Þjóðviljinn - 14.06.1984, Qupperneq 16
DJÚÐVIUINN A&alsimi Þjó&viljanser 81333 M. 9-20 mánudag tilföstudags. Utan þesstímaer hægt að ná í blaðámenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. ? -12 er hægt að ná í aigreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsimi
Fimmtudagur 14. júní 1984 oiöö3
Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi:
Okkurfannst rangt að uppsögninni staðið
„AHtsemhaftereftir
Magnúsi Skarphéðinssyni um
mín ummæli í Þjóðviljanum í
gær, er bull og vitleysa",
sagði Guðrún Ágústsdóttir
þegar Þjóðviljinn hafði
samband við hana vegna
uppsagnarinnar hjá SVR.
„Málið er allt orðið umsnúið,
sem sést best á því að Þjóðviljinn
slær því fram sem mínum einleik.
Sá úmdur sem Magnús er að
vitna í var lokaður og við vorum
ekki meðmælt því. Á þeim fundi
bætti ég engu við ræðu þá sem ég
hafði áður haldið. Þar tók ég
undir bókun Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur, borgarfulltrúa í
borgarráði, þar sem hún lýsti því
að henni fyndist rangt að upp-
sögn Magnúsar staðið. Auk þess
deildi ég á núverandi meirihlut-
ann fyrir það hversu ötullega
hann hefur gengið fram í því að
losa sig á ýmsan máta við „óæski-
lega“ starfsmenn“.
Áður en fundi þessum var Iok-
að tók Adda Bára Sigfúsdóttir
það fram að borgarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins væru allir á
sama máli og Guðrún Ágústs-
dóttir og að ekki væri ágreiningur
í þeirra röðum.
Að loknu máli Öddu Báru var
fundi lokað og greiddu 14 borg-
arfulltrúar atkvæði með lokun-
inni. Aðeins tveir borgarfulitrúar
tóku til máls á lokaða fundinum,
þær Jóna Gróa Sigurðardóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
stjórn SVR og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
„Það er því ekki rétt hjá Magn-
úsi að ég hafi borið þar uppá hann
sakir sem eru rakalaus ósannindi.
Hvað líður framkvæmd upp-
sagna, þá er það mál forstjóra.
Ég hef ekki skipt mér af því. Við
stóðum frammi fyrir gerðum
hlut. Auðvitað má deila um það
hvað ég hefði átt að gera og sjálf-
sagt að gera það, en ég hef haft
samstarf við mína félaga í mínum
flokki í þessu máli eins og öllum
öðrum málum og tel það skyldu
mína í sósíalískum flokki“, sagði
Guðrún ennfremur. ss.
Sjá einnig 7
Nýtt fjölmiðlafyr-
irtæki á Akureyri:
KEA
stærsti
hlut-
hafinn
Verða verkalýðs-
félöginmeð?
„Það kom hingað bréf
undirritað af Hermanni
Sveinbjörnssyni, ritstjóra
Dags, og Vali Arnþórssyni,
kaupfélagsstjóra KEA, í síðasta
mánuði þarsem
Alþýðusambandi Norðurlands
var boðin aðild að þessu
fyrirtæki, Samveri h.f.“, sagði
Þóra Hjaltadóttir, formaður
Alþýðusambands Norðurlands
í samtali við blaðið í gær. KEA á
einn stærsta hlutinn í þessu
fyrirtæki, en því er m.a. ætlað
að gera myndbönd með
upplýsinga- og fræðsluefni -
svipað og ísfilm hf. í Reykjavík.
Þóra sagði, að miðstjórn ASN
hefði ákveðið að senda bréfið
áfram til aðildarfélaganna, því
ASN er alls fjárvana. ASN hafa
borist nokkur svarbréf og hafa þau
verið jákvæð, en endanleg ákvörð-
un verður tekin af hálfu ASN í lok
næstu viku. Stofnfundur Samvers
hf. hefur verið haldinn, en ASN
fékk frest til að taka endanlega
ákvörðun.
