Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Mlðvikudagur 30. maí 1984 Ástandið við Persaflóa: Veldi olíufurst- anna gæti hrunið Enn er allt í óvissu um fram- vindu Persaflóastríðsins: Bandaríkin eru reiðubúin að skerast i leikinn ef olíuríkin sem þeim eru hliðholl komast í beinan háska, en þessi sömu olíuríki eru mjög hikandi við að fá bandarískan her á vettvang og hugsa þá með skelfingu til reynslunnar frá Líbanon. Herská blöð Blöð í Persaflóaríkjunum eru mjög herská í skrifum sínum. Al- Djúmkhúma í Bagdad hefur heitið því, að fleiri og öflugri árásir verði gerðar á olíuskip sem flytja fyrir Iran „til þess að þvinga íran inn í horn þaðan sem engin leið er nema til friðar“. Kajhan í Teheran hefur ráðist harkalega á Kuwait og Saudi Arabíu fyrir að taka beinan þátt í styrjöldinni. Blaðið segir, að íran eigi sér „pólitísk spil“ innan þeirra og er þá átt við það að í þeim báð- um er verulegur hluti íbúanna til- heyrandi Sjíítaarmi múhameðstrú- ar - en ajatoilarnir í íran eru ein- mitt sjíítar. Auk þess, segir hið ír- anska blað, eru þessi ríki veik fyrir hemaðarlega og þyrfti „okkar her“ ekki nema nokkra daga til að sanna það. Blöð f Kuwait og Saudi Arabíu hafa svo að sínu leyti hátt um það að þau ætli mjög að efla varnir sínar á Persaflóaströndinni og drekkja íranska flughemum hve- nær sem hann dirfist að trufla ferðir skipa þar um slóðir. Erfið klemma Óneitanlega eru Kuwait og Saudi Arabía í slæmri klemmu. Þau tóku þann kost að styðja við bakið á írak í Persaflóastyrjöldinni og bökuðu sér þar með reiði klerk- aveldisins í íran, reiði sem gæti teflt sjálfri tilvem hinna ríku fursta- dæma í beinan háska. Og það er einmitt írak en ekki íran sem hefur fært stríðið út, og skapað nýjar hættur. Það var írak sem hóf árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa, og vom sum þeirra meira að segja í eigu þeirra eigin bandamanna við flóann. Því Saddam Hussein for- seta írak liggur mikið á að fá úrslit í þeirri styrjöld sem hann hóf fyrir meira en 40 mánuðum og hefur orðið einhver mannskæðasta styrj- öld seinni tíma. Að vísu gæti svo sýnst sem staða íraka hefði batnað nokkuð að und- anfömu. Sovétríkin hafa sent írak vopn í auknum mæli og írakar hafa einnig viðurkennt að þeir njóti góðs af bandarískum AWACS- njósnaþotum, sem eru reknar frá Saudi-Arabíu. (Persaflóastríðið hefur þá sérstöðu að bæði risaveld- in telja íran versta kostinn). En hvorugt dugar til úrslita, og ekkert bendir til þess að Saddam Hussein geti til lengdar staðist óvin, sem hefur úr allmiklu meiri mannafla að tefla og getur þar að auki not- fært sér trúarhita, sem enn virðist ekkert lát á, meðan stríðsþreyta er að verða mjög áberandi í frak. Bandarísk íhlutun? Einhverskonar biðstaða virðist blasa við þessa daga. frakar halda því fram að þeir hafi þegar minnkað olíuviðskipti írans um helming. Markmiðið er að stöðva þá alveg, rétt eins og íranir hafa stöðvað olíuútflutning frá írak um flóann. Það verður ekki gert nema með stórárás á Kargeyju, aðalút- flutningsmiðstöð írans. Þeirri árás mundu íranir vafalaust svara með árás á stærstu olíuhöfn í heimi, Ras Tanura í Saudi Arabíu. Með öðr- um orðum: fyrr eða síðar gætu allir olíuflutningar um Persaflóa stöðv- ast. Að sönnu eru miklar olíubirgðir til í heiminum. Það er hægt að auka framleiðsluna annarsstaðar á skömmum tima að minnsta kosti um helming þeirra átta miljón olíufata sem til þessa hafa farið um Hormussund á hverjum degi. Stöðvun olíuútflutnings mundi ekki í sjálfu sér valda mikilli kreppu íheiminum. En þessi þróun gæti kippt fótunum undan olíu- furstadæmunum eins og þau hafa verið. Þau hafa stutt Saddam Huss- ein vegna þess að þau óttast