Þjóðviljinn - 27.06.1984, Side 2
Ferðamál
Vikurit fyrir
ferðamenn
í þessum mánuði hóf göngu
sína vikuritið „What’s on in
Reykjavík“. Með útgáfu þess er
hafín þjónusta við ferðamenn
sem lengi hefur tíðkast og þykir
sjálfsögð í erlendum borgum, þ.e.
að kynna þeim það helsta sem
borgin hefur upp á að bjóða á
sviði menningar og lista,
skemmtanalífs, verslunar og al-
mennrar þjónustu við ferða-
menn.
Tvö tölublöð eru komin út og
meðal efnis þeirra má nefna
greinar um veitingahúsin í borg-
inni, galleríin, verslanir, Nor-
ræna húsið og Hallgrímskirkju.
Einnig ritar útlendingur búsettur
í Reykjavík grein um það hvernig
borgarlífið kemur honum fyrir
augu. Að auki eru sagðar fréttir
af ýmsu því sem snýr að ferða-
mönnum á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og áður segir kemur ritið
út vikulega í sumar og verður
upplagið 8 þúsund eintök. Er því
dreift ókeypis í allar vélar Arnar-
flugs og Flugleiða og til farþega
færeysku ferjunnar Norröna, auk
þess sem það liggur frammi á
ferðaskrifstofum, bílaleigum,
Umferðarmiðstöðinni og víðar.
Á bak við nafnið leynast m.a.
þau Áslaug Jóhannesdóttir,
Nanna Mjöll Atladóttir og Örn
Pálsson og hvetja þau alla sem
vilja koma á framfæri upplýsing-
um tii ferðamanna eða fá blaðið
til dreifingar að hafa samband við
sig, síminn er 18522.
Laxveiðar
17 þúsund fyrir stöngina
Veiðileyfií betri árnar kosta að meðaltali 10.000kr. dagurinn, en 400 kr.
íþærlélegustu á verstatíma. Dýrustu leyfin í Víðidalsá og Fitjá.
Dýrustu laxveiðileyfi sem
stangveiðimönnum er boðið
uppá þetta sumarið eru í Víði-
dalsá og Fitjá en þar kosta dýr-
ustu dagarnir 17.000 kr. í Laxá á
Ásum kostar veiðidagurinn frá
12.000- 16.000 kr.
10.000 kr. í Norðurá 9.900 kr. og í
Laxá í Dölum og Vatnsdalsá
9.000 kr. dagurinn.
í Elliðaám kostar hálfur dagur
hins vegar 1200 kr. og hægt er að
fá veiðidaga í minni háttar lax-
veiðiám á óálitlegum tíma fyrir
aðeins 400 kr. eins og í Soginu og
Reykjadalsá. Það er sama verð
og dýrustu leyfi í bestu silungs-
veiðivötn landsins.
-*g-
AB-Akureyri
Vaxandi starf
Þessar upplýsingar koma fram
í nýjasta Sportveiðiblaðinu þar
sem getið er um verð á veiði-
leyfum í helstu laxveiðiám lands-
ins. Meðalverðið í betri árnár er
um 9.000-10.000 kr. í sumum
veiðileyfum er innifalinn fæðis-
kostnaður en öðrum ekki.
f Laxá í Kjós, Bugðu, kostar
veiðidagurinn fyrir hverja stöng
frá 6.000 kr. upp í 12.000 kr. á
besta veiðitíma. í Þverá eru dýr-
ustu leyfin á 11.000 kr., í Mið-
fjarðará á 12.100, í Langá á
Aðalfundur Alþýðubanda-
lagsfélags Akureyrar var
haldinn 14. júní sl. Páll Hlöðvers-
son fráfarandi formaður rakti
störf stjórnar; margir almennir
fundir höfðu verið haldnir á
starfsárinu, verkalýðsmálaráðið
endurreist, stofnuð Æskulýðs-
fylking Alþýðubandalagsins og
kvennahópur hóf störf.
Landkynning
Fundurinn fjallaði um útgáf-
umál og var ákveðið að gefa út
Norðurland mánaðarlega í fram-
tíðinni enda þjónaði blaðið afar
veigamiklu hlutverki í baráttu
flokksins í kjördæminu. Ákveðið
var að reyna að samræma rit-
stjórn blaðsins og erindrekstur á
vegum flokksins eftir því sem
hægt væri. Norðurland kemur út í
7 þúsund eintökum og er borið
inná hvert heimili í kjördæminu.
í stjórn ABA voru kjörin Geir-
laug Sigurjónsdóttir formaður,
Gísli Ólafsson, Hólmfríður Jóns-
dóttir, Kristján Larsen og Ár-
mann Magnússon. Til vara Sig-
urður Ragnarsson og Lovísa Sig-
rún Snorradóttir.
