Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 5
Hinn 16. júníhófstí Listmunahúsinu við Lækj- argötu sýning á högg- myndum eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Þettaer fjórðaeinkasýning Steinunnar og prýða hana 17 verk frá þessu ári og hinu síðasta. Eru þau flest úr leir og gleri, en einnig steinsteypu og járni, gerð á þessu og síðasta ári. Steinunn stundaði nám í mynd- list í Portsmouth á Englandi að loknu stúdentsprófi og lauk BA- prófi í listum frá tækniháskólan- um þar í borg (Portsmouth Poly- technic), árið 1979. Síðan stund- aði hún framhaldsnám í eitt ár við Fagurlistaskólann í Bologna á ít- alíu. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún í Gallerí Suðurgötu 7, árið 1979. Ögun Það er nokkuð algild regla að listamenn feti sig frá útúrdúrum í tjáningu til markvissari og beinskeyttari túlkunar inntaks og formhugsunar. Að vísu er slík ögun til einföldunar ekki ein- skorðuð við listamenn, heldur gildir hún fyrir allt mannlegt at- ferli. Þroski að viðbættri starfs- þekkingu leiðir til einfaldari, en um leið nákvæmari lausna. Mað- urinn er hagsýn vera og reynslan kennir honum að velja sífellt styttri leiðir að markinu. Þetta viðurkenna flestir en eiga samt erfitt með að eygja gildi slíkrar hagsýni í listum. Allt of margir hneigjast til þeirrar trúar að flókin tjáning sé merkilegri en einföld. í augum þessara manna hefur list ekkert með tjáþörf að gera, heldur er hún einhvers kon- ar auglýsing á tæknibrellum, sirk- usglens eða eilífðardansbrjótur. Þessi sýning Steinunnar Þórar- insdóttur gefur einmitt til kynna ögun forms og hugsunar, töluvert umfram fyrri sýningar. Þetta hef- ur ekki gerst með neinum stórum stökkum, enda byggir Steinunn verk sfn á sömu minnum og áður. Þessar höggmyndir hafa þó til að bera meira gagnsæi og stafar það fyrst og fremst af því hve miklu skýrari þær eru, ef þær eru bornar Opnun nýrra leiða KIIIII riiiiiiniiEilllllllíííl Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur í Listmunahúsinu saman viö eldri verk listakonunn- ar. Efnið talar Það er efnismeðferðin sem er undirstaða þessarar þróunar. Hún er meira samræmi við mynd- hugsun listamannsins, en tekur ekki völdin sj álfrar sín vegna. Til- hneiging til munaðar í framsetn- ingu og stundum var áberandi þáttur í verkum Steinunnar, er hverfandi á þessari sýningu. í staðinn koma tilraunir með vold- ugri og hrjúfari efnivið, jafnvel efnisfátækt í jákvæðri merkingu. Allt gefur þetta tjáningunni meiri dýpt og sannverðugri. Sem dæmi um slíkar tilraunir er notkun Steinunnar á steinsteypu og járni. Að vísu hef- ur hún áður sýnt verk unnin í steinsteypu, en hér staðfestir hún meðferð sína á því efni. Fjögur verk eru þannig unnin og er járn meginuppistaðan í tveimur þeirra. En önnur efni sem áberandi hafa verið í höggmyndum Steinunnar, öðlast meiri kraft. Hér er átt við leirinn og glerið, en flestar lágmyndirnar eru gerðar úr þeim efniviði. Óreglulegt form og sundurliðun mótaðra búka í verkum semt tyllt er beint á vegg- inn, auka áhrifamátt þessara til- vistarkenndu mynda. Þær vaxa út úr veggjum salarins og nálgast áhorfendur hindrunarlaust. Það er eftirtektarvert hve „rammaleysi" og slitrótt fram- setning þessara verka skerpir inntak þeirra. Það er einmitt tæt- ing sjálfsins, niðurbútun per- sónuleikans og einangrunin í mergðinni, sem einkennir okkar spenntu tíma. Og maðurinn gengur þegjandi gegnum þessar misþyrmingar. Þannig lætur Steinunn efnið tala, ekki sem umgjörð um tján- ingu heldur sem hluta af henni. Þessi samhæfing