Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 12
MINNING Óskar Garibaldason f. 1. ágúst 1908 - d. 2. ágúst 1984 Óskar Garibaldason, fyrrv. formaður Verkamannafélagsins Þróttar og Verkalýðsfélagsins Vöku í Siglufirði, einn kunnasti leiðtogi íslenskrar verkalýðs- hreyfingar um áratugaskeið er kvaddur í dag. Óskar var fæddur í næsta ná- grenni Siglufjarðar í Engidal 1. ágúst 1908 og voru foreldrar hans Garibaldi Einarsson, bóndi þar og kona hans, Margrét Péturs- dóttir. Siglfirðingar hafa löngum átt því láni að fagna að eiga skelegga verkalýðsforingja. Á síldarárun- um fyrir stríð var atvinnuástand í Siglufirði oftast í betra lagi miðað við það sem gerðist annars stað- ar. Strax á kreppuárunum upp úr 1930 myndaðist þar róttæk for- ystusveit, sem hafði vit á því að hagnýta hin mikiu umsvif í bæn- um í þágu láglaunamanna og sá til þess, að tímakaup í verkamanna- vinnu var Iöngum hærra í Siglu- firði en víðast annars staðar á landinu. Óskar Garibaldason hlaut kornungur sína eldskírn í harðvít- ugri baráttu kreppuáranna og sú merka lífsreynsla veitti honum styrk og úthald til að standa í fremstu víglínu í baráttu verka- lýðshreyfingarinnar lengur en flestir aðrir. Þegar um 1930 má sjá nafn Óskars meðal stjórnarmanna Þróttar, en það var um 1953 sem hann var ráðinn starfsmaður fé- lagsins og var hann það óslitið í aldarfjórðung. Hann var formað- ur Þróttar og hins sameinaða fé- lags, Vöku, frá 1963 til 1974. Óskar var vaskur baráttumað- ur hvar í liði sem hann stóð og eru aðeins fáar vikur síðan heilsíðu- viðtal birtist við hann í Þjóðvilj- anum um vanda verkalýðshreyf- ingarinnar fyrr og nú. Hann var traustur liðsmaður Alþýðu- bandalagsins en fylgdist einnig af áhuga með ýmsum hreyfingum ungra sósíalista, sem starfað hafa til hliðar við Alþýðubandalagið og vonaði löngum, að unnt væri að sameina betur kraftana. Hann hafði þó áhuga á mörgu öðru en stjórnmálum og vann til dæmis mikið starf í þágu Tón- skóla Siglufjarðar. Fyrir nokkrum árum kynntist hann nuddlækningum og fór svo, að hann var löngum á seinni árum önnum kafinn að líkna fólki og losa það við þrautir. Þessi óvenjulega og annasama tóm- stundaiðja undir ævilok lýsir manninum vel, einlægni hans, fordómaleysi og hjartahlýju. Kona hans Anney Ólfjörð Jónsdóttir úr Ólafsfirði lést 1975. Hún var hress kona og síung í anda. Þau eignuðust sex börn og lifa fimm: Hörður, Erla, Hlynur, Hallvarður og Hólmgeir. Ég flyt börnum Óskars og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðju okkar hjóna um leið og ég minn- ist með þakklæti starfa Óskars í þágu íslenskra vinstrimanna og verkalýðs í hálfa öld. Ragnar Arnalds. Óskar Garibaldason andaðist 2. ágúst síðastliðinn, varð bráð- kvaddur heima við hús sitt skömmu eftir fótaferðartíma. Hann ók sonardóttur sinni á vinnustað um sjöleytið, fór síðan heim og virðist hafa verið að dútla eitthvað utanhúss þegar hið snögga kall kom. Hann var búinn að vera veill fyrir hjarta í nokkur ár. Daginn fyrir andlátið minntist hann 76 ára afmælis síns og 66 ára dánarafmælis föður síns með því að ganga um bernskuslóðir sínar á Engidal, og var þá jafn hress, glaðvær og kvikur eins og venju- íega. Óskar var fæddur á Engidal við Siglufjörð 1. ágúst 1908 og átti þar heima til 10 ára aldurs. Haustið 1918, eftir andlát föður hans, fór hann í fóstur til Halls bróður síns og Sigríðar konu hans, sem voru þá búin að stofna heimili. Þar var hann, þegar snjóflóðið mikla féll yfir bæinn í Engidal 12. apríl 1919, að því er opinberar heimildir telja. Vafa- samt er, að það sé rétt. Merking í húslestrabók sem fannst í rústun- um, sýndi, að búið væri að lesa sunnudagslesturinn, en sunnu- dagur var 13. apríl. - í snjóflóð- inu fórst móðir Óskars, stjúp- móðir hennar, þrjú systkini hans, mágur og fóstursystir, alls sjö manns úr sömu fjölskyldu. Foreldrar Óskars voru Gari- baldi Einarsson, f. 1. júní 1864, d. l.