ekkert meir en heittrúarbyltingu á borð við þá sem Khomeini hefur staðið fyrir í íran. En svo gæti farið, að því lengur sem þau halda Saddam Flokksþing finnskra kommúnista: Minnihlutanum út- hýst úr miðstjórn Um helgina lauk í Helsinki úngi finnska kommúnista- lokksins sem varö mjög sögu- egt. Meirihlutinn hefur bersýni- ega ákveöiö aö binda endi á þá vískiptingu sem hefur veriö viö ýði í flokknum og kom í veg fyrir iö nokkur fulltrúi minnihlutans rröi kosinn í miðstjórn flokks- ns. Formaður flokksins var kosinn \arvo Aalto, sem minnihluta- nenn telja í meira lagi vafasaman :ndurskoðunarsinna. Um tuttugu itkvæða munur var á meirihlutan- im og minnihlutanum, sem ætlar ið nota stöðu sína í mörgum lokksdeildum til að krefjast auka- úngs flokksins í haust. Meirihlutinn er gjama kenndur /ið evrópukommúnisma og sjálf- ítæðari afstöðu til Sovétríkjanna in minnihlutinn. í raun og veru hefur meirihlutinn aldrei tekið upp verulega gagnrýni á Sovétríkin, en hann hefur ekki verið eins gjörs- amlega sammála öllu því sem Kremlarbændur taka sér fyrir hendur og minnihlutinn. Sovét- menn sendu flokksnefnd á þingið og mun hún hafa reynt að vinna að óbreyttu ástandi - þ.e.a.s. að því að minnihlutamenn ættu áfram allmarga fulltrúa í miðstjórn. En tvískiptingin hefur verið erfið og nú hefur soðið upp úr. Flokkur- inn hefur í reynd starfað í tvennu lagi árum saman með sitt hvort málgagnið - stundum hefur meiri- hlutinn verið í ríkisstjóm en minni- hlutinn í stjómarandstöðu í veigamiklum málum. Aarvo Aalto hefur lýst því yfir, að ef af aukaþingi verður í haust þá muni Finnski kommúnistaflokkur- inn endanlega klofna. -éb Hussein og Iraksher á floti með peningum sínum, þeim mun hrika- legra verði fall hans þegar þar að kemur. Fall sem tengdist bæði ólgu innanlands (meðal sjííta sérstak- lega sem alisstaðar eru fjölmennir á þessum slóðum sem fyrr segir) og svo áhlaupum íranshers. Og Sadd- am Hussein gæti auðveldlega tekið Kuwait og Saudi Arabíu og fleiri ríki með sér í fallinu. Þá sýnist ekki annað eftir en kalla á bandaríska herinn sér til Þessi veggmynd frá Bagdad sýnir kappann Saddam Hussein berjast við þrfhöfða skrýmsli: Khomelni, Gaddafi og Assad Sýrlandsforseta. bjargar. En bein bandarísk hern- aðaríhlutun er ekki sérlega góður kostur. Persaflóaríkin muna reynsluna frá Líbaonon: jafnvel þótt bandarískur her gæti stuggað burt flugvélum og hersveitum Khomeinis mundi nærvera hans áður en lyki skapa með keðjuver- kjunum nýja og enn stærri háska fyrir það valdakerfi sem verið hef- ur við lýði. Um olíufurstana má að sönnu segja að farið hefur fé betra. Hitt er svo annað mál, að stjórn Khom- einis í íran minnir heldur betur á það, að lengi getur vont versnað í stjórnarfari. ÁB tók saman. Hin sérstæða andófs- saga Andreis Sakharofs Saga eðlisfræðingsins, Nó- belsverölaunahafans og and- ófsmannsins Andreís Sakhar- ovs, er mjög sérstæð. Eitt sinn sýndu yfirvöld honum marg- skonar sóma sem einum sinna fremstu vísindamanna, sem átti mikinn þátt í að Sovétríkin eignuðust vetnissprengjuna, nú er hann sjúkur andófsmað- ur í útlegð í borginni Gorkí, og yfirvöld hafa notað öll ráð til að einangra hann frá umheimin- um. Þegar þetta er skrifað hef- ur Sakharov lýst yfir hungur- verkfalli til að knýja á um að kona hans fái að fara úr landi að leita sér lækninga, og er honum að líkindum haldið á sjúkrahúsi í Gorkí og hann þar neyddur til að nærast. Sakharov vakti þegar á sér at- hygli í skóla sem frábær náms- maður. í átján ár, frá 1950 til 1968 vann hann að leynilegri kjarnorkuáætlun Sovétríkjanna. Fyrir framlag sitt fékk hann Stal- ínverðlaun, þrisvar var hann út- nefndur Hetja sósíalískrar vinnu og í Vísindaakademíuna var hann kosinn á yngri aldri en dæmi eru til. Hann hefur svo skýrt frá sjálf- ur, að þegar hann byrjaði áð vinna að „þessum hræðilegu vopnum“, m.