Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 11
______________MANNLIF Félag áhugaljósmyndara Starfað í yfir 30 ár „Félag áhugaljósmyndara var stofnaö 1953 og voru stofnendur 36 aö tölu. Fyrsti formaðurinn var Haraldur Teitsson. Á fyrstu fund- unum voru sýndar kvikmyndir, auk þess sem menn fjölluðu um Ijósmyndun. Það hafa alltaf verið talsverð samskipti við útlönd hjá okkur, t.d. var fyrstu árin skipst á Ijósmyndamöppum við félög í öðrum löndum. Að öðrum ólöst- uðum, mun Hjálmar S. Bárðar- son hafa verið aðalhvatamaður- inn að þeim samskiptum. Einnig hefur félagið tekið þátt í sýning- um erlendis. Strax fyrstu árin voru sendar út myndir á sýningu, en þær voru fyrst sýndar í gluggum verslunar Hans Peter- sens,“ sagði Guðmundur Lofts- son formaður Félags áhugaljós- myndara. Hann fræðir okkur nánar um félagið. „Fyrsta sýning félagsins hér á landi var haldin haustið 1954 í húsakynnum Þjóðminjasafnsins. Félagið hafði fyrstu árin hús- næði á leigu sem útbúið var sem myrkrastofa, einnig sinnti félagið útvegun á Ijósmyndapappír á þeim tíma sem erfitt var að fá leyfi fyrir innflutningi á slíkum vörum. 1966 var stofnað pöntun- arfélag á vegum félagsins og það rekið í nokkur ár. Nú er ekki lengur þörf á slíkri Hvað kostar að taka myndir? Fuji 36 mynda 35 mm litfilma frá Fuji kostar kr. 187.-(nýjasta verð, til enn úti um allt land á gömlu verði 167 kr.-) og fram- köllun á filmu kostar kr. 45.- og síðan kr. 10.- á hverja mynd sem heppnast. Hver mynd kostar því að meðaltali um 16 kr.- ef allar myndirnar koma vel út. T alið er að um 22 myndir að meðaltali heppnist af 36 mynda filmu. þjónustu og starfsemin hefur tals- vert breyst. Menn nenna ekki lengur að koma á fundi. Því höfum við tekið það ráð að gefa út fréttabréf til þess að ná til félagsmanna. Reyndar gaf félagið út fyrsta ljósmyndablaðið hér á landi árið 1972. Því miður kom það aðeins út einu sinni, enda allt unnið í sjálfboðavinnu við erfiðar að- stæður." - Hafíð þið haldið námskeið fyrir áhugafólk? „Við höfum oft haldið nám- skeið. T.d. var námskeið vetur- inn 81-82, þar komu 10 til 20 manns á öllum aldri.“ „Félagið hefur allt frá 1957 ver- ið í samstarfi við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Unglingastarfið var fyrst á Lindargötunni, en með aðstöðunni að Fríkirkjuvegi 11 kom fjörkippur í starfið. Við veit- um unglingum úr grunnskólum Reykjavíkur verðlaun á vorin fyrir góðar ljósmyndir. Árið 1968 var stofnuð unglingadeild innan félagsins, en hún hefur ekki verið virk sem skyldi." - Eru félagar eingöngu úr Reykjavík? „Já, nær eingöngu. Við höfum þó haft samband við ljósmyndara á ísafirði." - Þið hafíð haldið fleiri sýning- ar? „Við héldum afmælissýningu á 25 ára afmælinu, og 30 ára afmæ- linu á síðasta ári. Sú sýning var í Norræna húsinu og þar sýndu með okkur félagar frá tæplega 10 öðrum löndum, þar á meðal Jap- an.“ - Fjölgar í félaginu? „Félögum hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Við sem sitjum í stjórninni erum kannski orðnir Hvönn. Ljósm. Guðmundur Loftsson. svolítið þreyttir og oft finnst okk- ur lítil viðbrögð fást frá öðrum félögum," sagði Guðmundur að lokum. GGÓ Gísli Gestsson framkvæmda- stjóri hjá Ljósmyndavörum sagði að þeir legðu höfuðáherslu á að halda filmuverðinu niðri og frá því að Fuji kom hér á markaðinn fyrir réttum 10 árum hefði filmu- verð lækkað mikið að tiltölu. Hann sagði að nú væri önnur hver filma í heiminum frá Fuji, þar munaði ekki síst um Asíumark- aðinn. Hinn mildi og breiði tón- skali Fuji byggðist á myndrænni hefð Japana og skæri sig þannig frá sterkum og skærum litum Bandaríkjamanna. Með haustinu kemur ný 1600 ASA filma frá Fuji. „Þá verður nánast hægt að taka mynd við kertaljós án þess að nota flass“ sagði Gísli. $ gæði og þjónusta í fyrírrúmi Framköiium aiiar gerðir iitfiima samdægurs Kodak 36 mynda litfilma 35 mm frá Kodak kostar kr. 245.- og framköllun kr. 405.- Hver mynd kostar því rétt um 18.- kr. ef allar heppnast. Hildur Petersen framkvæmda- stjóri hjá Hans Petersen hf. sagði okkur að mikill fjörkippur hefði komið í myndatöicur þegar insta- matic vélarnar frá Kodak komu á markaðinn upp úr 1960. Hún sagði að sjálfsögðu að Ko- dak filmurnar væru að flestra áliti bestu filmurnar. Þetta væri ga- malt fyrirtæki, 102 ára, og byggi yfir allri þeirri þekkingu sem hugsast gæti á þessu sviði. Kodak filmur væri hægt að fá alls staðar í heiminum og þær væru framkall- aðar alls staðar. Afi Hildar byrjaði að flytja Ko- dak filmur til landsins 1907. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11 NY ÞJÓNUSTA MEIRA FYRIR PENINGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.