Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. maí 1984 ÞJÓÐVI/.JINN - SÍÐA 23
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Ásgeir Slgurvinsson
v*
Asgeir hlaut einnig
aðra útnefningu
Ásgeir Sigurvinsson var ekki bara kjörinn Knattspyrnumaður ársins
í Vestur-Þýskalandi af leikmönnum Bundseligunnar í samvinnu við
Welt am Sonntag. íþrótta-upplýsingastöð nokkur í Dusseldorf tilkynnti
einnig um helgina að hún hefði valdið Ásgeir „Mann ársins". Ekki var
greint nánar frá hvernig að því kjöri var staðið.
-JHG/V.Þýskalandi
„Leikur aldarinnar“
í beinni útsendingu
Vann Dunlop-open
þriðja árið í röð
Stuttgart
fær 10
miljónir
á ári
Stuttgart, félag Ásgeirs Sigur-
vinssonar sem á laugardaginn varð
vestur-þýskur meistari í knatt-
spymu, hefur gert nýjan samning
við auglýsendur sína, bjórfram-
leiðenduma Dinkelacker. Sá gildir
til ársins 1987 og fyrir hann fær
Stuttgart 900 þúsund vestur-þýskj
mörk á ári, en það jafngildir um 10
miljónum ísl. króna. _VS
Sigurður Grétarsson.
Sigurður
skoraði
EKKI!
Það þótti tíðindum sæta á laugar-
daginij að Sigurði Grétarssyni frá
Breiðabliki tókst ekki að skora
mark fyrir félag sitt, Tennis Bor-
ussia Berlin, í vestur-þýsku áhug-
amannadeildinni í knattspyrnu.
Kicker sagði sérstaklega frá því að
Sigurði hefði bragðist bogalistin í
nokkmm upplögðum fæmm og
það væri óvanalegt, hann hefði
hingað til verið óviðráðanlegur
upp við mark andstæðinganna. Sig-
urður hefur skorað meira en eitt
mark að meðaltali í leik með Berl-
ínarliðinu síðan hann gekk til liðs
við það eftir áramótin og nokkur
félög hafa áhuga á honum, þar á
meðal belgíska 1. deildarfélagið
Lokeren sem Arnór Guðjohnsen
lék með um árabil. -JHG/VS
Hefst kl. 18 í dag
„I^eikur aldarinnar" sem svo hef-
ur verið nefndur, úrslitaviðureign
AS Roma frá Ítalíu og Liverpool frá
Englandi í Evrópukeppni meistara-
liða, fer fram á heimavelli ítalanna
í Rómaborg í dag. Leikurinn verð-
ur sýndur beint í islenska sjónvarp-
inu og hefst útsendingin kl. 18.
Liverpool þarf vart að kynna, fé-
lagið varð á dögunum enskur
meistari þriðja árið í röð og hefur
þrívegis orðið Evrópumeistari,
1977,1978 og 1981, auk fjölda ann-
arra vegsemda sem því hafa fallið í
skaut síðustu tvo áratugina.
AS Roma varð ítalskur meistari í
fyrra en varð í vetur að sætta sig við
að vera númer tvö, á eftir stjörnu-
liði Juventus. Tveir snjallir Brasil-
íumenn, Falcao og Cerezo, leika
með liðinu ásamt útherjanum
Bmno Conti, einum albesta leik-
manni ítala í HM-liðinu 1982.
góðar á eigin heimavelli en hafa
ber í huga að Liverpool hefur stað-
ið sig stórkostlega á útivöllum í
Evrópukeppninni í vetur og unnið
frækna sigra í erfiðum leikjum í
Bilbao, Búkarest og Lissabon. Það
stefnir því allt í hörkuspennandi
uppgjör um sæmdarheitið Besta
knattspymufélag Evrópu 1984.
Magnús Jónsson, Golfklúbbi
Suðurnesja, sigraði þriðja árið í
röð í Dunlop-open golfmótinu sem
fram fór um helgina á Hómsvelli í
Leiru. Hann sigraði í keppni án
forgjafar á 149 höggum og varð að
auki annar í keppni með forgjöf á
142 höggum.
