Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 9
FURÐUR hængarnir. Nú er hins vegar sá háttur hafður á að aðferðin er sameinuð þeirri sem notuð er til að búa til hænglausa hrygnu- stofna. Með því er búinn til þrí- litna hrygnustofn, og enginn fisk- ur í honum kynþroskast nokkurn tímann. Með þessu er í rauninni búið að smíða draumastofn allra fiski- bænda, sem helst vilja engan kyn- þroska í sláturfiski og vilja jafn- framt geta alið hann í tiltölulega mikla stærð. Stóraukinn hagnaður Þó aðferðin sé svo nýkomin úr burðarliðnum að fullar niður- stöður undirbúningsrannsókna eru rétt nýbirtar, þá hefur hún eigi að síður verið tekin upp á nokkrum búum sem rækta regn- bogasilung í Englandi. Á þessum búum hefur hagnaður stóraukist, og svo fast er sóst eftir eggjum frá þeim að þau anna vart eftirspurn. Með aðferðinni er líka loks unnt að rækta stóran regnbogasilung og fullnægja þannig ákveðinni markaðsþörf, en ræktun á slíkum fiski hefur fram til þess ekki verið mjög arðbær sökum vandans sem stafar af kynþroskanum. Hagnaður af framleiðslu þrí- litna kvenstofna ætti þó að verða mörgum sinnum meiri í laxeldi en við ræktun regnbogasilungs. Slík- ir geldstofnar myndu endanlega slá brandi fyrir öll þau vandamál sem hljótast af bráðgerum kyn- Dreifrækt þroska í laxaseiðum og ötima- bærum kynþroska fullorðins fisks í tankeldi eða sjóbúrum. Þetta er einkum brýnt á íslandi þar sem laxastofnar virðast kynþroskast mun fyrr en víða erlendis. Að lokum skal lögð áhersla á það, að framleiðsla þrílitna hrygnustofna hefur enn ekki ver- ið könnuð til hlítar fyrir Atlantshafslaxinn, þó niðurstöð- ur tilrauna með regnbogasilung liggi fyrir. Hins vegar er ljóst að slíkir geldstofnar gætu sóraukið hagnað af laxeldi Islendinga og með því að bregðast skjótt við gætum við án nokkurs vafa skotið keppninautum okkar ref fyrir rass í útflutningi á þrílitna kvens- eiðum og -hrognum. / dreifrœkt er ungfiski sleppt ísmátjarnir og síki og látinn ganga sjálfala ísláturstœrð. Þetta er elsta og útbreiddastaformfiskeldis. Fiski beitt á engin Úrgangur nýttur Dreifræktin er líka stunduð mjög víða í smáum tilbúnum tjörnum í ýmsum ríkjum Asíu og Áfríku, og hjálparstofnanir Sam- einuðu þjóðanna hafa unnið geysimikilvægt starf við að út- breiða slíkar tjarnir í löndum þar sem skortur er á fæðu. í smáum þorpum er fólki þá kennt að gera tjarnirnar, og síðan er stofnuð miðstöð í hverju héraði sem framleiðir ungfiskinn, sem fólkið kaupir svo vægu verði. Þorpsbúar láta fiskinn í smátjarnir og í þær er síðan borin einhvers konar áburður til að örva framleiðslu á jurtasvifi sem fiskarnir nærast á. í mörgum tilvikum er fiskurinn líka alinn að einhverju leyti. Mat- arúrgang og öðru sem til fellur er kastað í tjörnina og breytt í dýr- mæt prótein. Gjarnan er ræktun á öðrum húsdýrum höfð með- fram eldinu, svosem svínum, og úrgangurinn frá þeim borinn í tjarnirnar. Oft eru líka ræktaðar endur á tjörnunum, og fiskurinn étur þá dritið úr þeim og verður gott af. Milljón ton Það er til marks um mikilvægi dreifræktarinnar í sumum lönd- um að árið 1982 voru með þeim hætti framleidd meir en miljón tonn af fiski í Kína, og í Húnan fylki einu höfðu nær 500 þúsund manns atvinnu af fiskeldi. í Evrópu hafa farið fram ár- angursríkar tilraunir með dreifi- rækt á lax- og sjóbirtingsseiðum: þeim er sleppt í lítil vötn, látin ganga sjálfala upp í göngustærð, þvínæst veidd og sleppt í ár til göngu til hafs. _ÖS Elsta afbrigði fiskeldis, sem raunarerennídag út- breiddasta eldisaðferð ver- aldar, byggistaðverulegu leyti á náttúrulegri framleiðni. Ungfiski er sleppt í tjarnir, síki eða smávötn og látinn ganga að miklu eða öllu leyti sjálfala. