Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 05.07.1984, Blaðsíða 24
Aðaisími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. 5. júlí 1984 147. tölublað 49. örgangur DJOÐVIUINN víking Komu á knerrinum til Reykjavíkur í gœr. Heyrðu, segðu okkur, hvað er besta diskótekið í Reykjavík?, var það fyrsta sem norsku víking- arnir á knerrinum SAGA SIGL- AR sðgðu er blm. hitti þá í gær. Til Reykjavíkur kom knörrinn eldsnemma morguns. Áætlað hafði verið að koma laust eftir hádegi, en þar sem meðbyr var mjög góður frá Vestmannaeyjum voru þeir á undan áætlun. Um borð eru sjö víkingar, þeir Ragn- ar Thorseth, kapteinninn í ferð- inni, Eirik, 11 ára sonur hans, Gustav Erik, Wolleot Hvide, Jon Moses, Erik Andersen og Eiríkur gamli. Guðmundur ekki ritstjóri „Þetta er allt saman tilbúning- ur“, sagði Hákon Sigurgrímsson, formaður utgáfustjórnar NT, í samtali við Þjóðviljann í gær, um þá frétt Alþýðublaðsins að Guð- mundur G. Þórarinsson tæki við ritstjórn á NT af Þórarni Þórar- inssyni, sem lætur af störfum í haust. Hákon sagði enn fremur, að það hefði ekkert verið rætt hver tæki við af Þórarni: „Það gæti alveg eins orðið ég eða þú“. Þórarinn staðfesti að hann léti af störfum 1. okt. en um væntan- legan eftirmann vildi hann ekki spá: „Ég veit ekki einu sinni hvort einhver verður ráðinn“. Svo að enn er allt á huldu um hvort Magnús Ólafsson, ritstjóri á NT, fær nýjan samstarfsmann í haust eða ekki. -hs Vopnafjörður Verkalýðsfálagið með verslunarrekstur r H Vopnafirði hefur Verka- Hugmynd að stofnuninni varð stöðum, t.d. með Ríkisskipum Að sögn Gunnars er talað um lýðsfélag staðarins stofnað til um áramót, sagði Gunnar. Þar frá Reykjavík og flutningabíl frá að eitthvað sé ódýrara hjá þeim eliinorfólan na hnfct ctarfcomi com fólomA óttí óívatt V»«ic com X/’.— ^ .. 1.1.: i_£• verslunarfélag og hófst starfsemi sem félagið átti ágætt hús sem þess fyrir u.þ.b. mánuði, að sögn Gunnars Sigmarssonar versl- unarstjóra. hafði staðið ónotað þótti upplagt að nota það. Varninginn fá þeir frá ýmsum Akureyri. en Kaupfélaginu, þó að ekki hafi Gunnar sagði að góð samvinna verið gerð nein könnun á því. væri á milli verslunarfélagsins og Ketils hf. á Þórshöfn. Víkingarnir fóru frá Sogndal í Noregi þ. 17. júní sl. og er ísland annar viðkomustaðurinn á tveggja ára hnattsiglingu þeirra. Á föstudagskvöld verður lagt af stað til Godtháb á Grænlandi Eiríks rauða og þaðan til Vín- lands Leifs Eiríkssonar. Tilgangur ferðarinnar er að fá innsýn í lífshætti víkinganna auk þess að gera sjónvarpsþátt með frásögnum af sögu og háttum við- komulanda og ferðinni sjálfri. Knörrinn sjálfur er eftirlíking af Víkingarnir Gustav Erik, Wolleot Hvide og Jon Moses. Hróarskelduknerrinum sem frægur er vegna þess að hann er best varðveitta víkingaskip sem fundist hefur á okkar tímum. Aðspurður hversvegna engar konur væru með í ferðinni sögðu þeir félagar Gustav Erik, Wol- leot Hvide og Jon Moses að lykt- in af sér væri svo vond að engri konu væri bjóðandi upp á ferð með þeim. Hinsvegar myndu þeir skoða diskótekin í Reykjavík vel á meðan þeir dveldu þar. En ef einhverjar skapgóðar stelpur vildu fara ókeypis til annarra heimshluta þá væru þær vinsam- legst beðnar að gefa sig fram. SS Tvö ár í Síldin Fer norska vorgotssíldin að koma á íslandsmið? ann 6. júní tilkynnti fiskimálastjóri Nor- egs að leyfð væri frá þeim degi veiði á 113 þúsund hektólítrum af vorgotssfld og að skip með snurpunótarveiðileyfi gætu tekið þátt í þeim. Það sem vekur sérstaka athygli við þessa tilkynningu er, að þessar veiðar með snurpunót eru nú eingöngu leyfðar utan grunnlína, þ.e. utan norska skerjagarðsins á opnu hafi. Þetta gefur vísbendingu um að norska vorgotssíldin sé nú farin að leita á haf út eftir hrygningu í stærri mæli en verið hefur fram að þessu. En þá er spurningin þessi: Hvað langt vestur í hafið frá strönd Noregs fer vor- gotssíldin nú á þessu sumri? Þessari spurn- ingu getur enginn á þessari stundu svarað. Þegar sfldin leitar í stórum mæli á haf út frá ströndinni þá er hún í ætisleit. Hvað langt hún þarf að fara markast svo af sj ávar- hita, samsetningur sjávar og átuskilyrðum í hafinu. Norski vorgotssfldarstofninn er nú í miklum vexti og er reiknað með að veiðar úr honum hefjist í umtalsverðum mæli síðara hluta þessa áratugs. Það má því reikna með, að ekki líði á löngu þar til þessi norski sfldarstofn birtist úti af Norðurlandi, verði sjór þar nægjanlega hlýr og ákjósan- leg átuskilyrði fyrir hendi. J.J.E.Kúld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.