Þjóðviljinn - 14.06.1984, Page 10

Þjóðviljinn - 14.06.1984, Page 10
10 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1984 Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavíkur bjóöa eldri félagsmönnum sínum og mökum þeirra til kaffihlaðborðs laugardaginn 16. júní nk. í Lindarbæ milli kl. 14.00 og 17.30. Stjórnir félaganna. LÁTIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Sprungu- og þak- Gerum föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu. Upplýsingar í símum (91) 666709 Ritið Ljósmæður á íslandi er til afhendingar að Grettisgötu 89 alla virka daga kl. 16 til 18 til 4. júlí nk. sími 17399. Útgáfustjórnin. Svo skal bÖI boeta MEGAS TOLLI BEGGI KOMMI BRAGI gramm Lauð^vegur17 Slmi 12040 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Bergur Pálsson Lönguhlíð 25 Reykjavík lést sunnudaginn 3. júní. Útför hefur þegar farið fram, í kyrrþey, að ósk hins látna. Valgerður Briem Páll Bergsson . Lilja Magnúsdóttir Valgerður Bergsdóttir Ásmundur Backman Þorsteinn Bergsson Ingibjörg Ásta Pétursdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Harðar Gíslasonar. Alfreð Harðarson Ásta S. Alfonsdóttir Guðbjörg Ósk Harðardóttir Trausti Finnsson Sigurgísli Harðarson Kirsten Moesgaard Barnabörn og barnabarnabarn. In memoriam Bergur Pálsson F.6.12.1914 -D. 3.6.1984 Einhvern veginn var það svo með vin minn Berg Pálsson að fæst- ir áttuðu sig almennilega á mannin- um, enda bjuggu í honum andstæð- ur sem ekki var ætíð auðvelt að átta sig á. Til að geta sætt miklar and- stæður þannig að úr verði bæði heilsteypt og sönn manngerð þarf í senn sterka skapgerð og mikla greind. Menn án andstæðna eða innri mótsagna eru rislitlir, flatir og leiðinlegir. Þeir takast aldrei á við neitt í sjálfum sér og ná því aldrei sálarlegum þroska. Þeir verða aldrei nema hálfir menn. Bergur Pálsson var ákaflega heill maður, í öllum þeim fjölbreytileika, breisk- leika og styrk sem rismiklir menn búa yfir. Þessi glaðværi spekingur, þessi alfræðiorðabók mannlegrar lífsreynslu er nú allur. Hann hefur kvatt lífið sem honum þótti í senn dýrmætara en líka forgengilegra en nokkuð annað. Það er alltaf erfitt að kveðja vini sína, þegar þeir hefja þá för sem enginn snýr úr aftur. Það er erfitt, því þeir taka með sér eitthvað af manni sjálfum. Ég vona þó að Bergur taki ekki uppá því að skila einhverju af þessu aftur, því þá þyrftu að fara fram vöruskipti, þar sem ég bæri mjög skarðan hlut frá borði. Þegar ég kynntist Bergi hafði hann að baki alian merkilegasta hluta ævi sinnar. Árin með Steini og fleiri höfuðsnillingum, Unuhús var orðið að endurminningu og engin skáld lengur í landinu sem ritað gátu klassískan texta. Meðan ég starfaði við bókaút- gáfu ræddi ég oft við Berg, hvort hann væri ekki fáanlegur til að segja ævisögu sína og gefa út. Lengi vel þybbaðist hann við, vissi gjörla að margt sérstætt kæmi upp ef hann segði frá öllu sem á daga hans hafði drifið. í því sambandi spurði hann mig, hvort hann hefði nokkurn rétt til að eyðileggja goð- sögnina um Stein, Halldór og ýmsa fleiri. Hann svaraði spurningunni sjálfur áður en ég hafði alveg áttað mig á raunverulegri alvöru hennar. „Nei, þann rétt hef ég ekki, þann rétt hefur enginn, svona vill þjóðin hafa það“. Þó var svo komið mál- um að hefjast átti handa við frá- sögn og ritum ævisögunnar, þá gerðust skringilegir hlutir, sem urðu orsök þess að Bergur dró sig inní skel sína og hætti við alltsam- an. Skrásetjari verksins vildi fá ann- an útgefanda en Mál og menningu. Bergur neitaði strax og sagðist ekki segja sögu sína til að láta einhverja útsmogna peningaplokkara græða á sér og sínum vinum. Það var ómetanlegur skaði íslenskri menn- ingarsögu að Bergur skildi renna æviskeið sitt á enda án þess að skilja eftir sig frásögn af þeirri merkilegu skáldakynslóð sem hann lifði svo náið með. Þessi litríka saga er glötuð að eilífu og eftir situr fá- tækari þjóð. Bergur Pálsson hafði meira