Þjóðviljinn - 21.07.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Síða 15
MENNING Víkivaki kenndur í hléi íslenskir óperusöngvarar og kór íslensku Óperunnar munu koma fram endurgjaldslaust á næstunni, til að styrkja Óperuna. Prátt fyrir að íslenska Óperan hafi sett upp fimm óperur á s.l. ári, haft yfir 709 sýningar og tæp- lega 30.000 manns hafi heimsótt hana, þá er kassinn tómur. Til að bjarga því munu söngvarar og kór Operunnar koma fram endu- rgjaldslaust á næstunni. Sett hefur verið saman dagskrá með íslensku og erlendu efni. Dagskráin mun skiptast í tvennt. Annars vegar verður flutt íslensk þjóðlög og ættjarðarlög ásamt ís- lenskum sönglögum, svo og vísnasöngur og rímur kveðnar. Hins vegar verða sungin atriði úr söngleikjum, óperettum og óper- um. í hléi verður gestum kenndur dans/vikivaki í léttum dúr. HS Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes óperusöngvarar. Tíunda Árbókin Út er komið 10. hefti Árbókar Nemendasambands Samvinnu- skólans. Hefur það að geyma æviatriði þeirra nemenda, sem útskrifuðust árin 1929, 1939, 1949, 1959, 1969, 1979, ásamt myndum. Ná þær tíu Árbækur, sem út eru komnar, yfir alla nemendur Samvinnuskólans frá 1918 til 1979, að örfáum undanteknum, sem fallið hafa niður.Alls er þama um að ræða nokkuð á þriðja þúsund manns. í þetta hefti skrifar Haukur Ingibergsson, fyrrverandi skóla- stjóri grein um skólann 1974 til 1981. Jóhannes Bekk Ingason rit- ar grein sem hann kallar Baugamál Bifrestinga og birt er ljóð, sem Eiríkur Pálsson, fyrr- verandi kennari, flutti nemend- um sínum útskrifuðum 1949 á 35 ára útskriftarafmæli þeirra sl. vor. Myndir eru í bókinni úr því afmælishófi og einnig úr afmæiis- hófi Lýðveldisárgangsins, þ.e. þeirra, sem útskrifuðust lýðveld- isárið 1944. Meðal þeirra eru tveir ráðherrar. Þá eru og myndir frá árshátíð Nemendasambands Samvinnuskólans si. vor. Lokser að finna í ritinu hrafl úr fundar- gerðum Skólafélags Samvinnu- skólans frá þeim árum, sem getið er um í bókinni. Þessi síðasta Árbók er 237 bls. að stærð. Umbrot og filmuvinnu annaðist Repro en setningu °g offsetprentun prentsmiðjan Leiftur. Ritstjóri Árbókarinnar er Guðmundur R. Jóhannsson. -MHG. Laugardagur 21. júlf 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Óperan íslenskt og erlent ^a.9oo*r 'Je<5'u<'.éW'&'Sua<'toa m Sturlusýning í Landsbókasafni Landsbókasafn íslands minnist um þessar mundir með sýningu sjöhundruðustu ártíðar Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds. Hann andaðist í Fagurey á Breiðafirði 30. júlí 1284. „Var hann Ólafsmessudag fyrst í heimi og Ólafsmessudag síðast“, en Sturla fæddist Ólafsmessudag 29. júlí 1214 og var því rétt sjötugur þegar hann lést. Hann var af ætt Sturlunga sonur Þórðar Sturlusonar og Þóru. Hann var ungur um skeið hjá Snorra föðurbróður sínum í Reykholti. Sturla kom víða við sögu á 13. öld, var t.d. á Örlygsstöðum 1238 og á Flugumýri 1253, en var far- inn á brott, þegar brennumenn bar að garði. Sturla gerðist lendur maður Gizurar Þorvaldssonar 1259, fór nauðugur utan 1263, en komst brátt í vinfengi við Magnús kon- ung Hákonarson, er fól honum að rita sögu Hákonar konungs Hákonarsonar föður síns og síðar sína sögu, Magnúsar sögu laga- bætis, sem hefur ekki varðveitzt nema að hluta. Sturla Þórðarson var skáld gott og hefur verið nefndur síðasta hirðskáldið. Kvæði hans og kvæðabrot eru varðveitt í sagna- ritum hans. Sturla ritaði Landnámu, þá gerð hennar, sem við hann er kennd og er elzta heiia gerð hennar. Talið er, að hann hafi ritað Kristnisögu, og heimild er um, að hann hafi ritað Grettissögu, þótt sú gerð hennar sé nú ekki varð- veitt. Ýmsir þykjast sjá mark hans á sögum sem Eyrbyggju og Lax- dælu, er gerast á slóðum Sturlu á Vesturlandi. Kunnastur er Sturla þó sem höfundur íslendingasögu, megin- þáttar Sturlungu, er frændur Helgu Þórðardóttur konu hans, Skarðverjar, felldu saman úr mörgum sögum snemma á 14. öld. Sturla Þórðarson var lögsögu- maður 1251. Árið 1271 kom hann og Þorvarður Þórarinsson út með lögbók þá, Járnsíðu, er konungur hafði skipað. Sturla var lögmaður yfir allt land 1272-76 og norðan og vestan 1277-82. Á sýningunni í Landsbókasafni íslands, er standa mun sumar- langt, eru sýndar helstu útgáfur verka Sturlu Þórðarsonar og ýmis handrit þeirra, ennfremur nokk- ur rit um Sturlu. Þá eru loks sýnd- ar fáeinar myndir, er þau Þor- björg Höskuldsdóttir og Eiríkur Smith hafa gert eftir efni ís- lendingasögu. (Frétt frá Landsbókasafni ís- lands) Bœkur: Ljóðgbók eftir Ástu Ólafsdóttur Út er komin á ensku bók sem ber titilinn: I asked myself: „Ásta Ólafsdóttir, if this were a diction- ary, how would you explain your heart in it“? Innihald hennar eru hugar- flugsmyndir, vangaveltur og at- burðarrásir í óbundnu máli ásamt myndskreytingum eftir höfund bókarinnar, Ástu Ólafsdóttur, sem einnig er útgefandi. Bókin er 68 síður, prentuð í Hollandi í 400 eintökum og er önnur bók höfundar, sú fyrri er á íslensku, útgefin 1980. Bókin er til sölu í helstu bóka- búðum í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.