Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 19
FRETTIR
Skúlagötusvœðið
Samkeppni er nauðsynleg
Sigurður Harðarson arkitekt: Hagsmunir borgarbúa bornir fyrir borð
til að fría lóðareigendur af gatnagerðargjöldum
Það er auðvitað næstum ótrú-
legt að til þess að losa eigendur
lóða við Skúlagötu undan því að
borga gatnagerðargjöld, þá skuli
nú eiga að hætta við opna sam-
keppni um skipulag Skúlagötu-
svæðisins.
Þetta sagði Sigurður Harðar-
son arkítekt, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í skipulagsnefnd,
þegar Þjóðviljinn ræddi við hann
í gær. En einsog blaðið greindi frá
í fyrradag hefur meirihluti skipu-
lagsnefndar, sem er skipaður
Sjálfstæðismönnum, lagt til að
ekki verði lagt út í opna sam-
keppni um skipulag Skúlagötu-
svæðisins. Ástæðan er sú að
innan eins og hálfs árs gengur í
gildi breyting sem veldur því að
eigendur eignarlóða verða að
greiða gatnagerðargjöld, sem
þarf hins vegar ekki í dag. Við
Skúlagötuna eru allar lóðirnar
eignarlóðir, og yrði viðhöfð opin
samkeppni um skipulag svæðisins
ynnist ekki tími til að koma í gegn
teikningum af húsum áður en
fyrrnefnd breyting tekur gildi.
Fráleit ákvörðun
„Með þessu er auðvitað verið
að kasta fyrir róða hagsmunum
borgarbúa, til að eigendur lóð-
anna sleppi við að greiða það sem
þeim annars bæri. í þessu sam-
bandi er vert að minna á, að það
verður afar kostnaðarsamt að
setja niður íbúðir á þessu svæði.
Borgarlæknir hefur til dæmis var-
að við því að meira skólpi verði
veitt þarna út í sjóinn, sökum
mengunar. Skólpleiðslur þarf því
að leggja lengra út, og auðvitað
kostar það stórfé fyrir borgina og
sjálfsagt að það yrði kostað af
gatnagerðargjöldum lóðareig-
endanna".
Sigurður sagði að þessutan
væri mikil nauðsyn á að gefa nóg-
an tíma til að fjalla um skipulag
svæðisins. „Skuggahverfið er
mjög áberandi svæði í borgar-
myndinni og með háhýsum eins-
og augljóst er að stefnt er að við
Skúlagötu, þá yrði mikil röskun á
henni. Sérkenni byggðarinnar
fyrir aftan götuna þarf að sjálf-
sögðu að hafa í huga líka. Þar eru
lág hús sem fylgja eðlilegum
landshalla upp Skólavörðuholtið
og of há hús við Skúlagötuna
myndu eyðileggja þennan fallega
hluta borgarmyndarirmar“.
Fyrirheit brotin
Sigurður taldi líka að há hús við
Skúlagötu gætu haft slæm áhrif í
för með sér fyrir fólk sem byggi í
byggðinni ofan götunnar. Það
myndi að sjálfsögðu missa útsýni,
en jafnframt gæti orðið svipti-
vindasamt og minna skjól.
„Deilurnar sem upphaflega
spruttu um Skúlagötusvæðið
snérust að verulegu leyti um það
nýtingarhlutfall sem sett var sem
hámark. Mér og öðrum þótti það
alltof hátt, og þá voru fyrirheit
gefin af Davíð borgarstjóra og
raunar líka formanni Skipulags-
nefndar um að efnt yrði til opinn-
ar samkeppni um deiliskipulag
svæðisins. Þá kæmi jafnframt til
álita að hafa minna nýtingarhlut-
fall en það sem samþykkt var sem
hámark á svæðinu. í tiliögunni
sem meirihlutinn í skipulags-
nefnd hefur nú lagt fram er í
rauninni horfið frá því“.