ö.o. kjarnorku- vopnum, þá hafi hann talið sig vera að gera gagn, skapa nauðsynlegt valdajafnvægi milli austurs og vesturs sem mundi koma Sovétríkjunum að gagni og svo öllu mannkyni. Mannréttinda- barátta En í byrjun sjöunda áratugsins taka efasemdir og samviskubit að segja til sín. Andóf hans gegn stefnu stjórnvalda hófst með áhyggjum hans af geislavirkni í andrúmsloftinu sem fór sívaxandi vegna tilraunasprenginga. Talið er að Sakharov hafi átt nokkum þátt að undirbúningi þess, að í Moskvu var undirritaður árið 1963 samningur milli stórveld- anna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu. Það var svo eftir fall Krúsjofs, þegar nokkuð harðnaði á dalnum í mannréttindamálum, að Sak- harov fór að gefa sig að þeim í sívaxandi mæli. Síðan þá hefur hann margoft tekið til máls í þágu einstaklinga og hópa sem mannréttindi hafa verið brotið á. Hvað eftir annað hefur hann ver- ið handtekinn og yfirheyrður, og oftar en einu sinni hefur hann far- ið í hungurverkfall til að verkja Andrel Sakharof I Gorkí: Nú síðast eru Mitterand Frakklandsforseti og flelri óhrlfamenn komnir f hans mál. athygli á einhverjum málum. Staða hans meðal andófsmanna hefur verið mjög sérstæð: Hann hefur ekki verið dæmdur og ekki fangelsaður. Aftur á móti má segja sem svo, að útlegðin til Gorkí, sem hann var sendur í eftir að hann mótmælti innrásinni í Afganistan, sé engu betri en fangelsun, svo rækilega hefur so- véska leynilögreglan lagt sig fram um að gera Sakharov og konu hans, Elenu Bonner, lífið leitt. Og það hefur bersýnilega verið stefna stjórnvalda að handtaka eða flæma úr landi alla vini og kunningja Sakharovs sem veittu honum lið í mannréttindabaráttu hans. Árið 1968 gaf Sakharov út bók- ina „Framfarir, friðsamleg sambúð og andlegt frelsi" - er- lendis reyndar, því Sakharov hef- ur aldrei fengið að taka til máls á prenti í heimalandi sínu. Þar er sett fram sú hugmynd, að affar- asælast sé að sovéskt og kapítal- ískt þjóðfélagskerfi taki upp sem víðtækast samstarf og færast við það nær hvort öðru í pólitískum skilningi og í þágu friðar. Þau vonbrigði sem Sakharov hefur orðið fyrir síðan hafa gert hann dómharðari um hið sovéska skipulag en fram kemur í þeirri bók. Árið 1968 var Sakharov vikið úr starfi að kjarnorkumálum og vann hann síðan um nokkurra ára skeið við Lébédéf-eðlisfræði- stofnunina. Vísindafrægð hans hélt yfir honum verndarhendi með ýmsum hætti, þótt ekki fari mikið fyrir þeirri vemd nú síð- ustu misseri. Staðan nú Friðarverðlaun Nóbels fékk Sakharov árið 1975. Hann fékk ekki að fara úr landi þeirra vegna, en seinni kona hans, Élena Bonner, tók við verð- laununum í Osló. Hún hafði þá eftir langt þóf fengið að fara til Ítalíu til að ganga undir augnuppskurð. Élena Bonner hefur verið manni sínum stoð og stytta í baráttu hans, og sovésk yfirvöld hafa á síðari vikum hald- ið uppi hatrammri herferð gegn henni í blöðum: Henni er þar lýst sem svikara sem sé reiðubúin til að selja allt og alla sér í hag og þar fram eftir götum. Andrei Sakharov hefur ekki viljað flytja úr landi. En eftir fimm ára útlegð, einangrun og margskonar ofsóknir hefur það spurst, að þau hjón vilji nú fara úr landi. Sovésk yfírvöld hafa svar- að með því að Sakharov viti of mikið um sovéskan kjamorku- vígbúnað og megi því ekki fara: Þeim er svo svarað með tilvísun til þess, að á fimmtán árum eða þeim verði allar upplýsingar um sovéskan vígbúnað, sem Skahar- ov kynni að hafa, úreltar. ÁB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.