Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 7
IÞROTTIR OL-handbolti Vinnum Sviss Leikurinn gegn júgóslövum í heimsklassa en taugaspenna hamlaði liðinu gegn japönum. Rœtt við Atla, Porberg og Guðjón liðstjóra um þrjá fyrstu leiki íslenska landsliðsins á OL. OL-punktar Bandarískir leikar fyrir bandaríkjamenn Deilt um sjónvarpssendingar - gífurleg öryggisgœsla - verð- lag í skýjunum - skipulagið frábært (nœstum) Frá Guðmundi Sigurðssyni, skagstrendingi, ferðamanni og fréttaritara Pjóðviljans í Los Angeles: Það er vissulega ýmislegt sem vekur athygli sveitamanns frá ís- landi þegar hann fylgist með Ól- ympíuleikunum í Los Angeles. Fyrst skal nefna sjónvarpið. Sjónvarpsstöðin ABC sem hefur einkarétt á að sjónvarpa frá leikunum dregur upp svo ein- hliða mynd að ég get ekki orða bundist. Oft gæti manni dottið í hug að það sé ekki nema ein þjóð sem hlýtur verðlaun eða tekur þátt í leikunum, það er gestgjaf- arnir, bandaríkjamenn. Helst er sýnt frá atburðum þarsem banda- ríkjamenn vinna sigra, en öðrum íþróttagreinum sleppt. Ef þeir slysast til að sýna frá grein sem bandaríkjamenn hljóta ekki gull í, beina þeir myndavélunum jafnvel að bronshafanum eða þá þeim sem lenti í tólfta sæti, - ef hann bara var bandaríkjamaður. Svo langt hefur þetta gengið að formaður Alþjóða-ólympíu- nefndarinnar, spánverjinn Sam- arak, hefur ritað sjónvarpsstöð- inni bréf þarsem hann krefst þess í nafni þeirra sem heimsækja bandaríkjamenn að útsendingum verði breytt til batnaðar og ekki gefin sú óraunsæja mynd af leikunum sem birst hefur á skján- um. Viðbrögðin létu ekki standa á sér. Þulur ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar sagði í gærkvöldi að engin breyting yrði gerð á útsendingun- um. Þær væru til að sýna banda- ríkjamönnum hvernig banda- ríkjamenn ynnu til verðlauna. Fimmfalt fargjald! Öll öryggisgæsla hér í Los Angeles virðist mjög ströng. Vopnaðir lögreglumenn akandi, gangandi, ríðandi, eða jafnvel sveimandi yfir borginni í þyrlum. Fjöldi öryggisvarða og annarra starfsmanna fylgist með að allt gangi fyrir sig sem fljótast og auðveldast. Skipulagðir eru flutningar á þátttakendum og áhorfendum að og frá keppnis- svæðunum í sérstökum strætis- vögnum. Fargjald með þessum sérstöku ólympíustrætóum virð- ist mér vera fimmfalt dýrara en með venjulegum almennings- vögnum. Misbrestur er á að öllum íþróttagreinum sé sinnt, til dæmis gengur enginn ólympíu- vagn þangað sem handknatt- leikskeppnin fer fram. Og raunar er henni ekkert sinnt í sjónvarpi heldur. hafa verið breytt í minjagripa- verslanir eða veitingasölur, og dæmi eru þess að uppbúin rúm fjölskyldunnar sjáist inní miðri verslun. Athyglisvert er að verð- ið á minjagripunum lækkar eftir því sem fjær dregur keppnis- stöðunum, og þegar komið er niðrí bæ, - ef svo má segja um þessa sjö milljón íbúa borg -, þá má fá sama muninn á þrefalt eða fjórfalt lægra verði en á sjálfum keppnissvæðunum. Ln nú er kannski að fara fyrir mér einsog ABC-sjónvarpsstöð- inni, - það er að draga upp ansi einhliða mynd. Geta verður einn- ig þess sem vel er gert. Flestöll skipulagning virðist hér til sér- stakrar fyrirmyndar og allt gengur fyrir sig fljótt og örugg- lega. Allt starfslið er vel þjálfað og vinnur vel saman. Þjónusta er mjög fljót og góð, þótt hún virðist nokkuð dýr. Ekki meira að sinni. Frá Jóni Jenssyni, fréttaritara Pjóð- viljans í Los Angeles: Eftir að þríðja sætið er úr sögunni hér á Ólympíuleikunum hafa íslend- ingarnir sett stefnuna á að komast í leikinn um fimmta sætið og þarmeð í A-riðil næstu heimsmeistarakeppni. Liðið er komið með stig frammyfir vonir, sagði Þorbergur Aðalsteinsson þegar rætt var við hann að loknum þremur fyrstu leikjum íslendinganna, og við eigum