Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 16
Leiklist er óvenju kröfu- hörð listgrein Helga Hjörvar hefur nú ver- ið skólastjóri Leiklistarskóla íslands í eitt ár og við notuð- um tækifærið í sumarleyfi skólans til að hitta Helgu að máli í húsakynnúm hans þar sem áður var Búnaðarfélag íslands í suðurenda gamla Iðnskólans. Skrifstofa skól- ans er til húsa uppi á þriðju hæð þar sem búnaðarmála- stjóri hafði íbúð í eina tíð. Helga sagði að allur tími sinn færi nú í að reyna að finna nýtt húsnæði fyrir skólann en í haust missir hann húsnæði í gamla Miðbæjarskólanum. Við spurðum hvort ástandið væri mjög alvarlegt. - Já, það er mjög erfitt. Við höfum nú í 8 ár verið í bráða- birgðahúsnæði í húsum borgar- innar hér í Lækjargötu 14b og Miðbæjarskólanum auk þess sem Nemendaleikhúsið hefur haft inni íLindarbæ. Okkur hefurver- ið sagt upp húsnæðinu hjá borg- inni og í haust verðum við að rýma Miðbæjarskólann vegna Vesturbæjarskólans sem þangað á að flytjast. Þar eru tveir salir og leikfimisalur sem við höfum haft afnot af. Frá júní sl. sumar hefur verið reynt að fá lausn á þessum húsnæðismálum en ekki tekist og er því aðeins mánuður til stefnu. - Hefur ekki komið til tals að byggja yfir skólann? - Jú,þaðhefurkomiðtiltals. Við þurfum mjög sérhæft hús- næði og þarf því að mörgu að huga. Erlendis hafa húsnæðismál leiklistarskóla víða verið leyst með því að láta þá í gamlar verks- miðjur en hér virðast vera 10 um hvert atvinnuhúsnæði sem losn- ar. Ef ekki á að breyta því í íbúðir eru það bjórlíkisstaðir sem næstir eru á dagskrá. Okkur gengur ekkert í keppninni við bjórlíkis- furstana. Að kenna aga leikhússins - Hvenær byrjar skólinn á ný í haust? - Hann byrjar um miðjan ág- úst. Það er ekki algengt í skólum að nemendur grátbiðji um lengd- an skólatíma en hér gerðist það í vor. Þeir vildu fá viku lengur. Ne- mendur hér eru geysilega áhuga- samir og við verðum vör við það að fólk sem kemur hingað í starfs- kynningu verður mjög undrandi á þeim áhuga og því mikla starfi sem hér er unnið. Flestir hugsa sér líklega að leiklistarnám sé einhvers konar flipp en það er öðru nær. Okkar hlutskipti er að taka við fólki úr hinu almenna skólakerfi og kenna því aga leikhússins. Leiklist er ó- venju kröfuhörð listgrein og krefst mikils sjálfsaga. Hér er byrjað klukkan hálf níu á mor- gnana og verið að til 6 og 7 á kvöldin og krafist er 100% mæt- ingar. - Er mikið um að fólk detti út úr þessu námi? - Samkvæmt lögum megum við taka inn 8 nýja nemendur ár- lega en þegar auglýst er fáum við 60-80 umsóknir. Það segir sig því sjálft að þetta er forréttinda- hópur og þess vegna eru gerðar miklar kröfur. Það er ekki mikið um að nemendur detti úr námi eða séu látnir hætta, ég held að mest hafi hætt 2 á einum vetri. - Nú útskrifaðist þú sjálf úr leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur á sínum tíma. Er mikill munur á náminu þar og hér? - Leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur var kvöldskóli og það er óhemjumunur á því að ganga í slíkan skóla nokkra tíma á dag eða stunda hér nám frá morgni til kvölds. Sýnilegasti munurinn er þessi mikla kennsla í hreyfingu, dansi, söng og tónlist sem hér fer fram. Hluti af nám- inu, er t.d. klukkutími í einsöng á viku. Mér skilst að það slagi hátt uppí kennslu í Söngskólanum. - Verða menn þá að hafa góða rödd til að fá inngöngu hér? - Það eru nú ekki beint gerð- ar kröfur um það og menn eru ekki felldir þó að þeir séu lag- lausir. Sérstök nefnd metur inn- gönguumsóknir og það fer eftir nefndinni hverju sinni hvaða Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskóla íslands segir fró skólanum. Húnlœturíljós álitsittó leiklist og starfi leikara og segir frá leiklistarhátíð í Osló Okkur gengur ekkert í samkeppni við bjórlíkisfurstana, segir Helga en Leik- listarskólinn er nú í húsnæðishraki. Ljósm.: Loftur. Helga Hjörvar með Rósu dóttur sína: Engum er Ijósara en mér eftir langt starf mitt með áhugaleikfélögum að allir geta leikið - en það þýðir ekki aö allir geti verið leikarar. Ljósm.: Loftur. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.