í Flokksmiðstöðinni kl. 12 á laug- ardag. Þar flytur Svavar Gestsson formaðurAI- þýðubandalagsins ræðu um stöðu stjórnmála í þinglok. Guðmundur J. Guðmundsson. Guðjón Jónsson. Svavar Gestsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.