Þjóðviljinn - 25.08.1984, Síða 8
MYNDLIST
Á aldarafmceli Listasafns íslands
Sacré du príntemps (Vorblót), 1984, eftir Egil Jacobsen.
Mynd frá Balí, 1984, eftir Ejler Bille.
Rauöir fuglar og gult skip, 1973, eftir Carl-Henning Pedersen.
Fimm danskir meistarar
í tilefni af 100 ára afmæli Lista-
safns íslands, hefur 5 Dönum
verið boðið að sýna verk sín í
sölum safnsins. Eins og Selma
Jónsdóttir forstöðumaður Lista-
safnsins bendir á í formála, þá
stofnaði Bjöm Bjamason Lista-
safn íslands í Kaupmannahöfn
fyrir einni öld. í því tilefni leitaði
hann til margra fremstu málara
Dana um gjafir til hins nýstofii-
aða safns og hlaut hvarvetna góð-
ar viðtökur. Þannig varð stærstur
hluti stofngjafarinnar danskur og
dönsk list varð meginuppistaða
safnsins á fyrstu ámm þess.
Það er því ekki úr vegi að bjóða
hingað rjóma danskrar myndlist-
ar í formi myndverka eftir fimm
kunna listamenn, málaranna
Mogens Andersen, Ejler Bille,
Egil Jacobsen, Carl-Henning Pe-
dersen og myndhöggvarann Ro-
bert Jacobsen. Það er skemmst
að minnast sýningar Listasafns
íslands á verkum hollenska mála-
rans Karels Appels á Listahátíð
’84. Hægt er að túlka þessa sýn-
ingu fimm danskra listamanna
sem verðugt framhald þeirrar
sýningar. Smám saman ganga
saman bitar í pússluspili þeirrar
listar sem mestan svip setti á
fyrstu árin eftir styrjöldina.
Frjósamt tímabil
Styrjöldin og hemám Þjóð-
verja virðist hafa verið flatlend-
ingum Evrópu, þeim sem byggja
nyrstu héruð meginlandsins,
uppspretta mikillar grósku í list-
um. Eftir miklar deilur um ágæti
eða ömurleik óhlutbundinnar
listar sem stóðu með mislöngum
hléum öll millistríðsárin, spratt
frjáls abstraktlist fram undan
hælum þýsku herjanna í álfunni
og voru Danir þar í fararbroddi.
Ekki er tími eða pláss til að rekja
þá sögu hér, en eins og flestir ef-
laust vita sem eitthvað hafa fylgst
með íslenskri listþróun, þá safn-
aðist hópur listamanna um tíma-
ritið Helhestinn á ámnum 1940-
45. í þessum hópi var Svavar
Guðnason og einnig þrír þeirra
dönsku listamanna sem þátt taka
í sýningu Listasafnsins. Það em
þeirEjler Bille, Egill Jacobsen og
Carl-Henning Pedersen og því
tengjast þeir þótt óbeint sé ís-
lenskri listasögu, á einhverjum
mestu umbrotatímum hennar.
Ýmsar skýringar má finna fyrir
uppgangi frjálsrar abstraktlistar
einmitt á þessum voveiflegu tím-
um. Eitt er að ekkert gat betur
túlkað ringulreiðina sem fylgdi
hinum ægilega hálakosti og
menningarlegu katastroffum og
villt, huglæg list þessara ungu
manna sem innlyksa vom í Kaup-
irnir og flokkurinn, vonsviknir á
hvor öðmm og fór hver sína leið.
í óvenjulega vandaðri og fag-
urri sýningarskrá, þar sem rakinn
er ferill hvers hinna 5 listamanna,
er að finna athyglisvert viðtal Ole
Hyltofts við Egil Jacobsen, þar
sem listamaðurinn fer á kostum í
útlistun þeirra hugmynda sem
lágu að baki dönsku ab-
straktlistinni. Þar er kannski að
finna lykilinn að ýmsu því sem
Kompósisjón, 1958, eftir Mogens Andersen.
Krossmaðurinn, eftir Robert Jacobsen.
mannahöfn undir Þriðja ríkinu.
