Þjóðviljinn - 30.05.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hamarshúsið - Vilhjálmur borgarfulltrúi fór með rangt mál
Tengsl milli
Óss hf og
Hamarshúss
Fj ölsky 1 d u h agsniunir
ótvírætt staðfestir
Eftirgrennslan Þjóðviljans hefur nú leitt í
Ijós að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
fuiltrúi Sjálfstæðisflokksins fór með rangt
mál þegar hann staðhæfði við blaðið í síð-
ustu viku að fyrirtækið Ós h/f, sem bróðir
hans veitir forstöðu, hafi ekki tekið þátt i
breytingunum á Hamarshúsinu. Þarmeð er
ómerk sú staðhæfing borgarfulltrúans að
fjölskylduhagsmunir gætu ekki hafa litað
stuðnings hans í borgarstjórn við hinar um-
deildu breytingar, þar eð fyrirtæki Einars
bróður kæmi þar hvergi nærri.
Þjóðviljinn hefur ennfremur komist yfir
skýrslu sem unnin var á vegum Borgar-
skipulags í desember síðastlíðnum og þar er
strax vakin athygli á því að breytingamar
eru í blóra við bæði staðfest aðalskipulag og
byggingareglugerð.
Könnun Þjóðviljans á Hamarshúsmálinu
hefur leitt í ljós að fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu sem verslar með byggingarvörur
hefur selt Byggingarfélaginu Osi h/f talsvert
Imagn af byggingarefni sem notað var í
IHamarshúsinu. Blaðamanni voru sýndar
tvær nótur þar sem tilgreint er hvaða byg-
gingarefni var keypt og það fært til
reiknings hjá „Ós h/f vegna Hamarshúss“.
Undir nótuna hefur svo Ólafur S. Björns-
son einn af eigendum Óss h/f ritað nafn sitt
til staðfestingar.
Jafnframt staðfesti bifreiðarstjóri sem ók
efninu, að hann hefði ekið því niður að
Hamarshúsinu við Tryggvagötu. Af skilj-
anlegum ástæðum getur Þjóðviljinn hvorki
gefið upp nafn fyrirtækis né heimildar-
manna.
Þetta vottar ótvíræð tengsl á milli óss h/f
sem Einar bróðir Vilhjálms borgarfulltrúa
veitir forstöðu, og Hamarshússins. Þar með
er rennt stoðum undir fyrir fullyrðingar
Þjóðviljans um að fjölskylduhagsmunir
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar kunni að hafa
mótað harðan stuðning hans við breyting-
arnar, sem Davíð Oddsson borgarstjóri
hefur sagt að „orki tvímælis“.
-ÖS
Þögn Morgunblaðsins -
sjd Klippt og skorið bls.
4.
Ritstjórar allra |
dagblaða skora
á Tsjernenko
Sakharov-
hjónin |
fái farar- j
leyfi
Ritstjórar á öllum íslensku
dagblöðunum hafa sent |
áskorun til Chernenko forseta
forsætisnefndar Æðsta ráðs So-
vétríkjanna um að Sakharov-
þjónin fái að fara úr landi. Ask-
orunina undirrituðu Þórarinn
Þórarinsson NT, Matthías Jo-
hannessen Morgunblaðinu,
Árni Bergmann Þjóðviljanum,
Ellert B. Schram DV og Árni
Gunnarsson f.h. Alþýðublaðs-
ins.
Áskorunin sem send hefur
verið með skeyti til Moskvu
hljóðar svo í íslenskri þýðingu: j
„Til forseta Forsætisnefndar
Æðsta ráðs Sovétríkjanna Kon-
stantíns Cherneko.
Við undirritaðir ritstjórar
allra dagblaða á íslandi förum
þess á leit við yður, hr. forseti,
að Élena Bonner fái að leita sér
lækninga erlendis. Einnig að
maður hennar, hinn heim-
skunni og virti vísindamaður A.
Sakharov, fái að fara frjáls fer-
ða sinna, fái að snúa aftur til
Moskvu eða fara úr landi ef það
er ósk hans.“ - ekh.
Stuðningur
við
Bjarnfríði
Fundur sem haldinn var í
miðstjórn Alþýðubandalagsins
um helgina „harmar að hin ötu-
la baráttukona Bjarnfríður Le- |
ósdóttir hefur séð sig tilneydda
til að segja sig úr miðstjórn ASI
af þeim ástæðum sem hún til-
greinir f viðtali við Þjóðvi|jann
22. maí“. Miðstjórnin beinir þvf
tU allra flokksmanna að þeir láti
það hvergi viðgangast þar sem
þeir sitja fundi, að veist sé að
fólki með ósæmUegu orðbragði
úr ræðustól.
Samtök kvenna á vinnumark-
aðnum hafa lýst yfir fullum
stuðningi við aðgerðir Bjam-
fríðar. Samtökin fordæma þau
vinnubrögð sem höfð voru í
frammi á stjómarfundi hjá ASÍ
þar sem einn fundarmanna fékk
átölulaust að koma með per-
sónulegar svívirðingar á hana.