ágúst 1918,ogMargrét Petr- ína Pétursdóttir, f. 3. des. 1869, d. 12. apríl 1919. Garibaldi var fæddur á Grímsnesi á Látra- strönd, sonur Einars, lengst bónda á Arnarstöðum í Sléttu- hlíð, Ásgrímssonar bónda á Mannskaðahóli. Móðir Gari- balda var Kristbjörg Jónsdóttir frá Látrum. Foreldrar Margrétar voru Pétur Guðmundsson bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd og Elísabet Ósk Semingsdóttir kona hans. Margrét og Garibaldi giftust ló.ágúst 1980. Þau eignuðust níu börn og var Óskar yngstur þeirra. Af þeim eru tveir bræður eftir á lífi, Hallur og Ásgrímur. Óskar ólst upp hjá Halli og Sig- ríði og var alltaf „drengurinn" í þeirra huga, jafnvel eftir að hann komst á áttræðisaldurinn; bjó eitthvað hjá þeim eftir að hann kvæntist, og byggði síðan hús á næstu lóð við Hall og Sigríði. Þar bjó hann síðan, meðan ævin ent- ist. Óskar kvæntist 25. okt. 1931. Kona hans var Anney Ólfjörð Jónsdóttir, f. 20. júní 1912, d. 28. nóv. 1975. Foreldrar hennar voru Jón Hansson, f. 19. júlí 1891, sjó- maður í Ólafsfirði, Jónssonar bónda í Leyningi, Gíslasonar, og Svava Guðvarðardóttir Guð- mundssonar og Guðfinnu Jóns- dóttur, Dagssonar. Óskar og Anney eignuðust sex börn. Yngsta barnið, Sigurð, f. 1950, misstu þau 1961, en hin eru öll á lífi, gift og eiga börn. Þau eru: Hörður, íþróttakennari í Reykjavík; Erla, hjúkrunarfræð- ingur, býr í Kópavogi; Hlynur, tónlistarkennari, býr í Þýska- landi; Halivarður, málari, býr í Reykjavík og Hólmgeir, húsa- smiður, búsettur á Selfossi. Fyrir þá, sem ekki hafa þarfara við tímann að gera, getur verið forvitnilegt að veita fyrir sér, hvað nú á tímum mundi leggjast fyrir sumt það fólk, sem fæddist og tók út þroska áður en velferð- in hélt innreið sína, meðan lífs- baráttan enn bæði hét og var, og leiðir til mennta og frama voru svo fáar og stuttar, að gagnfræða- menntun var næstum eins fágæt og doktorsmenntun er núna. Hvað mundi maður eins og Ósk- ar Garibaldason leggja fyrir sig nú? Hann hafði fjölbreytta hæfi- leika, var m.a. músikalskur og hafði yndi af söng og hljóðfæra- leik. Hann var vel að sér í tungu- málum af óskólagengnum manni að vera, las, skildi og talaði öll norðurlandamálin og þýsku. Þá var hann talnaglöggur vel og ágætur bókhaldsmaður. Ekki veit ég, hvenær hann hefur fengið tíma til að læra þetta. Ef til vill hefur það verið meðan hann var berklasjúklingur á Kristneshæli. - Þá var hann ágætur verkmaður bæði á sjó og landi, laginn og verkhygginn, og góður verk- stjóri. Örlögin ætluðu Óskari annað hlutverk en að ganga eftir merkt- um vegi skólakerfisins að af- mörkuðu beitarhólfi á túni vel- ferðarþjóðfélagsins. Verkalýðs- hreyfingin var á æskuárum hans að ícveðja röska menn til fylgdar við sig. Óskar hlýddi kallinu og gekk undir merki hennar alla ævi síðan. Gerðabók Verkamannafélags Siglufjarðar frá 1927 segir, aðlO. maí það ár hafi Óskar gengið í félagið. Næstu tvö ár var hann einn þeirra, sem kosnir voru til starfa í nefndum á vegum félags- ins, og 1930 var hann gjaldkeri f stjórn þess, samkvæmt þeirri einu heimild, sem ég hef séð um stjórnina það ár, en gerðabókin er glötuð. Má segja, að saga hans og verkalýðshreyfingarinnar