En hitt er e.t.v. ekki síður
mikilvægt að abstrakt-list var í
augum fasista helsta teikn sið-
rænnar afdönkunar sem hinn
svokallaði júdeo-marxismi hafði
leitt yfir Evrópu. Hún var því
kjörin andspymulist til handa
ungum dönskum listamönnum
sem virkan þátt vildu taka (og
tóku) í andspymuhreyfingunni
gegn hemáminu. Kórónan var
svo innganga þeirra í DKP
(danska kommúnistaflokkinn)
sem var bannaður af yfirvöldum
og álitinn blóðskammarsamtök
fyrir heiðarlega og norræna
menn.
Barnsleg
forvitni
Þannig gengu pólitísk vitund
og abstrakt-listin saman í eina
sæng undir annarlegum þjóðfé-
lagsskilyrðum. Hjónabandið
varð að vísu ekki langlíft, því
listamennimir þóttu of borgara-
legir í naflaskoðun sinni og flokk-
urinn of ólýðræðislegur í sálust-
jómaráráttunni og því slitu þeir
samvistum eftir stríð, listamenn-
síðar varð kjaminn í Cobra-
hreyfingunni margumtöluðu.
Eitt af því sem til grundvallar lá
hinni fremur frjálslegu stefnu,
var súrrealisminn og Freud. Að
vísu urðu abstraktlistamennirnir
aldrei sömu fómarlömb freud-
isma og súrrealistamir, en ýmis-
legt tileinkuðu þeir sér úr kenn-
ingum Vínarbúans sem þeir túlk-
uðu síðan eftir eigin höfði.
Þannig vildu þeir beina sjónum
manna að baminu sem hver og
einn geymir innra með sér en þor-
ir ekki að kannast við. Jacobsen
bendir á það í viðtalinu áður-
nefnda að bamsleg forvitni fram-
mi fyrir heiminum (og einkenni
svo mjög vísinda- og listamenn)
sé höfð í flimtingum. Á hinn bóg-
inn sé kaldranaleg rökhyggja
samfara hugmyndaleysi talin
mönnum til tekna. Þessu vildu
abstrakmenn breyta og töldu það
köllun sína til bóta mannlífinu.
Egill viðurkennir að vísu að þetta
hafi ekki tekist vegna þess að list-
in hafi verið gerð hornreka. En
hann bendir á það um leið að
frjálsari listtjáning sé í réttu hlut-
falli við frjálsari verkalýð og
frjálsara þjóðfélag í heild.
Stórbrotin sýning
Ekki verður annað sagt en
frelsisandi ríki yfir þessari sýn-
ingu. Hér em kraftmiklir lista-
menn á ferð, virtúósi í orðsins
fyllstu merkingu. Þrátt fyrir áber-
andi skyldleika þessara 5 manna,
em verk þeirra mjög ólík að efni
og inntaki. Og þrátt fyrir að vera
rosknir (en allir em þeir á áttræð-
isaldri utan Mogens Andersen
sem er rétt innan við sjötugt),
verður hvergi vart hrömunar
andagiftar.
Hér bíðst mönnum einstakt
tækifæri til að berja augum það
besta sem dönsk 20. aldar list hef-
ur af sér fætt og ekki spillir vitn-
eskjan um það að náinn vinur og
kollegi þessara listamanna skuli
vera borinn og bamfæddur undir
hæstu hnúkum þessa lands.
Það er full ástæða til að hrósa
Listasafni íslands fyrir þetta
framtak sem virðist í framhaldi af
Appelsýningunni og sýningu 14
ungra listamanna, boða farsæla
stefnubreytingu eftir svo mörg
mögur ár. Það sýnir sig einnig að
listamenn slá ekki hendi móti til-
boðum safnsins um sýningar,
jafnvel þótt erlendir og
heimsfrægir séu. Þetta ættu for-
svarsmenn að hafa hugfast og
sækja fram í tilraunum sínum til
að fá sem flesta málsmetandi
listamenn hingað. Það er nefni-
lega tími til kominn að íslending-
ar fái að kynnast af eigin raun
þeirri list sem sett hefur svip sinn
á öldina. Að öðmm kosti er hætt
við að spennitreyja einangmnar
og fáfræði læsist um listmenningu
okkar.
HBR
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Uugardagur 25. ágúst 1984