Telja þau að meðferðin á
Bjamfríði hvetji konur ekki til
stjórnarstarfa og benda á að
konur innan hreyfingarinnar
hafi oft kvartað undan kvenfyr-
irlitningu karlanna í ASÍ. - jp.
Slgrfður Gestsdóttlr forstððukona Efrl-Hlfftar sýnlr blaftamannl Þjóftvlljans
ofan í holrœslft. Skömmu óftur en myndln var tekln gægðlst rotta út um
klóakrörlð sem hér sést. Ljósm. Loftur.
Opið holræsi í Miljónahverfi borgarstjórans
Rottur við
dagheimili
Börn sofandi í vögnum sínum og
að leik við hlið holrœsisins
„Holræsið er búið að vera opið
síðan á laugardag. Við höfum séð
stærðar rottur á hlaupum hér við
dagheimilið. Tvær þeirra einum of
gæfar, og tókum við myndir af
þeim. Við erum í vandræðum með
svefnstað fyrir minnstu börnin sem
sofa úti í vögnum sínum. Einnig
höfum við áhyggjur af að láta börn-
in leika sér úti“, sagði Sigríður
Gestsdóttir forstöðukona dag-
heimilisins Efri-Hlíð við Stigahlíð
við Þjóðviijann í gær.
Foreldri eins barnanna á Efri-
Hlíð skýrði blaðinu frá því ófremd-
arástandi sem er við barnaheimil-
ið. Þar hefur verið opið holræsi síð-
an á laugardag vegna uppgraftar og
undirbúnings fyrir byggingafram-
kvæmdir á „Miljónalóðunum“,
sem eru á uppboði borgarstjórans.
Skolpið úr barnaheimilinu rennur
ofan í opinn skurð og opið er inn í
holræsið. Þar gægðist rotta út þeg-
ar Þjóðviljinn var á ferðinni í gær
en henni var ekkert um myndavél-
ina gefið og skaust á brott í snar-
heitum.
„Við skiljum ekkert í hvers
vegna holræsið þarf að vera opið
dögum saman“, sögðu fóstrurnar á
barnaheimilinu. Sigríður forstöðu-
kona sagðist hafa áhyggjur af þess-
um framkvæmdum einkum því að
hún hefur heyrt að grafa eigi í sund-
ur garð leikskólans og hafa skolp-
lögnina undir sandkassanum. „Eg
skil ekki að það þurfi að grafa allan
garðinn í sundur, þetta var ekki í
upphaflegri áætlun að því er mér er
sagt.“
Á Efri-Hlíð eru 22 böm á aldrin-
um 1-4 ára.
-jP
Gjaidþrot blasir við
mörgum fyrirtækjum
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, segir SH
fiskvinnslufyrirtækja mun verða gjald-
þrota, eins og segir í ályktun aðalfundar
Þetta er dómur aðalfundar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna um eitt aðal
atriðið í stefnuskrá núverandi ríkis-
stjórnar, að lækka endurkaup afurða-
lána. Ríkisstjóm hefur skipað Seðla-
bankanum að lækka endurkaupahlut-
fallið um 5%, sem þýðir í raun lækkun
uppá 7-8%, þar sem að lán í viðskipta-
bönkunum lækka vegna þessa.
f ályktun aðalfundar SH segir einnig
að þessi fyrirætlan Seðlabankans og
ríkisstjórnarinnar sé atlaga ekki bara að
fyrirtækjum í sjávarútvegi, heldur einn-
ig að Útvegs- og Landsbankanum, sem
em helstu viðskiptabankar sjávarút-
vegsins. Nú verður það hlutverk þess-
ara viðskiptabanka að fjármagna rekst-
ur fyrirtækja í sjávarútvegi á sama tíma
„Lækkun endurkaupa (Seðlabank-
ans; innsk. Þjv.) kemur þvf til viðbótar
við þann vanda sem fyrir er í sjávarút-
vegi vegna margra ára tapreksturs. Það
er augfjóst að fyrirtæki í sjávarútvegi
geta ekki lagt út það tjármagn, sem hér
um ræðir. Það er því vísvitandi stefnt að
truflun á framleiðslu sjávarafurða og
greiðsluþroti margra fyrirtækja.“
og bindiskylda þeirra hjá Seðlabanka er
aukin.
Þetta mál er að verða eitt mesta hit-
amálið í landinu, vegna þess að fjöldi
SH.
- S.dór.
Útför dr.
Ólafs
Jóhann-
essonar
gerð í gær
í gær var útför dr. Ólafs Jóhann-
essonar fyrrum forsætisráðherra
gerð frá Dómkirkjunni I Reykja-
vík. Séra Þórir Stephensen jarð-
söng og organisti var Marteinn H.
Friðriksson. Myndin er tekin
þegar kistan var borin úr krrkju
og fara fremstir f hópi likmanna
þeir Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra.
Ljósm.: Loftur.