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að ala fiskinn mjög þétt Gott dæmi um dreifirækt er fiskeldið sem víða er stundað samhliða hrísgrjónarækt, en hrís- grjónaplöntur þurfa að standa undir vatni alllangan tíma. Þegar vatninu hefur verið veitt á ekr- urnar er ungfiski sleppt og beitt á ætisrík engin. Þegar vatninu er svo veitt af þeim aftur, þá er fisk- urinn bókstaflega tíndur upp með höndunum. Vatnakarfar í ísrael. ísraelar veita ýmsum þjóðum þróunaraðstoð í formi fiskeldískennslu og hér á myndinni eru nemendur frá Burma upp að mitti í ísraelskri eldistjörn ásamt kennurum. og afurðirnar eru því ekki mjög miklar. Þetta form fiskeldis sem kalla má dreifrækt (extensive farming) er upprunnið í Kína en þarlendir hafa frá því ævasnemma verið drjúgir á sviði fiskeldis. Þar eru til, dæmis skrifaðar heimildir um fiskeldi frá því löngu fyrir Krist og leifar fornra eldistjarna sjást þar líka. I Asíu er þetta útbreidd aðferð í fiskeldi, og er allmikilvæg upp- spretta nauðsynlegra fæðuefna í þeim hluta heimsins. Þar er eink- um ýmsum tegundum vatnakarfa beitt á ekrurnar. í suðurríkjum Bandaríkjanna hefur svipað eldi á kattfiski rutt sér til rúms og er nú á minna en tveimur áratugum orðið að stóriðnaði. Samanlagt munu þannig um 35 tegundir fiska ræktaðar samhliða hrísgr- jónunum. Skortir vatn eoa hita? Endurnýting vatns eða sjávar er hagkvœm sparnaðar- aðferð ífiskeldi, þarsem hún minnkar orkutap. I eldi lax og regnbogasilungs erfiskurinn hafðurmjög þétt, oft eru upp í 100 kíló á hvern rúmmetra. Gnægð góðs vatns er því nauðsynlegt til að bera súrefni til fiskanna og úrgangsefni frá þeim. Ofter ekki kleift að fá nægilega mikið vatn og sums staðar stendur vatnsskortur fiskeldi fyrir þrifum. Með einfaldri loft- un á vatninu má þó minnka vatnsþörfina mikið og séu svonefndarlíffræðilegarsíur notaðar má jafnvel endurnýta vatnið að miklum hluta, stund- um allt að 80 prósentum, eftir þéttileika fiska í eldinu. Sparar orku Endurnýting er að líkindum ekki nauðsynleg til að spara vatn hér á íslandi, þar sem vatn er alla jafna í nægilegu mæli. Hins vegar hefur endurnýting á vatninu ann- an kost í för með sér: hún minnkar orkutap í formi glataðs hita. Þar sem nauðsynlegt er að hita vatnið upp er þetta mjög þörf sparnaðaraðf erð. Til að hraða vexti laxaseiða uppí göngustærð þarf að hafa vatnið við ákveðið kjörhitastig og með því að nota lokað kerfi (endurnýta vatn að hluta) mætti halda vatninu við rétt hitastig á tiltölulega ódýran máta. Þetta kann að skipta máli þar sem jarð- hiti er ekki fyrir hendi. Krabbadýr- flatfiskur Jafnframt er ekki efamál að fyrr en síðar munu íslendingar hefja ræktun á krabbadýrum og flatfiski sem þurfa sjávar við. Dýrar tegundir einsog flatfi- skurinn sandhverfa sem og rækja og humar þurfa tiltölulega heits sjávar við til að vaxa nægilega hratt til að eldi þessara tegunda verði arðbært. Með því að endur- nýta sjó ætti hins vegar ekki að vera mjög dýrt að halda eldi- ssjónum nægilega heitum til að tryggja hraðan vöxt þeirra. _qS ^SÖLUBOÐ iP Borðsalt 750 gr. & [ Qulrætur og baunir |] V2 dós [•T* rvr. l Qrænar baunir iJ Vi dós & r Blandað grænmeti J Vi dós Bourbonkex 'c cLnirnr ...vöruverð í lágmarki FRÁ CLOSE YOULE IALLAR HEYVINNU- VÉLAR FRÁ OKKUR MJOG HAGSTÆTT VERÐ Algengasti KUHN tindurinn á kr. 79,00 með söluskatti. VÉIADEILD SAMBANDSINS BUVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811 ÓDÝRARL „ barnaföt bleyjur leikföng «sú&'ty Dúlla Snorrabraut Miövikudagur 27. júní 1984 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.