„ Auðvitað er fráleitt að ætla að
keyra þetta í gegn á minna en
einu og hálfu ári. Þetta er afar
viðkvæmt svæði í borginni og
bæði íbúasamtökum og ýmsum
nefndum á vegum borgarinnar
þarf að gefast gott tóm til að
íhuga málið, það má ekki flana að
neinu bara sökum einhverra
gróðasjónarmiða".
„Þessvegna er nauðsynlegt að
hafa samkeppni til að safna sem
flestum valkostum að uppbygg-
ingu Skúlagötusvæðisins. Og að
standa að svona málum bara til
Sigurður Harðarson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í skipulagsnefnd: „Tillaga
meirihlutans sýnir vel hverra hagsmuni Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrir brjósti".
að fría lóðareigendur frá því að hverra hagsmuni Sjálfstæðis-
borga gatnagerðargjöld er auð- flokkurinn ber fyrir brjósti“.
vitað fáránlegt og sýnir bara vel -OS
Stjórn Sambands íslenskra
námsmanna erlendis mótmælir
þeirri breytingu menntamálaráð-
herra á reglugerð um Lánasjóð
íslenskra námsmanna sem af-
nemur rétt SÍNE til heimtu fé-
lagsgjalda af öllum lánþegum er-
lendis. Sambandið mun berjast
fyrir því að aðildarmál komist aft-
ur í það horf sem þau hafa verið í
frá tímum Vilhjálms Hjálmars-
sonar í menntamálaráðuneytinu.
Samtök starfsstétta á fslandi
eru með þeim hætti að allir sem
hafa aðalatvinnu á starfssviði fé-
lags eru í félaginu. Þetta var
mikið baráttumál á upphafsárum
verkalýðshreyfingarinnar. Sam-
félag okkar er nú þannig að nám
er meginstarfi stórs hluta þjóðar-
innar í mörg ár og verður ekki séð
að samtök námsmanna eigi að
vera nein undantekning frá meg-
inreglum um aðild að
hagsmunasamtökum. Allar til-
vísanir til umhyggju fyrir félaga-
frelsi eru hjóm eitt, - nema ríkis-
stjórnin láti kné fylgja kviði og
afnemi skyldubundna aðild
manna að samtökum innan ASÍ,
BSRB og svo framvegis, og af-
nemi í leiðinni skyndubundna að-
ild að sjúkrasamlagi, skyldufram-
lög til trygginga og skylduskatt til
trúfélaga svo dæmi séu nefnd.
Stjórn SÍNE minnir á að öfl-
ugustu námsmannasamtök í
landinu, Stúdentaráð Háskóla ís-
lands, hafa fengið rétt sinn til inn-
MUNIÐ
SKYNDI-
HJÁLPAR-
TÖSKURNAR
í BÍLINN
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS
SÍNE-ályktun
menntamálaráðherra að fjár-
hagslegum grundvelli samtak-
anna í kjölfar mótmæla náms-
manna vegna kjaraskerðinga
ráðherrans. Stjórnin treystir því
að námsmenn erlendis bregðist
þannig við að fylkja sér um
samtök sín. Hinsvegargera menn
sér fulla grein fyrir því, að
reglugerðarbreytingin dregur úr
heimtu félagsgjalda af dómstólum (málið höfðaði Kjart- kvæmdastjóri). starfsþrótti samtakanna þegar til
háskólanemum staðfestan fyrir an Gunnarsson, nú fram- Stjórn SÍNE hræðist ekki aðför lengri tíma er litið.
Hræðumst ekki aðför
menntamálaráðherra
Nú er komiö aö síðasta gjalddaga gjafabréfa SÁÁ, sem seld voru til að fjármagna
byggingaframkvæmdir við sjúkrastöðina Vog.
Um leið og við minnum handhafa gjafabréfanna á lokaátakið, viljum við þakka
þeim svo og öðrum velunnurum SÁÁ, sem lagt hafa sitt af mörkum til að
sjúkrastöðin Vogur yrði að veruleika.
Dregið verður úr númerum allra gjafabréfanna 5. júlí.
Gera má skil hjá öllum bankastofnunum
og á skrifstofu SÁÁ.
Stjórn SÁÁ
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19