Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 12
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 30. maí 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagskonur og aðrar konur Boðað er til stofnfundar kvennafylkingar (félags, hreyfingar, bandalags), í tengslum við Alþýðubandalagið að Hverfisgötu 105 þriðiudaginn 5. júní. Lögð verða fram drög að lögum oq kosið í stjórn. MÆTUM ALLAR! - Undirbúningsnefndin. 1 VORHAPPDRÆTTI AlþýðubandajjgffcUReykjavík Verð kr. 100.- —aQV r Drepið , 10.MAI ^-3 : leujjjlWi, ^ W m m ^^^Rmvinnufe ^veii-nÆ^OiyjOk.MúA^M^ W 80 000, 4. gJmðéWliínr: vAfiaríWúOO kr. hvór 45.000- Vmmngaf alis 105.000.- f joldi iniða 6325 AtþýðubandatBgið i Reytijavik: Hverfisgútu 105,101 Heykjavik Stíru: (81)17500 Alþýðubandalagið í Reykjavík: Vorhappdrætti - Dregið 10. júní! Ákveðið hefur verið að draga í hinu glæsilega vorhappdrætti Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 10. júní n.k. Stjórn ABR Gerið skil Þess er vænst að fólagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki gert skil, bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi, eða á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandaiagsins! Stjórn ABR AB Selfoss og nágrennis Fundur um stefnuskrá AB verður haldinn að Kirkjuvegi 7 nk. miðvikudag 30. mai kl. 20.30. Á fundinum verða: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sem hef- urframsögu um stefnuskrárumræðuna og GarðarSigurðsson sem ræðir stjórnmál líðandi stundar. Félagar fjölmennið á fundinn! - Stjórnin. Alþýðubandalagið sunnan heiða Félagsfundur Alþýðubandalagið sunnan heiða boð ar til félagsfundar að Miklaholts- seli sunnudaginn 3. júní kl. 21.00. Úlfar Þormóðsson mætir á fundinn. Fólagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Ulfar Æskul ýðsf ylki ng Alþýðu banda lagsi ns Ó, þér unglingafjöld! Nú förum við í Flatey á Breiðafirði um hvítasunnuhelgina! Alger para- dís á jörðu. Eins og Þórbergur Þórðarson sagði: í Flatey var ég fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður, alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil ég ævi una, á eintali við náttúruna. Kostnaði verður mjög stillt í hóf en nánari upplýsingar um ferðina verða auglýstar síðar. Hringið eða látið skrá ykkur í síma 17500 fyrir miðvikudaginn 6. júní. Skemmtinefndin. Ahugafólk um skógrækt Farið verður í skógræktarferð í Heiðmörk sunnudaginn 3. júní. Mæting við bæinn Elliðavatn kl. 13.30. Takið með kaffi og meðlæti. Skógrækt- arfólag Reykjavíkur sér um plöntur og verkfæri. (fyrrasumar voru fyrstu plönturnar settar niður og virðast þær hafa staðið veturinn vel af sór. Mætum nú vel hvernig sem viðrar. Nánari upplýsingar: Arnór sími 71367, Ingólfur sími 78411. Fjórði sigur Jóns í röð! Jón Baldursson og Hörður Blöndal urðu íslandsmeistarar í tvímenning 1984. Er upp var staðið höfðu þeir umtalsverða yfirburði yfir næstu pör. Þetta er fjórða árið í röð sem Jón Baldursson sigrar í ís- landsmóti í tvímenning og með þessum sigri hefur hann trúlega sannað að betri tvímenningsspilari hefur ekki enn tekið þátt í lands- móti hér á landi. Sannarlega glæsi- legt hjá þessum unga spilara, en Jón er aðeins þrítugur að aldri. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratit- ilinn í tvímenning sem Hörður hlýtur og sannarlega gleðilegur ár- angur fyrir mann sem hefur keppt í ansi mörg ár á toppnum. Röð efstu para varð þessi: stig 1. Hörður Blöndal - Jón Baldursson B.R. 176 2. Guðmundur Páll Arnarson - Þórarinn Sigþórsson B.R. 119 3. Aðalsteinn Jörgensen - Óli Már Guðmundsson B.R. 111 4. Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson B.R. 84 5. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson B.R. 77 6. Jón Ásbjörnsson - Símon Símonarson B.R. 77 7. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson B.R. 51 8. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson B.R. 43 9. Georg Sverrisson - Kristján Blöndal B.R. 38 10. Jón Hjaltason - Guðmundur Sveinsson B.R. 29 Hermann og Ólafur náðu 5. sæt- inu á betri hlutfallsskor gegn efstu pörum en Jón og Símon. Guðmundur Páll og Þórarinn eru enn ganginn í 2. sæti. Þeir „vöknuðu" seint í þessu móti, en undir lokin hefðu þeir getað tryggt sér sigur, hefði einhver annar en Jón Baldursson verið að flækjast fyrir ofan þá. En eins og fyrri dag- inn rennur þetta út í sandinn hjá Tóta og Gumma Palla í síðustu um- ferðunum. Óneitanlega eru þó þeir félagar okkar besta tvímennings- par í dag. Það sýnir árangurinn. Til samans væru þeir og Jón Baldurs- son (sem þriðji aðili) sennilega topp par í þrímenning? Ef við rennum rólega yfir gang mála í þessu móti, þá var það helsta sem hér segir. 24 pör tóku þátt í úrslitakeppninni og spiluðu allir við alla, 5 spil milli para. Alls 115 spil í 23 umferðum. Eftir 3 umferð- ir var staða efstu para þessi: Rúnar-Stefán 56 Jón Alfr.