að vinna Sviss og Alsír var viðkvæðið hjá íslensku strákun- um. Leikurin á móti júgóslövum var leikur í heimsklassa, sagði Þorbergur, - við leiðum leikinn allt frammá síð- ustu mínútur seinni hálfleiks, en þá er einsog taugaveiklun grípi um sig í lið- inu og menn fara að skjóta í tíma og ótíma. Reyndar má segja það sama um júgóslavana, en þeim tekst að saxa á forskot okkar og jafna á síð- ustu sekúndunum. Þessi leikur er ein- hver besti leikur sem ég man eftir að íslenska liðið hafi spilað. Um leikinn gegn rúmenum sagði Þorbergur: - Við vorum staðráðnir í að selja okkur dýrt og halda í við þá einsog hægt væri. En sá handknatt- leikur sem rúmenar spila hentar okk- ur mjög illa og þeir voru okkur hrein- lega of sterkir. Um undirbúning og aðstöðu sagði Þorbergur allt gott, - og ef okkur tekst að vinna Sviss og Alsír er þetta stig gegn júgóslövum einu stigi meira en við áttum von á. Stefnan núna er að komast í A-riðil heimsmeistarak- eppninnar, ef það tekst ekki gæti róð- urinn orðið erfiður. Leikurinn á móti Japan einkenn- dist af taugaspennu. í fyrri hálfleik lék íslenska liðið undir getu og leikur- inn var mjög jafn. Varnarleikur liðs- ins var góður en sóknin ekki að sama skapi. fseinni hálfleik tókst sókninni betur upp og gerði útum leikinn. Kristján Arason reif sig upp í síðari hálfleik og skoraði sjö mörk og stýrði þessu í höfn. Það er allt mjög jákvætt í þessari ferð, sagði Þorbergur, - það eina sem hægt er að setja útá eru gífurlegar vegalengdir á æfingar og leiki. Japanarnir komu okkur á óvart með góðum leik, sagði Atli Hilmars- son, - léku vörnina mjög framarlega 4. deild Þorbergur sem við áttum ekki von á. Við byrjuð- um leikinn vel og komumst í 3-0, héldum að þetta yrði auðvelt og ein- beitingin datt úr liðinu. Við lentum í hálfgerðu ströggli og náðum ekki að sýna góðan Ieik. Um leikinn við júgóslava sagði Atli: - Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en í seinni hálfleiknum lentum við í vandræðum vegna brottrekstra. Júgóslavar senda mann útúr vörninni og við eigum erfitt með að losa okkur við boltann. Við fengum líka dóma- rana upp á móti okkur, þó það sé auðvitað engin afsökun fyrir úrslitum leiksins. Við áttum aldrei séns á móti rúm- enum, sagði Atli, - að mínu mati eru þeir með besta lið keppninnar og ættu ekki að lenda í vandræðum með gull- ið. Andinn í hópnum er mjög góður og ef liðið spilar af eðlilegri getu eigum við að vinna bæði Sviss og Alsír og tryggja okkur sæti í A-riðli heims- meistarakeppninnar. Svissarar sterkir Við fengum eitt stig úr leiknum við júgóslava, sagði Guðjón Guðmunds- son liðsstjóri íslenska liðsins, - stig sem við reiknuðum ekki með. Þann leik hefðum við átt að vinna, og ég held að undir eðlilegum kringum- stæðum ætti liðið að vinna bæði Sviss og Alsír. Þetta svissneska lið er þó mun betra en það lið sem kom heim í vetur, þeir eru til dæmis komnir með mjög góðan örvhentan leikmann. Leikurinn á móti júgóslövum sýnir hvað hægt er að gera, sagði Guðjón, - og ef rétt er að málum staðið og hóp- urinn heldur saman ætti þetta að koma hægt og bítandi. Einsog menn vita er sígandi lukka best. er Minjagripir Við sjálfa keppnisstaðina allt þakið í veitingatjöldum og minjagripaverslunum, þarsem ótaldar gerðir minjagripa eru seldar við ansi háu verði. Síðan þegar gengið er út frá keppnis- svæðunum eru seldir minjagripir í hverju skoti, á gangstéttum og úr bílum. íbúðarhúsum virðist Andrés skoraði fimm Armenningar nœr öruggir í A-riðlinum KR-Liverpool Forsala hafin Englandsmeistarar Liverpool- liðsins verða í heimsókn á Laugardalsvelli á sunnudaginn og leika gegn KR klukkan tvö. For- sala aðgöngumiða er hafin á Lækjartorgi og Hlemmi í Reykja- vík. Flugleiðir og Arnarflug