Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 10
22 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 30. maí 1984 Tölvufræðslan sf Tímamót í tölvufræðslu i ’IIITT ni i iii i . ... III ;Tí m w m !i NSt pi i • T 111 1! 111 n! w II! 11! H! III W T 11! 'i ii iii n ii ii ii iíH iii i iii i in II! 1 IIIII • iir iii 11? 1E? ii ir ■' íi 1! 1M 111 II! n i; lll '*tv. l I! . m ii? m w ir w m m m - - ......... "• t nr nr nr i ii: iii ii iif t iif ii »* II! Aðstandendur Tölvufræðslunnar sf fyrir framan Háskóla Islands með hluta af tækjakostlnum: Krlstfn Stelnsdóttlr kennarl, Grimur Frlðgelrsson tæknlfræðlngur, Gylfi Gunnarsson kennarl og Jóhann Fannberg eðllsfræðlngur. TÖLVUFRÆÐSLAN S.F. hóf starfsemi laust eftir síðustu áramót og er tilgangur fyrirtækisins eins og nafnið gefur til kynna, sá að kynna fyrir Islendingum notagildi tölva og þá mikiu og margháttuðu mögu- leika sem tölvutæknin býður upp á. Stofnendur TÖLVUFRÆÐSL- UNNAR eru verkfræðingarnir Dr. Kristján Ingvarsson og Ellert Ólafsson, en svo ört hefur starf- semin vaxið að nú eru starfsmenn- irnir orðnir 21 talsins, og eru þá stundakennarar meðtaldir. TÖLVUFRÆÐSLAN hefur bryddað upp á mörgum nýjungum í námskeiðahaldi, en um miðjan júní næstkomandi verður haldið námskeið, sem segja má að marki viss tímamót í tölvufræðslu á ís- landi. Námskeið þetta ber heitið „Tón- list og Tölvur“ og mun Dr. Kristján Ingvarsson annast hina eðlisfræði- legu og stærðfræðilegu hlið máls- ins, en tónskáidin Atli Heimir Sveinsson og Þorsteinn Hauksson munu sýna hvernig nota má tölvur til þess að skrifa niður nótur og aðstoða við samningu tónverka. TÖLVUFRÆÐSLAN hefur nú þegar fest kaup á mjög sérhæfðum tækjabúnaði, sem nauðsynlegur er á námskeið sem þessu, og hafa tón- listarmenn sýnt málinu mikinn áhuga. Einnig eru á döfinni mjög at- hyglisverð námskeið í „Notkun tölva í myndlist og við auglýsinga- gerð“ og „Hönnun með tölvum“, sem er sérstaklega ætlað arkitekt- um, verkfræðingum og tæknifræð- ingum og verður þar kennt hvemig vinna má tækniteikningu og hönnun mannvirkja með tölvu. Til þess að tryggja góða þjónustu hefur TÖLVUFRÆÐSLAN ráðið til kennslustarfanna fjölmarga sérfræðinga og kennt er á fyrsta flokks tölvur, svo sem IBM-PC og Apple Ile. Nemendur TÖLVUFRÆÐSL- UNNAR hafa til þessa komið flestir af höfuðborgarsvæðinu, þótt dæmi séu til þess að fólk utan af landi hafi komið sérstaklega á nokkur námskeið. TÖLVUFRÆÐSLAN hefur því afráðið að koma til móts við þarfir landsbyggðarmanna og mun gera út í sumar tvo námskeiðahópa hringinn í kringum landið. AIls verður efnt til námskeiða á rúmlega 50 stöðum og tekur hvert þeirra 18 kennslustundir. Tveir kennarar munu annast hvert nám- skeið og alls verða 10 tölvur í tak- inu, IBM-PC, Apple, Eagle, Atl- antis og Commodore. Nemendurnir geta valið um al- menn undirstöðunámskeið, forrit- un í BASIC eða notkun hagnýtra forrita svo sem ritvinnslu og áætl- anagerð. í námsefninu er kafli um notkun tölva í nútíð og framtíð og verður sýnt hvernig nýta má þessa tækni við sjávarútveg, landbúnað og iðn- að. UTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-84010 Götuljós Opnunardagur: föstudagur 29 júní 1984, kl. 14:00 RARIK-84011 Götuljósasperur Opnunardagur: mánudagur 2. júlí 1984, kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmangs- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma og veröa þau opnuð á sama staö að viöstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 30. maí 1984 og kosta kr. 100,- hvert eintak. Reykjavík 29. maí 1984 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS KENNARAR - KENNARAR Við Garðaskóla í Garðabæ er laus til um- sóknar staða kennara í eðlisfræði og líffræði. Nánari upplýsingar um starfið veita skóla- stjóri og yfirkennari í síma 44466. Skólafulltrúi. Pípulagningar Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. Fer&alok, dúkrista eftlr Inglberg Magnússon. Myndlist í Miklagarði Listamiðstöðin hf og Mikligarður gangast í sameiningu fyrir myndlistar- sýningu 5 þekktra grafíklistamanna í versluninni Miklagarði við Holtaveg. Sýningin verður opnuð miðvikudag- inn 30. maí en þar sýna Einar Hákonar- son, Ingiberg Magnússon, Ingunn Eydal, Jón Reykdal og Ríkharður Valt- ingojer 40 grafíkmyndir. Myndimar verða allar til sölu ásamt nýútgefnum eftirmyndum af þrem verkum mynd- listarmannanna Hauks Halldórssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BÍLINN RAUÐI KROSS ÍSLANDS MOÐVIUINN Fréttimar semfólk talarum UTB0Ð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-84013 Endurbyggja Fjarðarsels- stíflu, Seyðisfirði. Útboðið felur í sér: fjarlægingu á gamalli stíflu ásamt lokahúsi og endurbyggingu þessara mannvirkja í upprunalegri mynd. Helstu magntölur eru: " Bein mót 672 m2 Sveigð mót 252 m2 Steinsteypa 480 m3 Bendistál 7.330 kg Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugvegi 118, Reykja- vík og Fagradalsbraut, Egilsstöðum frá og með miðvikudeginum 30. maí n.k., gegn kr. 2.500,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rrafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir kl. 14. 14:00 föstudaginn 15. júní 1984, merkt „RARIK-84013 Fjarðarsels- stífla“ og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. REYKJAVÍK 29. maí 1984 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS • Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 SÖGUFELAG <2=^3 fj 1902 SOGUFELAGIÐ Ritvinnsla Sögufélagið óskar eftir starfsmanni til ritvinnslu á Wangtölvu. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 14620 milli kl. 2-6. Sögufélagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.