Þjóðviljinn - 21.07.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Qupperneq 6
FRETTIR Lausar stöður Á skattstofu Vestfjarða er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. i Lausar stöður Á skattstofunni í Reykjavík eru lausar til umsóknar fjórar stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsyn- legt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármalaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 9. júlí 1984. Lausar stöður Á skattstofu Vesturlands er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984. if| BORGARSPÍTALINN í|' LAUSAR STÖDUR Skrifstofustarf Starfsmaður óskast í innkaupadeild spítalans við tölvuskráningu, vélritun, símavörslu og til almennra skrifstofustarfa. Umsækjendur hafi samband við innkaupastjóra í síma 81200 (309). Reykjavík 22.07.’84 Borgarspítalinn Félag íslenskra rafvirkja Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 24. júlí kl. 18.00 í félagsmiðstöð rafiðnaðar- manna Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Uppsögn á kaupliðum kjarasamninganna. Önnur mál. Stjórn félags íslenskra rafvirkja. Fundarboð Félagsfundur í starfsmannafélaginu Sókn í Borgartúni 6, miðvikudaginn 25. júlí kl. 20.30. Fundarefni: Rætt um uppsögn samninganna. Sýnið skírteini. Stjórnin Jafnrétti eða hvað? Jafnréttisnefnd Akureyrar hef- ur staðið að útgáfu fræðslurits um jafnréttismál, sem nú er ný- komið út. Rit þetta er byggt á könnun á atvinnuþátttöku kvenna og vinnumarkaðnum á Akureyri, sem Kristinn Karlsson, félagsfræðingur, gerði að til- hlutan nefndarinnar á s.l. ári. Ritið sem ber heitið ,Jafnrétti eða hvað?“ er unnið af Valgerði Magnúsdóttur og Guðrúnu Hallgrímsdóttur en mynds- kreytingar gerði Sigrún Eldjárn myndlistarkona. Ritið hentar vel til hvers konar fræðslu um jafnréttismál, t.d. fyrir skóla, stéttarfélög, sveitar- stjórnir og aðra sem málið kynnu að varða. Prentun annaðist Fontur h/f en Skjaldborg sér um dreifingu. Gert er ráð fyrir að ritið verði til sölu á vægu verði í almennum bókaverslunum. Jafnrétti Sjálfstæðis- menn á móti Útgáfa jafnréttisbæklingsins á Akureyri olli nokkru fjaðrafoki á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Jón Sólnes bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins greiddi atkvæði gegn þessu framtaki en tveir sátu hjá, þeir Gunnar Ragnars og Sig- urður Hannesson bæjarfulltrúar samaflokks. Aðrir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með stuðningi við þessa útgáfu. -þá Bækur Mest í mars íslendingar lesa mest í mars en minnst í júlí, samkvæmt árs- skýrslu Borgarbókasafns Reykjavíkur. í mars voru 88.499 bækur lánaðar en í júlí aðeins 49.595 bækur. Samtals lánaði Borgarbókasafnið 879.153 bækur. Mest var lánað út af að- alsafninu eða 311.654 bækur. Við erum ung og vaxandi fasteignasala, sem er reiðubúin að veita þér alla aðstoð og ráðgjöf varðandi kaup og sölu fasteigna, livenær sem þér lientar og samkvæmt þínum Jjörfum. Seldu ekM ofan af þér, eignaskipti eru öruggari — og láttu okkur leita. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. Fasteignasaias Leitarþjonusta Símar 687520 687521 39434 Bolholti 6 4.hæð 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.