Þjóðviljinn - 14.06.1984, Page 9
Fimmtudagur 14. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Lögin um Ríkismat sjávarafurða
Gölluð lög sem standa frá faglegu
sjónarmiði langt að baki eldri lögum
Eitt af verkum síðasta alþingis,
sem lokið var við á síðasta degi
þingsins, eru lög um Ríkismat
sjávarafurða. Frumvarp að
þessum lögum var lagt fram á
alþingi á sl. hausti af Halldóri
Ásgrímssyni sjávarútvegsráð-
herra og er það sagt samið af
svokölluðu „fiskmatsráði",
einkastofnun Steingríms Her-
mannssonar í embætti sjávar-
útvegsráðherra, sem svo Hall-
dór fékk í arf við inngöngu sína í
ráðuneytið. í hinum nýju lögum
erfiskmatsráði Steingríms
fengin lögleg staða í 3. grein
laganna, sem hljóðarsvo:
„Sjávarútvegsráðherra skipar
sjö menn í fiskmatsráð til fjögurra
ára er verði ráðherra til ráðuneyt-
is varðandi starfsemi og verkefni
ríkismats sjávarafurða. Eigi skuli
færri en fjórir þeirra er í fisk-
matsráði sitja, vera úr röðum
helstu hagsmunasamtaka sjávar-
útvegsins. Ráðherra skipar for-
mann ráðsins".
Hér lýkur tilvitnun í upphaf 3.
greinar laganna, sem síðan heldur
áfram að marka nánar starfssvið
ráðsins.
Ég vil vekja sérstaklega athygli
tilkomu fiskmatsráðs að hinni nýju
fiskmatsstofnun. Hér er um grund-
vallar stefnubreytingu að ræða frá
öllum Iögum um útflutningsmat,
sem samþykkt hafa verið á Aþingi
allt frá því 1904, þegar fyrstu lögin
um útflutningsmat á saltfiski tóku
gildi. Á öllu þessu langa tímabili
hefur það gengið eins og rauður
þráður í gegnum lög um útflutn-
ingsmat sjávarafurða nauðsynin á
því að matsstofnunin væri sjálfstæð
í störfum sínum og algjörlega óháð
hagsmunaaðilum í sjávarútvegi.
Með tilkomu fiskmatsráðs að
matsstofnuninni, þar sem ekki
færri en fjórir menn af sjö, eða
meirihluti ráðsins, á að vera úr
röðum helstu hagsmunasamtaka
sjávarútvegsins, þá verður ríkismat
sjávarafurða ekki lengur sú óháða
ríkisstofnun gagnvart útflutnings-
mati, sem eldri lög í þessu efni
vildu reyna að tryggja. Égog marg-
ir fleiri, sem nálægt fiskmati hafa
komið síðustu áratugina, við telj-
um að hér sé um varhugaverða lag-
abreytingu að ræða, þar sem sporin
á þessu sviði eru stigin aftur á bak, í
staðinn fyrir áfram.
Hingað til hafa yfirfiskmats-
menn og deildarstjórar skorið úr
faglegum ágreiningi, hafi þess
þurft með. Hins vegar hljóðar 22.
grein hinna nýju laga svo í þessu
efni:
„Ef ágreiningur rís vegna fisk-
mats eða eftirlits, úrskurða yfir-
fiskmatsmenn í samráði við fisk-
matsstjóra og fiskmatsráð. Skjóta
má úrskurði um skilning á lögum
þessum og reglum settum sam-
kvæmt þeim til ráðherra“.
Sé hér um faglegan úrskurð á
gæðamati að ræða, sem fram-
kvæmdur er af kunnáttumönnum,
þá hefur hann ekki gildi eins og
verið hefur, samkvæmt hinum nýju
lögum, nema að úrskurðurinn sé
gerður í samráði við fiskmatsstjóra
og fiskmatsráð. Þó er þess hvergi
getið í lögunum að fiskmatsstjóri
eða menn í fiskmatsráði þurfi að
búa yfir þeirri faglegu þekkingu,
sem slíkur úrskurður verður að
grundvallast á. Þetta er eitt dæmi af
mörgum í lögunum sem vitnar um
skort á þekkingu á viðfangsefninu.
Fagleg þekking á fisk-
mati er ekki talin
margra fiska virði í
þessum lögum
Um þetta vitnar ein af máls-
greinum í 10. grein laganna, sem
hljóðar svo:
„Fiskmatsstjóra er heimilt að
veita mönnum án tilskilinna rétt-
inda undanþágu til matsstarfa í
allt að þrjá mánuði, ef sérstakar
aðstæður krefjast“.