bjóða sérfargjöld utanaflandi og Ferða- skrifstofa Vestmannaeyja hefur leigt Herjólf. Líklegt byrjunarlið Liverpool- manna gegn KR-ingum: Bruce Grobbelaar, Phil Neal, Alan Kennedy, Mark Lawrenson, Alan Hansen, Ronnie Whelan, Kenny Dalglish, Sammy Lee, Ian Rush, John Wark, Paul Wash. Það þarf ekki að hvetja áhuga- menn um knattspyrnu að mæta á þennan leik en þeim skal bent á að festa kaup á aðgöngumiðum í tíma til að forðast óþægindi og tafir í biðröð þegar leikurinn hefst. -m Bikarkeppni í fjölþraut Bikarkeppni Frjálsíþróttasam- bandsins í fjölþraut fer fram í Reykja- vík hinn 10. og 11. ágúst, - á föstudag og laugardag. í fréttatilkynningu sem blaðinu barst um þennan viðburð í gær er þess getið að skráningar skuli berast til skrifstofu FRÍ fyrir 7. ágúst, - sem var í gær. En kannski má reyna ennþá? Fjórir leikir í fjórðu deild á fimmtudagskvöldið, tveir í A- riðli og tveir í B-riðli. Sú fjórða er deild furðanna og óskapanna. í leikjunum fjórum voru skoruð samtals 22 mörk og þaraf skoraði einn leikmaður fímm og tveir náðu þremur. Afturelding úr Mosfellssveit vann Dreng úr Kjósinni með tveimur gegn einu í slökum leik þarsem Drengsmenn máttu horfá framaní 8 spjöld, þaraf eitt rautt, og eru óhressir með dómgæsluna. Afturelding ívið sterkari og náði tveggja marka forystu með mörk- um Sigurðar Sveinssonar og Lár- usar Jónssonar, Hjörtur Ingþórs- son lagfærði stöðuna fyrir Dreng. Bæði lið brenndu af í vítaspyrnu. Ármann vann Árvakur með 4:0. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, Ármann yfir 1:0, en þrjú mörk á tíu mínútna kafla í upp- hafi síðari hlutans afgreiddu þá árvökru. Egill Steinþórsson átti þrennu, Heimir Gunnarsson eitt mark úr víti. í B-riðlinum áttu Hildibrandar ágætis leik gegn Hveragerði, unnu 4:0. Sigurður Friðriksson skoraði tvö, Viðar Hjálmarsson og Böðvar Bergþórsson hvor sitt. í hálfleik 3:0. Og Drangur tapaði enn einum leik í einstefnuleik við Létti frá Reykjavík. Drangsmenn frá Vík í Mýrdal hafa ekki haft erindi sem erfiði í riðlinum, gengið illa að koma saman liði og vantar mark- mann. Léttir hafði yfirburði og vann 9:2. 7:1 í hálfleik og slakað á eftirþað. RagnarÞ. Guðgeirsson og Björn Leifur Þórisson skoruðu Drangsmörkin. Örn Sig- urðsson skoraði eitt fyrir Létti, Sverrir Gestsson þrennu en And- rés Kristjánsson hvorki meira né minna en fimm mörk sem fleytir honum í þriðja sætið á lista yfir markaskorara í deildinni (14 mörk) á eftir Tryggva marka- kóngi Gunnarssyni IR (29 mörk) og Jóhanni Ævarssyni, Bolungar- vík (15 mörk). Ármenningar eru nær öruggir með sigur í A-riðlinum. Fræði- lega má hugsa sér að Augnablik vinni þá þrjá leiki sem eftir eru og komist upp að Ármanni ef hinir síðarnefndu tapa fyrir tveim neðstu liðum deildarinnar, - og réðust þá úrslit á markatölu, en þessi gangur mála er ekki þannig að meðaltraustir fjármálamenn mundu leggja mikið undir í veð- máli. Með sigrum sínum í B- riðlinum hafa Léttir og Hildi- brandur treyst stöðu sína og þótt Stokkseyri og Þór geti enn átt síð- asta orðið virðist allt stefna í hreinan úrslitaleik milli Léttis og Hildibrands á þriðjudaginn eftir viku í Eyjum. Staðan í riðlunum tveimur eftir fimmtudagsleikina: A-riðill: Ármann 12 10 1 1 31:10 31 Augnablik .....11 7 1 3 21:14 22 Afturelding 12 7 0 5 23:19 21 Vfkverji 11 5 2 4 17:12 17 Haukar 12 5 2 5 21:18 17 Árvakur 12 4 1 7 16:21 13 Orengur 11 2 1 8 14:31 7 Hafnir 11 1 2 8 8:26 5 B-riðill: Lóttir ... 10 7 2 1 40:13 23 Hildibrandur.... ... 10 6 3 1 31:14 21 Stokkseyri ...10 6 1 3 27:19 19 Þór, Þoriáksh... ... 10 5 3 2 24:12 18 Eyfellingur ... 10 3 1 6 21:24 10 Hveragerði ... 10 3 0 7 18:34 9 Drangur ...10 0 0 10 7:52 0 Mi&vikudagur 8. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.