Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Markaðskreddan og leynimakk Davíðs
Markaðskreddumennirnir sem nú stjórna
Sjálfstæðisflokknum, Reykjavíkurborg, ríkis-
valdi og samtökum atvinnurekenda fylgja
þeirri stefnu að fjármagnið eigi að vera ráðandi
þáttur í ákvörðunum og forstjórar fyrirtækj-
anna skuli ávallt hafa drottnunarstöðu
gagnvart fólkinu.
Andstaða markaðskreddunnar felst í lýð-
ræðiskröfunni. Við stjórnun ríkis og borgar beri
fólkinu meiri réttur en fjármagnseigendum. ’
Oþin umræða og upplýsingaskylda séu próf-
steinn á góða stjórnarhætti. Markaðskreddu-
menn telja sig hins vegar hafa rétt til að skáka í
skjóli leyndarinnar þegar hagsmunir fjár-
magnskónganna og forstjórahirðarinnar krefj-
ast þagnar.
Þessi munur á starfsháttum markaðs-
kreddumanna annars vegar og lýðræðissinna
hins vegar birtist greinilega um þessar mundir
í málefnum Reykjavíkurborgar. I hverju málinu
á fætur öðru knýr Davíð Oddsson á um að
kreddufordómar og leyndarkröfur hinna nýju
íhaldsafla fái að ráða meðferð mála. Stigahlíð-
armálið, brottreksturinn hjá SVR og framkom-
an við Sóknarkonur sýna öll stefnu og starfsstíl
þessa forystumanns markaðskredduliðsins
sem náð hefur völdum í Sjálfstæðisflokknum.
Við Stigahlíð voru seld á uppboði lóðalönd
sem Reykvíkingar áttu í sameiningu. Hluti
borgarlandsins var afhentur hópi hæstbjóð-
enda. Davíð Oddsson neitar síðan að gefa
Reykvíkingum upplýsingar um kaupverð
þeirra lóða sem auðmennirnir klófestu á
grundvelli aðferða uppboðsskálans. Að þessu
leytinu gengur borgarstjórinn enn lengra á
braut hinnar ósvífnu markaðskreddu en tíðk-
ast á öðrum uppboðum hérlendis. Þar fá allir
að fylgjast með hvað er kaupverð hvers upp-
boðshlutar og hver kaupir. Davíð Oddsson
neitar hins vegar að gefa Reykvíkingum slíkar
upplýsingar. Fólkið fær ekki að vita hvað var
verðið fyrir hverja lóð. Fjármagnskóngarnir fá
að kaupa í skjóli þagnar og leyndarhjúps sem
borgarstjóri tryggir þeim.
Brottrekstur starfsmanns SVR hefur vakið
miklar umræður. í borgarstjórn kröfðust borg-
arfulltrúar Alþýðubandalagsins þess að borg-
arstjóri og forstjóri SVR geri grein fyrir ástæð-
um uppsagnarinnar. Vegna þessarar kröfu um
lýðræðisleg vinnubrögð kemur borgarstjóri í
fyrradag með skýrslu á fund í borgarráði en
heimtar að algert leyndarheit verði forsenda
þess að borgarfulltrúar fái að hlýða á skýrsl-
una. Sigurjón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir
neituðu að taka þátt í slíku leynimakki. Þau
lögðu til að hinn brottrekni starfsmaður fengi
að sjá skýrsluna og meta hvort hana ætti að
birta opinberlega.
Davíð Oddsson hafnaði algerlega að starfs-
maðurinn fengi að njóta þess sjálfsagða lýð-
ræðisréttar að sjá hinar skriflegu ástæður fyrir
uppsögninni. Þá gengu borgarfulltrúarnir Sig-
urjón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir af fundi
borgarráðs. Leynimakksharka Davíðs Odds-
sonar er slík að hún gerir stofnanir borgarinnar
óstarfhæfar. Lýðræðisleg réttindi starfsmanna
eru fótum troðin til að styrkja forstjóravaldið í
borgarkerfinu.
Brottrekstur Sóknarkvenna á Borgarspítal-
anum hefur einnig borið svipmót sams konar
markaðskreddu og leynimakks. Þar birtist enn
eitt dæmið um að þröng rekstrarsjónarmið og
drottnunargirni forstjórahirðarinnar eru metin
meira en lýðræðislegur réttur fólksins til að fá
upplýsingar um eigin mál og hafa áhrif á á-
kvarðanir.
Leynimakkið og markaðskreddan sem nú
ráða ríkjum hjá Reykjavíkurborg sýna vel hvert
forysta Sjálfstæðisflokksins stefnir. Þessa
þróun verða lýðræðissinnar að stöðva.
KLIPPT OG SKORIB
Vinnuvikan
stytt
Barátta vesturþýskra
málmiðnaðarmanna fyrir 35
stundavinnuviku laukífyrri
viku með því að samið var um
að hinar 2,5 miljónir meðlima
Málmiðnaðarsambandsins
munu héðan ífrá vinna38,5
stundir á viku. T alið er að
þessi niðurstaða muni hafa
verulega þýðingu í fleiri
löndum þar sem verkalýðs-
hreyfingin legguraukna
áherslu á að mæta atvinnu-
leysi með styttingu vinnuvik-
unnar.
Hörð
vinnudeila
Með þessari niðurstöðu er lok-
ið vinnudeilu sem hefur verið
kölluð sú harðasta í sögu
Sambandslýðveldisins. Um það
bil 400 þúsund manns voru ann-
aðhvort í verkfalli, verkbanni eða
voru neyddir til að taka sér leyfi
meðan á deilunni stóð og fram-
leiðsla í vesturþýskum bflaiðnaði
lagðist niður að verulegu leyti.
