Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 1
MENNING
FURÐUR
Lœkningamáttur Bláa lónsins
Sjúklingar áhugalausir
Aðstoðarlandlœknir segir að embœttið fái hvorki fjármagn né
sjúklinga til að framkvæma rannsóknir
Þetta þýska par naut blíöunnar í Lystigarðinum á Akureyri. Sjá bls. 11. (Mynd Guðm. Svanss.)
Ekkert hefur enn orðið af fyrir-
hugaðri rannsókn á lækninga-
mátti Bláa lónsins í Svartsengi
sem landiæknisembættið ætlaði
að standa fyrir í vor og sumar í
samráði við samtök soriasissjúkl-
inga. Áhugaleysi sjúklinga að
taka þátt í rannsókninni og fjár-
skortur hefur staðið í vegi fyrir
framgangi málsins að sögn Guð-
jóns Magnússonaraðstoðarland-
læknis.
„Þaö hefur engin fjárveiting
fengist í þetta og það fást engir til
að taka þátt í rannsókninni svo
það verður ekki gerð nein rann-
sókn held ég á lækningamætti
Bláa lónsins að sinni“, sagði
Guðjón í samtali við Þjóðviljann
í gær
I fyrrahaust var að ósk samtaka
psoriasissjúklinga undirbúin
rannsókn á lækningamætti lóns-
ins. Var auglýst eftir sjúklingum
sem vildu taka þátt í tilrauninni
með því að stunda reglulega böð í
Bláa lóninu í ákveðinn tíma á
sama tíma og annar hópur sjúkl-
inga færi á sundstaði jafnoft.
Taldi landlæknisembættið lág-
mark að 40 manns tækju þátt í
þessari samanburðartilraun en
aðeins 18 aðilar gáfu sig fram.
Var því hætt við að sinni og
ákveðið að reyna aftur nú í vor
þegar tíðarfar væri betra.
Heilbrigðisráðuneytið hafði veitt
fjárupphæð til rannsóknarinnar
með aukafjárveitingu uppá tæp-
lega 50 þúsund krónur.
Þessi fjárhæð brann upp um
síðustu áramót og þrátt fyrir ítr-
ekaðar tilraunir landlæknisemb-
ættisins að fá fjárhæðina yfir-
færða yfir á þetta ár vegna fyrir-
hugaðrar rannsóknar nú í vor,
hafa engin svör borist frá ráðu-
neyti né hagsýslustofnun að sögn
Guðjóns Magnússonar. Þar til
viðbótar hefur illa gengið að fá
sjálfboðaliða í rannsóknina.
-fg-
Sjá bls. 3
Nýjung
Hængunum útrýmt!
í nýjum blaðhluta Þjóðviljans, Furðum, erídag
greintfrá nýjum aðferðum sem erlendis hafa
stóraukið arðsemi affiskeldi.
Nýjar breskar aðferðir gera nú
fiskeidisbændum kleift að
koma í veg fyrir ótímabæran kyn-
þroska í sláturfiski, en hann hefur
oftlega valdið búsifjum í eldi lax
og regnbogasilungs. Einkum hafa
hængarnir verið grátt leiknir af
honum.
Hinar nýju aðferðir byggjast á
því að búa til hreina hrygnustofna
þar sem enginn hængur fyrir-
finnst. En hrygnurnar kynþrosk-
ast síðar en hængarnir og hafa því
yfirleitt náð söluhæfri stærð áður
en kynþroskinn gengur í garð.
Jafnframt eru til aðferðir sem
gera mögulegt að framleiða geld-
fisk, sem kynþroskast aldrei, en
vex samfellt þangað til honum er
slátrað. Með því móti er mun
auðveldara og fljótlegra að búa
til stórfisk, en markaðurinn fyrir
stóran fisk er sá markaðsgeiri
sem örast vex um þessar mundir.
Sjá bls. 7-9.
FURÐUR
Útrýmum
hængunum
og stóraukum
arðsemi
Garðabœr
Lóðaúthlutanir eftirgeðþótta
Mikil gremja í bœnum með vinnubrögð íhaldsins við úthlutun lóða til ungra bœjarbúa.
Grundarfjörður
Sömdu við
sjálfa sig
Þeir gerðu leigusamning við
sjálfa sig um eignir annarra
fyrir ekki neitt. Lárus Guð-
mundsson Grundarfirði segir
frá Látravík h.f.
Sjá bls. 11.
Sjálfstæðismeirihlutinn í
Garðabæ hefur lagt fram lista
í bæjarstjórn með nöfnum þeirra
59 ungu bæjarbúa sem þeir vilja
úthluta lóðum undir einbýlis-,
par- og raðhús í Búðahverfi. Nær
140 sóttu um þessar lóðir en Sjálf-
stæðismcnn hafa valið úr hópn-
um án þess að farið væri eftir
neinum reglum þar af lútandi. Af-
greiðsla óskalista íhaldsins í bæj-
arstjórn er síðan formsatriði.
Mikillar gremju gætir meðal
ungra Garðbæinga vegna þeirrar
aðferðar sem Sjálfstæðismenn
beittu við lóðaúthlutunina. Þar
hafi greinilega oft á tíðum annað
ráðið meiru en búseta og atvinna
umsækjenda í bæjarlandinu.
Meirihluti bæjarstjórnar í
Garðabæ ákvað fyrr á árinu að
úthluta svæði í Búðahverfi í svo-
kölluðum „gryfjum" eingöngu til
Garðbæinga undir 30 ára aldri.
Samkvæmt skipulagi eru þar til
ráðstöfunar 36 einbýlishúsalóðir,
15 raðhúsalóðir og 8 parhúsalóð-
ir. í þessu fyrirhugaða hverfi
„unga fólksins“ gerir sjálfstæð-
ismeirihlutinn hins vegar hvergi
ráð fyrir þeirri þjónustu sem
brýnust er fyrir ungt fólk með
smábörn. Ekkert dagheimili er
fyrirhugað í hverfinu, enginn
leikvöllur og engin strætisvagna-
þjónusta. -4g.