Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN| Fimmtudagur 14. júní 1984 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir.Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ÓlafurGíslason, ÓskarGuðmundsson, SigurdórSigurdórsson, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla:í Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalbjörg Óskarsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hrun atvinnu veganna Og uppgjöf ríkisstjórnar Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð voru meg- inrökin að nauðsynlegt væri að knýja í gegn grimma kjaraskerðingu til að bjarga hag atvinnuveganna. For- ystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sögðu launafólki að fjórðungs minnkun á kaupmætti væri gerð til að tryggja öllum atvinnu. Aðgerðirnar væru vissulega sársaukafuliar en hjól atvinnuveganna myndu snúast áfram. íslandi hefði verið forðað frá böli atvinnuleysisins. Að undanförnu hefur verið að koma skýrt í ljós að þessi málflutningur ríkisstjórnarinnar var ljótur blekk- ingaleikur. Atvinnuleysistölur hafa undanfarna mán- uði verið mun hærri en á liðnum árum. Forsvarsmenn atvinnulífsins í heilum landshlutum hafa neyðst til þess að tilkynna algera rekstrarstöðvun. Samband sveitarfé- laga á Austurlandi hefur sent ríkisstjórninni alvarlega viðvörun. í henni er sagt að rekstrarstöðvun blasi við flestum fyrirtækjum í sjávarútvegi og muni það hafa ógnvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir Austurland. Sveitarfélögin séu hvert af öðru að komast í greiðslu- þrot vegna þess að burðarásar atvinnulífsins geti ekki greitt til sveitarsjóðanna. í viðvöruninni er sagt skýrum orðum að taki ríkisstjórnin ekki til hendinni og skapi sjávarútveginum rekstrarskilyrði sé stutt í hrun á lands- byggðinni. Forráðamenn sjávarútvegsins á Austurlandi hafa gert ítarlega grein fyrir vanda fyrirtækjanna og í öðrum landshlutum eru nú haldnir fundir um stöðvun útgerðar vegna sömu erfiðleika og eru að skapa hrun á Austur- landi. Dag eftir dag hafa fjölmiðlar greint frá rökum og tillögum talsmanna atvinnulífsins. Svör ráðherranna hafa afhjúpað algera uppgjöf ríkis- stjórnarinnar. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra sagði að ríkisstjórnin væri búin að taka allar þær ákvarðanir sem hún ætlaði að taka. Þess vegna væri ekki að vænta neinna sérstakra aðgerða úr hennar her- búðum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra reyndi að koma allri sök á bankakerfið, sérstaklega Seðlabankann. Virðist ráðherrann vera búinn að gleyma því að hann var sjálfur formaður bankaráðs Seðlabankans í mörg undanfarin ár og aðaltalsmaður í hópi þingmanna fyrir þeirri peningamálastefnu sem Seðlabankinn og bankakerfið hafa fylgt. Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa eng- ar raunhæfar tillögur sett fram. Allar yfirlýsingar þeirra sýna í reynd uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Hrun atvinnu- veganna blasir við í flestum landshlutum og óhæf ríkis- stjórn kemur í veg fyrir að leitað sé nýrra leiða. Viðvörun ASI Fyrir helgina kom kjaramálanefnd ASÍ saman til fundar og sendi ríkisstjórninni alvarlega viðvörun. Þar segir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við þau fyrirheit sem hún gaf launafólki þegar samningar voru gerðir. Snúi ríkisstjórnin ekki af þeirri braut, sem hún er á, sé augljóst að forsendur samninganna séu brostnar og þau griðrof verði á ábyrgð stjórnvalda. Björn Þórhallsson sem nú