Atvinnurekendur halda því
fram að málmiðnaðurinn hafi
orðið af níu miljörðum marka
vegna verkfaljsins. En efna-
hagsráðuneytíð í Bonn hefur
látið í ljós „létti“ vegna málaloka
og segir að vesturþýskur iðnaður
geti vel unað þeim og unnið upp
það sem tapast hefur.
Willy Brandt, einn helsti for-
ingi þýskra sósíaldemókrata hef-
ur lagt það mat á úrslitin að
samkomulagið „brjóti þá bann-
helgi sem komin var á fjörutíu
stunda vinnuviku" og sé það góðs
viti.
Með uppbótum
Samkomulagið gildir frá fyrsta
apríl. Um leið og vinnuvikan
styttist um hálfa klukkustund fá
verkamenn launahækkun um
3,3% á klst, frá og með næsta
mánuði og frá og með apríl á
næsta ári fá þeir 3,9% sem upp-
bót fyrir styttri vinnuviku. Þá
verður og opnað fyrir þann
möguleika, að verkamenn fari á
eftirlaun 58 ára að aldri og munu
þeir fá 65-70% af árslaunum sín-
um á eftirlaunum - eftir því hvað
þeir hafa langan starfsaldur að
baki.
Fleiri á
leiðinni
Danska alþýðusambandið hef-
ur gefið út yfirlýsingu um sam-
komulag það sem náðist í Vestur-
Þýskalandi og segir þar, að í
næstu samningum muni dönsk
verkalýðshreyfing leggja allan
sinn þunga á kröfuna um stytta
vinnuviku. í málgagni sambands-
ins segir m.a.:
„Styttri vinnuvika er að verða
eitt helsta mál evrópskrar
verkalýðshreyfingar. Barátta
Vestur-Þjóðverja fyrir að brjóta
ísinn á þessu sviði sýnir hve mikla
áherslu menn nú leggja á lengri
frítíma.“ Minnt er á hliðstæða
baráttu í Hollandi og Austurríki
og að það sé að skapast samstaða
yfir landamærin sem muni gera
danskri verkalýðshreyfingu auð-
veldara fyrir í þessu máli.
Dönsk verkalýðssambönd hafa
reyndar styrkt þýska verkfalls-
menn með verulegum fjárhæðum
í þeirri deilu sem nýlega er lokið.
Úr búðum danskra atvinnu-
rekenda heyrist annar söngur.
Þeir segja sem svo, að málalok í
Vestur-Þýskalandi hafi bætt
samkeppnismöguleika dansks
iðnaðar - ef menn stilli sig um að
stytta vinnuvikuna í Danmörku.
Tilboð ganga
á vixl
Tilboð um stórveldafundi
ganga nú milli Moskvu og Was-
hington og hefur Reagan betur
eins og stendur: það er hann sem
virðist veifa pálmagrein friðarins
en Rússar eru þráir og þverir.
Fréttaskýrendum ber saman um,
að það sé ekki að ástæðulausu að
Kremlarbændur vilja sem minnst
brosa við Reagan um þessar
mundir. En menn bæta því við,
að það sé ekki síður skammsýni
að snúa baki við því sem frá Was-
lúngton kemur og afgreiða með
því einu að þar sé um kosninga-
brellur Reagans að ræða.
í því áróðursstríði mun Reagan
hafa betur, segir til dæmis í
leiðara danska blaðsins Inform-
ation um málið. Því þótt margir
vantreysti Reagan þá eru þeir þó
fleiri sem vantreysta Sovét-
mönnum.
Eina leiðin fyrir Kremlverja,
segir Information ennfremur, til
að koma í veg fyrir að Reagan
græði, hvort sem væri á kulda
þeirra eða samningsvilja, er að
þeir sjálfir komi fram með ein-
hliða frumkvæði í afvopnunar-
málum, sem setur Reagan í nokk-
um vanda. Til dæmis með því að
hætta einhliða öllum sínum til-
raunum sem varða geimvopn eða
hætta einhliða kjarnorku-
sprengingum neðansjávar í ár.
Slíkt einhliða frumkvæði mundi
auka þrýstinginn á Reagan, sem
nú þegar kemur frá ýmsum áhrif-
amiklum löndum hans og banda-
mönnum.
Og þeir eru svosem margir um
víðan heim, sem vona að út úr
hinu sérkennilega tilboðastríði
risanna tveggja undanfarna daga
komi eitthvað jákvætt. Hitt er
svo verra, að Sovétmenn virðast
vera á einhverju dauflegu
einangrunarskeiði um þessar
mundir og kann það ekki síst að
vera tengt því stirðá og við-
bragðsseina öldungaveldi í
Kreml sem óttast breytingar,
hverju nafni sem þær nefnast,
meira en flest annað.
ÁB.
ÞJÚDVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rttstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Frótta8tjórar: óskar Guömundsson Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Alftieiöur Ingadóttir, Guöjón Friðriks-
son, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason, Súsanna
Svavarsdóttir, össur Skarphóöinsson, Víöir Sigurðsson (íþróttir).
Uósmvndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Utlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Haröarson.
Skrifatofa: Guörún Guövaröardótiir.
Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Auglýsingar: Margrót Guömundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna
Guðjónsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Sigríöur Krístjánsdóttir.
Husmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Pökkun: Hanna B. Þrastardóttir,
Jóhanna Pótursdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verö í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverö: 25 kr.
Askriftarverð á manuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 5. júlí 1984