gam- an af fólki en öðrum fyrirbærum lífsins. Ég man eftir því þegar við rákumst saman fyrst í matsal stjórnarráðsins fyrir réttum 15 árum og hann bauð mér sæti við fastaborð sitt í horninu: „Sestu hérna að borðinu, það er í þér ein- hver vestfirskur djöfladómur sem mig langar til að kynnast". Eftir það bar fundum okkar saman eins oft og kostur var og alltaf var við- ræðuefnið mannlífið, mannleg ör- lög, þjóðin og framtíð hennar og stjórnmál. Hann var það heilbrigð- ur að honum leiddust efnahagsmál og prettvísi í víðari merkingu. Mannfólkið er misjafnt og marg- þætt. Okkur sem búið er að spilla með of langri og ófrjórri skóla- göngu er gjarnt að hafa gaman af einhverjum takmörkuðum við- fangsefnum, þröngum sviðum eða dauðum hlutum. Við hólfum mannlífið niður í skúffur og bútum manninn sjálfan í marga parta. Bergur Pálsson var heillaður af manninum eins og hann kemur fyrir, hugsun hans, tilfinningum og örlögum. Húmanisminn var hans stóra ídeal, þar sem mannlegt líf og örlög eru mælikvarði og viðmiðun alls. Lífið var honum tilgangur og takmark í senn. „Þú kynnist aldrei lífinu“, sagði hann, „nema í gegn- um sársaukann, hann er sönnun- argagnið. Þú mátt aldrei reyna að forðast hann“. Vitur maður hefur sagt, að helsti munur á íslendingum og Evrópu- búum sé sá, að þeir síðarnefndu væru hræddir við dauðann en hefðu engan beyg af lífinu, þetta væri öfugt farið með íslendinga þeiróttuðust lífið en ekki dauðann. Sé þetta rétt, þá var Bergur Pálsson líkari Evrópubúa en venjulegum íslendingi, enda fyrirleit hann lífshræðslu og þau þægindi og át- akaleysi sem henni fylgja. Hann hafði orð á því, að nauðsynlegt væri að halda opnum glugga til Evrópu svo við koðnuðum ekki í því menningarlausa lífsgæðakapp- hlaupi, sem hefði tekið við að lúth- erskunni sem þjóðtrú íslendinga. Sjálfur hélt hann glugga sínum eins opnum og aðstæður hans leyfðu. Bergur var mjög vandlátur mað- ur, bæði á smekk, fólk, en þó helst á skáldskap. Þegar ég hitti hann síðast færði ég honum bók eftir ísa- ak Babel og talið barst að austur-evrópskum gyðingum, sem við bárum báðir djúpa lotningu fyrir. Hann var alæta á slíkar bækur og ég lofaði honum annarri af svip- uðum toga næst þegar ég kæmi. Við töluðum líka um ferðina, sem við höfðum ætlað að fara í þrjú ár undir eggtíð með Guðmundi joð. Þá átti að fara vestur í Hólm og útí eyjar, fyrir Jökul og á slóðir séra Árna. Úr henni verður víst ekkert meir og bókinni umtöluðu hef ég stungið upp í skáp aftur. Nú er sviðið autt og ekkert brosmilt and- lit ræðir við mig lengur um heims- sýn gyðingaog hnýtiraftaní hnytti- sögu af Steini. Far vel Bergur, far vel. Haf þökk fyrir ómetanlegar ánægjustundir og dýrmæta vináttu. Ástvinum votta ég dýpstu sam- úð. Þröstur Ólafsson PSORIASIS-SJUKLINGAR Ákveðin er ferð fyrir psoriasis sjúklinga 16. ágúst nk. til eyjarinnar Lansarote. Þeir sem sóttu um ágústferðina þegar auglýst var í apríl þurfa ekki að sækja um aftur þar sem sú umsókn er í fullu gildi. Vinsamlegast fáið vottorð hjá húðsjúkdómalækni um þörf á slíkri ferð og sendið það merkt nafni, heimilis- fangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingayfirlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. júlí. Tryggingastofnun ríkisins FRETTATILKYNNING Dagana 14. til 17. júní, að báðum dögum meðtöldum, verður Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónar) með opið hús að Skólavörðustíg 46. Verður þar í máli og myndum sagt frá sögu kirkjunnar og kenningum. Einnig geta gestir skoðað gestamið- stöðina og ættfræðisafnið. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis og án allra skuldbindinga. Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu Skólavörðustíg 46 ÚTBOÐ Tilboð óskast í endurnýjun hitaveitulagna í Snorrabraut og Eg- ilsgötu. Lengd um 1100 m, fyrir hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. júní nk. kl. 14.00 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.