Sigurður Pétursson, GR, varð
annar í keppni án forgjafar á 154
höggum og Sigurður Sigurðsson,
GS, þriðji á 155 höggum.
Kristín Pétursdóttir, GK, varð
fyrst kvenna á Dunlop-open til að
sigra í keppni með forgjöf. Hún lék
á 141 höggi, en Magnús og Guð-
mundur Bragason, GG, voru á
hælum hennar með 142 högg.
Kristín er fjölhæf í íþróttunum því
Roberto Falcao og Kenny Dalglish
lelka vœntanlega stór hlutverk I úr-
slitalelknum í kvöld.
hún er einnig leikmaður með FH í
handknattleik.
Þrjú aukaverðlaun vom veitt.
Sigurður Sigurðsson var næstur
holunni „Bergvík", Pétur Salmon,
GR, átti lengsta teighögg sem Ienti
á braut á 36. holu, 230 metra, og
Guðmundur Sigurjónsson, GS,
sýndi mestar framfarir milli daga,
bætti sig um 18 högg.
Keppendur vom 70, þrátt fyrir
beinu útsendinguna frá Stuttgart á
laugardeginum. Vegleg verðlaun
vom gefin af Dunlop. Næsta sunn-
udag fer fram á Hólmsvellinum
opið unglingamót fyrir 16 ára og
yngri.
Stigin
tekin með
Á ársþingi Handknattleikssam-
bands íslands um síðustu helgi var
samþykkt að næsta vetur fæm lið 1.
deildar karla með stigin með sér í
úrslitakeppnina um íslands-
meistaratitilinn. Sl. tvö ár hafa
fjögur efstu liðin hafið nýja keppni
um titilinn, byrjað á núlli, og það
hefur leitt til þess að áhugi leik-
manna og almennings á forkeppn-
inni hefur dvínað all-vemlega.
Með því að láta stigin úr forkeppn-
inni gilda áfram, hefur hver einasti
leikur allan veturinn umtalsverða
þýðingu, strax um haustið byrjar
keppnin um meistaratitilinn, henni
er ekki frestað þar til vorið eftir og
hún útkljáð með hraðmóti. _yc
-VS
s
mark sitt fyrir KR gegn Víkingi í 1. umferð deildarinn-
ar og Benedikt Guðmundsson skoraði fallegasta
mark 2. umferðar að mati dómaranna er hann skall-
aði í netið hjá KR. Dómararætla að verðlauna þann-
ig fallegasta mark hverrar umferðar í sumar, 18
mörk alls, og í lokin verður eitt þeirra valið „Mark
ársins“. Þýsk-íslenska verslunarfélagið gefur verð-
launin, en það hefur styrkt dómara í nafni Seiko
undanfarin ár. -VS
Sigurlíkur Roma ættu að vera
ÓmarTorfason úr víkingi skoraði fallegasta mark
3. umferðar 1. deildarinnar í knattspyrnu að mati
knattspymudómara. Það gerði hann í 3-3 jafnteflis-
leik Víkinga gegn KA á Akureyri á sunnudaginn,
fékk þá boltann frá Ámunda Sigmundssyni og
þrumaði honum uppí þaknetið á marki Akureyrar-
liðsins. Hann verður verðlaunaður fyrir afrekið fyrir
leik Víkings og ÍA á laugardaginn kemur.
Ómar Ingvarsson hlaut sambærileg verðlaun fyrir
-VS
Fjórir leikir í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi:
Völsungur-Tindastóll 3:0
Svavar Geirfinnsson hínn stórefnilegi
leikmaður, reyndist Völsungum nýtur
iiðsmaður, skoraði þrisvar í 3:0 sigrin-
um á Tindastóli. Skagfirðingar sáu
aldrei til Drangeyjar ■ leiknum og eru
því enn án stiga í 2. deild.
