Þjóðviljinn - 21.07.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Side 11
Áfram með hœfi- leikana Viðar Sóló-umboðsmaður kom við hér á Þjóðviljanum í vikunni og var óhress yfir og bað afsökunar á að ekkert varð úr 2. þætti hæfileika- keppninnar í Safarí um dag- inn. Svo mun mál með vexti að hann var í hljómleikaför með Bubba Morthens úti um land og staðgenglar hans hér í bæ fóru út af sporinu. En nú er Viðar semsagt kominn til bæjar „fýr og flamme“ og ábyrgist að hæfileikakeppni nr. 2 verði haldin n.k. miðvikudagskvöld í Safarí. Fyrsta hæfileikakeppnin fór fram með glans og verður sama framkvæmd á málum og síðast: keppendur 10 og 10 manna dómnefnd. Síðan fer úrslitakeppni fram í haust. Hljómsveitin Centaur leikur að lokinni sjálfri hæfileika- keppninni, en hún hefst hins vegar kl. 22. . Flutningurinn er líkur því sem Brúsi hefur áður gert, og sem fyrri minnir hann á köflum á Dyl- an, Elvis og Woody Guthrie, og sá samanburður er ekki útí hött, því að Bruce á heima á toppnum í námunda við þessa risa. Sextett- inn „The E Street Band“, sér að vanda um allan hljóðfæraleik, ásamt Brúsa. Auk trommu og bassa er notað slatti af gíturum, píanó, svuntuþeysir og hljóm- borð, auk saxófóns og söngs. Þetta fer þó ekki í graut, heldur hljómar allt tært og skýrt, - og mætti nú fyrr vera með alla þessa yfirlegu í hljóðverinu. Krafturinn hefur heldur ekki farið úr músík- inni, þrátt fyrir mikla fágun, en næst ættirðu að koma með hljóm- leikaplötu, Bruce, jafnvel þótt hún kæmi ekki meiru til skila en broti af sviðstöfrum þínum. gg Rokkunnendur leggja flest- ir eyrun við, þegar plata kem- urfrá Bruce Springsteen, sem ameríkanar nefna gjarnan „The Boss“. Þessi átti reyndar að koma út fyrir tæpu ári, en þegar búið var að hljóðblanda hana, henti Bruce bandinu í ruslafötuna og byrjaði upp á nýtt. Perfex- jónismi er vænn hluti af mýt- unni Springsteen. Ég vil segja það strax, að Born in the USA er góð plata, jafngóð og bestu plötur Brúsa. Gallinn er bara sá, að hún bætir þar engu við. Mér finnst Darkness on the edge of town (1978) best og The River (1980) og Born to run (1975) næstbestar. Séu menn Brúsafrík, er náttúrulega gaman að fá 12 lög til viðbótar. Þau sem aldrei hafa hlustað á hann, geta alveg eins byrjað á þessari plötu eins og annarri. Amerískt öreigaskáld með rafgítar Brúsa verður jafnan minnst í rokksögunni fyrir þrennt að minnsta kosti: Hann var einn af aðalmönnunum í endurvakningu og endurnýjun hressilegs rokks um miðjan síðasta áratug. Hann er einhver magnaðasti seiðmað- ur, sem sést hefur á sviði, („Ég er ekki hingað kominn til að gefa ykkur það sem þið hafið borgað fyrir. Ég veit að þið viljið fá meira - og það skuluð þið fá.“) Síðast en ekki síst er hann mikið skáld - túlkar manna best reynsluheim bandarísks lágstéttarkarlmanns: Þessir strákar stunda götulífið, og hraðbrautir og bílar eru tákn frelsislöngunarinnar. Það er hægt að njóta lífsins þennan stutta 'ævikafla, eftir að þú sleppur út úr skólanum og áður en launavinn- an hefur murkað úr þér lífslöng- unina. í ástaróðum sínum biður Brúsi stelpuna gjarnan að setjast upp í bílinn hjá sér, svo að þau geti þeyst „burt“ - út úr „gildr- unni“. Rokkmúsíkin er snar hluti af þessari veröld: „We learned more from a three minute record than we ever learned in school“ (No surrender). Brúsi slapp út úr gildrunni, en vinir hans urðu flestir eftir, og Það vex eitt blóm fyrir westan Bruce Springsteen: Born in the USA hjarta hans dvelur með þeim. Textar hans hafa orðið þung- lyndari með árunum. Hann lýsir vonbrigðunum, eftir að eldar æskuástarinnar hafa slokknað og blóðið rennur hægar í æðunum. Söguhetjur hans setjast þá gjarnan undir stýri og æða eitthvað út í bláinn, í örvænt- ingarfullri leit að draumum sem aldrei geta ræst. Brúsi hefur sennilega aldrei heyrt orðið stéttaskipting, en túlkun hans á veröld amerísks verkalýðs afsannar rækilega að ekki sé til stéttasfcipting í Amer- íku: Niðurdrepandi vinna, ör- skotsfrelsi í frítímanum („When I’m out in the street, I walk the way I wanna walk“), vonbrigði fullorðinsáranna o.s.frv. Hér er stéttarreynsla túlkuð af næmu skáldi, sem ekki hefur orðin ein að vopni, heldur líka alþýðutón- list vorra tíma, rock’n ’roll. Jafngóð plata Það er erfitt að finna eitt lag öðru betra á nýju plötunni. Titil- lagið Born in the USA er kannski það slakasta, þótt textinn sé þrælgóður. Dancing in the dark er auðmeltasti slagarinn, enda komið út á tveggja laga plötu. Bestu rokkararnir finnast mér Cover me og Darlington county, en aðrir myndu ábyggilega nefna önnur lög, - svo jafn góð er platan. Eins og gjarnan er með Bruce- lög hljóma þau kunnuglega frá fyrstu heyrn, enda ekki sérlega frumleg. Svipað og á Darkness on the edge of town og hluta af The River, felst sjarmi plötunnar mikið í spennunni á milli þung- lyndislegra texta og lífsglaðrar rokktónlistar. Svartsýni skyn- seminnar og bjartsýni tilfinning- anna, svo að maður leyfi sér að vera svolítið heimspekilegur. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Hefurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og vegar eru aðeins íjórir lófastórir íletir. Aktu því aðeins á viðurkenndum hjólbörðum. Sértu að hugsa um nýja sumarhjólbarða á íólks- bílinn cettirðu að haía samband við nœsta umboðsmann okkar. HUGSIÐ UM ÆlíJEOluiW eigid öryggi OG ANNARRA FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING GOODfÝEAR PRISMA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.