„Mér finnst þetta persónulega
jákvætt“, sagði Þóra aðspurð um
fyrirtækið. „Mér finnst gott til þess
að vita að verkalýðsfélögin láti fjöl-
miðlun til sína taka - við megum
alls ekki verða útundan á þessu
sviði. En eins og ég sagði þá verður
aðildarfélögum ASN látið eftir að
taka ákvörðunina um aðild“. ast
Hvernig fara álviðræðurnar?
Það má Oðinn vita
segir Sverrir Hermannsson ráðherra
„ Ég hef ekkert frétt ennþá“,
sagöi Sverrir Hermannsson
iðnaöarráöherra þegar
Þjóðviljinn spurði eftir hádegið í
gærfrétta afviðræðum
álnefndar ríkisstjórnarinnar við
Alusuissemenn. Þessi
samningalota hófst í
Lundúnum í gærmorgun og
lýkur í dag. „Menn lifa í voninni
um að þeir muni gera okkur
viðunandi boð. Hvernig þetta
fer má Óðinn vita. Ég er ekki
spámannlegavaxinn. Enalltaf
bjartsýnn“.
Nú stóð til einusinni að þessum
viðrœðum lyki fyrir 1. apríl í vor?
„Já, í bráðabirgðasamkomulag-
inu var stefnt að því, - það fer
öðruvísi“.
Verkalýðsfélagið í Vestmannaeyjum:
Samningum sagt upp l.sept
Aðalfundur Verkalýðsfélágs Vest-
mannaeyja sem haldinn var á mánu-
dag samþykkti einróma að veita
stjórn og trúnaðarráði heimild til að
segja upp samningum 1. september sl.
Þetta mun vera fyrsta félagið scm
samþykkir slíka heimild.
Jón Kjartansson, sem á fundinum
var endurkjörinn formaður félagsins
sagði í gær að mikill baráttuhugur
væri í fólki. Menn hefðu ekki viljað vinnurekendur eru famir að hafa orð
bíða lengur með að veita stjórninni á því að það þurfi að hækka! Verka-
slíka heimild, enda færu sumarleyfis- lýðshreyfingin verður að fara að
tímar í hönd og erfitt gæti reynst að ná hrista af sér slenið, - það yrði nú til
saman fundi aftur fyrir 1. ágúst þegar þess að taka af henni „glæpinn“ ef
uppsögnin þarf að hafa komið fram. atvinnurekendur yrðu á undan henni
„Ég skal ekkert um það segja, að krefjast hækkunar launanna!"
hvort fleiri fylgja í kjölfarið“, sagði Stjórn félagsins var öll endurkjörin
Jón. „Það hlýtur hins vegar að vera á fundinum. Þá voru samþykkt hörð
orðið lélegt kaupið, þegar jafnvel at- mótmæli gegn hækkun á lyfjum og
sjúkrakostnaði og vítur á verkalýðs-
hreyfmguna fyrir að líða drukknum
mönnum að tala úr ræðustól á fund-
um sínum og þingum. Sjá nánar af
fundinum á bls. 3.
-ÁI
Sjásíðu3
Hvernig er að eiga það yfir höfði
sér að Alusuisse getur lœkkað raf-
orkuverðið aftur ef enn teygist úr
viðrœðum?
„Þeir geta ekki sagt þessu upp
fyrren í fyrsta lagi 23. júní og þá
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti.Ég á ekkivon áað þeir beiti
þessu ákvæði. Samningarnir hafa
dregist úr hömlu af ástæðum sem
eru þeirra megin. Fyrsta janúar tók
við hjá þeim nýr forstjóri, hann
veiktist í febrúar og lá fársjúkur í
þrjá mánuði og fór síðan í endur-
hæfingu. Þeir hafa ekki viljað
skipta um mann. Ég tel að það
verði auðvelt að ná samkomulagi
um að bráðabirgðasamkomulagið
framlengist“. -m