Fyrsta mark Svavars er með þeim fal-
legri sem undirritaður hefur séð. Jónas
Hallgrímsson sendi hámákvæma send-
ingu innfyrir skagfirsku vömina, Svav-
ar kom eins og orrustuflugvél innfyrir
og þrykkti boltanum með sínum vinstra
fæti neðst í markhomið.
Stuttu síðar var Svavar með skot eftir
sendingu Helga Helgasonar en mark-
vörðurinn varði. Á 14. mfnútu bættu
Völsungur við öðm marki. Bjöm Ol-
geirsson átti snotra sendingu útá vinstri
væng, til bróður síns, Kristjáns, Krist-
ján óð uppað homfána og hugðist
senda fyrir markið. Boltinn stefndi útaf
en breytti um stefnu og hafnaði í marks-
úlunni og þaðan eftir h'nunni og átti
Svavar ekki í neinum vandræðum með
að renna knettinum yfir línuna, 2:0.
Þessar fyrstu 15 mínútur léku Völs-
ungar knattspymu eins og hún gerist
best. En eftir mörkin datt allur botn úr
I blaðinu f gær féllu niður nokkr-
ar línur úr grein um leik fram og
Breiðabliks f 1. deildinni f knatt-
spyrnu sem gerðu sfðari hluta henn-
ar all ruglingslegan. Þar átti að
standa: Vörn Framara var traust
með Sverri Einarsson sem besta
mann. Að öðru leyti var liðið jafnt,
Guðmundur Steinsson frfskur f
framlínunni og er líkiegur til að
skora slatta af mörkum f sumar.
Framlína Blikanna hresstist...
o.s.frv.
Svavar með þrennu
gegn Tindastóli
Víðismenn sterkari en töpuðu samt
leik liðsins og Tindastóll kom meira
inní leikinn, án þess þó að skapa sér
veruleg marktækifæri. Þeirra eina
hættulega færi í fyrri hálfleik.kom eftir
skot Arna Ólasonar sem Gunnar
Straumiand bjargaði meistaralega í
horn. Stuttu fyrir leikhlé átti Jónas
Hallgrímsson gott skot á mark Tinda-
stóls eftir fyrirgjöf Helga.
Seinni hálfleikur var ekki eins
skemmtilegur. Helgi byrjaði á því að
láta markvörð Skagfirðinga verja frá
sér fast skot en á 11. mínútu var Öm
Ragnarsson greinilega felldur inní teig
af vamarmanni Völsungs, en ekkert var
dæmt. Um miðjan hálfleikinn átti Svav-
ar hárfínan skalla framhjá eftir send-
ingu Jónasar, og Helgi birtist í teignum
með þrumufleyg sem var varinn. Rétt
fyrir leikslok plataði Svavar tvo vamar-
menn inm' teiginn en skot hans úr
dauðafæri fór framhjá. Á síðustu mín-
útumni skoraði Svavar þriðja mark sitt
og Völsungs úr vítspyrnu eftir að Olgeir
Sigurðsson hafði verið felldur.
- AB/Húsavík
KS-Víðir 3-0
Siglfirðingar, hungraðir í fótbolta
þar sem þetta var þeirra fyrsti leikur á
árinu, komu sterkum Víðismönnum í
opna skjöldu með gffurlegri baráttu og
tóku forystuna strax á 7. mfnútu. Sævar
Guðjónsson, 17 ára nýliði, fékk send-
ingu innfyrir vöm Víðis og skoraði af
miklu öryggi, 1-0.
Víðismenn voru strax með undir-
tökin, áttu miðjuna og spiluðu góða
knattspymu sem var brotin á bak aftur
af óhemjumikilli baráttu heimamanna.
Vöm KS með Baldur Benónýsson og
Ómar Guðmundsson markmann lék
frábærlega.
Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks náðu
Siglfirðingar fallegri sókn. Jakob Kára-
son fyrirliði lék að endamörkum og
sendi fyrir á Þorgeir Reynisson sem
þurfti bara að labba með boltann í
markið, 2-0. Við þetta dró mátt úr Víð-
ismönnum og á 63. mínútu innsiglaði
Hörður Júhusson sigur KS með glæsi-
marki af 25 m færi. Undir lokin sóttu
Víðismenn grimmt og áttu m.a. sláar-
skot en þeir máttu sætta sig við ósigur í
leik sem þeir áttu mun meira í.
-RB/Siglufirði
Njarðvík-ÍBÍ 2-1
Freyr Sverrisson átti mestan þátt f
þessum sigri Njarðvfkinga á malarvell-
3:0!
inum f Keflavfk. Eftir marklausan fyrri
hálfleik þar sem stórkarlaleg langspym-
uaðferð var alLs ráðandi, skoraði Guð-
mundur Jóhannsson fyrir ísfirðinga
með föstum skalla á 50. mfnútu, óvald-
aður af vöm Njarðvíkinga.
Njarðvíkingum leist greinilega ekk-
ert á blikuna og reyndu að ná samleik
með þeim árangri að á 64. mínútu jafna
þeir metin. Freyr varpaði knettinum
inná markteig til Guðmundar Sighvats-
sonar miðvarðar sem hrasaði við en
komst á fætur og skoraði úr þröngri
stöðu, 1-1. Nokkrum mínútum síðar
var Freyr enn á ferðinni, sendi háan
knött inn á markteigshom þar sem
Haukur Jóhannsson kom eins og
elding, kastaði sér fram og skallaði í
netið, 2-1. Njarðvíkingar náðu þar með
undirtökunum og Haukur fékk annað
skallatækifæri en knötturinn smaug rétt
framhjá stöng.
—SM/Suðurnesjum
Skallagírmur-ÍBV 2-2
Eyjamenn voru heppnir að sleppa
með stig úr Borgamesi eftir að hafa ient
2-0 undir. Borgnesingar náðu strax
undirtökunum undan hávaðaroki og
Bjöm Jónsson skoraði 1-0 úr víta-
spymu strax á 10. mfnútu. Á18. mfnútu
gerði sfðan Garðar Jónsson annað
markið með fallegu viðstöðulausu skoti
af markteig. Eyjamenn komust ekkert
áleiðis gegn rokinu f hálfleiknum.
Skallagrímur var sterkari aðilinn til
að byrja með í seinni hálfleik og á 53.
mínútu hefði Gunnar Jónsson átt að
gera út um leikinn. Hann lék á vamar-
menn ÍBV og markvörðinn en missti
síðan knöttinn frá sér fyrir opnu marki!
Því var refsað grimmilega. Þórður
Hallgrímsson skoraði glæsimark fyrir
ÍBV á 60. mfnútu, beint úr aukaspyrnu
af 35 m færi í bláhornið. Á 73. mínútu
jafnaði síðan Sigurjón Kristinsson með
skalla eftir fyrirgjöf, laglegt mark.
Leikurinn var í jámum það sem eftir
var en hvomgu liði tókst að skora sigur-
mark. Gunnar var bestur í Uði Skalla-
gríms sem var þokkalegt í heildina.
Þórður og Hlynur Stefánsson vom best-
ir í Uði Eyjamanna.
-VH/Borgarnesi
Staðan f 2. deild:
FH...................3 3 0 0 10- 2 9
Völsungur.............3 2 0 1 4- 1 6
Nlarðvfk..............3 2 0 1 4- 2 6
Skallagrfmur..........3 111 5-5 4
Víölr.................3 111 3-5 4
KS....................1 1 0 0 3- 0 3
ÍBÍ...................3 1 0 2 4- 6 3
IBV...................2 0 2 0 4- 4 2
ElnherJI..............2 0 0 2 1- 3 0
•nndaatóll-----------3 0 0 3 1-11 0
Markahæstir:
Ingl B. Albertsson, fh..............4
Svavar Gelrflnnsson, Völsungl.......4
Haukur Jóhannsson, Njarövfk.........3
Jón E. Ragnarsson, FH...............3
Slgurjón Kristlnsson, fBV...........3
-VS