Þjóðviljinn - 21.07.1984, Side 13

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Side 13
Láakúran í öndvea Mark Blankfield hamast við að leika doktor Jekyll... ■ • • og herra Hyde. Jekyll og Hyde aftur á ferð (Jekyll & Hyde... Together Again) Bandaríkin, 1982 Stjórn: Jerry Belson Kvikmyndun: Philip Lathrop Tónlist: Barry DeVorzon Leikendur: Mark Blankfield, Bess Armstrong, Krista Erickson Sýnd í Regnboganum. Lokaatriðið í þessari mynd segir í rauninni allt sem hægt er að segja um myndina og aðstand- endur hennar. Þar sést Robert Louis Stevenson snúa sér við í gröfinni og rymja „þeir hafa eyði- lagt söguna mína, skepnurnar! Sagan um doktor Jekyll, lækn- inn sem fann upp aðferð til að leysa úr læðingi villidýrseðlið í sjálfum sér, hefur oft verið kvik- mynduð með misjöfnum árangri. Fyrsta myndin mun hafa verið gerð 1908, og stjórnaði henni maður að nafni William Selig, sem var einn af frumkvöðlum bandarískrar kvikmyndagerðar og vann fyrir sér sem töframaður áður en hann fór að fást við kvik- myndir. Árið eftir gerðu Danir kvikmynd um Dr. Jekyll og Mr. Hyde og síðan komu útgáfurnar hver á fætur annarri og urðu fleiri en upp verði talið. Þýski snill- ingurinn Friedrich Murnau gerði sína útgáfu 1920, með Conrad Veidt í titilhlutverkinu, og 1921 lék John Barrymore þetta eftir- sótta hlutverk, og Frederic March fékk Óskarverðlaun 1932 fyrir leik sinn í myndinni Dr. Jek- yll og Mr. Hyde eftir Rouben Mamoulian. Það er ekkert nýtt að skopstæla þessa vinsælu hrollvekju, í gegn- um tíðina hafa menn einsog Abott og Costello og Jerry Lewis fengist við það, svo einhverjir séu nefndir. Einu sinni hefur hún ver- ið dubbuð upp í söngleik, svo ég viti til, það var 1973, þegar Kirk Douglas lék hlutverk læknisins í INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR sjónvarpsútgáfu af Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Myndin sem nú er sýnd í Regn- boganum er eiginlega skóladæmi um það hvernig ekki á að búa til gamanmynd. Það er einsog hóp- ur fáráðlinga hafi lagst á eitt við að troða inn í handritið öllum þeim fimmaurabröndurum sem þeir kunnu og síðan hafi verið fenginn hópur annars flokks leikara til að fíflast fyrir framan myndavélina. Útkoman er auðvitað stíllaus endaleysa. Samt er einsog örli á hugmynd- um annað slagið, sem hefði vel mátt nota. Það er t.d. ekki svo vitlaust í sjálfu sér að láta Dr. Jekyll' -vtast í einskonar „flipp- a" ' . ^ekur ekki meiri athygli e .ir slíkir þegar hann gengur inn á skemmtistað - allir hinir gestirnir eru í svipuðum múnder- ingum og hegða sér ekki ósvipað honum. Gleðikonan sem hann leggur lag sitt við er heldur ekkert hissa á honum - henni leiðast svo- lítið lætin í honum og afbrigði- legar aðferðir hans, en hann er kannski ekkert verri en margir aðrir sem hún hefur þurft að um- bera í starfi sínu. Sá er þó galli ágjöf Njarðar, að einmitt andstæðuleysið gerir myndina að marklausri dellu. Það sem kemur fyrir doktor Jek- yll á sjúkrahúsinu þar sem hann vinnur sem ungur og upprenn- andi skurðlæknir er alveg jafnfáránlegt og þær uppákomur sem hann lendir í sem Hyde, kyn- óði villimaðurinn. Vissulega má hugsa sér að hægt hefði verið að hafa einmitt þetta að aðalinntaki myndarinnar: allt er fáránlegt. En það er ekkert fyndið, a.m.k. ekki í þessari mynd. Hún er öll á sama lákúrulega planinu. Það