Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.06.1984, Blaðsíða 8
Dr. Richard Lincoln í fiskeldisstöð breska fiskimálaráðuneytisins í Lowe- stoft á Englandi hefur meðfélögum sínum unnið merkilegt brautryðj- endastarf við að þróa nýja tækni sem gerir kleift að framleiða hreina hrygnustofna og einnig stofna geldfisks. Hérer hann með stokkfeitan regnbogasilung í fanginu. fæðunám og jafnframt nýting ét- innar fæðu, eingsog fyrr er sagt. í uppbyggingu kynfæranna fer líka mikil orka, stundum meir en þriðjungurinn af öllum orku- birgðum hængsins. Orkan er að verulegu leyti sótt í vöðvana, sem minnka því allmikið, ennfremur verður kjötið vatnskennt og bragðvont. Jafnframt breytist út- lit þeirra mjög: á neðra skoltinn vex krókur sem hængarnir beita grimmilega gegn félögum sínum í hatrömmum bardögum sem þeir heyja um hrygnurnar, og verða að lokum sárir og öróttir. Þessar breytingar draga allar mjög úr sölugildinu og það er vísast ekki fjarri sanni að fullkynþroska eru hængar laxfiska nánast óseljan- legir. Dánartíðni eykst líka mjög við kynþroska, því hin mikla fram- leiðsla kynhormóna yfir hrygn-' ingartímann bælir ónæmiskerfið í líkömum þeirra, svo fiskarnir verða auðveld bráð sóttkveikjum sem smeygja sér inn um sárin sem hængarnir fá í bardögunum yfir fengitímann. Hormón sem til verða í tengslum við kynþrosk- ann rýra jafnframt hæfni þeirra til að sporna gegn flutningi ýmissa saltefna inn í líkamann, þannig að i sjóeldi er lífsvon kynþroska hænga afar naum. Bráðger snemmendis Erlendar heimildir greina frá því að hængseiði Atlantshafslax- ins verði á stundum næstum því öll kynþroska í ánum áður en þau ná að skrýðast göngubúningi og halda til sjávar. I eldi hendir líka að mjög hátt hlutfall hæng- seiðanna kynþroskist en það virðist þó vera mismunandi eftir löndum og stofnum. Hrynguseiði verða hins vegar aldrei kyn- þroska fyrir sjávargöngu. Þess má geta að uppi eru kenn- ingar um að þessi bráðþroska hængseiði - sem eru oft einungis 10 til 15 sm stór - séu sá hluti hænganna sem sjái fyrst og fremst um frjóvgun hrogna í ánum, en stærri hængarnir sem koma úr sjónum séu ekki jafn nauðsyn- legir æxiuninni og haldið var forðum. Skylt er að geta þess, að þetta eru nýjar kenningar og af mörgum taldar hin versta villu- trú. Meir um það síðar. En af kynþroska hængseið- anna er laxabændum þrenns kon- ar miski búinn. 1. Vaxtarhraði minnkar mjög. 2. Dánartíðni eykst verulega. 3. Kynþroska hængseiði taka á sig göngubúning síðar en hin ó- kynþroska, og þarf því að ala ef til vill ári lengur áður en unnt er að setja þau í sjó. Pví má ennfremur halda fram með gildum rökum að það sé hin háa dánartíðni sem kynþroskinn veldur hjá hængseiðunum, sem er orsök þess að í ánum ganga að jafnaði helmingi færri hængseiði til sjávar en hrygnuseiði og jafn- framt endurheimtast helmingi færri fullvaxta hængar en hrygn- ur úr hafi. Þetta er að vísu byggt á erlendum heimildum og lægra hitastig við fsland kann að minnka bráðþroskann og því vinna gegn þessum mikla mun. Eigi að síður bendir þetta til, að hafbeit kynni að skila mun betri árangri ef notast væri við hreina hrygnustofna, þar sem ekkert seiðatap yrði af völdum kyn- þroska í hængseiðunum. Hrygnustofnar Af öllu þessu ætti að skiljast, að með framleiðslu á stofnum sem stæðu saman af hrygnum ein- göngu yrði sneitt hjá þeim vanda- málum sem hængar hafa í för með sér fyrir eldi, og lýst er að ofan. í Bretlandi hefur verið þróuð að- ferð á allra síðustu árum sem ger- ir þetta mögulegt á tiltölulega einfaldan hátt. Þessi aðferð er í tveimur þrepum. Fyrsta þrepið felst í því að yfir átta til tólf vikna skeið eftir að seiðin hefja næringarnám er þeim gefið fóður sem í eru sérstök karl- hormón. Þessi hormón hafa eng- in þekkt áhrif á hængseiðin en valda því hins vegar að hrygnu- seiðin breytast, þau skipta nánast um kyn og þegar þau um síðir kynþroskast þá framleiða þau ekki hrogn, heldur svil. En þrátt fyrir að hin upphaf- legu hrygnuseiði séu þannig farin að starfa og hegða sér einsog hængar, þá er arfgerð þeirra enn- þá kvenkyns, og svilin sem „þær“ framleiða hafa því einungis kvenlitninga - en engan karllitn- ing. Seinna þrepið felst svo í því að þessi svil eru notuð til að frjóvga hrogn úr venjulegum hrygnum (sem líka hafa bara kvenlitn- inga). Litningarnir sem við þetta renna saman eru því allir kven- kyns og þarmeð er fræðilega ómögulegt annað en öll afkvæmin verði líka kvenkyns. Stofn, sem hefur enga hænga, einungis hrygnur, er þannig til orðinn. Sérstaka áherslu er vert að leggja