Þetta hlýtur að skoðast sem sér-
stök kveðja til þeirra manna sem
nú stunda nám í fiskvinnslu og fisk-
mati í Fiskvinnsluskólanum í Hafn-
arfirði, en hafa fram að þessu verið.
sviknir um nauðsynlegt húsrými
fyrir verklega kennslu í skólanum
og hafa verið á hrakhólum á þessu
nauðsynlega kennslusviði og eru
enn. fþessari tilvitnuðu málsgrein
laganna þykir Iöggjafanum ekki
nema sjálfsagt að veita hinum til-
vonandi fiskmatsstjóra heimild til
þess að ráða til matsstarfa menn án
nauðsynlegrar þekkingar. Og þó
ættu alþingismenn að vita, eða
þyrftu að vita, að velgengni á okkar
fiskmörkuðum grundvallast fyrst
og fremst á því, að útfluttar sjávar-
afurðir standist þær gæðakröfur
sem tilgreindar eru í sölusamning-
um. En til þess að matsmenn geti
staðið þarna forsvaranlega að
verki, þá þurfa þeir að búa yfir
nauðsynlegri kunnáttu og mikilli
þjálfun. Það er því vansæmd fyrir
alþingi að hafa látið slíkt ákvæði
verða að lögum.
Stefnir Halldór Ás-
grímsson að tvöföldu
kerfi í útflutningi sjáv-
arafurða?
Samkvæmt 18. grein laganna um
Ríkismat sjávarafurða gæti maður
haldið að svo væri. En 18. grein
hljóðar þannig:
„Útflytjendum sjávarafurða er
skylt að hafa starfandi eftirlits-
menn á sínum vegum, sem jafn-
framt séu löggiltir matsmenn. Eft-
irlitsmenn þessir skulu sérstaklega
kynna framleiðendum, verk-
stjórum þeirra, matsmönnum,
eftirlitsfólki og starfsfólki, eftir
því sem við á hverju sinni, kröfur
erlendra viðskiptaaðila. Eftirlits-
menn skulu vinna að samræmingu
mats og eftirlits ásamt yfirfisk-
matsmönnum og fylgjast með yfir-
mati á afurðum áður en útskipun
fer fram. Útflytjendum sjávaraf-
urða, sem ekíci hafa í þjónustu
sinni löggilta eftirlitsmenn, er
skylt að kaupa þessa þjónustu af
aðilum, sem Ríkismat sjávaraf-
urða samþykkir“.
Hér lýkur 18. grein. Samkvæmt
ofanskráðu sem nú er orðið að
lögum sem taka gildi þann 1. ágúst
n.k., þá er hér um mikla breytingu
wað ræða frá lögunum um Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða. Það
ákvæði nýju laganna, sem skyldar
alla útflutningsaðila fiskafurða til
að láta eftirlitsmenn á sínum veg-
um fylgjast með yfirmati á afurðum
áður en útskipun fer fram, það
ákvæði hefur geysilegan auka
kostnað í för með sér fyrir söluað-
ila, sem framleiðendur fiskafurða
verða að greiða. Á undanförnum
árum eru það aðeins þrír útflutn-
ingsaðilar, sem hafa haft fasta eftir-
litsmenn í sinni þjónustu, en það
eru Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, Sjávarafurðadeild SÍS og Sö-
lusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda, nú allra síðustu árin.
Sá er munurinn á eftirliti og
leiðbeiningarstarfsemi þessara að-
ila að hér er um frjálsa leiðbeining-
atstarfsemi að ræða á vegum þess-
ara aðila, án beinnar lagalegrar
skyldu frá hendi ríkisvaldsins. Nú
hins vegar, samkvæmt lögunum
um Ríkismat sjávarafurða, þá eru
allir útflutningsaðilar skyldaðir til
að hafa slíka eftirlits- og leiðbein-
ingarmenn í sinni þjónustu. Þetta
getur orðið mjög kostnaðarsamt
fyrir minni útflytjendur fiskafurða.
Én máske er þetta ákvæði sett til að
fækka þein? Þá er enginn vafi á því,
að samkvæmt því ákvæði í lögun-
um að eftirlitsmenn útflytjenda séu
skyldugir til að vera viðstaddir þeg-
ar yfirmat fer fram á undan út-
skipun afurðanna, þetta ákvæði
rnun hafa í för með sér nauðsyn á
fjölguneftirlitsmanna þeirra sölu-
samtaka sem hafa slíka menn i
þjónustu sinni nú. Öll þessi laga-
lega skylda, sem nú á að innleiða,
leysir engan vanda en íþyngir hins
vegar framleiðslustarfseminni.
Eg tel hina frjálsu eftirlits- og
leiðbeiningarstarfsemi framan-
greindra sölusamtaka nauðsynlega
og háfa orðið til þess að lyfta fram-
leiðslunni á hærra gæðastig. Góð
samvinna hefur líka jafnan verið á
milli þessara eftirlitsmanna og
ríkismatsins án nokkurrar þving-
unar á hvoruga hlið. Frá mínu sjón-
armiði hefði það verið affarasælast
að slík þróun mála hefði haldið
áfram.
