Þjóðviljinn - 21.07.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Page 1
SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Konur í fiski Gífurlegt slit af bónusnum Meira en 70 prósent kvenna í bónusvinnu í fiski leita lœknis útaf bólgum og líkamlegu álagi. Fyrirkomulag tekjutryggingar gleypir starfsaldurshœkkanir og hluta af bónus og yfirvinnuálagi hjá verkafólki Ivíðtækri könnun sem gerð hef- ur verið á áhrifum bónuskerfis- ins í fiskvinnslu kemur I ljós að hvorki meira né minna en 71 prósent kvenna í greininni þurfa að leita læknis vegna vöðvabólgu og annara atvinnusjúkdóma. Könnunin náði til alls landsins og af þeim sem leitað var til með spurningar um áhrif bónussins svöruðu 93 prósent. Petta kemur fram í viðtali við Guðmund J. Guðmundsson for- mann Dagsbrúnar, sem birt er í blaðinu í dag. Guðmundur sagði að úrslit könnunarinnar hefðu verið kynnt forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar og yrðu birtar í heild síðar. „Það er hræðileg staðreynd að yfir 70 prósent eða mikill meiri- hluti kvenna sem vinna í fisk- vinnslu skuli hreinlega skemma sig á bónusnum, sem svo er meira að segja að hluta til stolið frá þeim“. í viðtalinu gerir Guðmundur J. ennfremur grein fyrir á hverju höfuðkrafa Verkamannasam- bandsins, um að lægstu dagvinnutaxtar verði 14 þúsund krónur, er grundvölluð. Að sögn hans hefur dagvinnutekjutrygg- ingin svokallaða, sem eru lág- markslaun verkafólks, valdið því að til dæmis í Dagsbrún eru allir dagvinnutaxtar nema einn undir tekjutryggingunni. Yfirvinna, bónus og starfsaldurshækkanir eru hins vegar miðaðar við hina lágu taxta. Af þeim sökum er yfirvinnuálagið ekki nema 20 prósent miðað við dagvinnutekj- utrygginguna þrátt fyrir að samið hefði verið um 40 prósent álag. Töiuverður hluti af bónusnum hverfur af þessum sökum, þ.e. fólk vinnur hreinlega hluta af bónusnum ókeypis og starfsald- urshækkanir hverfa í rauninni. „Það er gífurleg reiði og óá- nægja útaf þessu kerfi meðal verkafólks og á því byggist okkar kröfugerð," sagði Guðmundur. „Þessu þarf að breyta og því verð- ur breytt“. Alusuisse Gefa stjórnvöld eftir? Á Ifurstar vilja tengja samninga um hærra orkuverð við „hag- stœð“ úrslit í kröfum íslendinga um greiðslu vangoldinna skatta fyrirtœkisins. Nú standa yflr viðræður milli stjórnvalda og Alusuisse um hækkun á orkuverði og mun loks kominn skriður á viðræðurnar þrátt fyrir að áður hefði verið samið um að viðræðunum skyldi lokið þegar fyrir fjórum mánuð- um. í bráðabirgðasamkomulagi sem gert var á síðasta hausti var samþykkt að láta hin gömlu deilumál um vafasamar skatt- greiðslur fyrirtækisins ekki verða þránd í götu samkomulags um hærra orkuverð. Það vakti því verulega athygli þegar útvarpið hafði í gærkvöldi eftir íslensku samningamönnun- um að staða gömlu deilumál- anna, þ.e. skattakröfur íslenska ríkisins á hendur Alusuisse, kynni að hindra að samkomulag um hækkun á orkuverði gæti náðst. Þetta bendir til þess að Al- usuisse ætli að tengja hækkun á orkuverði við hagstæð úrslit á skattheimtu ríkisins á hendur fyrirtækinu. Könnunin náði til alls landsins og af þeim sem leitað var álits hjá svöruðu 93% Olíufélögin Miljónagróði á síðasta ári Skuldir útgerðar við olíufélögin aldrei verið meiri en nú. Olíufélögin skila miljónagróða en segjast vera með tóma sjóði. Olíufélögin í landinu skiluðu hagnaði upp á margar miljónir á síðasta ári. Á sama tíma hafa skuldir flskiskipaflotans hjá olíu- félögunum aldrei verið meiri. Olíuverslun íslands skilaði á síðasta ári hagnaði uppá 27.7 mijjónir fyrir greiðslu en hagnað- ur félagsins til ráðstöfunar var 6.6 miljónir króna. Óráðstafað eigið fé félagsins var samkvæmt efnahagsreikningi 7.4 miljónir og eigið fé nam um síðustu áramót 261.7 miljón krónum. í ársskýrslu Olís segir að árið 1983 hafi verið gott ár og hjálpaði þar margt til, hjaðnandi verð- bólga, lækkandi vextir, og „rétt- ari verðlagning en áður“, eins og segir í ársskýrslunni. Olíufélagið Skeljungur skilaði á síðasta ári hagnaði uppá 6.7 miljónir en velta félagsins var nærri 2 miljarðar króna. Ekki tókst Þjóðviljanum í gær að fá upplýsingar um rekstrarafkomu Esso á sfðasta ári. Svan Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri hjá Olís sagði að skuldastaða útgerðarinnar við fé- lagið hefði greinilega versnað frá síðustu áramótum og ástandið væri verra en það hefði verið áður. Um ályktanir útvegsmanna þess efnis að litið yrði til gróða olíufélaganna við lausn á rekstr- arvanda útgerðarinnar, sagði Svan að sjóðir Olís væru ná- kvæmlega engir. „Ég held að það sé ekki hægt að taka neina sjóði hjá olíufélögunum. Ég get ekki skilið það. En ástandið er ábyggi- lega alvarlegt hjá útgerðinni.“ Indriði Pálsson forstjóri Skelj- ungs sagði að mjög víða væri buið að setja stopp á afgreiðslu olíu til fiskiskipa. „Ég held að olíuverðið sé ekki meginvandi útgerðarinn- ar, en félögin liggja oftast nær best við höggi samt sem áður“, sagði Indriði. -•g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.