á þá staðreynd að hormón- in eru einungis notuð í fóður for- eldranna, aldrei á afkvæmin sem undan þeim koma, þannig að hrygnurnar eru jafn hæfar til manneldis og fiskurinn í ánum. Fjölmargir kostir Með framleiðslu hrygnustofn- anna er að sjálfsögðu tekið fyrir öll þau vandkvæði sem fylgja kynþroska hænganna. Fleira já- kvætt hlýst þó af notkun aðferð- arinnar. Laxahrygnur dvelja þannig að jafnaði ári lengur, stundum meir, í hafi en hængarn- ir, þó nokkuð sé að vísu um frávik frá þeirri reglu á íslandi. Hrygn- urnar koma því yfirleitt stærri úr hafi, og í hafbeit kynnu hreinir hrygnustofnar því að skila stærri fisk að meðaltali en blandaðir stofnar. Jafnframt mætti hugsa sér að framleiðsla á einkynja stofnum gerði kleift að reyna sleppingu á nýjum tegundum í ár og vötn, þar sem slíkum einkynja stofni yrði ókleift að festa sig í sessi og við- halda sjálfum sér í náttúrunni. Með því mætti því kanna áhrif nýrrar tegundar á íslensk vistkerfi, án þess að eiga á hættu að hún æxlaðist og tæki sér fast ból í landinu. Regnbogasilungur- inn, sem til er í hérlendum fisk- eldisstöðvum, er að sjálfsögðu fremstur frambjóðandi í slíka til- raun, enda mál til komið að kanna áhrif hans á aðra fiskteg- unduf íslenskar, eftir alla þá um- ræðu sem hefur sprottið á undan- förnum áratug um meint áhrif hans á íslenska náttúru. í Bretlandi er í undirbúningi að reyna hafbeit á nýrri laxategund frá Kyrrahafi, og nota einungis hrygnustofna af þeirri ástæðu að slíkir stofnar gætu aldrei fest sig í sess og bolað burt öðrum tegund- um, ef illa tækist til. Breska fiski- málaráðuneytið mun sjá um til- raunina. Að lokum er vert að benda á að framleiðsla kvenstofna er ný að- ferð sem enn hefur ekki verið tekin upp í miklum mæli í laxeldi nágrannalanda. Slíkir stofnar eru hins vegar mjög eftirsóttir einsog reynslan úr regnbogasilungseldi Breta sýnir, og haldi íslendingar vel á spöðunum kynni hér að vera möguleiki til að hefja stórfelldan útflutning á einkynja laxa- seiðum. -ÖS Geldstofnar -ráðtilað framleiða stórfiska Séu hrogn látin sœta einföldu hitalosti skömmu eftir frjóvgun verða afkvæmin geld. Þannig má útrýma kynþroska ísláturfiski og búa tilfisksem eyðir engri orku í byggingu kynkirtla - en vex án afláts í dag er sífellt meira sóst eftir stórum eldisfisk og í Ameríku er það til dæmis hluti markað- arins semörastvex. Fyrirfisk- eldi er á þessu sá Ijóður, að til að ná laxi eða regnbogasil- ungi í hæfilega stærð fyrir þennan markaðsgeira er nauðsynlegt að ala fiskinn svo lengi að hann kynþroskist óumflýjanlega áður en kjör- stærðinniernáð. Að vísu er kleift að sneiða hjá verstu afleiðingum kynþroskans með því að framleiða hængslausa hrygnustofna einsog lýst er ann- ars staðar í Þjóðviljanum í dag. En til að fá nægilega stóran fisk þarf oftar en ekki að ala hrygn- urnar einnig fram yfir kynþrosk- ann, og fiskibændur þurfa þar- með að taka á sig verulegt fram- leiðslutap sem af honum stafar (ágöllum kynþroska fyrir slátur- fisk er lýst í annarri grein í dag). Ráð gegn þessu var fundið upp í rannsóknarstöð breska fiskimálaráðuneytisins í Lowe- stoft: aðferð til að framleiða geld- an fisk, sem aldrei kynþroskast. Hitalost Upphaf aðferðarinnar má rekja til þess að vísindamenn í stöðinni tóku eftir því að sumir regnbogasilungar kynþroskuðust ekki þegar fullorðinsstærð var náð. f fyrstu var haldið að fiskarnir væru einungis að „hvíla“ sig frá hryggningu eitt og eitt ár, einsog er títt meðal norðlægra stofna laxfiska. Síðar kom í ljós að það voru sömu fiskarnir sem ekki þroskuðu kynfæri ár eftir ár. Eftir miklar rannsóknir kom í Ijós að þessir fiskar voru einsog allir aðrir fiskar nema að einu leyti: í stað þess að venjulegir fiskar hafa tvö litningamengi í hverri frumu (tvílitna) höfðu þessir þrjú litn- ingamengi (þrílitna). Þegar í stað var hafist handa um að finna leið til að búa til þrí- litna regnbogasilung, sem aldrei tæki út kynþroska. Eftir miklar rannsóknir fannst óbrigðult ráð: með því að láta hrognin sæta ein- földu hitalosti skömmu eftir frjóvgunina urðu ákveðnar breytingar á frumuskiptaferlinu sem ollu því að fiskar sem upp uxu af hrognunum urðu allir þrí- litna. Laxeldi getur orðið gjöful atvinnugrein á íslandi ef rétt er á málum haldið. Draumastofn fiskibóndans Þegar fyrstu tilraunafiskarnir sem þannig voru meðhöndlaðir náðu fulllorðinsaldri kom í ljós að hrygnurnar voru gersamlega ókynþroska, en þó ekki allir 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. júní 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.