á Siglufirði hafi fléttast saman í 57 ár. Listinn yfir þau störf, sem hann hefur unnið á vegum henn- ar, yrði býsna langur, ef allt væri talið samviskusamlega fram. Hann varð starfsmaður og helsti forustumaður Þróttar 1953, þeg- ar Gunnar Jóhannsson var fyrst kjörinn á þing og sat í stjórn fé- lagsins um fjölda ára. Formaður Þróttar og síðar Vöku var hann 1963 - 1974. Á þessum langa starfsferli hefur hann sótt ótal fundi og þing, setið í stjórnum og nefndum, var til dæmis í At- vinnumálanefnd Norðurlands á „viðreisnar“árunum og aðaldrif- fjöðrin ásamt Sigursveini D. Kristinssyni í starfi Tónskóla Siglufjarðar, sem rekinn var að nokkru fyrir atbeina verkalýðs- samtakanna. Margt er þó enn ótalið af störf- um Óskars. Hann var einlægur sósíalisti og hálfa öld eða lengur flokksbundinn í þeim stjórnmála- samtökum, sem lengst voru til vinstri á hverjum tíma; sótti flest- um mönnum betur fundi og vann öll sín störf fyrir samtökin af sömu óeigingirninni og dugnað- inum og annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var aðalfullt- rúi í bæjarstjórn Siglufjarðar eitt kjörtímabil, en varafulltrúi um fjölda ára og mun hafa setið milli tvö og þrjú hundruð fundi í bæjarstjórninni, auk þess ótal aðra fundi í ýmsum nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélags- ins. Það segir sig sjálft, að til þess að koma öllu þessu í verk, jafn- framt því að annast stórt heimili og koma börnum sínum til náms og mennta, hefur þurft mikla at- orku. Víst er, að Anney kona hans var frábærlega dugmikil og hagsýn, en samt fannst mér Ósk- ar alltaf hafa með höndum tveggja til þriggja manna verk. Hann varð þó aldrei efnaður, hvað þá ríkur, af vinnu sinni, og hafði aldrei áhyggjur af peninga- málum, enda hafði hann alltaf margt þýðingarmeira að gera en að eltast við hégóma eins og pen- inga. Samt kom alitaf í ljós, að hann átti fjármuni afgangs, ef einhver var verr staddur en hann. Ef til vjll hefur áhyggjuleysi Óskars um eigin hag á líðandi stund og í framtíðinni verið sá þátturinn í fari hans, sem helst fór fyrir brjóstið á vinum hans og kunningjum, og hvað hann var ótortrygginn og laus við að gruna nokkurn mann um græsku. Og bjartsýnin og geðprýðin brást honum aldrei. Flest erum við með þeim ósköpum gerð, að fá öðru hverju ólundar- og letiköst, reiðast, móðgast og reyna að komast létt frá skyldum okkar. Mér er ekki kpnnugt um, að slíkt hafi komið fyrir Óskar. Hann var alltaf jafn hress, glaðlegur, bjart- sýnn og reiðubúinn til starfs. Og þó eitthvað mistækist, þá var það ekkert til að gera sér rellu út af; bara byrja upp á nýtt og gera bet- ur en í fyrra skiptið! Það segir sig sjálft, að svo at- hafnasamur og félagslyndur mað- ur eins og Óskar Garibaldason, sem þar á ofan var svo vel á sig kominn og drengilegur í sjón og framgöngu, að honum var hvar- vetna veitt athygli, átti marga vini og kunningja. Og líklega hefur hann verið einn þeirra gæfu- manna, sem komast gegnum langa ævi án þess að eignast óvildarmenn. Það saknar því margur vinar í stað að honum gengnum og gerir sér betur ljóst en aður, hvílík sálubót það er að eiga góða samferðamenn. Ég og mitt fólk þökkum Óskari að skilnaði vinsemdina, samstarf- ið og margvíslega hjálp og greiða- semi, sem aldrei tókst að endur- Frá samningagerð um 1970: Hermann Guðmundsson, Einar ögmundsson, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar Garibaldason og Jón Ásgeirsson. 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 8. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.