-þá
Málning
Samkomulag
fellt úr gildi
Um mánaðamótin apríl/maí
1984 var fellt úr gildi samkomu-
lag sem allflestar málningarvöru-
verslanir á höfuðborgarsvæðinu
og stærstu málningarverksmiðj-
urnar höfðu gert með sér og fólst í
því að hver málningarverksmiðja
skyldi gefa út leiðbeinandi smá-
söluverð yfir framleiðsiuvörur
sínar.
Einnig fólst í þessu samkomu-
lagi að endurseljendur, málara-
meistarar, verktakar og fram-
leiðendur úr verksmiðjuvörum
skyldu fá þann afslátt frá viðkom-
andi verðlista, að verð til þeirra
jafngilti verði án söluskatts og
heimilaðrar smásöluálagningar.
Verðlagsstofnun tók sam-
komulag þetta til athugunar og
benti síðan aðstandendum þess á
að það bryti í bága við lög um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti.
Átak erlendis
Samkeppnisaðilar á sviði ferðamála taka höndum saman um átak íþví
að kynna ísland í Evrópu
| slensk fyrirtæki á sviði ferða-
mála gerðu í gær með sér sér-
stakan samning um sameiginlegt
átak í landkynningu í Evrópu.
Mun kynningarherferðinni verða
hrundið af stað í byrjun júlí og
hefur Ómar Benediktsson verið
ráðinn framkvæmdastjóri henn-
ar. Þeir sem standa að þessu sam-
eiginlega átaki ei u Arnarflug, Fé-
Guðspekifélag
Alþjóðaforseti á íslandi
Staddur er hér á landi alþjóða-
forseti Guðspekifélagsins, frú
Radha Burnier sem um þessar
mundir er á fyrirlestraferð um
Evrópu.
Frú Burnier er annar forseti
félagsins sem heimsækir íslands-
deild þess. Hún mun halda
nokkra fyrirlestra á sumarskóla
deildarinnar og sá fyrsti og eini
sem haldinn er í Reykjavík verð-
ur í húsi félagsins að Ingólfsstræti
22, miðvikudaginn 27. júní kl.
21.00. Fyrirlesturinn verður
þýddur jafnóðum.
lag íslenskra ferðaskrifstofa,
Ferðamáiaráð, Ferðaskrifstofa
ríkisins, Flugleiðir og Samband
veitinga- og gistihúsa.
Stefnt mun að því að skrifstof-
ur Arnarflugs og Flugleiða í Evr-
ópu verði útnefndar Upplýsinga-
skrifstofur Ferðamálaráðs. Mun
Ómar Benediktsson hafa aðsetur
í Frankfurt. í frétt frá aðilum
segir að mikilvægur þáttur hinnar
fyrirhuguðu kynningarstarfsemi
muni vera að hafa gott samband
við fjölmiðla í þeim tilgangi að
koma að greinum um ísland.
Segja landkynningarfyrirtækin
að með sameiginlegu átaki á sviði
landkynningar náist meiri og
betri árangur fyrir minni fjárm-
um.
-v.
Málmiðnaðarmenn
Styðja 35 stunda vinnuviku
Norrœnir málmiðnaðarmenn á þingi hérlendis senda vestur-þýskum
stéttarbrœðrum baráttukveðjur
Norrænir málmiðnaðarmenn
þinga hér á landi um þessar
mundir og hófst fundur þeirra í
Reykjavík í gærmorgun. Þar er
um að ræða ársfund Samtaka
málmiðnaðarmanna á Norður-
löndum, en þetta er í fyrsta skipti
sem fundurinn er haldinn hér.
Síðari fundardagur verður á
Akureyri á föstudag.
Guðjón Jónsson formaður
Málm- og skipasmiðasambands
íslands sagði í gær ýmis mál væru
til umræðu á þessum ársfundi og
einkum þau sem rædd hafa verið
á alþjóðavettvangi að undan-
förnu. Atvinnumál málmiðnað-
armanna væru stöðugt í brenni-
depli og hefði fundurinn sent
málmiðnaðarmönnum í V-
Þýskalandi sérstakar baráttu-
kveðjur og stuðningsyfirlýsingar í
þeirri rimmu sem þeir eiga við
atvinnurekendur þar fyrir 35
stunda vinnuviku.
„Þetta norræna samband
málmiðnaðarmanna hefur á liðn-
um árum lagt fram talsvert fé í
alþjóðlegan samhjálparsjóð sem arlöndunum og stutt við bakið á tískum ofsóknum, t.d. víða í Ársfundinn sitja um 30 fulltrú-
hefur beitt sér fýrir stofnun þeim samböndum J>ar sem for- Suður og Mið-Ameríku“, sagði ar.
málmiðnaðarsambanda í þróun- ystumenn hafa orðið fyrir póli- Guðjón Jónsson ennfremur. _v-
Um30mannssitjaársfundSamtakanorrænnamálmi6naðarmannasemer haldinn hér á landi í fyrsta sinn. Ujósm. eik.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. júní 1984