Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.08.1984, Blaðsíða 15
FRA LESENDUM Hvar ertu sól? Ég býst við að sú spurning brenni á vörum margra þessa dagana hvar blessuð sóiin sé. Mig langar þessvegna að senda blað- inu eftirfarandi Ijóð sem ég samdi í Fljótshlíðinni fyrir skömmu: Hvar ertu sól? Á veröndinni ég sit það er regnúði og ferskur gróðurinn í loftinu. Einstaka fuglakvak klýfur kyrrðina. I gegnum birkið í þoku sé ég flatneskju langt til suðurs. Lækjarniðurinn í hlíðinni hljómar sem tónverk og undirstrikar, hvar ég er. Fólkið í Birkihlíð horfir út um gluggann og spyr: Hvar ertu sól? Björgvln Björgvinsson, myndlistarkennari. Þjóðviljinn svíkur!! Lescndadálkur Þjóðviljans: Ég og margir fleiri, sem kaupa Þjóðviljann, gerum það mörg vegna þess að það eru vissar fast- ar greinar um ákveðna mála- flokka sem við viljum gjarna fylgjast með og sem eru búnir að vera fastir liðir, ef svo má segja, t.d. um helgar. Það er til að mynda stór hópur fólks á öllum aldri sem spilar BRIDGE einu sinni til tvisvar í viku hverri, allt árið, og óhætt er að segja að íþrótt þessi sé mjög vinsæl. f Sumarbridge sem nú stendur yfir mæta yfir 100 pör (200 manns) sem er mesta aðsókn hvert einstakt spilakvöld hér á landi í bridgekeppni. Verðlaun eru og veitt og gefin stig fyrir góða frammistöðu. Úrslit eru síð- an birt í helgarblöðum dagblað- anna og hafa menn mikinn áhuga á að kynna sér einstök úrslit. Nú vitum við vel, ég og fleiri, að um þetta sumarstarf hefur Ólafur Lárusson séð og jafnframt skrifað greinargóðar lýsingar ein- mitt í Þjóðviljann hverja helgi og birt úrslitin. Um síðustu helgi hefur hann væntanlega sent inn efni í Þjóð- viljann til birtingar um úrslit, síð- ustu keppni o.fl.. Og auðvitað sem fyrr er Þjóðviljinn keyptur, honum flett, en enga grein er þar að finna um þessa vinsælu íþrótt, sem ca. 100 pör taka þátt í viku- lega. Það er dálítið hastarlegt að dagblað, sem hefur lofað þessu fasta efni til birtingar um helgar, skuli svíkja það. Það er ekki svo að þetta komi fyrir bara í eitt skipti, heldur hefur þetta skeð áður og valdið gremju kaupenda. Og ennþá verður Iélegri frammistaða Þjóðviljans í saman- burði við önnur blöð, DV, NT, Mbl., sem öll birta greinar um helgar um bridgeíþróttina. Og öll fá þessi blöð úrslitin beint frá Ólafi Lárussyni, án minnstu fyrir- hafnar. Mér finnst því bæði rétt og skylt að láta í ljós óánægju mína og fleiri yfir þessari vanrækslu blaðsins. Lesendahópur, sama hve stór hann er, vill ekki láta svíkja sig um fasta efnisþætti, sem hann væntir að sjá. Með kveðju, 6016-2298. BRIDGE Stöðugt góð þátttaka Aðeins 54 pör mættu til leiks í Sumarbridge sl. fimmtudag. Enda verslunarfríhelgin fram- undan. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðUl: Erla Eyjólfsdóttir - Gunnar Þorkelsson 246 stig Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 238stig Ragnar Björnsson - Þórarinn Árnason 237 stig Guðmundur Kr. Sigurðsson — Halldór Magnússon 235 stig B-riðill: Helgi Jóhannssson - Magnús Torfason 212stig Birgir Sigurðsson - Oskar Karlsson 203 stig Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrésson 190stig Leif Österby - Sigfús Þórðarson 178 stig C-riðill: Arnar Ingólfsson - Magnús Eymundsson 180 stig Árni Eyvindsson - , Jakob Ragnarsson 179 stig