Þjóðviljinn - 14.06.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1984 Mondale er forsetaefnið eftir síðustu forkosningar, en Hart og Jackson láta sér fátt um finnast Framboðsraunum Demó- krataflokksins bandaríska lauk í fyrri viku: þá fóru fram forkosningar í fimm síðustu ríkjunum sem eftir áttu að kjósa sér fulltrúa á flokks- þingið sem gengur endan- iega frá vali forsetaefnis, sem á að glíma við Ronald Reagan í haust. Walter Mondale hefur þegar lýst sig sigurvegara í kapphlaupi þessu, en keppinautar hans, Hart og Jackson, hafa ekki viljað viðurkenna það og vilja slást áfram fyrir sinni stöðu. Strax á fimmtudaginn var lýsti Walter Mondale því yfir að hann hefði fengið þann fjölda fulltrúa sem þyrfti, en sjónvarpsstöðvum bar ekki saman um það hvort það væri rétt: helst kom það út að hann hefði rétt 'innan við 2000 fulltrúa á flokksþinginu vísa og vantaði kannski eina fimmtán til útnefning- ar - og mundi eiga auðvelt með að útvega sér þá úr hópi óráðinna full- trúa. Gary Hart hefur um 1250 full- trúa og á því ekki neina teljandi möguleika á að ná útnefuingu, þótt hann svo geti gert Mondale og Demókrataflokknum lífið leitt með því að halda áfram að argast í óráðnum fulltrúum. Prósentur og fulltrúar urt annað ríki. Þar fékk hann 35% atkvæða, Mondale 35 og Jackson 24%. Hart fór einnig með sigur af hólmi í Nýju Mexíkó og Suður- Dakóta, en Mondale fékk flest at- kvæði í New Jersey og Vestur Virg- iníu. Munurinn á þeim fjölda fulltrúa, sem hver og einn nær út úr kosn- ingaárangri sínum, er misjafnlega mikill eftir kosningatilhögun í ein- staka ríkjum. Þetta þýðir, að mjög víða gefur verulegur stuðningur við frambjóðanda fáa eða enga full- trúa. I Kaliforníu kom þetta Hart til góða - hann fékk þar 205 fulltrúa á flokksþing út á 38% atkvæða, en Mondale fékk aðeins 72 út á 35%. í New Jersey snýst dæmið við: Mondale fær 97 menn út á 45% atkvæða, en Hart ekki nema tvo út á 29%! Jackson fékk átta menn í sama ríki út á 24% atkvæða en eng- an mann í Nýju Mexíkó út á 12% atkvæða. Þessi mismunun kemur þeim einkum illa Hart og Jackson, enda hafa þeir sárlega kvartað yfir kosn- ingatilhögun. Hér má líka vera að Mondale fagnar sigri: Sjálf kosningatllhögunin er mjög til umræðu. finna meginástæðuna fyrir því að t.d. Jackson segist ætla að halda slagnum áfram þar til yfir lýkur. Hans verkefni hefur verið það fyrst og fremst, að efla þau kosninga- samtök sem hann hefur komið á fót og kennir við „Regnboga“ - með það fyrir augum að fá út úr Demó- krataflokknum sem mesta tillit- semi við mál blökkumann og ann- arra þeirra hópa í samfélaginu sem lakast eru settir. Og ein af kröfum þeirra er einmitt tengd tilhögun forkosninga í mörgum ríkjum. Virðingarmenn í Demókrata- flokknum eins og Tip O’Neill, oddviti fulltrúadeildar þingsins, hefur hvatt forsetaefni til að slíðra sverðin og taka upp vinskap, enda muni ekki af veita í glímunni við Reagan. Sem fyrr segir hafa þeir Hart og Jackson tekið þeim tilmæl- um fálega. Má þó vera að þeir verði blíðari á manninn þegar nær dregur útnefningu - þeir hafa ekki, allra síst Gary Hart, efni á því upp á framtíðina, að fá á sig það orð, að þeir hafi viðhaldið sundrungu í flokknum og þar með gert mögu- leika Mondales gegn Reagan að engu. Misjöfn aðstaða Fréttaritarar herma, að seinni vikumar hafi verið frekar dauflegt kringum forkosningar Demókrata, sem fengu nokkra fjölmiðla- sprautu þegar Gary Hart kom á óvart snemma í slagnum með nokkmm óvæntum sigrum. Til dæmis var kosningaþátttaka í Kali- forníu með minnsta móti (55%). Demókrataflokkurinn er hálfvegis í sárum eftir margar snarpar senur undanfarinna vikna meðan Reag- an og hans menn hafa þurft lítið fyrir lífinu að hafa. Reagan hefur, eins og auglýsinganæmir forsetar áður, notað tækifærið og flutt kosningaáróður sinn út úr landinu. Hann hefur dembt yfir sjónvarps- áhorfendur