Ég hef nú komið inn á nokkur
atriði hinna nýju laga, sem ég tel að
þurft hefði að athuga betur áður en
lögin voru samþykkt og snúa að
útflutningsmati íslenskra sjávaraf-
urða.
Ferskfiskdeildin og
fœkkun deilda
Samkvæmt lögunum um Ríkis-
mat sjávarafurða þá á hin nýja
stofnun að starfa' í tveimur
deildum, sem eru ferskfiskdeild og
afurðadeild. Samkvæmt þessu þá
fækkar deildum frá því sem verið
hefur, því hjá Framleiðslueftirliti
sjávarafurða hafa verið starfandi
ferskfiskdeild, freðfiskdeild,
saltfisk- og skreiðardeild og
hreinlætis- og búnaðardeild. Sam-
kvæmt nýju lögunum verður
hreinlætis- og búnaðardeildin lögð
niður, en í stað hennar verður ráð-
inn hreinlætisfulltrúi. Starfsemi
þessarar deildar á svo að skiptast á
milli ferskfiskdeildar og afurða-
deildar. Starfsemi þessarar deildar
hefur mörgu góðu komið til leiðar
á undanförnum árum og tel ég því
að um afturför sé að ræða þegar
deildin verður lögð niður.
Að mínu mati er ekki jákvætt að
fækka deildunum eins og nú hefur
verið gert, hins vegar hefði þurfti
að stofna til viðbótar síldardeild,
þar sem verkun hinna ýmsu greina
sfldarsöltunar krefst sérstakrar
kunnáttu sem er ólík annarri fisk-
verkun.
Við fyrstu sýn gætu ókunnugir
haldið að um fækkun yfirmanna
yrði að ræða hjá hinni nýju mats-
stofnun. En þegar betur er að gáð,
þá fjölgar toppmönnum líklega um
tvo, sem eru hinir nýju deildar-
stjórar. í stað núverandi deildar-
stjóra koma nefnilega fulltrúar
deildarstjóranna sem annast hinar
ýmsu framleiðslugreinar og verða
nánustu yfirmenn yfirfiskmats-
manna í stað viðkomandi deildar-
stjóra nú. ,
Vík ég þá máli mínu að ferskfisk-
deildinni og fyrirhugaðri starfsemi
hennar samkvæmt hinum nýju
lögum. f þessu sambandi tel ég rétt
og sjálfsagt að birta hér orðrétt 11.
grein laganna, sem fjallar um þessa
deild og starfsemi hennar. Enda
átti allt bröltið sem orsakaði samn-
ingu frumvarpsins um Ríkismat
sjávarafurða upptök sín þar.
11. greinin hljóðar svo í hinum
nýju lögum:
„Ferskfiskdeild skal annast
gæða- og stærðarmat á öllum fers-
kum, nýjum eða ísuðum fiski við
löndun hans. Hún skal enn fremur
fylgjast með geymslu og ástandi
landaðd afla allt til þess er vinnsla
hans hefst. Ferskfiskdeild hefur
eftirlit með búnaði og hreinlæti í
fiskiskipum og flutningstækjum
fyrir afla og gefur út hæfnisvottorð
til fiskiskipa“.
Það er ekkert nema gott um
þessa 11. grein laganna að segja ef
hún yrði framkvæmd samkvæmt
orðanna hljóðan. Hins vegar er ég
ekki viss um að Halldór Ágrímsson
sjávarútvegsráðherra hafi gert sér
grein fyrir því að samþykkt 11.
. geinar hefur í för með sér stóraukin
útgjöld úr ríkissjóði og skal nú gerð
grein fyrir því.
En Framleiðslueftirliti sjávara-
furða hefur verið neitað úm aukið
fjármagn til þessara-hluta á undan-
förnum árum. Svo er nefnilega mál
með vexti að 11. greinin felur
ferskfiskmatinu stóraukið verkefni
til að framkvæma, frá því sem nú
er. Nú heyrir aðeins gæðamatið á
ferska fiskinum undir verksvið
ferskfiskmatsins á vegum ríkis-
matsins. Hins vegar hafa kaupend-
ur fisksins orðið að greiða sérstak-
lega fyrir stærðarmat- til mats-
manna. Þetta er rrú bannað sam-
kvæmt 13. grein laganna og fellur
stærðarmatið hér undir skyldumat.