myndmálsins og hugmyndarinnar ber vott um þróun frá hinu ómarkvissa til hins hnitmiðaða. Um leið verður merking þessara höggmynda al- tækari og reyndar margfaldast merkingargildið. Þannig losna þær undan dæmisagnaminninu jafnvel þótt þær snúist um svipað- ar grunnhugmyndir og fyrri verk listamannsins. Pétting til útvíkkunar Það getur virst mótsagnakennt að tala um að ögun leiði til út- víkkunar myndmáls. En með þessari þéttingu efnistaka losar Steinunn verk sín við allar óþarfa flækjur og opnar þeim nýjar brautir. Þekking hennar á miðl- unum kemur ekki fram í tækni- bruðli, heldur einlægari meðferð á þeim. Framundan er m.ö.o. óplægð- ur akur sem listamaðurinn getur tekið undir rækt á margbreyti- legan hátt. Þetta er reyndar það sem gefur sýningu Steinunnar sitt aukna gildi. Jafnvel þótt hún haldiáfram að fást við manneskj- una í tilfinningalegum þreng- ingum hennar og ytra útlit mynd- anna haldi áfram að vera í takti við önnur verk listamannsins, hafa skapast nýjar víddir sem tryggja áframhaldandi þróun. Slíkt er ekki lítils virði fyrir þroskaðan listamann. HBR Umsjón: Árni Bergmann Gangan langa og gamanmólin Stúdentaleikhúsið: Láttu ekki deigan síga Guðmundur eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir söngtextar: Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi Jónsson tónlist: Jóhann G. Jóhannsson leikmynd: Stígur Steinþórsson lýsing: Egill Arnason búningar: Margrét Magnúsdóttir og EUen Freydís Martin Það er margbúið að segja frá Guðmundi greyinu í blöðunum að undanförnu. Hann varð stúd- ent á bítlaöld og býr síðan við margar konur og er hver um sig tákn og ímynd hverrar hug- myndatísku sem hann ánetjast. Að lokum er gaurinn farinn að skrifa bókina sína og tekinn sam- an við stelpu sem er á leið út í lega tíma úr hunsku sjónarhorni hinna dösuðu, sem óverðugir draga andann á því Orwells ári, 1984? Það getur meira en verið, að slíkur háski sé fyrir hendi: í Guðmundi eru hugðarefnin, byltingin jafnt sem paneltískan, öll lögð að jöfnu undir hláturhníf- inn og loks er eins og ekkert hafi gerst. Kannski geta þeir fundið í þessum gamanmálum einskonar uppreisn æru fyrir sig, sem voru kornungir afar ráðsettir menn, héldu áfram að tutla Heimdallar- hrosshárið sitt meðan jafnaldr- arnir róttæku tóku stórar dýfur í lífsins ólgusjó? Sjáiði bara, geta þeir sagt, hvað sögðum við ekki? Má vera. En þarmeð er ekki nema tæp- lega hálf sagan sögð. Hláturinn er líka frelsandi á sinn hátt. Vinstri- Guðmundur (Kjartan Bjargmundsson) hefur reynt að yfirstíga þyngdar- lögmálið - en sem betur fer eru huggandi konur jafnan til staðar. (Ijósm. Atli) liðinu, einkum þeim sem yngstir eru á hverjum tíma, hættir til drepandi alvöru sem tengist bæði kredduþörf og vissri sjálfspynt- ingaráráttu. Það er þarft að leita móteiturs við því öllu. Og þar með getur það vel verið styrkur að hlæja að sjálfum sér og frænd- um sínum í mótmælagöngunni miklu. Grínið er reyndar „græsku- laust“ eins og aðstandendur sýn- ingarinnar segja. Broddarnir úr miklu mýkra efni en járni. Hér er ekki um úttekt að ræða, heldur stórstígt yfirlit yfir hugmynda- ekki farið fram hjá mönnum, að sýningin á að draga fram skop- legar hliðar á stúdentauppreisn og herstöðvaandstöðu og kvenn- abaráttu og möigu fleiru. Og þá kann einhver að spyrja: er ekki með þessu brauki og bramli verið að lítillækka merki- námsmannamótmæli, svipuð þeim og hann byrjaði sjálfur 1968 eða þar um bil. Það hefur heldur ÁRNI BERGMANN Mi&vikudagur 27. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.