gegnir störfum forseta ASÍ ítrekaði þessa viðvörun í blaðaviðtali og benti á að það væri ríkisstjómarinnar að skapa frið á vinnumarkaði. Ef hún notaði ekki úrslitaaðstöðu sína til að koma í veg fyrir að kaupmátturinn rýrni áfram væru ráðherrarnir að slíta sundur friðinn. klippt Embœtta- veitingar Embættaveitingar ráöherra hafa vakið undrun og reiði í ýms- um stofnunum að undanförnu. Það er verið að misbeita valdi, hygla flokksgæðingum eða fjöl- skylduvinum. Ekki er það nýtt fyrirbæri á íslandi, en núverandi ráðherrar virðast ætla að vera stórtækir í spillingunni. Það kerfi sem viðhaft er hér í embættaveitingum hefur augljós- lega marga galla og í nýútkom- inni bók Magna Guðmunds- sonar, Hagfræði og stjórnmál, er því lýst sem sérstöku efnahags- legu vandamáli. Við tökum okk- ur það bessaleyfi að vitna orðrétt í dálítinn kafla um þetta atriði les- endum til umhugsunar: Hœfni aukaatriði Skipan embœttaveitinga hefur- engu að síður en kjördæmaskipun - bœði bein og óbein áhrif ágang efnahagsmála. Veltur á miklu, að í opinberri stjórnsýslu sé réttur maður á réttum stað. Enda þótt ýmis ráðuneyti og ríkisstofnanir séu til fyrirmyndar um mannaval og alla stjórn, er hinu ekki að neita, að mörgu er ábótavant. Helstu embœttaveit- ingar, sem eru í höndum ráð- herra, hafa títtorðið tilefni deilna. Dæmi eru um það fyrr og síðar, að fjölskyldutengsl hafi ráðið vali í embœtti, flokkssjónarmið eða vilji starfsbrœðra, sem þurfa að koma sínum að. Hœfni umsækj- enda virðist stundum nánast aukaatriði. Víst er um það, að ekki er nein trygging fyrir því, að hœfasta fólkið, sem völ er á hverju sinni, veljist til stjórnsýslustarfa. Helsti gallinn við þetta er sá, að menntaður starfskraftur nýtist ekki. Er vandséð, hvaða tilgangi umfangsmikið kerfi námslána og styrkja þjónar, þegar lœrdómur- inn er ekki virtur við stöðuveiting- ar. Embœttismennirnir eru ráðnir ævilangt. Pað hefir gefið drottn- unargjörnum tækifæri til þess að hreiðra um sig og treysta stöðu i______________________________ Náintengsl - Bundin saman með 2 m löngu bandi í heilt ár! sína. Stofnanir hafa vaxið með ótrúlegum hraða og náð ítökum á hinum ólíklegustusviðum. Sumar hafa bókstaflega þanist út og seilst til áhrifa, er samrýmast ekki lýð- ræði. Petta gerist annas vegar með innlimun skyldra stofnana eða hluta þeirra og hins vegar með lagabreytingum, sem miða að því að auka valdsviðið. Stundum er slíkum ákvæðum laumað inn í lög, án þess að eftir því sé tekið í sjálfri þingmeðferðinni. Hjökkum í sama farið Æviráðning yfirmanna ístjórn- ardeildum og ríkisstofnunum leiðir til rótgróins valds, þröng- sýni og stöðnunar. Sömu menn- irnir ráðaferðinni í meginatriðum árum og áratugum saman. Lítt eða ekki bólar á nýbreytni. Parna er að finna eina skýringuna á því, hvers vegna við hjökkum í sama farið varðandi verðbólgu, óstöð- ugt gengi og erlenda skulda- söfnun. Sú nlið skrifstofuveldis, sem snýr beint að almenningi, lýtur að kostnaðinum. Þegar starfslið og umsvif aukast hröðum skrefum, sprengir stofnunin veggina utan af sér. Reistar eru hallir og þá ógjarnan látið skorta á rými eða íburð. Yfirbyggingin í þjóðfé- laginu er orðin of mikil, enda af almenningi oft kölluð „báknið". Hér skal ekki lagður dómur á það, hvort stytta œtti ráðningar- tíma sumra embœttismanna, svo sem ráðuneytisstjóra, bankastjóra ríkisbanka o.fl.. Enda er til- gangur þessa inngangskafla ekki að gera umbótatillögur, heldur að beina athygli lesandans að mál- efnum, sem