Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 30. maí 1984
Hveilp Háubakkar undir byggingar?
Glrðlngin afmarkar núverandl lóð Húsasmlðjunnar. Vlðbótarlóðln nær 20 metra fram á bakkana. Ljósm. Atll.
Merkustu jarðlög
á öllu landuiu
og þótt víðar vœri leitað, segir Porleifur Einarsson
„Þetta eru með allra merkustu
jarðlögum frá ísöld í heiminum og
Háubakkarnir hafa tvímælalaust
alþjóðlegt gildi. Hvergi eru jarð-
lögin jafn opin og jafn vel varin og
hér undir Reykjavíkurgrá-
grýtinu“, sagði Þorleifur Einarsson
um Háubakka í Elliðavogi, sem nú
eru í hættu fái samþykkt skipulags-
nefndar um viðbótarlóð fyrir
Húsasmiðjuna staðist. „Hér má á
tveimur klukkustundum lesa allan
síðari hluta ísaldar i jarðlögum,
enda hafa komið hér þúsundir, -
allir framhaldsskólarnir í Reykja-
vík, allir jarðfræðistúdentar í
Háskólanum og erlendir jarðfræð-
ingar. Þetta er besta sýnikennsla
sem völ er á“.
Þorleifur Einarsson hefur í ára-
raðir verið e.k. ráðgjafi borgarinn-
ar varðandi Háubakka og fylgst vel
með öllum framkvæmdum á svæð-
inu þar í kring. Árið 1970 þegar
iðnaðarsvæðið við Súðarvog komst
í gagnið og vogurinn var að
breytast í sorphaug og bílakirkju-
garð, gekkst hann ásamt öðrum
fyrir því að reistur var mikill stoð-
veggur ofan við setlagaopnuna
syðst á svæðinu. „Þetta kostaði
gífurlegt fé“, sagði Þorleifur, „og
nú á síðustu árum þegar menn fóru
að hanna stóra Elliðavogsræsið
hefur líka verið tekið fullt tillit til
Háubakka. Ræsið var flutt langt
frá þeim með ærnum tilkostnaði og
því komið svo fyrir að flóðs og
fjöru gæti í voginum. Það er því
fráleitt að fara nú að eyðileggja
þetta svæði, því eins og sjá má er
ekki hægt að koma byggingum
fram á bakkana nema með því að
fylla yfír þá og eyðileggja".
Undir Reykjavíkurgrágrýtinu
beint neðan við lóð Húsasmiðjunn-
ar má sjá surtarbrandslag. Þar hef-
Ofan vl6 þessl lelrsteinslög var f tíð Gústafs Pálssonar borgarverkfræðlngs
reistur miklll stoðmúr tll verndar Háubökkum. Norðar á svæðlnu á að kaf-
færa þá. Ljósm. Atli.
ur verið tjörn sem myndað hefur
bólstraberg neðst í hraunlaginu.
Með því að færa sig suður eftir vog-
inum má lesa aftur í árþúsundir.
Undir surtarbrandinum kemur
völuberg og sandsteinn og þá
Ieirsteinn með skeljum. Lögin eru
250-300 þúsund ára gömul.
Að sögn Þorleifs var það Þorkell
Þorkelsson veðurstofustjóri sem
fyrstur fann skeljar í Háubökkum
árið 1935. Sá staður sem var norð-
arlega á svæðinu er nú týndur en
syðst má finna skeljar ef þolinmæði
er nóg. „Sá staður sem næst kemur
þessum.er Stöðin í Grundarfirði“,
sagði Þorleifur, „en það er enginn
annar staður á landinu þar sem
ekkert vantar í söguna. Þetta er allt
saman hérna og upp eftir Eiliðaár-
dalnum má svo lesa sig áfram eftir
yngri jarðlögum ofan á Reykjavík-
urgrágrýtinu".
- AI
17% fleiri fá aðstoð frá
Félagsmálastofnun:
6,8 miljónír
í auka
Qárveitingu
Launin duga ekki lengur til framfærslu, segir
Guðrún Ágústsdóttir, fulltrúi í félagsmálaráði
Einstaklingum, sem njóta
fjárhagsaðstoðar hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkurborg-
ar hefur fjölgað um 17% frá í
fyrra og í gær samþykkti borg-
arráð að veita stofnuninni 6.8
miljón króna aukafjárveitingu til
fjárhagsaðstoðar og framfærs-
lulána. Jafngildir það 12.6% af
heildarfjárveitingum þessa árs í
þessa tvo liði.