bandarískum frétta- myndum af heimsókn sinni til Kína (ég get talað við kommana hvað sem hver segir), af sjálfum sér með páfanum og í heimsókn til þorps langafa síns á írlandi (brosað til fra og annarra kaþólikka) og nú síðast kemur hann við í Normandie til að láta taka myndir af sér við sögu- staði landgöngu bandaríska hersins í stríðinu gegn Hitler. ÁB tók saman Pravda hefur áhyggjur af evr- ópskum kommúnistaflokkum Hart vann forkosningarnar í Kaliforníu, sem sendir reyndar Háttsettur maður í Komm- hefur í grein í Prövdu lýst evrópskra kommúnista- fleiri fulltrúa á flokksþing en nokk- únistaflokki Sovétríkjanna áhyggjum af þróun vestur- flokka frá lenínisma og til kratisma, að því er hann tel- ur. Líklegt má telja að í þess- ari grein endurspeglist með- al annars gremja sovéska flokksins yfir úrslitum þeim, sem fengust á nýafstöðnu þingi Kommúnistaflokks Finnlands, þar sem „harð- línumenn" töpuðu öllum sætum sínum í miðstjórn. Keppinautarnir þrír - Hart, Jackson, Mondale. Og ekki mundi saka að finna kvenmann sem varaforsetaefni... Vadim Zagladin er höfundur greinarinnar, en hann er næstæðsti maður í alþjóðadeild sovéska kommúnistaflokksins. Hann segir á þá leið í skrifi sínu, að í ýmsum löndum séu menn nú að fjarlægjast lenínisma og mynda „nýjan flokk sem er opnari fyrir fjöldann". í sovésku hugmyndakerfi er lenín- ismi m.a. fólginn í því, að talið er að ekki verði komið á sósíalisma nema með „alræði öreiganna" þ.e.a.s. algjöru forræði kommún- istaflokks. Zagladin segir að þessi þróun muni þýða að snúið verði baki við hugsjónum kommúnismans og muni viðkomandi flokkum hnigna og þeir þróast í átt til sósíaldemó- kratisma. Sem fyrr segir er talið að grein Zagladins sé tengd vonbrigðum með þing finnskra kommúnista á dögunum. En ýmsir flokkar hafa reyndar fjarlægt tilvísun til lenín- isma úr stefnuskjölum sínum, m.a. Kommúnistaflokkur Spánar. Zagladin varar vesturevrópska kommúnistaflokka við því að ef þeir útþynni kommúníska hug- myndafræði muni þeir aldrei verða í stakk búnir til að leiða lönd sín til byltingar og sósíalisma. Hann lagði áherslu á það að heimshreyfingin verði ekki aðeins að sýna hollustu við marx-lenínismann heldur einn- ig „alþjóðahyggju öreiganna". En alþjóðahyggjan er einatt í með- förum sovéskra kommúnista látin jafngilda hollustu við Sovétríkin, afdráttarlausri viðurkenningu á að þeirra stefna sé rétt í flestum grein- um. Zagladin sagði ennfremur að kommúnistaflokkar gætu því að- eins haft áhrif á gang heimsmála að þeir væru sameinaðir á einum og sama grundvelli. áb endursagði Demókratar hafa enn sæmilega möguleika segir nýleg skoðanakönnun í Bandaríkjunum Enn trúa margir Banda- ríkjamenn því, að forsetaefni Demókrata hafi allgóða möguleika á að sigra Reagan í forsetakosningunum í haust. En þeir sem svo telja eru þó nokkru færri í skoð- anakönnun sem birt var í Newsweek í byrjun þessa mánaðar en þeir hafa verið í fyrri skoðanakönnunum. Samkvæmt áðurnefndri könnun teija 16% kjósenda að Demókrat- ar hafi ágæta möguleika á að sigra, en 36% að þeir hafi góða mögu- leika. Þetta eru rösk fimmtíu pró- sent og gæti það verra verið í vega- nesti fýrir Mondale. 34% eru held- ur vantrúaðir á sigurmöguleika andstæðings Reagans og 13% telja hann eigi sáralitla möguleika. 69% þeirra sem spurðir voru telja að Mondale hafi mesta mögu- leika á að sigra Reagan en 20% setja traust sitt á Hart. 58% telja að það yrði flokknum til framdráttar að finna sér konu sem varaforsetaefni en 19% telja að það yrði til skaða. 79% telja að þátttaka blökku- mannsins Jesse Jackson í forkosn- ingunum muni koma Demókrata- flokknum til góðs, hvemig sem allt veltist, en 9% telja að hún hafi ver- ið skaðleg. Nýkjörinn formaður Kommúnistaflokks Flnniands Arvo Aalto, flytur ræðu: Þið eruð að verða kratar, segir Zagladin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.