eru nátengd lausn sjálfs efnahagsvandans. Ég vil þó ekki láta hjá líða að geta þess, að gerbreyta verður formi opinberra stöðuveitinga, því að til ágalla þess má líklega rekja velflesta erf- iðleika okkar. Burt með mismunun Nokkur menningarríki hafa þann hátt á að fela slíkar stöðu- veitingar sérstöku ráði, sem fer eftir ákveðnum lagafyrirmœlum. Fyrst er svonefnd verðleikaregla (merit principle), sem kveður á um, að stöðuveitingar skuli byggj- gjast eingöngu á hœfni umsækj- andans tilþess að gegna starfinu - og þá einkum menntun hans og reynslu. Ekki er heimilt að mis- muna neinum vegna skoðana, frændsemi, kynferðis eða heldur aldurs. Hið síðastnefnda, að mis- muna ekki aldurs vegna, á sér- stakt erindi til okkar íslendinga, því að enn þykir sjálfsagður hlutur hérlendis að láta eldri mann víkja fyrir yngri, jafnvel þó að hinn fyrrnefndi ha.fi sömu menntun og meiri reynslu. Setja þarf ákvœði í nýja stjórnarskrá um fullan rétt eldri borgara gagnvart þeim yngri - engu síður en umfullan rétt kvenna gagnvart körlum. Magni greinir og frá því að glöggt sé gestsaugað því svo hafi erlendur sendiráðsmaður nýlega mælt um stöðuveitingar á ísland: „Hið mikilvæga fyrir umsækj- anda er ekki hvað hann veit held- ur hvern hann þekkir.“ Og í á- lyktunarorðum í bókarlok segir Magni: „Fjölskylduþjóðfélagið stuðlar ekki að vali hæfustu manna í stjórnsýsluna.“ Það er þjóðinni dýrt, það er efnahags- vandamál. - ekh. Bundnir saman NT birtir í gær sérkennilega frétt um „tvær manneskjur sem hafa af frjálsum vilja látið binda sig saman með tveggja metra löngu bandi, þannig að þau geta ekki leyst sig og þannig ætla þau að vera bundin þar til 4. júlí í sumar en þá hafa þau verið bund- in saman í heilt ár“. í fljótu bragði sýnist hér komin ein af mörgum kynjafréttum NT, sem á að stefna að því að stela lesendum frá DV ef hægt væri. En það má líka líta svo á, ef menn kjósa að lesa fréttina út frá pólitískri táknfræði og djúpsálar- fræði, að frétt þessi hafi heillað blaðamann NT einmitt vegna þess, að í henni hafi undirvitund hans séð hliðstæðu við sambúð- arraunir tveggja flokka, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Sem eru bundnir saman með ým- iskonar hagsmunaböndum og bíða þó óþolinmóðir að losna enda hafa þeir nú hangið saman í heilt ár og „orðið að fara saman á salernið, hvað þá annað“ eins og segir í NT-fréttinni um Lindu Muntano og Tshceng Hsieh. Þessi tilgáta fær frískan byr undir vængi þegar við lesum ummæli fyrrgreindrar Lindu um það hver sé tilgangurinn Hún svarar: með tilrauninni. „Við vonum að fólk, sem er í enn verri aðstöðu en við tvö sam- anbundin, t.d. bundin í óham-1 ingjusömu hjónabandi eða í erf- iðri og leiðinlegri vinnu, sjái, að ‘ úrþví að við þolum þetta þá ættu þau líka að geta þolað sín bönd, eða þá gera eitth vað til að losa sig úr þeim. “ Hann er djúpur þessi. „Úr því við getum þolað þetta, þá ættu þau líka að geta þolað sín bönd“. Sem er hliðstæða við það píslar- vættishugarfar sem einkennir stjórn SteingrímsHermannssonar nú um stundir. Og um leið er minnt á, að þrátt fyrir það að dag- ar séu þeim langir sem eru saman bundnir, þá sé líka hægt „að gera eitthvað til að losa sig“. - Á bak- síðu NT þennan sama dag er ein- mitt rokufrétt um Sjálfstæðis- konu í Vestmannaeyjum sem hefur slitið sín bönd og gengur nú úr flokki sínum með svofelldum ummælum: „Það er mannskemmandi að vera í Sjálfstæðisflokknum“. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.