er alveg hárrétt sem Ro- bert Louis Stevenson rymur í gröf sinni í lokaatriðinu: þeir eyði- leggja söguna hans, skepnurnar. Lillian Hellman er látin Óameríska nefndin kallaöi Lillian Hellman fyrir sig árið 1952. Kvikmyndahöfundur einn, Martin Berkeley, haföi sagt nefndinni, aö fimmtán árum fyrr hefði hann séö skáldkonuna og sambýlis- mann hennar Dashiell Ham- mett á fundi sem bandaríski kommúnistaflokkurinn skipu- lagði í Hollywood. Nefndin vildi aö Lillian Hellman staö- festi upplýsingar þessar og vildi fá fleiri nöfn. Hún svaraði bréflega og kvaöst reiöubúin til að segja frá því „sem hún hefði sjálf gert og hugsaö", en að hún mundi ekki bera vitni gegn öörum. „Mér finnst það ómanneskju- legt og vansæmandi að baka sak- lausu fólki tjón bara til að bjarga eigin skinni. Ég hvorki get rié vil sniðið samvisku mína eftir tísk- unni í ár. Ég er alin upp í anda gamaldags amerískra grundvall- arhugmynda og hef lært nokkrar einfaldar grundvallarreglur eins og til dæmis þessar: Reyndu alltaf að segja sannleikann, berðu aldrei falskan vitnisburð, skaðaðu ekki nágranna þinn, vertu trúr landi þínu. Ég hefi reynt eftir bestu getu að lifa eftir þessum kristnu grundvallarhug- myndum um heiður“. Óameríska nefndin lét þar við sitja og veit enginn hvers vegna. Aðrir sluppu ekki eins vel. Ári áður hafði Dashiell Hammett (hann samdi sérstæðar og frægar glæpasögur eins og t.d. Möltu- fálkann) setið í fangelsi mánuð- um saman. Hammett hafði neit- að að gefa nefndinni upplýsingar og sagði við það tækifæri: „Ég þarf enga dómara til að útskýra fyrir mér hvað lýðræði er“. Ham- mett var ekki heilsugóður maður og náði sér aldrei eftir fangavist- ina. Skattayfirvöldin lögðu hald á öll ritlaun sem þessum „rauðu“ höfundum bar. Það var ekki fyrr en árið 1960 að Lillian Hellman gat aftur selt eftir sig verk. Árum saman sá hún fyrir sér og hinum sjúka vini sínum m.a. með vinnu við afgreiðslustörf. Hammett og Lillian Hellman bjuggu saman í nær þrjátíu ár. Hann var eldri en hún og orðinn allfrægur þegar þau kynntust. Um tíma var hann svotil gleymdur, en bækur hans eru nú aftur gefnar út í stórum upp- lögum. Nýlega var gerð kvik- mynd um ævi þessa sérstæða höf- undar, sem hætti snögglega að skrifa eftir að hafa farið vel af stað, og vita menn ekki gjörla hvernig á því stóð. Lillian Hellman var af gyðinga- ættum, fædd í Suðurríkjunum. Hún hóf feril sinn í blaða- mennsku og fékkst einkum við kvikmyndir og leikhús. En það var sem leikskáld að hún varð nafnkennd á fjórða áratuginum. Leikrit hennar fóru mjög víða og það voru gerð eftir þeim kvik- myndir. Einna frægast þeirra er Refirnir, sem lýsir miskunnar- lausu fjölskyldustríði um vald peninganna, einnig má nefna verk eins og Rógburður og Leikföng uppi á lofti. En það var svo seint á sjöunda áratugnum að Lillian Hellman vakti aftur á sér athygli fyrir verk sem beint og óbeint tengdust hennar eigin endurminningum. Eftir einni þeirra bóka . Pentimento, var gerð kvikmyndin Júlía - þar leikur Jane Fonda Lillian sjálfa og Jason Roberts fer með hlut- verk Dashiell Hammetts, en Vanessa Redgrave er Júlía, hug- rökk kona sem gefur sig að and- spyrnu gegn nasistum í Þýska- landi Hitlers. Lillian Hellman var 79 ára að aldri þegar hún lést. áb tók saman. Laugardagur 21. júlí 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.