„Það er ljóst að þau laun sem
fólki er ætlað að lifa af í dag, duga
engan veginn til framfærslu", sagði
Guðrún Agústsdóttir fulltrúi AB í
félagsmálaráði í gær. „Fullvinn-
andi fólk, sem áður gat framfleytt
sér og sínum af laununum getur
það ekki lengur og leitar því eðli-
lega til Félagsmálastofnunar.
Ríkisstjómin hefur náð verðbólg-
unni niður með því að lækka laun
fólks sem þýðir einfaldlega að það
verður að fá aðstoð annars staðar
að, þrátt fyrir fullt vinnuframlag".
Guðrún sagði að fyrir hálfum
mánuði hefðu minnihlutafulltrú-
arnir í félagsmálaráði lagt til að sótt
yrði um aukafjárveitingu en
meirihlutinn hefði alls ekki talið
það tímabært. Á síðasta fundi
hefðu hins vegar orðið alger sinna-
skipti í þeim hóp, enda ekki seinná
vænna að viðurkenna að þörfin
fýrir aðstoð er mun meiri nú en í
fyrra. „Það er ánægjulegt og kom
vissulega á óvart að meirihlutinn
ákvað að horfast í augu við þetta
vandamál enda léttir þessi auka-
fjárveiting mikið undir með fólki“,
sagði Guðrún.
Sem fyrr segir hækka fjárveiting-
ar í þessa tvo liði um 12.6% við
þessa ákvörðun og er áætlað að
þetta viðbótarfé muni duga út árið
að óbreyttu efnahagslegu ástandi í
landinu.
-ÁI
Frá aöatfundl Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennia. Sigurður Slguröarson, nýkjörlnn formaöur er lengst tll
vlnstrl. I ræöustól er fráfarandl gjaldkeri, Lára V. Júlíusdóttlr. Ljósm. Loftur.
Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis
Gífurlegt magn saur-
gerla í kjötfarsinu!
f rannsókn sem Neytendafélag
Reykjavíkur og nágrennis hefur
framkvæmt kemur í ljós að gerla-
fjöldí í 19 sýnum kjöt- og fiskfars 12
verslana á höfuðborgarsvæðinu er
langt umfram þau mörk sem teljast
viðunandi. Sérstaklega var gerlafj-
öldinn í kjörfarsi mikill, því í 7 af 12
kjötfarssýnum reyndist gerlavöx-
tur langt fyrir ofan öll eðlileg mörk.
Þar var um að ræða mikið magn
kólígerla og saurgerla. Þetta kom
fram á aðalfundi Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis í fyrra-
kvöld.
Á fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir. í ályktun um
sölu kartaflna, grænmetis og garð-
ávaxta lýsir fundurinn furðu sinni á
meðhöndlun landbúnaðarráðherra
á „kröfum 20.000 landsmanna um
frjálsan innflutning á kartöflum á
þeim tíma sem innlend framleiðsla
annar ekki eftirspurn“. Segir enn-
fremur að viðbrögð ráðherra séu
móðgun við neytendur og sé tíma-
bært að spyrja hvort hann ætli sér í
raun að heimila frelsi á þessu sviði
innflutnings.
Ennfremur voru samþykktar
ályktanir um merkingar heimilis-
varnings sem hætta getur stafað af
og að mjólkurvörur verði rækilega
merktar upplýsingum um síðasta
söludag. Þá var skorað á kaup-
menn og starfsfólk verslana að
verslanir verði opnar á laugar-
dögum allt árið um kring.
Jóhannes Gunnarsson formaður
NRON gaf ekki kost á sér aftur en í
hans stað var Sigurður Sigurðarson
kjörinn formaður Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis. Aðrir í
stjórn eru: Anna Kristbjörnsdótt-
ir, Guðrún Hannesdóttir, Gunn-
þórunn Jónsdóttir, Heiður Sveins-
dóttir, Helena Vignisdóttir, Helga
Ólafsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir,
Steinar Harðarson, Tryggvi Agn-
arsson, Valþór Hlöðversson og
Þórarinn J. Magnússon. - v.