Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 3
SVK Vetraráætlun flýtt Bœjarráð samþykkir nœr óbreytt kerfi gegn atkvœði AB, - endurskoðun verður þó haldið áfram. Engum vagnstjóra sagt upp ennþá. Arnarflug 10 þúsund farþegar á 6 mánuð- um Arnarflug flaug með 10.314 farþega milli landa fyrstu sex mánuði árisins sem er 53% aukning frá því í fyrra. Vöru- flutningar með vélum Arnarflugs jukust á sama tíma um 133%. í gær voru liðin tvö ár frá því Arnarflug hóf áætlunarflug milli landa til Amsterdam, Dússeldorf og Zurich. Farþegar á tímabilinu eru orðnir yfir 42 þúsund. Nú er flogið fjórum sinnum í viku til Amsterdam, tvisvar til Zúrich og einu sinni í viku til Dússeldorf. Boeing 707 vöruflutningaþota Amarflugs hefur nú flogið fyrir flugfélag í Bretlandi um mánað- arskeið. Hún hefur einkum flogið með vörur milli Evrópu og Afr- íku en einnig hefur vélin flogið til Asíu og farið tvær ferðir til Ást- ralíu, sem eru lengstu ferðir sem hefur verið flogið í á vegum Arn- arflugs. Flugstjórar voru þeir Arngrímur Jóhannsson og Guð- mundur Hilmarsson. -óg El Salvardornefndin Hvað er að gerast í Mið- Ameríku? Fimmtudaginn fimmta júlí kl. 20.30 efnir El-Salvadornefndin á Islandi til fundar í Norræna hús- inu. Umræðuefni: Hvað er að ger- ast í Mið-Ameríku? Verkefni El- Salvadornefndarinnar. Allir velkomnir. í dag hefst hin svo kallaða Seiko-ratþraut. Þrautin felst í því að ferðamenn finni falinn hlut í 33,5 km fjarlægð frá Arnarfelli hinu litla, en þar er segulmagnað- ur hlutur með 64 kg lyftikrafi, sem inniheldur ávísun í verðlaun. Tilgangur þessarar þrautar er að auka útivist íslendinga í eigin náttúru, og vonast er til að for- eldrar taki börn sín með og freisti gæfunnar. Hugmyndin að Seiko- þrautinni á Gunnar Gestsson, en Bæjarráð Kópavogs samþykkti í fyrradag að halda áfram nýja leiðakerfinu frá 9. júní með þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar, fjölgun ferða á álagstím- um til Reykjavíkur og frá og í hluta Austurbæjar. Einsog fram kom í Þjóðviljanum í síðustu viku hefur nýtt leiðakerfi í bænum mætt mikilli andstöðu farþega og vagnstjóra, og hefur yfirstjórn SVK verið falið að endurbæta vetraráætlun þess eftir megni. Á bæjarráðsfundinum var ákveðið að taka þá áætlun upp um miðjan ágúst, mun fyrr en gert var ráð fyrir. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri sagði í gær að engin ákvörð- un hefð enn verið tekin um að fækka vagnstjórum hjá Kópa- vogsstrætó. í tillögum Rekstr- arstofunnar að nýja leiðakerfinu hana fékk hann er hann virti fyrir sér sjónvarpsklukkuna á skján- um heima hjá sér. Hugmyndin var að koma fyrir hlut þar sem vísarnir á skjánum mætast. Þeir sem standa að Seiko- þrautinni er þýsk-íslenska versl- unarfélagið, auglýsingastofan Örkin og Gunnar Gestsson. Leiðbeiningar um nákvæma staðsetningu hlutarins er að finna hjá öllum Seiko úrsmiðum og hótelum. —hs mun hafa verið gert ráð fyrir upp- sögn þriggja vagnstjóra. Björn Ólafsson, bæjarráðs- maður Alþýðubandalags, var einn á móti afgreiðslu strætómál- anna í ráðinu. „Ég tel fullreynt nú eftir þrjár vikur að þetta kerfi verður aldrei eins gottog almenn- ingsvagnakerfi á að vera“, sagði Björn í gær, „mér finnst liggja beinast við að fara að tillögum vagnstjóranna um að hverfaaftur til gamia kerfisins og gera á því Vegna mikillar umræðu, sem átt hefur sér stað um uppsögn vagnstjóra hjá SVR úr starfi, og vegna ályktunar félagsfundar Al- þýðubandalagsins í Reykjavík þann 20. júní sl. vilja borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins taka eftirfarandi fram: 1. Viðkomandi starfsmanni var sagt upp störfum af forstjóra SVR, án þess að það væri borið undir stjórn SVR áður og án nokkurs samráðs, hvað þá sam- þykkis borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. 