-Eiríkur J. 38 Guðm. H.-Björn Eyst.j 37 Hermann-Ólafur 36 Eftir 6 umferðir var staðan þessi: Stefán-Rúnar 73 Jón-Eriríkur 71 Jón-Símon 62 Ólafur Valg.-Ragna Ól. 45 Eftir 9 umferðir var staðan orðin þessi: Jón-Símon 87 Hermann-Ólafur 64 Jón B.-Hörður 61 Ólafur-Ragna 56 Guðmundur-Björn 54 Eftir 13 umferðir var staðan þessi: Stefán-Rúnar 101 Jón-Símon 97 Hermann-Ólafur 84 Jón-Eiríkur 80 Jón-Hörður 73 Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon höfðu staðið sig með afbrigðum vel fram að þessu en nú tók við „dauður“ tími hjá flestum efstu pörunum og ný andlit fóru að sjást meðal efstu para. Meðan þau efstu stóðu í stað eða lækkuðu, skoruðu Guðmundur Páll og Þór- arinn og Jón og Hörður og Aðal- steinn og Óli Már. Eftir 15 umferðir var staðan orð- in þessi: Aðalsteinn-Óli Már 105 Stefán-Rúnar 86 Jón-Símon 83 Jón-Hörður 82 Jón-Eiríkur 75 Guðmundur-Þórarinn 74 Hermann-Ólafur 59 Eftir 18 umferðir var staðan þessi: Aðalsteinn-Óli Már 107 Jón-Hörður 106 Jón-Símon 104 Guðmundur-Þórarinn 99 Stefán-Rúnar 68 Og allt gat gerst ennþá. Ólafur Lárusson skrifar um bridge Eftir 21 umferð (af 23) var stað- an orðin þessi: Jón-Hörður 165 Guðmundur-Þórarinn 155 Aðalsteinn-Óli Már 106 Hermann-Ólafur 96 Jón-Símon 91 Stefán-Rúnar 89 Ljóst að enn eitt árið var Jón (ásamt Herði núna) að keppa við Þórarinn og Guðmund um sigur í landsmóti í tvímenning. En eftir 22 umferðir var staðan nokkuð skýr: Jón-Hörður 175 Guðmundur-Þóarinn 145 Aðalsteinn-Óli Már 94 Jón-Símon 92 Hermann-ÓIafur 88 Stefán-Rúnar 76 Og í síðustu umferðini renndu Sigurður og Valur sér í 4. sæti með- an Jón og Símon fóru í 6. sætið og Stefán og Rúnar í 7. sætið. Jón Alfreðsson og Eiríkur Jóns- son misstu móðinn undir lok mót- sins og enduðu í meðalskori. Um Jón og Símon er það að segja að mótlætið getur á köflum verið erf- iðara fjarri spilaborðinu, heldur en við það, sérstaklega þegar hávað- inn frá þeim og mótherjum þeirra er farinn að angra svo keppendur að athygli vekur. Er leitt til þess að vita, því Jón og Símon eru okkar „harðasta" par og gefa sjaldan eftir. Hins vegar er ekkert leyndarmál að Jón og Símon eru full boðlegir í öll okkar landslið í dag, spilalega séð, en móralskt séð er á mörkun- um hvort sending einsog þessi get- ur glímt við kröfuharða útlend- inga. í þeim málum er vissara að hafa hlutina á hreinu, eigi ekki stórslys að henda jafngóða spilara og þeir Jón og Símon eru. Um árangur annarra para er víst best að hafa sem fæst orð. Flestir getra unað við sitt þegar upp er staðið, þeir neðstu geta heitð því að spila aldrei svona illa framar og þeir í miðjunni hugga sig við að ári verður sest niður og nýtt mót spil- að. Alltaf má bæta við (allir nema Jón Baldursson, að sjálfsögðu..) og hinir efstu geta litið í eigin barm og harmað það sem aflaga fór. Einnig það má bæta. Góður keppnisstjóri var Agnar Jörgensson og útreikning annaðist Vigfús Pálsson. Nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist að vanda með mótinu, enda góðar aðstæður á Loftleiðum. í mótslok afhenti svo forseti Bridgesam- bandsins, Björn Theóródsson verðlaun fyrir öll mót á vegum sambandsins á þessu keppnistíma- bili. Umsjónarmaður lýkur þessum skrifum með innilegum hamingju- óskum til þeirra Jóns og Harðar, fyrir góðan sigur í sterku ísland- smóti. Og einnig þeirri ítrekun til Bri- dgesambandsins að breyta þessu fyrirkomulagi sem snarast. Það er gjörsamlega óþolandi hvað þessi Jón Baldursson er að gera okkur hinum, ár eftir ár.. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla Innritun fer fram í skólann til 8. júní milli kl. 9 og 15. 4. og 5. júní verður einnig innritað í Miðbæjarskólanum kl. 9-18. Við skólann verða starfræktar eftirtaldar brautir: 1. Heilsugæslubraut 2, (4 annir). Bóklegt nám sjúkraliða. 2. Heilsugæslubraut 4 (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 3. Náttúrufræðibraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 4. Uppeldisbraut 2 (4 annir). (fóstur- og þroskaþjálfabraut). 5. Uppeldisbraut 4 (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 6. íþróttabraut (4 annir). 7. íþróttabraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 8. Samfélagsbraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 9. Viðskiptabraut 2 (4 annir). Námi lýkur með almennu verslunarprófi. 10. Viðskiptabraut 4 (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 11. Málabraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. Með öllum umsóknum skal fylgja afrit af próf- skírteinum. Skólameistari. í' STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren ^umferoar að stöðvunarlínu er komið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.