Þá er ferskfiskmatinu gert það
að skyldu þegar nýju lögin taka
gildi að fylgjast með geymslu og
ástandi landaðs afla, allt til þess er
vinnsla hans hefst. Þetta er ekki
framkvæmanlegt af núverandi
mannafla og þarí að bæta við þar
mörgum mönnum vegna þessa
nýja verkefnis. Úti á landi er mikill
fjöldi ferskfiskmatsmanna aðeins í
hlutastarfi og fá þeir nú full árslaun
vegna hinna nýju verkefna sem
þeim eru falin samkvæmt 11. grein
hinna nýsamþykktu laga. Öðru vísi
er þetta ekki framkvæmanlegt. En
ef lögin sem nú hafa verið sam-
þykkt verða ekki framkvæmd á
þessu sviði þegar þau ganga í gildi
vegna stóraukins kostnaðar við
framkvæmdina, þá hefði verið
betra að sleppa samþykktinni. Kál-
ið er nefnilega ekki alltaf auðvéld-
lega sopið þó í ausuna sé komið.
Eða hefur Halldór máske tryggt
fjárhagslegu hliðina?
Punktakerfinu svokall-
aða hefur verið hafnað
af Verðlagsráði
Hin nýju lög um Ríkismat sjáv-
arafurða og sögð nauðsyn þeirra
fyrir sjávarútveginn, þau áttu upp-
tök sín að mínu mati í ekki vönduð-
um áróðri sem komið var af stað
með ómældum kostnaði í tíð fisk-
matsráðs, einkastofnunar Stein-
gríms Hermannssonar, þegar hann
var sjávarútvegsráðherra. Þessi
áróður byggðist á þeirri staðhæf-
ingu, sem aldrei hefur verið færð
sönnun á, að ferskfiskmatið væri
handahófskennt og misjafnt á milli
hinna ýmsu verstöðva. Seljendum
var sagt að matið snuðaði þá og
kaupendum var sagt hið sama.
Við þessum arfi tók Halldór Ás-
grímsson, þegar hann settist í sæti
sjávarútvegsráðherra. Ekki verður
dregin önnur ályktun af við-
brögðum - ráðherrans gagnvart
framangreindum söguburði en að
hann hafi trúað honum. Tveir full-
trúar úr Verðlagsráði fyrrverandi
ráðherra voru því fengnir til að
koma lagi á hlutina. Sá sem tók að
sér ferskfiskmatið lét hendur
standa fram úr ermum og samdi
nýtt matskerfi, sem gengið hefur
undir nafninu „Punktakerfið“. En
þegar átti að hefja mat eftir þessu
nýja kerfi á sl. vetrarvertíð, þá kom
babb í bátinn, því Verðlagsráð
sjávarútvegsins sem saman stendur
annars vegar af fulltrúum fisk-
kaupenda og hinsvegar fulltrúum
útvegsmanna og sjómanna, það
hafnaði nýju matsreglunum. Á ný-
afstöðnum fundi í ráðinu, þar sem
verið var að fjalla um nýtt fersk-
fiskverð sem taka átti gildi þann 1.
júní samkvæmt lögum, þá var hinu
nýja matskerfi aftur hafnað. Þann-
ig stendur málið þegar þetta er
skrifað.
Að yfirveguðu ráði hefur Verð-
lagsráð einróma kosið að fá að
halda hinum gömlu matsreglum
þrátt fyrir róginn um óhæft fersk-
fiskmat sem haldið hafði verið á
lofti, og magnaður var upp um
skeið. Eg.tel þetta vera verðuga
uppreisn fyrir hinn aldna deildar-
stjóra ferskfiskmatsins sem unnið
hefur að því ötullega að gera matið
á nýjum fiski jafnt og raunhæft um
allt landið. Énda segir það sína
sögu að höfundur „Punktakerfis-
ins“ bað þennan mann að hætta
ekki strax störfum, þó hann hefði
náð aldurshámarki opinberra
starfsmanna.
Niðurlag
Frumvarpið um Ríkismat sjávar-
afurða tók á sig ýmsar breytingar á
ferð sinni gegnum Alþingi. Flestar
voru þessar breytingar til bóta, en
skiptu ekki sköpum um megin atr-
iði frumvarpsins. Lögin um Ríki-
smat sjávarafurða bera vitni um
gölluð lög sem standa frá faglegu
sjónarmiði langt að baki lögunum
um Framleiðslueftirlit sjávara-
furða, sem falla úr gildi. Og í sam-
bandi við þessa lagasetningu sem
að mínu mati var sótt meira af
kappi en forsjá, mætti spyrja:
Verður það í tísku á næstu árum
að hver nýr sjávarútvegsráðherra
setji ný lög án tillits til þess hvort
þau sem fyrir eru hafa reynst vel
eða illa?
Það er að síðustu von mín að hin
nýsamþykktu lög um Ríkismat
sjávarafurða valdi minni skaða í
framkvæmd heldur en þau gefa ti-
lefni til við yfirlestur.
30. maí 1984
Jóhann J.E.Kúld