2. Strax og fréttist af uppsögn- inni, ræddu borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins, hver í sínu lagi, bæði við vagnstjóra hjá SVR svo og farþega á þeirri leið er um- ræddur starfsmaður ók. Jafnframt var mál þetta rætt á fundum borgarmálaráðs Alþýðu- Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld heimild til stjórnar- og trúnaðarmannaráðs félagsins til að segja upp samning- um fyrir 1. ágúst. Mikill hugur var í ræðu- mönnum á þessum fundi sem ákveðnar Iagfæringar. Þetta nýja kerfi er svo spennt að það er ekki einu sinni hægt að bæta við bið- stöð á sumum leiðunum. Ég tók þátt í að samþykkja þetta í vor, en það er alveg ljóst að boginn hefur verið spenntur of hátt í sparnaði, - það verður enginn minni maður af að viðurkenna það“. A-flokkarnir og Framsókn eru í meirihluta í Kópavogi gegn bandalags Reykjavíkur og þar mótuð sú stefna að styðja kröfu starfsmannsins um skýringar á uppsögninni, en taka ekki að öðru leyti afstöðu til réttlætis hennar. Það eru því ómakleg ummæli og ósönn þegar því er haldið fram að borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafi í þessu máli lagt áherslu á samstöðu með stjórn- endum SVR gegn starfsmannin- um og ekki rætt við samstarfs- menn hans eða farþega. Slík voru ekki vinnubrögð okk- ar í þessu máli né neinu öðru. Ósannar fullyrðingar halda áfram að vera það - þótt þær séu samþykktar með miklum meiri- hluta atkvæða á fundi. F.h. borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins Sigurjón Pétursson haldinn var um kjaramálin og enginn andvígur því að veita stjórninni og trúnaðarmanna- ráðinu heimildina. Fundurinn var vel sóttur og viljinn til baráttu fyrir betri lífskjörum afdráttar- laus. -óg íhaldi; í strætómálinu er hinsveg- ar annar meirhluti. Björn kvaðst ekki telja að þessi ágreiningur hefði áhrif á samstarfið, „en það verður auðvitað ekki eins þjált“. SVK var stofnað árið 1957, að- eins tveimur árum eftir að Kópa- vogur fékk kaupstaðarréttindi, og eru bæjarbúar því vanir „burð- ugri þjónustu" einsog bæjarstjóri orðar það. Kristján kvað þó ýmsa erfiðleika á að halda uppi leiða- kerfi semöllum líkaði, fyrst og fremst vegna legu bæjarlandsins. Kópavogur er einsog menn vita langur og mjór og allur ein brekka. Ýmsir eru til dæmis fegnir því að nú hafa verið teknar upp ferðir í Breiðholtið, - en sú tenging lengir hinsvegar hringleiðina, öðrum til ama. -m Málefni dementra í kvöld, fimmtudag, klukkan 20, mun samstarfshópur um mál- efni dementra koma saman í Múlabæ, þjónustumiðstöð aldr- aðra við Ármúia 34. Á fundinum mun Ólöf Hafliðadóttir hjúkrunarfræðing- ur ræða um hjúkrun og aðhlynn- ingu dementra á sjúkrahúsum. Öllum áhugamönnum um þetta málefni er heimill aðgangur. -ÖS Akranes Lífmyndir í Bíóhöllinni Á sunnudaginn klukkan fimm sýnir Leikfélag Sólheima í Grímsnesi leikritið Lífmyndir í Bíóhöllinni á Akranesi. Leikfé- lagið er nýkomið úr fimm vikna ferðalagi um Norðurlöndin, þar sem leikritið var sýnt fimm sinn- um við frábærar undirtektir. Þetta verður eina sýningin á Lífmyndir á Akranesi og bæjar- búar og Borgfirðingar eru hvattir til að láta ekki þetta tækifæri úr greipum ganga. -ÖS Hundur í óbyggðum Útivist Ratþraut á hálendinu SVR-uppsögn Yfirlýsing frá borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins Iðja Heimild til uppsagnar Fimmtudagur 5. júlt 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.