Ásgeir P. Ásbjörnsson - Friðþjófur Einarsson 179stig Oddur Hjaltason - Jón Þ. Hilmarsson 171 stig D-riðUl: Guðmundur Þórðarson - Baldur Bjartmarsson 142stig Ólafur Lárusson - Magnús Halldórsson 132 stig Erlendur Markússon - Markús Markússon 125 stig Meðalskor í A var 210, í B og C 156 og 108 í D-riðli. Nú, eftir 12 kvöld í Sumar- bridge, er staða efstu spilara þessi: Anton R. Gunnarsson 22,5 stig Friðjón Þórhallsson 22,5 stig Helgi Jóhannsson 13 stig Páll V aldimarsson 11 stig Tómas Sigurjónsson 11 stig Erla Eyjólfsdóttir 11 stig Gunnar Þorkelsson 11 stig Alls hafa 188 einstaklingar fengið vinningsstig (1-2-3) á þess- um 12 spilakvöldum í SÚMAR- BRIDGE Samtals hafa 725 pör spilað, sem gerir að meðaltali rúmlega 60 pör á kvöldi (60.4 pör). Enda hefur SUMARBRIDGE skilað ágætis tekjum það sem af er, eða milli 55-60 þús. krónur í hreinan hagnað (þegar allt hefur verið dregið frá). Munar þar mestu að SUMARBRIDGE rekur eigin kaffi og gossölu á spilakvöldum, sem ekki hefur verið gert áður í SUMARBRIDGE. Hreinar tekjur síðasta sumars voru innan við 40 þús. krónur, þannig að aukningin er veruleg milli ára, jafnvel þó keppnisgjald hafi ekki hækkað nema um 40% frá síðasta sumri. Takmark umsjónarmanns var að ná inn 75 þús. krónum í hreinar tekjur yfir sumarið og eins og fyrr segir, virðist það innan seilingar. SUMARBRIDGE er rekið af Bridgesambandi Reykjavíkur, sem öll félög á Reykjavíkursvæð- inu innan B.í, eru aðilar að. Framkvæmda-aðili fyrir hönd Reykjavíkursambandsins er síð- an Ólafur Lárusson. ÓLAFUR LÁRUSSON SUMARBRIDGE verður framhaldið að venju næsta fimmtudag, að Borgartúni 18 og hefst spilamennska uppúr kl. 18, en í síðasta lagi kl. 19.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bikarkeppni Bridgesambandsins Þrjár sveitir hafa tryggt sér sæti í 8 sveita úrslitum. Sveit Úrvals sigraði sv’eit Stefáns Pálssonar með 9 impa mun og sveit Vil- hjálms Pálssonar Selfossi gersig- raði sveit Eggerts Sigurðssonar frá Stykkishólmi með um 147 stiga mun í 40 spilum? 1 sveit Úrvals eru: Karl Sigur- hjartarson. Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. í sveit Vilhjálms eru (auk hans): Sigfús Þórðarson, Krist- mann Guðmundsson og Þórður Sigurðsson. Loks sigraði sveit Þórarins Sig- þórssonar Reykjavík, sveit Sig- mundar Stefánssonar Reykjavík með um 150 stiga mun. (Sveiflur í þessu...) Með Þórarni í sveit eru: Guð- mundur Páll Arnarson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Her- mannsson, Guðm. Sveinsson og Þorgeir P. Eyjólfsson. Evrópumót yngri spilara ísland hafnaði í 16. sæti af 19 þjóðum á EM landsliða í yngri flokki, eins og fram hefur komið. Verður það að teljast slakur ár- angur, mun lakari en menn gerðu sér vonir um. Liðið var það sterk- asta sem við eigum í þessum aldursflokki (25 ára og yngri) þeir Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson og Sturla Geirsson. Fyrirliði án spilamennsku var Jón Baldurs- son. Ítalía sigraði á mótinu en Fra- kkland kom næst á eftir, einu stigi minna. Síðan komu Norður- landaþjóðirnar (hinir) þar á eftir. Okkar menn hlutu rúmlega 40% skor. Nánar síðar. V/SA VISA ISLAND ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KOSn TVEIR HLUTIR ÓMISSANIDI FYRIR ÞIG Á FERÐALÖGUM ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.