Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Qupperneq 10
Stuðmenn Egill og Valgeir í umfangsmiklum gervum, sem minna helst á útileikhús, en það var raunar líka á svæðinu og skemmti alla dagana. Árleg Ringóverðlaun___________________________ Framhald af bls. 9 Hann var nýstiginn af hest- baki, þegar Þjóðviljamenn hittu hann. Ringó sat skjóttan gæðing og tókst nokkuð bærilega að hemja hann, en ekki kvaðst hann vilja Ieggja þessa íþrótt fyrir sig. Mönnum kom raunar saman um að kona hans, leikkonan Barbara Bach, hefði borið sig öllu betur á hestbaki. -Þau hjón ætluðu síðan að skoða sig um á mótssvæðinu í eftirmiðdag á laugardag, en leist ekkert á blikuna, þegar þau mættu þúsundum unglinga, sem margir hverjir veifuðu brenni- vínsflöskum, sumir berir ofan í mitti í sólskininu og háreysti tals- verð í Víkinni. Þau sneru við hálf- skelkuð. Veisla var haldin við kertaljós til heiðurs Ringó í Hússtjórnar- skólanum á Hallormsstað á laug- ardag. Þar snæddu með honum ýmsir gamalkunnir boðberar bítlatónlistar hér á landi, Gunnar Þórðarson, Egill Eðvaldsson, kvikmyndatökumaður, Jónas R. Jónsson, sem var sérlegur leiðsögumaður þeirra hjóna. - Allt var þetta samkvæmi hið þjóðlegasta. Með kaffinu fékk kappinn rjómapönnukökur. Forrétturinn í veislunni var sjáv- arréttahlaup og aðalrétturinn úr- beinaður lambahryggur. Sérstak- ur matreiðslumaður var fenginn úr Reykjavík til þess að sjá um veisluna. Eftir að skyggja tók fór kapp- inn svo, klæddur lopapeysu, ásamt fylgdarliði sínu niður í Vík- ina og gekk óáreittur um meðal unglinganna í um klukkutíma og hlýddi á leik Stuðmanna. Hann hafði orð á því að trommuleikar- inn hjá þeim væri fjári góður! Honum þótti reyndar hörkustuð á öllu bandinu. Hins vegar var hann því fegnastur að fá að vera í friði og ganga um óáreittur. Það var í hæsta lagi að kátir piltar réttu að honum brennivín og vildu gefa sjúss, en það var nú varla meira en mörgum var boð- ið. Drykkja var talsverð í Atla- vík, en engin vandræði hlutust samt af. Um 700 til 800 manns unnu við þessa fjölmennustu skemmtisamkomu sumarsins, við gæslu, veitingasölu, á sjúkravakt og við umferðarstjórn. Þegar flest var munu um 6500 manns hafa verið á svæðinu. Þeir sem urðu illa úti í glímunni við bakkus og lognuðust útaf þegar líða tók á nóttu voru fluttir jafnóðum í af- vötnun. Meðferðarheimili var komið upp á eyðibýlinu Buðlungavöllum, rétt hjá svæð- inu og var það kallað Hótel Buð- lungur. Þar var mönnum gefin súpa, þegar af þeim bráði. Þar gistu mest 40 manns, en yfirleitt fór þetta mikla samkomuhald vel fram, enda mikið lagt upp úr skipulagi hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands, sem staðið hefur að þessum mótum um verslunar- mannahelgar undanfarin ár. Auk ungmennafélaganna starfa skátar og björgunarsveitarmenn á svæð- inu frá Vopnafirði og allt suður í Djúpavog við þetta mótshald, og ennfremur lögregla og starfs- menn skógræktarinnar. Fé- lagasamtökin fá svo ágóða af skemmtanahaldinu í samræmi við vinnuframlag síns fólks til þess að fjármagna starfsemi sína. Dansinn dunaði allt fram yfir klukkan fimm föstudag og laug- ardag og til klukkan fjögur að- faranótt mánudagsins og mikill galsi á pallinum, þar sem Stuð- menn og Dúkkulísur skemmtu gestum, en þess á milli spókaði fólk um í góða veðrinu, hlustaði á fljótsins dreymnu ró og hreiðraði um sig í grænum lundum. Ringó Starr hvarf hins vegar af svæðinu á sunnudagskvöld, flaug suður með leiguvél frá Sverri Þóroddssyni og síðan utan með einkaþotu. Hann Iét þess getið að líklega vildi Georg félagi hans Harrison vera í hans sporum hér og sagði sá góði maður hefði lengi haft mikinn áhuga á íslandi. Sagðist Ringó hafa hringt í hann í vikunni og hefði Georg líklega skellt sér með, ef hann hefði ekki verið í önnum. Ef til vill verða bítlarnir því árlegir gestir hér eftir á Atlavíkurmótum. B.V./J.H. UTIHATIÐIR „Hérna hjá Viðeyjarstofu er fín stemmning og róleg. Ég sakna einskis", sagði Helgi Jóhannesson lögreglumaður sem við hittum við vörslu kirkjunnar og stofunnar í Viðey um kaffileytið á laugardaginn. Hann var búinn að vera þar frá hádegi og sagðist einungis hafa hitt þrjá stráka. Fleiri hefðu ekki komið þangað. Einn lögreglumaður gætti húsanna á daginn en tveir yfir nóttina. Áttu allir rólega vakt. Mynd -eik. Hinar nýju vatnslagnir í Viðey nýttust vel þyrstum ferðalöngum. Mynd- eik. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.